Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 B 13 bílar Gerni háþrýstidælur Liðléttingur Úrval tækja fyrir verktaka Valtra dráttarvélar Vandaðir vinnuþjarkar Liðstýrðar vinnuvélar Fánlegar í fjölda stærða með miklu úrvali aukahluta Rotortilt Bigab – Krókheysi og gámar Stærðir frá 7-24 tonn. Vönduð sæti fyrir atvinnumenn ATVINNA mbl.is stjórnbox í bílnum og þau eiga sam- skipti sín á milli um einn vír. Gríð- arlegt magn upplýsinga er á stöðugri ferð á milli stjórnboxanna og er stærstur hluti þeirra fluttur með ljós- leiðurum sem flytja ljósmerki sem síðan er breytt í rafræn skilaboð. Valvetronic og fimm gíra, rafstýrð sjálfskipting Þó verður að minnast á átta strokka vélina sem er með búnaði sem kallast Valvetronic. Margir kannast við VVTi-vélar Toyota og Honda sem hafa breytilega tímasetn- ingu á ventlaopnun. Valvetronic-kerf- ið gerir öllu betur því auk þess að stjórna því hvenær ventlar opnast með því að snúa knastásunum, ræður það líka hversu mikið sogventlar opn- ast, eða allt frá 0,2 mm upp í 9,8 mm á fullri gjöf. Helstu kostir þessa kerfis eru þeir að þar með er ekki þörf á inn- gjafarspjaldi í soggrein. Nýju Valve- tronic-vélarnar frá BMW, sem eru fjögurra strokka vélarnar í 316i og 318i, 8 strokka vélarnar í 735i og 745i og 12 strokka vélin í 760i, eru sagðar allt að 14% eyðslugrennri og um leið 16% aflmeiri en hefðbundnar gerðir sambærilegra véla. Þá er nýja sjölínan fyrsti fólksbíll í heimi með sex gíra sjálfskiptingu. Hún er minni og léttari en fimm gíra sjálfskiptingin og hefur mun færri íhluti. Sjálfskiptingin er rafstýrð og því ekki með hefðbundinn barka til að velja gíra og setja í P. Akstur sem uppfyllir þrár Það uppfyllir leyndustu þrár þeirra sem hafa ánægju af akstri að stýra þessum mikla lúxusbíl. Hljóðeinangr- unin er næstum fullkomin og það heyrist bara lágt murr frá átta strokka vélinni þegar gefið er inn. Viðbragðið er hins vegar á allt öðrum nótum; maður þrýstist aftur í sætið við hraustlega inngjöf og bíllinn rýkur áfram. Með því að þrýsta á hnapp í stýrinu er hægt að velja á milli venju- legrar sjálfskiptingar, sport-stilling- ar, sem leyfir meiri vélarsnúning í hverjum gír, og loks handskiptingu, Steptronic, með tökkum í stýrinu. Eins og fyrr segir er hægt að stilla stífleika demparanna og í Comfort- stillingu er bíllinn mjúkur og einna líkastur amerískri límúsínu í fjöðrun. Með sportstillingu næst meiri þýskur karakter í bílinn og veggripið verður með ólíkindum. Stýrið er nákvæmt og undirstýring er með minnsta móti. Ekki verður svo hjá því komist að minnast á bremsukerfið sem er með því magnaðra sem undirritaður hefur kynnst. Loftkældir diskar á öllum hjólum og bremsudælan er gerð úr áli. Bíll eða blokkaríbúð? Hvað kosta svo herlegheitin? Jú, með öllum búnaði í prófunarbílnum er verðið komið upp í 12,5 milljónir kr. eða sem gróflega svarar til verðs tveggja herbergja íbúðar í blokk. Fyrir þennan pening er hægt að velja á milli margra lúxusbíla. Fyrstur í hugann kemur Porsche Cayenne, sem meira að segja í Turbo-gerð, með 450 hestafla vél, kostar nálægt 13 milljónum kr. og um 8 milljónir kr. í S-gerð, með 330 hestafla vél. Cayenne er þó allt önnur gerð af bíl og telst ekki keppinautur. Þeir eru hins vegar helstir Mercedes-Benz S500, VW Phaeton og nýr Audi A8, sem vænt- anlegur er á markað. Allt eftirtekt- arverðir bílar og allir á íbúðarverði; henta líklega best bankastjórum, for- stöðumönnum fjármálafyrirtækja og þeim sem hafa fengið sanngjarna starfslokasamninga en síður blaða- mönnum og öðrum venjulegum laun- þegum. Hægt er að draga fyrir í aftara farþegarýminu. Ljósleiðarakerfið sendir ljósmerki sem er breytt í rafræn boð. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.