Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 B 31 formúlan K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a Notu› atvinnutæki og fólksbílar Smelltu flér á sölutorgi›! Á vef Glitnis er a› finna til sölu: Nota›a fólksbíla og atvinnutæki, s.s. atvinnubifrei›ar, vinnuvélar, i›na›arvélar, skrifstofu- og tölvubúna›. fiar eru ítarlegar uppl‡singar og myndir, auk fless sem hægt er a› reikna út grei›slubyr›i lána og senda tilbo›. Kíktu á www.glitnir.is og sko›a›u frambo›i›! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ó LÍKT öllum öðrum öku- þórum fyrr og síðar hafði Räikkönen ekki fetað sig hina hefðbundnu leið gegnum Formúlu-3 og Formúlu-3000, heldur komið beint inn úr unglinga- og smábílaformúl- unni bresku, Formúlu-Renault. Hann drottnaði í þeirri íþrótt þrátt fyrir að þurfa fljúga aftur heim til Finnlands milli móta til að sinna her- skyldu. Fyrir keppni í Bretlandi hafði hann einungis stundað körtuakstur en er hann gerðist keppandi í Form- úlu-Renault árið 1999 hafði hann af- rekað meira á körtum en landi hans Mika Häkkinen sem keppti með McLaren uns hann rýmdi sætið og útnefndi Räikkönen sem arftaka sinn í vertíðarlok 2001. Klifur Räikkönens upp á tind akst- ursíþróttanna er einstakt og sakir reynsluleysis var keppnisleyfið í Formúlu-1 skilorðsbundið í fyrstu mótunum meðan athugað skyldi hvort hann þyldi álagið. Nú, tæpum tveimur árum síðar, er verkamanns- sonurinn frá Espoo í Finnlandi fram- tíðarandlit íþróttarinnar. Tímabær jómfrúarsigur Vegna frammistöðu hans m.a. í franska kappakstrinum og þeim belgíska í fyrra og yfirburða hans gegn Michael Schumacher í Mel- bourne í ár þótti ýmsum jómfrúar- sigur hans löngu tímabær. En með sigrinum í Malasíu á sunnudag boðar hann komu nýrrar kynslóðar kapp- akstursstjarna. Sigur Räikkönens varð til þess að tár komu fram á hvarma stálkarlsins Ron Dennis, liðsstjóra McLaren, sem sér í honum sömu eiginleika og í Häkkinen, sem var Dennis svo náinn meðan hann keppti fyrir liðið. „Það er tæpast hægt að lýsa því hversu mik- ilvægur fyrsti sigurinn er ökuþórum og hversu mikilli pressu er létt af þeim. Hann verðskuldaði þennan sig- ur virkilega,“ sagði Dennis. Óhjákvæmilega er gerður saman- burður milli Mika Häkkinen og Kimi Räikkönen en sá síðarnefndi þykir þegar sýna sama andlega styrkleika og keppnishörku og heimsmeistarinn fyrrverandi þegar hann var upp á sitt besta. Viðurnefnið „Ísmaðurinn“, sem skrifað stendur á keppnishjálm- inum, þykir lýsa vel geðslagi Räikk- önens. Sjaldan sést tilfinningadrátt- um bregða fyrir í andliti hans, hvort sem gengur vel eða illa. Häkkinen keppti 95 sinnum áður en hann vann sinn fyrsta mótssigur í Formúlu-1 í lokamótinu í Jerez á Spáni árið 1997. Eftir það opnuðust flóðgáttir og hann varð heimsmeist- ari næstu tvö árin. Til samanburðar vinnur Räikkönen jómfrúarsigur sinn í 36. móti. Hungraður í sigur Þegar er talað um Räikkönen sem heimsmeistara næstu framtíðar, ekki síst í ljósi þess hvernig hann af- greiddi Michael Schumacher, heims- meistarann hjá Ferrari, í fyrsta móti ársins, í Melbourne í byrjun mars. Og jafnvel þegar í fyrra er hann stefndi til sigurs í franska kappakstrinum og hélt Schumacher einnig fyrir aftan sig allt þar til hann ók í olíupoll og rann út úr beygju sex hringjum frá marki. „Kimi er ótrúlega hungraður í sig- ur og það minnir mig á Mika því hann var svo oft nærri sigri áður en hann vann fyrsta sinni,“ sagði fram- kvæmdastjóri McLaren, Martin Whitmarsh, nokkrum dögum fyrir kappaksturinn í Sepang. Eftir að hann varð annar í keppninni um rás- pól belgíska kappakstursins í fyrra sagði Whitmarsh: „Hann vinnur fyrr en seinna, það liggur í loftinu, maður skynjar það innan liðsins og í Kimi, að hann vinnur brátt sigur.“ Alonso Félagi Finnans unga hjá McLaren, David Coulthard, veit að hann verður ekki auðveld bráð en þeir hafa unnið sitt af fyrstu tveimur mótum ársins hvor. „Við sáum af ítrekuðum frá- bærum bardögum hans við Juan Pablo Montoya í fyrra að hann er meira en fær um að keppa hjól við hjól. Ég býst ekki við að hann gefi neitt eftir nema brýna nauðsyn beri til. Það er góður kostur þegar menn keppa við mann á borð við Schumach- er því hann gefur ekki eftir tommu.“ Coulthard er á sinni áttundu vertíð með McLaren og er mun reynslu- meiri en veit að það dugar ekki mikið lengur. „Ég hef reynslu og hraða, hann hefur hraða en ekki reynslu.“ Við hlið Räikkönens á verðlauna- pallinum í Sepang stóð 21 árs Spán- verji, Fernando Alonso hjá Renault, sem varð þriðji á mark eftir að hafa byrjað kappaksturinn á sínum fyrsta ráspól. Er það rásstaður sem Räikkö- nen hefur enn ekki komist á og afar sjaldgæft er að ökuþór vinni móts- sigur áður en hann vinnur keppni um ráspól. Sú sjón, sem við blasti á verð- launapallinum, hefur ugglaust glatt alráð Formúlu-1, Bernie Ecclestone, sem veit að íþróttin þarf á nýjum sig- urvegurum og nýjum andlitum að halda. Þannig viðheldur hún lífsþrótti sínum. Á sunnudag var nýju lífi hleypt í Formúlu-1, nýjum krafti gef- inn laus taumur. Ísmaðurinn hefur farið ótroðnar slóðir Reuters Kimi Räikkönen fagnar sigrinum í Malasíu 23. mars sl. agas@mbl.is Reuters Räikkönen á fullri ferð í gegnum beygju í Malasíu. Allar skrifaðar og óskrifaðar reglur voru brotnar þegar Kimi Räikkönen kom til skjalanna í Formúlu-1 fyrir þremur árum. Átti hann einungis 23 kapp- akstra að baki er hann fékk svonefnt ofurökuskírteini sem er forsenda keppni í Form- úlu-1. Ágúst Ásgeirsson fjallar hér um nýja ofurstjörnu íþróttarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.