Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 15 Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. Skeifan 4 Reykjavík Sími 568 7878 Snorrabraut 56 Reykjavík Sími 561 6132 Stórhöfði 44 Reykjavík Sími 567 4400 Austursíða 2 Akureyri Sími 461 3100 Hafnargata 90 Keflavík Sími 421 4790 Dalshraun 13 Hafnarfirði Sími 544 4414 Austurvegur 69 Selfossi Sími 482 3767 Bæjarlind 6 Kópavogi Sími 544 4411 599kr.lítrinnm.v.10 lítra dós 672kr . lítrinn 789 kr.lítrinn 399kr.lítrinn Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn SUMARTILBOÐ RÚSSLAND og Atlantshafsbandalagið (NATO) þarfnast hvort annars „meira en nokkru sinni fyrr“. Þetta sagði George Robert- son lávarður, framkvæmdastjóri NATO, er hann ávarpaði fund sérstakrar samráðsnefndar Rússa og NATO sem haldinn var í Moskvu í gær. Eitt ár er nú liðið síðan ákveðið var að stofna þennan samráðsvettvang, en það var gert á leiðtogafundi NATO í Reykjavík fyrir ári. Robertson sagði að á fyrsta starfsári samráðsnefndarinnar hefði tekist að ná „mikilvægum, praktískum árangri“ varðandi samstarf Rússlands og NATO. Sagði Ígor Ívanov, utanríkis- ráðherra Rússlands, að fundurinn í gær í Moskvu væri „til marks um þann ásetning okkar að mæta þeim ógnum sem að steðja sam- an“. Ívanov ítrekaði þó að Rússar vildu að Sameinuðu þjóðirnar lékju lykilhlutverk í því verkefni að tryggja frið í heiminum. Á myndinni er Robertson lávarður (t.v.) með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Þarfnast hvort ann- ars meira en áður Reuters YFIRVÖLD í Tétsníu skýrðu frá því í gær að 54 hefðu beðið bana í sprengjutilræðinu í þorpinu Znamenskoje í norður- hluta héraðsins í fyrradag og björgunarmenn hefðu gefið upp alla von um að fleiri fynd- ust á lífi. Höfðu þeir bjargað 23 úr rústum stjórnarbyggingar sem gereyðilagðist þegar vöru- flutningabíl, fullum af sprengi- efni, var ekið á hana. Nær 200 manns særðust í tilræðinu. 86 voru enn á sjúkrahúsi í gær, þar af 57 í gjörgæslu. Á meðal þeirra sem létu lífið voru sjö börn og 22 konur, að sögn tétsenskra yfirvalda. Tuga námu- manna sakn- að í Kína UM 86 námumanna var saknað í gær eftir gassprengingu í kolanámu í Anhui-héraði í austurhluta Kína. Um 27 af 113 starfsmönnum námunnar hafði verið bjargað, að sögn kín- versku fréttastofunnar Xinhua. Ekki var vitað um orsök sprengingarinnar. Í fyrra létu 14.000 manns lífið í námuslys- um í Kína. Varaðar við því að borða hvalkjöt NORSKA matvælaeftirlitið varaði í gær vanfærar konur og mæður sem hafa barn á brjósti við því að borða hval- kjöt vegna hás hlutfalls kvika- silfurs í því. Af sömu ástæðu var vanfærum konum ráðið frá því að borða nokkrar fiskteg- undir, meðal annars hákarl, ferskan túnfisk, silung, sverð- fisk og geddu, að sögn frétta- stofunnar AFP. Skírskotað var til rannsókna sem benda til þess að mikil kvikasilfurs- neysla geti tengst einbeiting- arvandamálum, hægum mál- þroska og fleiri vandamálum meðal barna. Getur þú treyst bílnum þínum? SUCHART Jaovisidha, fjár- málaráðherra Taílands, og ökumaður hans festust í BMW- bíl sínum síðastliðinn mánudag í um það bil 10 mínútur eftir að tölvukerfi bílsins bil- aði. Allt læst- ist og áttu þeir í erfiðleikum með að anda vegna þess að loftræstikerfi bílsins slökkti á sér. Ráðherrann sagði að það hefði tekið þá langan tíma að fá verði sína til að brjóta rúðuna og opna leið fyrir þá til að skríða út um. Brutu þeir þá gluggann með slaghamri og komust þeir óskaddaðir út úr bíl sínum. STUTT 54 biðu bana í tilræðinu í Tétsníu Suchart Jaovisidha
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.