Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 14

Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MINNSTA kosti 40 manns og hugsanlega 50, þar af níu tilræð- ismenn, létu lífið í sjálfsmorðs- sprengjuárásum í þrem húsasam- stæðum í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, undir miðnætti á mánudagskvöld. Tæplega 200 manns særðust. Innanríkisráðu- neyti Sádi-Arabíu og bandaríska ut- anríkisráðuneytið greindu frá þessu í gær. Var tekið fram að tala lát- inna myndi ef til vill eiga eftir að hækka. Í húsunum bjuggu aðallega er- lendir ríkisborgarar, og meðal þeirra sem létust voru Jórdanir, þ.á m. tvö börn, Bandaríkjamenn, Filippseyingar, Líbani, Svisslend- ingur og Ástrali. Einnig létust Sádi- Arabar, þ.á m. sonur aðstoðarborg- arstjórans í Riyadh. Húsasamstæðurnar eru afgirtar og læst hlið á veggjunum umhverfis þær. Tilræðismennirnir skiptust á skotum við öryggisverði áður en þeir óku bílum hlöðnum sprengiefni inn í húsasamstæðurnar og sprengdu þá í loft upp. Sagði innan- ríkisráðuneyti Sádi-Arabíu að við- brögð varðanna hefðu komið í veg fyrir að fórnarlömbin yrðu enn fleiri. Nokkru síðar, aðfaranótt þriðju- dagsins, sprakk fjórða sprengjan, sem var öllu minni, við höfuðstöðv- ar bandarísk/sádiarabísks fyrirtæk- is. Engan mun hafa sakað í því til- ræði. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Sádi-Arabíu í gærmorgun, og sagði hann að þótt enginn hefði enn lýst tilræðunum á hendur sér bæru þau öll merki þess að hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, al-Qaeda, hefðu verið að verki. Einkenni al-Qaeda Samtökin eru þekkt fyrir sjálfs- morðssprengjutilræði og samhæfð- ar aðgerðir á borð við hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 og bílsprengjutilræði samtímis við bandarísku sendiráðin í Kenýa og Tansaníu 1998, er urðu 230 manns að bana. Bandarískur leyniþjónustumaður í Washington sagði að upplýsingar er fengist hafa undanfarinn hálfan mánuð hefðu bent til að al-Qaeda væri að leggja á ráðin um tilræði í Sádi-Arabíu, en þar er bin Laden fæddur og þar eru helgustu staðir íslams. Mikill fjöldi erlendra ríkisborg- ara starfar í Sádi-Arabíu, þ.á m. um 35 þúsund Bandaríkjamenn og 30 þúsund Bretar. Flestir útlending- arnir starfa í olíuiðnaðinum, á fjár- málamarkaðinum og við kennslu. Á bak við háa veggi í húsasamstæðum á borð við þær sem ráðist var á geta Vesturlandabúarnir sleppt því að fylgja ýmsum ströngum sam- skiptareglum er ríkja í Sádi-Arabíu, eins og til dæmis þeim, að konur skuli ekki fara út af heimilinu nema hylja sig undir kufli. Bandaríkjamenn hafa haft um fimm þúsund manna herlið í Sádi- Arabíu, og hefur það vakið andúð í þeirra garð. Bandaríska varnar- málaráðuneytið tilkynnti reyndar í síðustu viku að hermennirnir væru á förum og yrðu flestir á brott und- ir haustið. Bin Laden hefur ítrekað fordæmt veru „heiðinna“ hermanna á helgu landi múslíma. Meint tengsl við vopnafund Í gær var haft eftir innanríkis- ráðherra Sádi-Arabíu, Nayef prins, að ekki væri hægt að útiloka að fleiri tilræði yrðu framin. Hann sagði ennfremur að talið væri að tengsl væru á milli tilræðanna á mánudagskvöldið og mikilla vopna- birgða sem yfirvöld fundu fyrir viku. Enn væri leitað 19 manna er grunaðir væru um aðild að því máli – 17 Sádi-Araba, eins Jemena og eins Íraka sem væri kúveitskur og kanadískur ríkisborgari – og taldir taka við skipunum beint frá bin Laden. Segja yfirvöld að hinir grunuðu hafi haft uppi áætlanir um að nota vopnin sem fundust til árása á sádísku konungs- fjölskylduna og bandarísk og bresk skotmörk í landinu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, mun senda menn til Riyadh til að aðstoða við rannsókn málsins, að því er talsmaður hennar sagði í gær. Hafa sádiarabísk yfirvöld þeg- ar veitt leyfi fyrir að um tíu fulltrú- ar stofnunarinnar taki þátt í rann- sókninni. Tugir létust í sprengju- tilræðum Reuters Tvær stúlkur skoða eyðilegginguna af völdum sprengjutilræðanna mannskæðu í Riyadh í fyrrakvöld. Reuters Vinnuvélar fyrir framan rústir einnar húsasamstæðunnar í Riyadh, höfuð- borg Sádi-Arabíu, þar sem bílsprengja sprakk í fyrrakvöld. "!