Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ vélsleðar ÞÓR VAR einn af fyrstu vélsleða- mönnum á vettvang þegar leit var gerð að þremur vélsleðamönnum á Langjökli fyrir skemmstu. Hann segir að framundan sé einhver mesti ferðamannatími ársins og fjölmargir fara á fjöll á vélsleðum og jeppum um páskana. Það sé því áríðandi að menn beri sig rétt að til þess að kom- ast hjá vandræðum. Almenna reglan að stoppa strax „Á leið yfir jökul í mjög slæmu skyggni er auðvelt að heltast úr lest- inni. Oft gerist þetta þegar vélsleðar hætta að ganga en þeir eru misjafnir með þetta eftir gerðum. Oftast fenn- ir inn á loftinntakið og snjór og krap kemst inn á blöndunga og sleðarnir hætta að ganga. Almenna reglan, er að stöðva strax verði menn en fara ekki út úr leið. Þá hefur sá sem fremstur fer tækifæri til þess að fara til baka eftir plotter á GPS og finna viðkomandi. Þegar veðrið er gríðar- lega vont er stundum ekki nema ör- fárra metra skyggni svo menn þurfa ekki að fara langt út úr slóðinni til þess að finnast ekki,“ segir Þór. Hann segir einnig mikilvægt að ferðafélagar hafi komið sér saman um viðbrögð, áður en lagt er af stað, ef einhver verður viðskila. Þetta geti flýtt fyrir því að menn finnist. Einnig er mikilvægt að menn viti hvaða út- búnaður er með í ferð. „Oft er gott að aka hlið við hlið ef veður er mjög slæmt, sérstaklega ef stóran hóp er að ræða. Oftast aka menn í röð og eiga þá erfitt með að sjá fremsta og aftasta sleða. Einnig er gott að stoppa af og til og athuga hvorn nokkurn vanti í hópinn. Verði einhver viðskila og stoppi þarf sá að meta það hvort hann þurfi að grafa sig í fönn. Til þess þarf ákveðinn út- búnað. Einnig er mikilvægt að ræsa vélsleðann og kveikja á ljósabúnað- inum til þess að vekja á sér athygli ef björgunarsveitarmenn nálgast.“ Námskeið og fræðslufundir Þór segir að það geti skipt sköpum að fara úr blautum fötum ef þeir þurfa að grafa sig í fönn. „Það þýðir lítið að fara ofan í svefnpoka ef und- irfötin eru blaut. Það þarf því að hugsa fyrir því að vera þurr.“ Til þess að vera undir það versta búinn á ferðalögum á vélsleðum í óbyggðum þurfa menn að kunna skil á rötun, notkun GPS-tækja, ofkæl- Hálendið varasamt vél- sleðamönnum Mjög óvanalegar aðstæður eru á hálendi landsins til ferðalaga á vélsleðum. Bæði eru miklar leysingar og snjóleysi. Þór Kjartansson, formaður Landssambands vélsleðamanna í Reykjavík og flokkstjóri í vélsleðadeild Flugbjörgunarsveitarinnar, gefur hér nokkur góð ráð til þeirra sem ætla á vélsleðum um hálendið. Frá björguninni á Langjökli. Eins og sjá má hefur fallið snjóflóð í hlíðinni. Frá björgun á Langjökli fyrir skemmstu. Þyrlan að taka á loft í Þjófadölum. Það er ekki alltaf svona blíða á fjöll- um. Myndin er úr Þursaborgum. ÞEIR sem eru að fara inn á hálendið þurfa ákveðinn útbúnað. Veður eru vá- lynd á hálendinu og þar skiptast á skin og skúrir. Þess vegna er nauð- synlegt að gera ráð fyrir því að ým- islegt geti farið úrskeiðis og vera undir það búinn. Þór Kjartansson fer hér yf- ir það allra nauðsynlegasta í útbún- aðinum. Fjarskipti Nauðsynlegt er að einhver úr hópn- um, og helst allir, hafi einhvers konar fjarskiptatæki. NMT-farsímar eru góðra gjalda verðir en margir staðir á hálendinu eru sambandslausir og slæmt samband er á mjög stórum hluta þess. Gervihnattasímar eru öruggastir en þeir eru mjög dýrir í inn- kaupum og notkun. GSM-símar koma sér sömuleiðis oft vel. Það næst GSM- samband mjög víða í jöðrum hálend- isins þar sem settir hafa víða verið upp GSM-sendar í tengslum við virkj- anaframkvæmdir. Stundum næst GSM-samband þar sem ekki næst NMT-samband. En líklega er mik- ilvægasta fjarskiptatækið VHF- talstöðvar. Fjölmargir endurvarpar eru á hálendinu og mynda þétt net fjarskipta. Ekki er skipulögð hlustun alls staðar en nánast öruggt er að ein- hver er ávallt að hlusta. VHS-talstöð kostar um 30.000 kr. og því ódýrari en NMT-sími. Langjökull er