Morgunblaðið - 14.05.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.05.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Engin bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN KJARADÓMUR er skipaður fimm dómendum og jafn mörg- um til vara í 4 ár í senn. Þar af skipar Hæstiréttur tvo dómend- ur og skal annar þeirra vera lög- fræðingur og formaður dómsins, Alþingi kýs tvo fulltrúa og fjár- málaráðherra skipar einn. Dóm- inn skipa Garðar Garðarsson formaður, Jón Sveinsson, Mar- grét Guðmundsdóttir, Óttar Yngvason og Þorsteinn Júlíus- son. Kjaradómur ákveður laun for- seta Íslands, þingfararkaup al- þingismanna og þingfararkostn- að, launakjör ráðherra, hæstaréttardómara, héraðsdóm- ara, biskups Íslands, ríkisend- urskoðanda, ríkissáttasemjara, ríkissaksóknara og umboðs- manns barna. Kjaranefnd er skipuð þremur mönnum, þar af tilnefnir Kjaradómur tvo nefnd- armenn og fjármálaráðherra skipar einn sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Kjara- nefnd ákveður laun og starfs- kjör embættismanna, annarra en falla undir svið Kjaradóms skv. lögum um Kjaradóm og kjaranefnd. Kjaranefnd ákveður m.a. laun lögreglumanna, toll- varða og fangavarða og laun og starfskjör heilsugæslulækna og prófessora. Guðrún Zoëga, for- maður kjaranefndar, segir að það hafi ekki verið rætt innan nefndarinnar hvort nefndin muni úrskurða um breytingar á launum og kjörum í kjölfar úr- skurðar Kjaradóms. Kjaranefnd ekki rætt um breytingar KARL Björnsson, framkvæmdastjóri launanefnd- ar sveitarfélaga, segir engar algildar reglur í ráðningarsamningum sem kveði á um að laun æðstu embættismanna sveitarfélaga taki mið af breytingum á þingfararkaupi. Það sé jafnmisjafnt og samningarnir séu margir. „Algengast er að ef einhver er með slíkar við- miðanir séu það laun sveitarstjórna og annarra nefnda og er þá miðað við ákveðið hlutfall af þing- fararkaupi. Síðan eru einstaka yfirstjórnendur sem hafa slíka viðmiðun, aðallega bæjar- og sveit- arstjórar.“ Hann segir þennan þátt launamála sveitarfélaganna ekki snúa beint að launanefnd- inni sem semji vegna starfsmanna sem tilheyri stéttarfélögum. „Það hefur oft gerst í gegnum tíðina að menn eru kannski að ákveða laun, einhverja viðmiðun við þingfararkaup og svo koma þessar hækkanir í einhverjum stökkum og þá bregðast menn við, annaðhvort með því að sleppa þeim eða taka hluta þeirra, eða þá lækka hlut sinn í þingfararkaupi. Kjörnir fulltrúar hafa þetta alveg á valdi sínu þótt þessi viðmiðun sé fyrir hendi,“ segir Karl. Hafi hins vegar verið gerður ráðningarsamningur, t.d. við bæjarstjóra til fjögurra ára sem taki breyt- ingum samkvæmt hækkunum á þingfararkaupi, sé ekki sjálfgefið að hægt sé að taka það ákvæði tilbaka, að mati Karls. Hann segir að þegar teknar séu ákvarðanir um slíkar viðmiðanir beri að horfa til launaþróunar undanfarin misseri og hversu langt er frá því laun voru síðust hækkuð. Hann segir að svo virðist, að sínum dómi, sem markmiðið með úrskurði Kjara- dóms sé að leiðrétta vegna einhvers sem eigi sér dýpri og eldri rætur en viðmiðun við launaþró- unina undanfarið. „Þetta er ekki leiðrétting gagnvart almennri launaþróun síðustu misseri. Það er alveg ljóst. Það er eins og verið sé að reyna almennt að rétta hlut þessara stjórnenda miðað við einhverja aðra stjórnendur úti í þjóðfélaginu, þeir hafi þá verið komnir langt aftur úr samkvæmt einhverri upp- haflegri viðmiðun.