Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 12

Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Búnaðarbanka Ís- lands hf. á fyrsta fjórðungi ársins var 581 milljón króna eftir skatta. Hagn- aður sama tímabils árið 2002 nam 846 milljónum króna. Að mati Sólons R. Sigurðssonar bankastjóra er af- koman nokkuð góð. Hann segir hagnað á fyrsta ársfjórðungi 2002 hafa verið óvenjulega háan. „Ég tel að þetta sé viðunandi út- koma. Hagnaður er að vísu lægri en í fyrra en þó 80 milljónum króna meiri en áætlað var, þannig að ég tel þetta nokkuð gott. Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var gengishagnaður af hluta- bréfum óvenjuhár og skýrir lægri af- komu en í fyrra,“ segir Sólon. Rekstraráætlun bankans fyrir ár- ið 2003 gerir ráð fyrir 2,3 milljarða árshagnaði og skv. því hefði hagn- aður fyrsta ársfjórðungs átt að vera 603 milljónir króna. Í tilkynningu frá bankanum segir að afkoma fyrsta ársfjórðungs sé í takt við áætlanir. Hreinar vaxtatekjur samstæðunn- ar námu 1.923 milljónum króna en voru 1.506 milljónir á sama tímabili 2002. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlut- falli af meðalstöðu heildarfjármagns, var 3,02% á fyrsta ársfjórðungi en 2,88% á árinu 2002. Í tilkynningu segir að aukning vaxtamunar skýrist að mestu af hærri verðbólgu á tíma- bilinu. Aðrar rekstrartekjur án gengis- hagnaðar námu 737 milljónum króna en námu 618 milljónum á sama tíma- bili í fyrra og hækka um 19,3%. Gengishagnaður af hlutabréfum nam 271 milljón. Gengishagnaður af skuldabréfaeign bankans nam 94 milljónum. Hreinar rekstrartekjur voru alls 3.023 milljónir á tímabilinu, eða nær óbreyttar frá 2002. Kostnaðarhlutfall hærra Rekstrargjöld voru 1.830 milljónir króna sem er um 2,87% af meðal- stöðu efnahags á tímabilinu og er það sambærilegt hlutfall og á síðast- liðnu ári. Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 60,6% í fjórðungnum en var 56,8% á öllu árinu 2002. „Tekjurnar eru nánast þær sömu en kostnaður hefur vaxið. Laun og launatengd gjöld hafa hækkað um 16% frá sama tíma í fyrra en það á sér allt saman eðlilegar skýringar,“ segir Sólon. Hann segir skýringuna m.a. liggja í fjölgun starfsfólks og auknum bónusgreiðslum, auk minni gengishagnaðar. Arðsemi eigin fjár Búnaðarbank- ans var á tímabilinu janúar til mars sl. 16,4% eftir skatta. Stöðugildi voru samtals 780 hjá móðurbankanum, Lýsingu og Búnaðarbankanum Int- ernational í Lúxemborg. Heildareignir bankans eru nú 264 milljarðar króna eða 7,4% meiri en um áramót. Útlán bankans voru 200 milljarðar í lok fyrsta ársfjórðungs, sem er hækkun um 13,5 milljarða. Innlán í lok tímabilsins voru tæpir 92 milljarðar og lækkuðu um rúman milljarð frá áramótum, segir í til- kynningu. Eigið fé bankans er nú tæpir 16 milljarðar króna og útgáfa víkjandi lána um 6,7 milljarðar króna. Eig- infjárhlutfall samkvæmt CAD- reglum er 10,5%, þar af er A-hluti eiginfjár 7,9%. Hagnaður í takt við áætlanir Árshlutauppgjör Búnaðarbanka Íslands VÍSITALA neysluverðs lækkaði um 0,18% í maímánuði, sem er nokkuð meiri lækkun en almennt hafði verið gert ráð fyrir hjá greiningardeildum fjármálafyrirtækjanna. