Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 2

Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILRÆÐI Í RIYADH Að minnsta kosti 29 manns biðu bana, þar af níu tilræðismenn, í sprengjuárásum í þremur húsa- samstæðum í Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu, undir miðnætti á mánudagskvöld. Tæplega 200 manns særðust. Sjö Bandaríkja- menn voru meðal látinna en einnig Sádí-Arabar; talið er að al-Qaeda- hryðjuverkasamtökin beri ábyrgð á verknaðinum. George W. Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi sprengjuárásirnar í gær og hét því að hafa hendur í hári þeirra sem bera ábyrgð á þeim. ASÍ mótmælir hækkunum Alþýðusamband Íslands (ASÍ) mótmælir harðlega nýgengnum úr- skurði Kjaradóms um hækkun launa og lífeyrisréttinda þjóðkjörinna full- trúa og æðstu embættismanna. Seg- ir ASÍ að hækkanirnar séu „al- gjörlega órökstuddar“ og að þær séu í engu samræmi við launaþróun á al- mennum vinnumarkaði. Þá er því haldið fram að Kjaradómur hafi hækkað laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna um allt að 60% á fjórum árum. Haukar Íslandsmeistarar Haukar úr Hafnarfirði voru í gær- kvöldi krýndir Íslandsmeistarar í handknattleik karla í fjórða skipti í sögu félagsins. Haukar báru sig- urorð af ÍR-ingum, 33:25, í fjórða úr- slitaleik liðanna í Austurbergi og unnu þeir þar með úrslitaviðureign- ina um Íslandsmeistaratitilinn 3:1. Línur skýrast fyrir helgi Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Halldór Ás- grímsson, formaður Framsókn- arflokksins, áttu stuttan fund í ráðherrabústaðnum í gær, að lokn- um fundi ríkisstjórnarinnar, en for- mennirnir fóru á fundi sínum yfir verkáætlun vegna viðræðnanna um endurnýjun ríkisstjórnarsamstarfs flokkanna. Líklegt er að línur skýr- ist fyrir helgi um það hvort sam- komulag náist eða ekki. Fjöldagröf í Írak Fundist hafa fjöldagrafir nærri borginni Hilla í Írak, um 56 km suð- ur af höfuðborginni Bagdad. Ljóst er talið að þar sé að finna a.m.k. þrjú þúsund lík, en þau gætu þó verið allt að fimmtán þúsund. Hugsanlega er um að ræða andófsmenn sem drepn- ir voru eftir uppreisn sjíta-múslíma í Suður-Írak árið 1991.  6. KYNSLÓÐ PASSAT  ÞJÓNUSTUSKOÐUN  LOFTSÍUR GM Í MATRIX  SUBARU IMPREZA  GRANDIS  NÝTT ANDLIT MITSUBISHI OUTLANDER REYNSLUEKIÐ FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun Ný og glæsileg hljómtækjalína frá Alpine Ný árge rð Flottar græjur! Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Minningar 32/37 Erlent 14/17 Hestar 38 Höfuðborgin 18 Bréf 40 Akureyri 19 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Íþróttir 44/47 Landið 21 Fólk 48/53 Listir 22/24 Bíó 50/53 Umræðan 25/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * SPIL með myndum af eftirlýstum Írökum eru nú til sölu í versl- uninni Hjá Magna við Laugaveg í Reykjavík og segir Magni R. Magnússon, eigandi verslunar- innar, að þau hafi vakið mikla at- hygli. „Þetta eru sömu spil og var dreift til Bandaríkjamanna í Írak svo þeir gætu þekkt viðkomandi menn,“ segir Magni. Hann segist hafa fengið 50 stokka í gegnum breskt fyrirtæki og þar sem hann hafi ekki þurft að greiða eins há- an flutningskostnað og ef hann hefði pantað spilin frá Bandaríkj- unum geti hann boðið þau á svip- uðu verði og erlendis. „Þessi spil hafa verið gífurlega eftirsótt um allan heim,“ segir hann og bætir við að útlendingar hafi keypt fyrstu stokkana hjá sér. Íraksspil- in komin til Íslands Morgunblaðið/Árni Torfason Magni R. Magnússon með spil úr Íraksstokknum. PÁLL Bragi Kristjónsson var í gær ráðinn forstjóri Eddu útgáfu hf., en Halldór Guðmundsson, sem hefur unnið við bókaútgáfu í 19 ár, lengst af sem útgáfustjóri Máls og menn- ingar og við stjórnvölinn hjá Eddu útgáfu frá stofnun félagsins árið 2000, lét af störfum að eigin ósk og snýr sér nú að ritun bókar um ævi og verk Halldórs Laxness með stuðn- ingi útgáfunnar. Aðspurður segist Halldór engar skuldbindingar hafa gert í starfslokasamningi um að hann megi ekki stofna annað bóka- forlag. Bókaútgáfa sé hvort sem er ekki á döfinni hjá sér, heldur muni hann alfarið snúa sér að öðru. Undanfarna mánuði hafa Páll Bragi Kristjónsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Eddu útgáfu, og Halldór Guðmundsson skipað fram- kvæmdastjórn félagsins, en nú verð- ur Páll Bragi einn ábyrgur fyrir stjórninni. Halldór Guðmundsson segir að miklar og jákvæðar breytingar hafi orðið hjá Eddu útgáfu með nýjum eigendum, en fyrirtækið sé á réttri leið og því hafi hann talið að þetta væri rétti tíminn