Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 17
Jakob gaf safninu þessa vél árið 1991. Heildverslunin Hekla hf. flutti John Deere inn frá Bandaríkjunum og voru vélarnar meðal fyrstu drátt- arvéla, sem búnar voru vökvalyftu. Af þessari gerð voru einungis fluttar inn 22 vélar. Engilbert Runólfsson, bóndi á Vatnsenda í Skorradal, keypti dráttarvélina nýja árið 1949 og notaði allt til ársins 1989. Haukur Engilbertsson, bóndi á Vatnsenda, gaf Búvélasafninu vélina árið 1994. Hafinn var innflutingur á DEUTZ D-11 vélum árið 1951, en það eru dís- il-hjóladráttarvélar. Til að byrja með var aðeins um að ræða þýskar vélar og algengust þeirra varð Deutz. Vél- in á safninu er eins strokks og 11 hestöfl, loftkæld. Hún var keypt ný árið 1954 að Efri-Brunná í Saurbæ í Dölum og notuð þar fram á níunda áratuginn. Birna Lárusdóttir og Sturlaugur Eyjólfsson á Efri-Brunná gáfu Búvélasafninu vélina árið 1990 og var hún gerð upp á árinu 1994. BELARUS dráttarvél (Hvítrúss- inn) er unglingurinn á Búvélasafninu því árgerð hennar er 1966. Innflutn- ing önnuðust Björn & Halldór hf. í Reykjavík auk um hundrað annarra af þessari tegund. Vélin er skráð 55 hestöfl og með tvívirkt vökvakerfi. Athygli vekur ekilshúsið sem er nýj- ung á þessum tíma. Böðvar Jónsson á Gautlöndum keypti dráttarvélina ónotaða árið 1969 eða 1970 og notaði talsvert, m.a. við jarðvinnslu og hey- skap á sumrum en snjóblástur af mjólkurflutningaleiðum KÞ á vet- urna. Eiríkur Sigurðsson bóndi á Sandhaugum keypti vélina 1996, færði hana í upprunalegt horf og not- aði um skeið. Dráttarvélin er eign Ei- ríks en er í Búvélasafninu til skjóls og sýnis. Með tilkomu dráttarvélanna breyttist margt í sveitunum. Ekki bara leystu þær á örfáum árum dráttarhestana af hólmi heldur fækk- aði kaupafólki í sveitum mjög hratt. Nú er tæpast nokkurt býli án drátt- arvéla og landbúnaðarstörf óhugs- andi án þeirra. Búvélasafnið á Hvanneyri er eina safn sinnar teg- undar hérlendis í opinberri eigu og ættu allir áhugamenn um þróun vél- væðingar að skoða þessar sýnilegu heimildir í atvinnusögu þjóðarinnar. Heimildir eru fengnar hjá Bjarna Jónssyni ábyrgðarmanni Búvéla- safnsins og af vefsíðunum: gve@ismennt.is Austin; líklegast elsta hjóladráttarvélin sem til er á Íslandi. Dráttarvélar frá John Deere voru meðal þeirra fyrstu sem búnar voru vökvalyftu. TENGLAR .............................................. http://www//buvelasafn.is http://www.nat.is/Sofn/safn% 20buvela Caterpillar D2 beltavélin á Hvanneyri kom til landsins árið 1947. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 B 17 búvélar Skútuvogi 12a, 104 Reykjavík Sími: 594 6000 www.merkur.is Gröfur Jarðýtur Hjólaskóflur Bílkranar Steypustöðvar Byggingakranar Hafnakranar Traustur vinnufélagi fyrir verktaka stóra sem smáa Toppbílar, Funahöfða 5, s. 587 2000, fax 587 2600. www.toppbilar.is toppbilar@toppbilar.is Volvo V 40 STW, 9/02, ekinn 2 þ. km, ssk., leður, raf. í rúðum, álfelgur. Verð 2.590.000. Jeep Grand Cherokee 4,7, innfl. nýr 5/99, 90 þ. km, ssk., leður, lúga, einn eigandi frá upphafi. Verð 3.590.000. Öll skipti athugandi. MMC Pajero 3500 GLS, 8/00, 66 þ. km, 33“ dekk, ssk., leður, toppl., álfelg., litað gler. Verð 4.200.000. Toyota Rav4, 7/99, ekinn 36 þ. km, 5 gíra, álfelgur, toppbogar. Verð 1.590.000. Passat Basicline STW, 9/99, 32 þ. km, 5 gíra, rafm. í rúðum, samlæsingar. Verð 1.390.000. Skipti athugandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.