Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
21
14
9
0
5/
20
03
Ný
vara
í Britax barnabílstól
Nýi Britax barnabílstóllinn
verður í einkasölu í
Húsasmiðjunni næstu
mánuði og á sérstöku
kynningarverði í maí.
Britax cosy tot
Vnr. 3000917
Verð 12.900 kr.
Kynningarverð í maí 9.900 kr.
• Frá 0 til 13 kg (u.þ.b. 9 - 12 mánaða).
• Aukin hliðarvörn.
• Djúpir hliðarvængir.
• Þriggja punkta öryggisbelti með púðum,
tryggir góða og þægilega festingu fyrir barnið.
• Sól- og vindskyggni.
• Sérhannað handfang.
• Auðvelt er að festa stólinn.
• Áklæði má þvo í þvottavél.
Í maí er opið lengur í timbursölu Súðarvogi 3-5 og versluninni Skútuvogi.
Opið virka daga kl. 8.00-18.00 og laugardaga kl. 9.00-17.00.
Enginn gereyðingarvopnaframleiðandi, bara ótíndur bankaræningi?
Málþing um kynhegðun unglinga
Þarf að opna
umræðuna
Samráðshópur umheilbrigðan og já-kvæðan lífsstíl
barna og unglinga hefur
setið að störfum hin síðari
misseri og gengst fyrir
málþingi í lok vikunnar.
Dagbjört Ásbjörnsdóttir
starfsmaður ÍTR er í for-
svari fyrir hópinn og mál-
þingið.
– Hverjir standa að um-
ræddum samstarfshóp?
„Tilurð samráðshópsins
má rekja til haustsins 2001.
Þá höfðu Félagsþjónustan í
Reykjavík, Neyðarmóttak-
an og Lögreglan í Reykja-
vík haft afskipti af málefn-
um kornungra stúlkna sem
voru þátttakendur í
áhættusamri kynlífshegð-
un með eldri mönnum. Við-
töl við nokkrar stúlkur birtust á ís-
lenskri vefsíðu og fréttir af því voru
mjög til umræðu í þjóðfélaginu. Við
eftirgrennslan kom í ljós að þetta
átti við rök að styðjast og málefni
umræddra aðila fór í hefðbundna
vinnu og stuðning hjá þeim stofn-
unum sem málið varðaði. Í fram-
haldi af þessu var boðað til fundar
og ákveðið að mynda samráðshóp
með fulltrúum frá Félagsþjónust-
unni, Fræðslumiðstöð Reykjavík-
ur, Íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur, Neyðarmóttöku,
SAMFOK, Lögreglunni, Land-
læknisembættinu og Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi.“
– Eftir hvaða áherslum starfar
hópurinn?
„Á síðastliðnum árum hafa orðið
töluverðar breytingar í íslensku
samfélagi, og má að vissu leyti
rekja það til hinnar svokölluðu
klámvæðingar og almenns mark-
leysis í samfélaginu í þeim efnum.
Börn og ungt fólk verða ekki síst
fyrir áhrifum og það er okkar
reynsla að mörg þeirra lenda í nið-
urlægjandi og sjálfskemmandi
hegðun. Samráðshópurinn er stað-
ráðinn í að sporna við þessari
óæskilegu þróun og leggja áherslu
á heilbrigðan og jákvæðan lífsstíl
barna og unglinga. Það er hlutverk
fullorðinna sem uppalenda að
tryggja öryggi og velferð barna og
unglinga með forvörnum og
fræðslu.“
– Að hverju er stefnt?
„Samráðshópurinn er fulltrúi
fyrir fjölda Íslendinga sem hefur
áhyggjur af óheftri klámumræðu
og þeim fyrirmyndum sem drengir
og stúlkur hafa í dag. Það er ljóst
að áhrif foreldra á uppeldi barna
sinna fer dvínandi, aðrir áhrifa-
þættir hafa gripið inn í. Fjölmiðlar
eru þar einn veigamikill þáttur.
