Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 14
14 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
vinnuvélar
VERKEFNASTAÐAN hjá vinnuvéla-
eigendum hefur aldrei verið jafn slæm
og á síðasta ári og undanfarin ár hafa
verkefni verið af skornum skammti.
Eiginfjárstaðan hefur versnað hjá
mönnum í samdrættinum en ekki eru
brögð að því að vinnuvélaeigendur
skrái sig á atvinnuleysisskrá. Nú
blasir hins vegar við betri tíð og segir
Árni Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Félags vinnuvélaeigenda og Félags
jarðvinnuverktaka, að búast megi við
mikilli uppsveiflu á komandi mán-
uðum. Í Félagi vinnuvélaeigenda eru
um 100 félagar en 20 stærstu jarð-
vinnuverktakafyrirtækin eru í Félagi
jarðvinnuverktaka.
Góð staða næstu 18
mánuði í það minnsta
Árni segir að framkvæmdum hafi
verið flýtt. Ríkisstjórnin hafi sett
fimm milljarða kr. í vegaframkvæmdir
um allt land sem á að framkvæma áð-
ur en virkjanaframkvæmdir hefjast
að fullu. Orkuveitan og Reykjavík-
urborg hafa einnig flýtt fram-
kvæmdum, bæði jarðvinnu og bygg-
ingarframkvæmdum.
„Þetta er eiginlega
meiri birtugjafi nú um
stundir en sjálf Kára-
hnjúkavirkjun. Næstu
átján mánuði má því
búast við góðri verk-
efnastöðu. Menn eru
ekki farnir að fjárfesta
almennt mikið í tækjum
og ég býst ekki við því
að þeir geri það fyrr en
þeir hafa einhver verk-
efni í hendi. Ákvarð-
anataka um fram-
kvæmdir er seint á
ferðinni. Meðgöngutími
verka er talsverður. Það
þarf að hanna verkin og
svo er umhverfið einnig
orðið flóknara. Fram-
kvæmdir þurfa að fara í
umhverfismat, deili-
skipulag o.s.frv. og
þetta étur af sumrinu
þegar menn ættu að
vera komnir af stað.
Þetta er samt í fyrsta
skipti sem við sjáum
fram á svo langan tíma
með góðri verk-
efnastöðu og svo tekur
Kárahnjúkavirkjun við,“
segir Árni.
Birtir til hjá vinnuvélaeigendum
Síðasta ár var afleitt fyrir
vinnuvélaeigendur. Nú hefur
birt til því ákveðið hefur
verið að flýta ýmsum fram-
kvæmdum.
Árni Jónsson
$
!
% &
'$
$
())( ())* ())+ ()), ())- ()). ())/
FYRIRTÆKIÐ Hlutur ehf. á
Lynghálsi tók til starfa á síðasta ári
og hefur umboð fyrir vélar frá
Landini á Ítalíu. Meðal þess sem
fyrirtækið hefur á boðstólum eru
litlar dráttarvélar með ýmsum
aukabúnaði og hefur það einkum
sóst eftir viðskiptum við sveitar- og
bæjarfélög, verktaka og garðyrkju-
menn.
Fyrirtækið hefur einnig selt
stærri gerðir dráttarvéla, 80–100
hestöfl. Þær bera Landini-merkið
en minni vélarnar eru með merki
dótturfyrirtækisins Valpadana.
Þetta eru vélar með 21, 50 og 90
hestafla vélum sem eru einkum
sniðnar að þörfum bæjarfélaga, fyr-
ir t.d. gangstéttarþrif, slátt á bæj-
arlöndum o.s.frv. Valpadana er ekki
nýtt á markaðnum þótt nýlega sé
farið að bjóða það hérlendis. Þetta
er undirmerki Landini, sem er einn
þekktasti framleiðandi dráttarvéla í
heiminum og sennilega fjórði
stærsti framleiðandi á þessu sviði.
Garðar Skaptason, framkvæmda-
stjóri Hluta, segir að fyrirtækið telji
sig vera með góða vöru og sam-
keppnishæft verð. „Við erum með
úrval af tengitækjum, sláttuvélum,
snjóblásurum, gröfum, staurabora,
fræsara fyrir kapallagnir og fleira.“
Fyrirtækið er með þjónustuverk-
stæði í húsinu á Lynghálsi. Garðar
segir að markaður sé nokkuð lífleg-
ur um þessar mundir. Viðbrögð úti á
markaðnum séu góð. „Valpadana er
iðnaðarvél en ekki til tómstunda-
nota. En við teljum að hún eigi er-
indi til þeirra sem eru með stór sum-
arbústaðalönd þar sem verið er að
planta trjám og í heyskap. Þetta eru
tæki sem henta vel í slíkt.“
Lítil tæki fyrir verk-
taka og sveitarfélög
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Valpadana-vélarnar eru með 21, 50 og 90 hestafla vélum sem eru einkum sniðnar að þörfum bæjarfélaga.
Öll ökuréttindi
Aukin ökuréttindi
Öll vinnuvélaréttindi
Hægt að byrja alla
föstudaga, helgarnám.
Vertu með réttindi til að
skapa þitt eigið góðæri
Upplýsingar gefur
Svavar Svavarsson,
öku- og vinnuvélakennari,
í síma
588 4500 og 898 3903.
Skoðaðu www.et.is og kannaðu verð og fyrirkomulag.
– ÞJÓNUM ÖLLU LANDINU –
Vagnhöfða 7 • 110 Reykjavík
Sími: 517 5000 • Fax: 567 6844
Netfang: fjallabilar@fjallabilar.is
VARAHLUTIR
JEPPABREYTINGAR
RENNIVERKSTÆÐI
DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTSHLUTIR
Við jafnvægisstillum drifsköft sem er mjög mikilvægt til að
koma í veg fyrir titring og fyrirbyggja slit af völdum hans
• HJÖRULIÐIR
• DRIFSKAFTSRÖR
• DRAGLIÐIR
• TVÖFALDIR LIÐIR
• KLOF
• FLANGSAR
• Nýsmíði og viðgerðir
á öllum drifsköftum.
• Varahlutir í allar gerðir
drifskafta í miklu
úrvali.
• Hraðpantanir með allt
að sólahrings
fyrirvara.