$)1*!  )!'#23     )* .!.!*#$/'"+ !/0#! 1#2  3 4 2 5// *2$ '!  * 2 /&*674*+82*9  4#&   8 5 "& +  # 4 !!   % /       6:;+88);8   !"  ! !#!$#!   %!&'$  (# &   %!)# ! $   !     !%!  !%!*'%  % '! ' +,-. Líkur taldar á að al-Qaeda hafi staðið fyrir hryðjuverkunum í Sádi-Arabíu Washington, Riyadh. AFP, AP. COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði í gær Palestínumenn um að Vegvísinum svonefnda, áætlun stórveldanna um frið í deilum Ísraela og Palestínu- manna, yrði ekki breytt til að þókn- ast Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Sharon sagði í viðtali við blaðið The Jerusalem Post í gær að deilan um byggðir gyðinga á her- numdu svæðunum yrði ekki á dag- skrá í friðarviðræðunum og jafn- framt að ekki yrði hætt að styrkja þær byggðir sem fyrir væru. Sharon sagði að enginn þrýst- ingur væri af hálfu Bandaríkja- manna í þá veru að leggja land- tökubyggðirnar niður en þar búa nú hundruð þúsund Ísraela. Byggðirn- ar eru í andstöðu við ákvæði al- þjóðalaga um aðgerðir á hernumd- um svæðum. Í Vegvísinum eru ákvæði um að frekari mannvirki verði ekki reist en síðar láti Ísrael- ar af hendi megnið af hernumdu svæðunum til Palestínustjórnar. Sharon mun ræða við George W. Bush Bandaríkjaforseta 20. maí í Washington. Er gert ráð fyrir að þeir muni meðal annars fjalla um Vegvísinn. „Ísraelar hafa gert nokkrar at- hugasemdir við Vegvísinn og við munum hlýða á það sem þeir segja en við ætlum ekki að breyta áætl- uninni eða endurskoða hana,“ sagði Powell í Amman í Jórdaníu í gær. Hann lauk friðarför sinni til Ísraels og heimastjórnarsvæða Palestínu- manna á mánudag, án þess að hafa mikið upp úr krafsinu. Ísraelar eru enn ekki sáttir við friðarvegvísinn og áframhaldandi óöld hefur dregið úr vonum um friðarumleitanir. Powell dró úr því að andstaða Ísraela væri alvarlegur þrándur í götu og hvatti deiluaðila til að taka fyrstu skrefin í átt að fullgildingu Vegvísisins, sem er þriggja þrepa friðaráætlun Bandaríkjamanna, Rússa, Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. Áætlunin kveður m.a. á um að bundinn verði endi á allt ofbeldi og hryðjuverk og stofnað palestínskt ríki árið 2005. Palestínumenn hafa samþykkt hana, en Ísraelar gert fimmtán at- hugasemdir og ekki lagt blessun sína yfir hana opinberlega. Powell átti í förinni viðræður við leiðtoga Egyptalands og Jórdaníu en fór síðan til Sádi-Arabíu. Ráð- herrann sagði m.a. að það væri enn mikilvægara að Ísraelar ræddu beint við Palestínumenn en að þeir samþykktu Vegvísinn. Fréttaskýr- endur sögðu að það eina sem komið hefði út úr för Powells um helgina væri að skipulagður hefði verið fundur forsætisráðherra Ísraela og Palestínumanna, Sharons og Mahmuds Abbas, nk. föstudag. Powell segir Vegvísi ekki verða breytt Amman, Jerúsalem. AFP. Sharon fullyrðir að gyðingabyggðir á hernumdu svæð- unum fái að standa og deilan um þær verði ekki rædd COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við frétta- menn eftir að hann skoðaði rústir einnar húsasamstæðunnar í Riyadh í gær, þar sem margir landar hans létu lífið. „Þetta ber svo sannarlega með sér að al-Qaeda hafi verið að verki,“ sagði Powell. „Þetta var vel skipulagt hryðjuverk ... fram- kvæmdin var óaðfinnanleg og þetta sýnir eðli óvinarins sem við eigum við að etja.“ Powell ítrekaði að Bandaríkja- menn væru staðráðnir í að ráða nið- urlögum al-Qaeda. „Sú eyðilegging sem blasir hér við mun ekki draga kjarkinn úr Bandaríkjamönnum og ég er viss um að hún mun ekki draga úr Sádí-Aröbum í sameig- inlegri viðleitni okkar til að upp- ræta svona hryðjuverkastarfsemi ... Þetta er glæpastarfsemi, hryðju- verk eins og þau gerast verst, ekk- ert réttlætir þetta.“ AP „Sýnir eðli óvinarins“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.