Sterk og jákvæð sjálfsmynd barna
og unglinga er besta forvörnin og
hún verður einungis tryggð með
samfélagslegri ábyrgð. Samráðs-
hópurinn leggur áherslu á mikil-
vægi foreldra og ábyrgð fjölmiðla í
þessum málefnum. Hópurinn vill
vekja samfélagslega gagnrýni í
þessari umræðu þar sem ungling-
um, uppalendum og fjölmiðlum er
gefinn kostur á að
koma sínum viðhorfum
á framfæri. Það er jafn-
framt mikilvægt að
gefa þessum aðilum
vísbendingar þegar vel
er gert í þeim mála-
flokkum sem skapa ímyndir hjá
ungu fólki og móta viðhorf í sam-
félaginu.“
– Finnið þið fyrir byr og góðum
viðtökum í þjóðfélaginu?
„Það virðist sem fólk sé yfir höf-
uð ánægt með þessa umræðu og
telur hana vera löngu tímabæra.
Fulltrúar ofangreindra stofnana
eru að vinna í þessum málaflokki
með einum eða öðrum hætti innan
síns starfsvettvangs. Unglingar
jafnt og fullorðnir eru á eitt sam-
mála um mikilvægi þess að opna
þessa umræðu. Samráðshópurinn
hefur staðið fyrir greinaskrifum og
stutt við foreldra- og nemenda-
fræðslu í grunnskólum. Hópurinn
stóð m.a. fyrir verkefninu Ungling-
ar þinga með fulltrúum frá nem-
endaráðum grunnskólanna í
Reykjavík haustið 2002 þar sem
þema þingsins var Unglingar, kyn-
líf og fjölmiðlar. Niðurstöður
þingsins styrktu samráðshópinn
enn frekar í að snúa sér að áhrifa-
mætti fjölmiðla og í framhaldi af
því varð til verkefnið Ljósberinn
sem miðaði að því að útnefna þann
fjölmiðlamann sem hvað best stæði
sig á þessu sviði. Guðrún Gunnars-
dóttir hlaut hana fyrir afgerandi
afstöðu gegn klámi 2002.“
– Segðu okkur frá málþinginu,
hvert verður þema þess og hverjir
taka til máls?
„Yfirskrift málþingsins er „Kyn-
ferðislegar tengingar í auglýsing-
um og ábyrgð fjölmiðla“ og verður
haldið föstudaginn 16. maí næst-
komandi klukkan 13 til 16 í Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Til
máls taka Þorsteinn Þorsteinsson
forstöðumaður markaðssviðs
RÚV, Guðmundur Oddur Magnús-
son grafískur hönnuður, Kristinn
Már Ársælsson nemi við heim-
speki- og félagsfræði við Háskóla
Íslands, Edda Jónsdóttir fjölmiðla-
fræðingur, Sverrir Björnsson graf-
ískur hönnuður, Guðrún Guð-
mundsdóttir mannfræðingur,
Steinunn Helga Jakobsdóttir og
Hrefna Sverrisdóttir á
ritstjórn tímaritsins
Orðlaus. Nemendur við
LHÍ kynna verkefnið
sitt Barnaleikir og Tara
Sverrisdóttir nemandi
við Langholtsskóla les
úr bókinni Engill í Vesturbænum
eftir Kristínu Steinsdóttur. Þær
Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og
kynjafræðingur og Halldóra Geir-
harðsdóttir leikkona stjórna pall-
borðsumræðum. Ég vil taka það
sérstaklega fram að öll vinna þátt-
takenda er unnin í sjálfboðavinnu í
þágu málefnisins. Öllum er heimill
aðgangur og er ekkert þátttöku-
gjald.“
Dagbjört Ásbjörnsdóttir
Dagbjört Ásbjörnsdóttir er
fædd í Hafnarfirði 28. mars 1973.
Stúdent frá FG 1994, BA-gráða í
mannfræði frá HÍ 1998 og MA í
kynja- og kynlífsfræðum frá Int-
ernational School og Humanities
and Social Science, University of
Amsterdam vorið 2002, með rit-
gerð um sjálfsmynd og kyn-
hegðun íslenskra ungmenna, 15
til 18 ára. Starfað hjá ÍTR sl. 5
ár, sérstaklega að málefnum sem
snúa að kynhegðan og kynlífi
unglinga.
Leggja áherslu
á heilbrigðan
og jákvæðan
lífsstíl