“ Óljóst hvað tekur við ef viðmiðunarreglum verður breytt Karl segir ekkert óeðlilegt við að sveitarfélög taki sér slíkar viðmiðanir til fyrirmyndar. Mark- miðið sé að finna hlutlausa viðmiðun sem er óháð einstökum kjarasamningi og afleiðing heildarþró- unar launa í landinu. Spurður hvort óeðlilegt sé þá að laun æðstu embættismanna hjá sveitarfélög- unum hækki til jafns við úrskurð Kjaradóms segir hann svo vera „nema menn séu sammála um að þau hafi verið vanmetin á einhvern hátt eins og Kjaradómur virðist meta það í sínum úrskurði. Ef menn hafa verið sáttir við launastigið hjá þessum embættismönnum fyrir úrskurðinn hljóta þeir að spyrja sig hvort það sé eðlilegt að taka þessa hækkun óskerta inn núna“. Í ályktun sem samþykkt var á bæjarmálafundi Samfylkingar í Hafnarfirði 12. maí sl. er lýst yfir vanþóknun á stórfelldum hækkunum sem Kjara- dómur hefur ákvarðað á launum helstu ráða- manna þjóðarinnar. Með úrskurði Kjaradóms séu forsendur til að miða laun nefndarmanna hjá bæn- um við þingfararkaup algerlega brostnar enda engan veginn í takt við almenna launaþróun í land- inu. Í framhaldi af úrskurði Kjaradóms ætla bæj- arfulltrúar Samfylkingar að leggja til að viðmiðunarreglum verði breytt hjá bænum, að því er segir í ályktuninni. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir ekki tímabært að svo stöddu að hrófla við launaviðmiðunum borgarfulltrúa og borgarstjóra að því leyti sem þau taka mið af Kjaradómi en hugsanlega verði málið rætt í hópi stjórnenda borgarinnar í vikunni. Hjá Reykjavíkurborg hefur lengi verið miðað við að laun borgarfulltrúa og borgarstjóra tækju 80% viðmið af þingfararkaupi. Aftur á móti er ekki lengur greitt sérstaklega fyrir setu í fastanefndum. Árni Þór segir að sér þyki erfitt að hverfa frá því viðmiði enda sjái hann ekki í hendi sér að borg- arfulltrúar taki sjálfir ákvörðun um eigin launa- greiðslur líkt og alþingismenn gerðu hér fyrr á ár- um. Laun sveitarstjórnarmanna ákveðin með ýmsum hætti Skiptar skoðanir meðal sveitarstjórnarmanna um úrskurð Kjaradóms GARÐAR Garðarsson, formaður Kjaradóms, segir að umræða um úr- skurð dómsins sé á villigötum og svo virðist sem gagnrýnendur hans hafi ekki lesið forsendurnar fyrir úr- skurðinum. Laun æðstu embættis- manna hafi lítið hækkað heldur hafi launin verið leiðrétt með þeim hætti að vægi dagvinnulauna í heildar- launum hafi verið aukið. Garðar sagðist ekki vilja svara spurningum um einstök atriði held- ur vísaði í úrskurðinn og lög um Kjaradóm. Hann svaraði því þó að hann teldi að laun þingmanna hefðu verið of lág. Árið 1999 hefði Kjara- dómur gert úttekt á launakjörum þeirra og komist að því að þau væru ekki nægilega góð, m.a. vegna auk- ins álags. Einnig yrði að taka tillit til þess að hér væri um heildarlaun að ræða en ekki greitt fyrir yfir- vinnu og annað slíkt. Spurður um hvort launin yrðu lækkuð ef drægi úr álagi, t.d. ef þingmenn fengju að- stoðarmenn, sagði hann að tekið yrði tillit til þess þegar það lægi fyr- ir. Dagvinnulaun opinberra starfsmanna tvöfaldast Garðar segir að í raun hafi emb- ættismenn lítið sem ekkert hækkað í launum heldur hafi stærri hlutur launa þeirra nú verið færður inn í dagvinnulaun. Hann bendir á að á síðustu árum hafi hlutur dagvinnu- launa í heildarlaunum opinberra starfsmanna farið vaxandi og dag- vinnulaun þeirra næstum tvöfaldast á sex árum. Þetta hafi ekki gerst hjá embættismönnum sem heyra undir Kjaradóm og það hafi nú verið leið- rétt. Gagnrýnir umræðu um prósentuhækkun „Eitt í viðbót. Af hverju horfa menn alltaf bara á prósentuhækk- anir?