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,2% og vísitala neysluverðs án hús- næðis um 0,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1%, sem jafngildir 4,2% verðbólgu á ári. Í hálf fimm fréttum Búnaðarbank- ans kemur fram að það sem búi að baki lækkun vísitölunnar nú sé geng- isstyrking krónunnar að undanförnu og lækkun á bensínverði á heims- markaði, en þeir liðir sem höfðu mest áhrif til lækkunar vísitölunnar í maí voru matur og drykkjarvörur auk bensíns og díselolíu. Gisting á hótel- um og gistiheimilum hækkaði um 7,5%, en hækkunin er árstíðabundin vegna fjölgunar ferðamanna. „Geng- isstyrking krónunnar að undanförnu kemur fram í 1,4% lægra verði á inn- fluttum mat- og drykkjarvörum, en athygli vekur að verð á nýjum bílum og varahlutum hækkaði um 0,3% og aðrar innfluttar vörur hækkuðu um 0,1%.“ Í Markaðsyfirliti Landsbankans í gær segir að lækkunin hafi verið held- ur meiri en flestir sérfræðingar á fjár- málamarkaði hefðu reiknað með. Mið- að við að 12 mánaða verðbólga mælist núna 2,2% og að mikil umsvif eru fyr- irsjáanleg í hagkerfinu á næstu árum þá verður styttra verðbólguálagið að teljast full lágt og reiknar greining- ardeild með að komi til leiðréttingar á því innan skamms. Samkvæmt greiningardeild Ís- landsbanka er verðbólgan lítil og nokkuð undir 2,5% verðbólgumark- miði Seðlabankans. „Undirliggjandi verðbólga er einnig lítil en kjarnavísi- tala 1, sem er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bens- íns, hefur hækkað um 2,6% á síðustu tólf mánuðum og kjarnavísitala 2, sem er kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu, um 2,1%. 2,5% verðbólga í ár Greining ÍSB spáir því að verðbólg- an muni færast í aukana á næstunni en engu að síður haldast lág og við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Greining ÍSB spáir 2,5% verðbólgu í ár og 2,8% verðbólgu á næsta ári.“ Í Morgunpunktum Kaupþings seg- ir: „Athygli vekur að vísitala neyslu- verðs án húsnæðis lækkar um 0,31%. Að þessu sinni er það hækkun hús- næðisliðarins sem er að halda uppi tólf mánaða verðbólgu og er niður- staðan því í takt við það sem greining- ardeild fjallaði um í síðustu verð- bólguspá sinni að fyrir utan hækkun húsnæðisliðar þá er fátt sem fóðrar verðbólguna.“ Að mati greiningardeildar er verð- bólgan ofmetin og á Seðlabankinn að forðast að líta á þætti sem Seðlabank- inn getur ekki haft áhrif á með pen- ingamálastefnu sinni. En auk hús- næðisliðarins er það opinber þjónustu og eldsneytisverð sem hefur hækkað hvað mest.“ Þá telur greiningardeild ekki rétt að hækka vexti 16. maí nk., þegar Peningamál Seðlabanka koma út.                                                          ! "    #$"%& ' (     !"#$       #$"   '()"$& *)* +   % &'    +#)" %") ,  !& )    ( )!*!  *   ,-" ".(   /0("  (       ,  #)  "&   1& 2" +    !"