til að hætta og snúa sér alfarið að helsta hugðarefni sínu undanfarna tvo áratugi, en Edda út- gáfa hefur undirritað viljayfirlýs- ingu við hann um að hann taki að sér ritun bókar um ævi og verk Halldórs Laxness. „Ég hef borið ábyrgð á út- gáfu yfir 3.000 bóka á undanförnum 19 árum og ég neita því ekki að það að setja saman stærri bók um Hall- dór Laxness hefur lengi verið draumur minn,“ segir Halldór og segist fá góðar aðstæður til þess næstu tvö árin. Hann segir að bók sem hann hafi gefið út um nafna sinn í Þýskalandi í fyrra í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu skálds- ins hafi ýtt mjög undir þá löngun að gera eitthvað meira í þá veru. „Ég hef fengist við hans verk og ævi í 20 ár og ef sinna á þessu með einhverj- um myndarbrag verður að sinna því vel.“ Á hluthafafundi í félaginu nýlega var skipuð ný stjórn en hana skipa Þór Kristjánsson, stjórnarformaður, Páll Bragi Kristjónsson og Þröstur Ólafsson. Páll Bragi ráðinn forstjóri Eddu útgáfu Halldór Guð- mundsson hættir eftir 19 ára starf DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, áttu stuttan fund í ráðherrabústaðnum í gær, að lokn- um fundi ríkisstjórnarinnar, en for- mennirnir fóru á fundi sínum yfir verkáætlun vegna viðræðnanna um endurnýjun ríkisstjórnarsamstarfs flokkanna. Eftir fundinn sögðu formennirnir að þeir hefðu sett í gang vinnu til að afla gagna, m.a. um efnahagsmál og ríkisfjármál, til að hafa í viðræðun- um. Davíð sagði að í raun væru form- legar viðræður hafnar milli flokk- anna og kvaðst vænta þess að línur yrðu skýrari undir næstu helgi; þá ætti að vera orðið ljóst hvort sam- komulag næðist eða ekki. „Það eru ágætar líkur á því í augnablikinu að þessi stjórn haldi áfram,“ sagði hann. Rætt um stöðuna á ríkisstjórnarfundi Davíð sagði að ekkert hefði komið upp á sem væri þess eðlis að það gæti stöðvað viðræðurnar en bætti því við að þær væru þó enn ekki langt komnar. „Það verður að hafa í huga að við erum á grunnu svæði ennþá,“ sagði hann. „Við erum aðallega í gagnasöfnun núna. Okkur vantar ýmsar upplýs- ingar sem við viljum hafa og erum að láta færa okkur slík gögn.“ Aðspurð- ur sagði hann að formennirnir myndu ekki hittast meira þann dag- inn en þeir myndu þó vera í sam- bandi í gegnum síma eða með tölvu- pósti. Halldór sagði eins og Davíð að ólíklegt væri að hægt yrði að ljúka viðræðunum fyrir helgi. Aðspurður hvort einhver ágreiningur væri uppi varðandi málefni sagði hann svo ekki vera. „Það er enginn ágreiningur um málefni enn sem komið er. Við erum að afla gagna og eigum eftir að fara yfir þau.“ Inntur eftir því hvort þeir hefðu rætt skiptingu ráðuneyta milli flokka sagði Halldór að þeir ætluðu fyrst að fara yfir málefnin en síðan verkaskiptinguna. „Við förum yfir verkaskiptinguna þegar þar að kem- ur. Það fer eftir því hvernig gengur með málefnin.“ Fyrir fund formannanna hittist ríkisstjórnin á fyrsta fundi sínum eftir kosningar en ríkisstjórnin mun starfa þar til önnur hefur verið mynduð. Davíð og Halldór sögðu að þeir hefðu á þeim fundi gert ríkis- stjórninni grein fyrir stöðu mála. „Þá var farið yfir kosningabaráttuna og ýmislegt sem tengdist henni,“ sagði Halldór. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson áttu stuttan fund í ráðherrabústaðnum Línur skýrist undir helgi Morgunblaðið/Arnaldur Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. UNGI maðurinn frá Blönduósi sem lýst var eftir á mánudag og leitað var að fannst látinn skammt frá býlinu Hæli í Torfa- lækjarhreppi á sjöunda tíman- um í gærkvöldi. Allt að áttatíu björgunarsveit- armenn á Norðurlandi voru komnir til leitar í gær að hálfþrí- tugum manni, Viktori Guð- bjartssyni, sem saknað hafði verið frá því á laugardag. Lög- reglan á Blönduósi hafði afar fá- ar vísbendingar til að fara eftir við rannsókn málsins, en síðast var vitað um Viktor í nágrenni Húnavallaskóla á laugardags- morgun. Björgunarsveitir frá Hólmavík, Akureyri, Sauðár- króki, V-Húnavatnssýslu og Skagaströnd voru kallaðar til leitar og var leitað á landi og úr lofti. Leitin var hert enn frekar í gær og voru notaðir sérþjálfaðir hundar við leitina. Ungi mað- urinn fannst látinn KONA slasaðist er hún féll af hestbaki á Lögmannshlíðarvegi norðan Akureyrar á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hún var ein á ferð og er ekki vitað um tildrög slyssins. Konan var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri en í gær var óljóst um meiðsl hennar. Féll af hestbaki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.