t.d. víða NMT-sambandslaus en víðast hvar næst samband um VHS-talstöð. Raf- hlöðurnar endast líka lengur í VHS- talstöð en í farsíma, eða í allt að tvo sólarhringa með réttri notkun. Mikilvægt er að menn hafi með sér 12 volta hleðslutæki sem stungið er í sambandi við vélsleðann, hvort sem það er fyrir farsíma eða talstöð. Raf- hlöðurnar endast mun skemur í miklu frosti. GPS-staðsetningartæki eru mik- ilvæg og sömuleiðis að inni á þeim séu réttir punktar. Punktalaust tæki gerir lítið gagn. Til eru sérstakar GPS- punktabækur með leiðum um hálend- ið. Landssamband vélsleðamanna hefur einnig komið sér upp banka með sérstökum vélsleðaleiðum. Öllum vél- sleðamönnum gefst kostur á aðgangi að gagnabankanum og að fá settar leiðir inn á tækið. Ekki er síður mik- ilvægt að menn kunni að nota þennan búnað. GPS-tækin geta bilað og þá er mik- ilvægt að hafa með sér kort og átta- vita. Sama gildir um kortið og áttavit- ann og GPS-tækið; menn verða að kunna að nota þennan búnað. Svefnpoki Svefnpoki á alltaf að vera með í för, hvort sem farið er í dagsferð eða helg- arferð. Þær aðstæður geta alveg eins komið upp í dagsferðum að menn verði að grafa sig í fönn. Það fer lítið fyrir svefnpokanum, sem þarf að vera góður og helst gerður fyrir meiri kulda en -20 gráður. Hlífðarpoki Auk svefnpoka verður að vera með hlífðarpoki, svokallaður bivak sem ver bæði fyrir raka og vindkælingu. Þeir eru gerðir úr öndunarefni því annars saggar inni í pokanum og þá missir hann einangrun. Ekki er mælt með plastpokum og álpokum því þeir hleypa ekki raka út. Einangrunardýna Ekki er síður mikilvægt að einangra sig frá snjónum. Það fer lítið fyrir henni í farangrinum en hún er afar mikilvæg til að einangra menn í svefn- poka og hlífðarpoka frá snjónum. Skófla Til þess að grafa sig í fönn verða menn að hafa með sér skóflu. Til eru skóflur með skaptinu lausu frá skófl- unni, sérstakar fjallaskóflur, sem fer lítið fyrir í farangrinum. Snjóflóðaýlir og snjóflóðastöng Mikil vakning hefur verið meðal vél- sleðamanna um snjóflóð. Þeir eru í jafnmikilli ef ekki meiri hættu en aðrir fjallamenn að lenda í snjóflóði. Almenn regla er sú að enginn fer til fjalla að vetri nema að vera með snjóflóðaýli. Blys Til þess að gera vart við sig getur verið nauðsynlegt að skjóta upp blysi eða kveikja á blikkljósi. Búnaður af þessu tagi fæst í flestum útivist- arverslunum. Vasaljós og aukarafhlöður Það er erfitt að athafna sig, grafa sig í fönn og leita að hlutum á vélsleð- anum í niðamyrkri. Þá getur eitt lítið vasaljós verið sem himnasending. Hitabrúsi og gasprímus Fáanlegir eru litlir hitabrúsar og gasprímusar. Prímusarnir fást á bens- ínstöðvum. Einnig er nauðsynlegt að hafa með sér einhvern mat, t.d. súkku- laðistykki. Allt sem hjálpar til að halda hita á líkamanum eykur líkur á því að allt fari á besta veg. Innanundirfatnaður Ef sá fatnaður sem er næst lík- amanum er rakur tapast einangrun. Mælt er með því að menn hafi með sér auka innanundirfatnað, aukapeysu og -sokka. Þá er nauðsynlegt að hafa góða húfu því mesta varmatapið fer í gegnum höfuðið. Það snýst því nánast allt um það að halda á sér hita og forð- ast ofkælingu meðan beðið er eftir björgun. Nauðsynlegur bún- aður vélsleðamanna Í s h l u t i r e h f . • S ú ð a r v o g i 7 • 1 0 4 R e y k j a v í k • S í m i : 5 7 5 2 4 0 0 • F a x : 5 7 5 2 4 0 1 • N e t f a n g : i s h l u t i r @ i s h l u t i r. i s Brothamrar og borvagnar Tjöru- og efnisdreifararMælitæki Vigtarkerfi Festi- og tengivagnar www.ishlutir.is Vinnuvélar Smágröfur, sturtuvagnar Liðtrukkar Rafstöðvar HYUNDAI Helluhraun 2, Hf., s. 555 7200. www.bilalind.is NISSAN PATROL GR 33” 1990 ek. 206 þ.km. Mjög góður bíll V. 1.090 þ. tilboð JEEP GRAND CHEROKEE LTD 1997 ek. 92 þ.km. Gullfallegt eintak. V. 1.850 þ. áhv. 1.200 þ., afb. 30 þ. Listaverð 2.050 þ. MIKIL EFTIRSPURN Vantar allar gerðir bíla á skrá og á staðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.