“ spyr Garðar. Hjá öðrum launamönnum sé samið um ýmsar aðrar hækkanir, s.s. um tilfærslur um launaflokka, hærri greiðslur vegna starfsaldurs og menntunar. Laun geti hækkað mun meira en sem nemi beinni prósentuhækkun með slíku launaskriði. Þetta komi hins vegar aldrei fram. Ekki sé um slíkar hækkanir að ræða hjá þeim sem falla undir Kjaradóm heldur sé tekið tillit til þessara atriða þegar heildarlaun þeirra séu ákvörðuð. Aðspurður sagði Garðar að launa- skriðið kæmi reyndar fram að hluta í launavísitölu. Garðar Garðarsson, formaður Kjaradóms Umræða um úr- skurðinn á villigötum ÞINGFARARKAUP alþingismanna er nú 437.777 krónur á mánuði en ýmsar álagsgreiðslur bætast þar við. Þannig fær hver alþingismaður 53.100 krónur á mánuði í fasta fjár- hæð til að standa undir aukakostnaði eins og bóka- og tímaritakaupum, risnu, póstburðargjöldum utan skrif- stofu, fundahöldum, ráðstefnum og námskeiðum. Af þessari upphæð á hann að borga skatt en þarf þess ekki ef hann getur lagt fram greidda reikninga fyrir kostnaði af þessu tagi. Þá fær alþingismaður endur- greiddan kostnað við síma á heimili og starfsstöð sinni en með starfsstöð er átt við hvers konar aðstöðu sem þingmaður hefur í kjördæmi sínu ut- an heimilis. Við störf utan Alþingis á þingmaður síðan rétt á að nota bún- að, svo sem farsíma, tölvu og fax- tæki. Þá á hann rétt á að fá dagblöð send heim til sín. Varaforseti Alþingis, formenn þingflokka og formenn fastanefnda fá greitt 15% álag á þingfararkaup fyrir störf sín sem þýðir 65.666 krón- ur aukalega. Sama álag fá varafor- menn fastanefnda og þingflokka þann tíma sem formaður er utan þings og varamaður hans situr á þingi en á meðan fellur niður álags- greiðsla til formanns. Þá er heimilt að greiða formönnum sérnefnda 15% álag og varaformönnum fjárlaga- og utanríkisnefndar 10% álag eða 43.777 kr. Fá rúmlega 72 þúsund í húsnæðis- og dvalarkostnað Alþingismenn frá kjördæmi utan Reykjavíkur og Reykjaness fá mánaðarlega greiddar 72.450 kónur í húsnæðis- og dvalarkostnað. Alþing- ismenn sem eiga heimili utan Reykjavíkur eða nágrennis og fara daglega til Reykjavíkur fá greiddar 24.150 krónur. Haldi alþingismaður sem á aðalheimili utan Reykjavíkur eða Reykjaness annað heimili í Reykjavík getur hann óskað eftir að fá greitt 40% álag á hinar fyrrnefndu 72.450 krónur sem gerir 101.430 krónur. Alþingismenn utan Reykja- víkur fá kostnað við ferðir milli heim- ilis og Reykjavíkur endurgreiddan, einnig ef þingmaður fer daglega á milli heimilis og Reykjavíkur um þingtímann. Þeir fá 47.000 kr. mán- aðarlega í fastan ferðakostnað en þingmenn í Reykjavík 36.300 kr. Á hann að standa undir ferðakostnaði í næsta nágrenni heimilis eða starfs- stöðvar auk dvalarkostnaðar á ferða- lögum í kjördæmi. Þá skal endur- greiða allan ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á sé vegalengd frá heimili 30 km eða meira. Ef al- þingismaður ekur eigin bifreið skal greiða gjald fyrir hvern ekinn km og skal þingmaður þá færa í sérstaka akstursbók þar sem tilefni ferðar kemur fram. Þá eiga þingmenn rétt á dagpeningagreiðslum vegna ferða- laga innanlands og utan. Á meðan alþingismenn eru í fæð- ingarorlofi eiga þeir rétt á greiðslu þingfararkaups en einnig skal greiða húsnæðis- og dvalarkostnað og ferðakostnað ef við á. Alþingismenn eiga rétt á ýmsum föstum álagsgreiðslum ofan á þingfararkaup Fá greiddar 53.100 kr. í fastan kostnað Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.