Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 18
18 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
vinnuvélar
Sími: 575 2400
www.ishlutir.is
LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ OKKUR
Brothamrar
og borvagnar
-öflugur kostur
A FURUKAWA COMPANY
A FURUKAWA COMPANY
FRD
„FYRIRTÆKIÐ er einn stærsti
innflytjandi landsins á vinnuvélum
og auðvitað erum við bjartsýnir á
að okkar hlutur verði stór í þeim
framkvæmdum sem fyrirhugaðar
eru á Austurlandi og víðar. Við
erum með mörg af bestu umboð-
um heimsins í þessum geira og við
getum boðið heildarlausnir í flest
af þeim verkum sem eru fyrirhug-
uð,“ segir Gunnar Viðar Bjarna-
son hjá Vélum og þjónustu hf.
Gunnar Viðar segir miklar
breytingar hafa átt sér stað í
rekstrarumhverfinu undanfarið og
mikið verið um sameiningar og
breytingar á eignarhlutum í fram-
leiðslufyrirtækjum sem tengjast
vinnuvélum. „Case og Bobcat hafa
komið mjög vel út úr þessum um-
byltingum og er vöruúrval þeirra
alltaf að aukast. Case vinnuvélal-
ínan hefur breikkað mikið og þar
er að finna mikið af nýjum vörum.
Case er í dag hluti af CNH sem
er eitt af fjórum stærstu fyrir-
tækjum í vélaheiminum í dag. Þar
innandyra er Case langstærsta
vinnuvélafyrirtækið og ræður þar
ríkjum. Með þennan mikla stuðn-
ing þá er mikill hugur í Case
vinnuvéladeildinni og eru þeir
núna að hasla sér völl í stærri vél-
um með tilkomu 80 tonna belta-
gröfu sem framleidd er hjá Sumi-
tomo í Japan CX800, liðstýrðri
vörubifreið (búkollu) Case 330
sem er framleidd í samvinnu við
Astra á Ítalíu og stærri hjóla-
skóflu Case 921C frá Case verk-
smiðjunum í Bandaríkjunum. Í
vörulínunni má líka finna belta-
gröfur af öllum stærðum fram-
leiddar í Japan, hjólagröfur frá
Frakklandi og Ítalíu, traktors-
gröfur bæði 580M, 590M og 695
fjórhjólastýrða traktorsgröfu,
valtara, veghefla, mini hjólaskófl-
ur og minigröfur.“
Hann segir Bobcat líka í mikilli
sókn. „Mikil samþjöppun er að
eiga sér stað hjá Ingersoll Rand
sem er eigandi Bobcat og er þar
Bobcat í forystu. Auk þess sem
þeir eru þekktastir fyrir svo sem
smávélarnar og smágröfur þá
bjóða þeir upp á skotbómulyftara,
loftpressur og rafstöðvar frá Ing-
ersol Rand, valtara og þjöppur frá
Ingersol Rand, rafmagnsbíla frá
Club Car og brjóta frá Monta-
bert. Bobcat er að taka við sölu á
þessum vörum í Evrópu og mun
þetta færast undir þeirra sölu-
net.“
Hann segir Vélar og þjónustu
einnig hafa leitað til ýmissa fyr-
irtækja sem þekkt eru fyrir sér-
hæfð tæki; nefna má Atlas belta-
gröfur, Hydrema traktorsgröfur,
Venieri hjólaskóflur og traktors-
gröfur, Krupp brjóta, Telefsdal
snjóruðningstæki, Viper hörpur,
Halloutte vinnulyftur, Dulevo
sópa og Brokk brothamra.
Miklar breytingar undanfarið
ÍSHLUTIR eru fimm ára gamalt
fyrirtæki í vinnuvélageiranum. Þar
snúa bökum saman fjórir vinir, Ás-
mundur Guðnason, Gunnar Björns-
son, Pétur Ingason og Kristján Lár-
usson, sem allir hafa starfað að
innflutningi, sölu og þjónustu á
vinnuvélum fyrir ýmis fyrirtæki um
tuttugu ára skeið. Þeir ákváðu að
til framtíðar vildu þeir standa á
eigin fótum.
Það er vöxtur og viðgangur í
þessu unga fyrirtæki að sögn Ás-
mundar Guðnasonar og til marks
um það, þá flytja þeir úr húsnæði
sínu í Súðarvogi í mun stærra og
heppilegra rými á Kletthálsi í lok
þessa árs. Ís-hlutir hafa verið að
bæta við sig nýjum umboðum og
merkjum að undanförnu og fyr-
irtækið er fyrst og fremst í því að
flytja inn bæði nýjar og notaðar
vörur.
Flaggskipin
Flaggskipin eru líklega 5,5 til 45
tonna beltavélar frá Hyundai og 1,3
til 13 tonna smávélar á borð við
beltagröfur og „sjálfkeyrandi hjól-
börur“ frá Neuson í Austurríki.
„Við náum að dekka allar þarfir
verktaka með vörulínu okkar og
okkur gengur vel. Á tuttugu árum
hjá ýmsum fyrirtækjum hefur ekki
farið hjá því að við þekkjum orðið
marga og við erum þannig vel
tengdir út í atvinnulífið. Það var
pláss fyrir okkur fyrir fimm árum,
en ég er ekki viss um að við hefð-
um tekið stökkið í dag, markaður-
inn er svo mettaður núna,“ bætti
Ásmundur við.
Neuson er síðasta merka viðbót
Íshluta, að það var í síðasta mán-
uði að fyrirtækið tók við umboðs-
samningi fyrir Neuson AG. Helstu
tæki sem Neuson AG bjóða eru
beltavélar frá 1,3 til 13 tonn,
sturtuvagnar, liðstýrðir og á beltum
með burðargetu frá 0,8 tonnum
upp í 4,5 tonn, hjólaskóflur í ýms-
um stærðum auk skotbómulyftara
og traktorsgrafa.
Þá afhentu Íshlutir fyrir
skemmstu fyrstu Hyundai
290LC-7 vélina en kaupandi var
Þórarinn Gunnarsson hjá Snarfara
ehf. Íshlutir tóku við Hyundai um-
boðinu í desember síðastliðnum.
Afhending á nýrri Hyundai r290-7-beltagröfu og FRD-brotahamri.
Vöxtur og viðgangur hjá Íshlutum
Ásgeir Steinarsson tekur við tveimur nýjum vélum af Ásmundi Guðnasyni.
Þetta eru NEUSON 1903-beltagrafa og LIFTON 850 sjálfkeyrandi hjólbörur.