#$# %&' $(&)* +,- 3 + + ( ./0 4 3 4 4 + 4  ,  -%  - ( ,  4 5  4 5 Verðhjöðnun í maímánuði HAGNAÐUR af rekstri Skeljungs hf. nam 129 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi sem er óviðunandi af- koma að mati stjórnenda félagsins. Hagnaður á fyrsta fjórðungi ársins 2002 var 201 milljón króna. Árshluta- reikningur sem lagður var fram í gær er samstæðureikningur félagsins og dótturfélaganna Hans Petersen hf. og Bensínorkunnar ehf. Velta Skeljungs nam 3.224 milljón- um króna á fyrstu þremur mánuðun- um sem er um 6% lækkun frá sama tímabili 2002 en þá var velta félagsins 3.430 milljónir króna. Hreinar rekstr- artekjur voru 798 milljónir króna á tímabilinu en voru 884 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld án afskrifta voru 707 milljónir og hækk- uðu um rúm 6% frá fyrra ári, voru þá 665 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) nam tæpri 91 milljón króna en árið áður var sama tala um 221 milljón. Í tilkynningu frá Skeljungi segir að sömu reikningsskilaaðferðum sé beitt og í fyrra að öðru leyti en því að verð- leiðréttingu er hætt. Verðleiðréttur árshlutareikningur hefði sýnt 52 milljónum króna meiri hagnað. Eigið fé Skeljungs hf. þann 31.mars sl. nam 5.515 milljónum króna en var 4.238 milljónir 2002. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í lok tímabilsins var 39,4% en var 37,9% í lok sama tímabils 2002. Veltu- fé frá rekstri samstæðunnar var 239 milljónir króna á tímabilinu og veltu- fjárhlutfall var 0,8 í lok tímabilsins. Handbært fé til rekstrar var 500 milljónir á fyrsta ársfjórðungi 2003. Minni eldsneytissala Í tilkynningu frá Skeljungi segir að minni eldsneytissala hafi einkennt fyrsta ársfjórðung og að skýringu á því megi helst finna í samdrætti í loðnuveiðum. Þá segir að slök afkoma dóttur- og hlutdeildarfélaga valdi vonbrigðum „en afkoma dótturfélag- anna er alla jafna erfiðust á fyrsta ársfjórðungi.“ Stjórnendur félagsins telja afkom- una óviðunandi og gera ráð fyrir betri afkomu af rekstri félagsins á öðrum ársfjórðungi, „en sem fyrr mun geng- isþróun krónunnar ráða miklu um niðurstöðuna,“ segir í tilkynningunni. Óviðunandi afkoma hjá Skeljungi og dótturfélögum SAS gengur allt í óhag þessa stund- ina og afkoma fyrsta ársfjórðungs var mun verri en gert var ráð fyrir. Skandinavíska flugfélagið tapaði tæpum 1,9 milljörðum sænskra króna á tímabilinu janúar til mars eða sem nemur rúmum 17 milljörð- um íslenskra króna. Á sama tímabili árið 2002 tapaði SAS jafnvirði ríflega 13 milljarða íslenskra króna. Geng- ishagnaður félagsins nam hins vegar 582 milljónum sænskra króna eða yf- ir 5 milljörðum íslenskra króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og því hafði verið gert ráð fyrir minna tapi en raun varð. Þessar slöku afkomutölur þýða að SAS þarf að herða sultarólina enn frekar. Félagið hefur þegar boðað víðtækan niðurskurð en í frétt Reut- ers segir að fjármálasérfræðingar séu óánægðir með hversu hægt SAS gangi að skera niður kostnað. „Á síð- ustu 12 mánuðum höfum við heyrt af niðurskurði. Afkoma síðustu þriggja ársfjórðunga hefur verið skelfileg og við höfum ekki enn séð SAS skera niður kostnað,“ sagði einn þeirra. Á síðustu 12 mánuðum hefur fjöldi starfsmanna hjá SAS haldist óbreyttur, 35.000 manns, þrátt fyrir að félagið hafi tilkynnt að segja þurfi upp 4.000 manns til að mæta minnk- andi eftirspurn eftir flugsætum. Gengi hlutabréfa í SAS í kauphöll- inni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um tæp 26% það sem af er þessu ári. Lokagengi bréfanna í gær var 31,50 danskar krónur á hlut. Mjög slæm afkoma SAS Reuters Tap SAS á fyrsta ársfjórðungi var meira en gert var ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.