Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 16

Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA dagblaðið The NewYork Times hefur beðið lesendursína að senda ritstjórninni tölvupóstef þeir rekast á fleiri dæmi um fals- anir í skrifum blaðamannsins Jaysons Blairs. Komið hefur í ljós að Blair skrökvaði vísvit- andi í fréttaskrifum sínum um ýmis mál, m.a. er hann fjallaði um reynslu hermanna af Íraksstríðinu og yfirheyrslur í tengslum við mál launmorðingja er herjuðu á Washington- svæðinu. Blair, sem er 27 ára gamall, hefur hætt störfum en málið þykir mikill álits- hnekkir fyrir blaðið sem er meðal hinna virt- ustu í heimi. The New York Times birti ítarlega grein um málið sl. sunnudag en einnig hefur það end- urbirt á vefútgáfu sinni allar 73 greinarnar sem Blair fékk birtar eftir að fréttastjórar ákváðu að treysta honum fyrir mikilvægum fréttum en það gerðist í október í fyrra. Þegar hafa fundist villur og beinar lygar í 36 grein- um, oft gefur Blair í skyn að hann hafi hitt fólk í fjarlægum landshlutum en í ljós hefur komið að hann lét símtöl duga. Einnig lýsti hann fólki með því að skoða ljósmyndir í blöðum en gaf í skyn að hann hefði hitt það í eigin persónu. Oft skáldar hann upp ummæli sem umrætt fólk kannast síðan ekki við. Einnig gerðist hann sekur um ritstuld, vitað er að hann nýtti sér fréttir sem birtust í öðrum fjölmiðlum en eignaði sjálfum sér skrifin. Í apríl sl. fór annað dagblað að saka Blair óbeint um ritstuld og nú var leiknum lokið. Nokkrum dögum síðar sagði Blair starfi sínu lausu, bar við persónulegum vandamálum og lýsti iðrun sinni. Hann hefur á hinn bóginn neitað að aðstoða blaðið við að upplýsa hvar hann hafi falsað fréttir. Launmorðin í Washington Blair starfaði hjá blaðinu í fjögur ár en sagði sjálfur upp í byrjun maímánaðar, bar við per- sónulegum vandamálum. Hann fékk á sínum tíma það verkefni að skrifa um mál tveggja óþekktra launmorðingja sem ollu um hríð miklum óhug á Washington-svæðinu og myrtu fjölda fólks af handahófi. En þegar október var á enda voru sum starfssystkin Blairs þegar farin að láta í ljós efasemdir um sumt af því sem hann lét frá sér fara. Komið hefur í ljós að hann var þegar í nóvember farinn að skálda upp ummæli og atburði en ekki komst upp um hann strax. Hann skrökvaði í grein um launmorðin í mars sl. er hann sagðist hafa verið viðstaddur yfirheyslur sem fóru fram í Virginíu. Blair gaf í skyn að brotin hefðu verið rétt- indi á mönnum tveim sem voru ákærðir, John Muhammad og Lee Malvo. Hefði lög- reglumaður, June Boyle að nafni, haldið áfram að yfirheyra Malvo eftir handtökuna jafnvel þótt hann hefði verið búinn að biðja um að lög- fræðingur væri viðstaddur. En réttur sak- bornings til að njóta aðstoðar lögfræðings við yfirheyrslu er grundvallaratriði í slíkum mál- um. Hafði Blair eftir Michael S. Arif, lögfræð- ingi Malvo, eftirfarandi ummæli: „Enginn af fimm lögskipuðum verjendum Malvo fékk nokkrar upplýsingar um þessar aðgerðir.“ Arif hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki hafa talað við Blair umrædd- an dag og hvergi hafa tjáð sig með þessum hætti. Blair fullyrðir í greininni að Boyle lög- reglumaður hafi viðurkennt fyrir rétti að hafa haldið áfram að yfirheyra Malvo án þess að ósk hans um lögfræðing hefði verið fullnægt. En Boyle segir, samkvæmt skýrslum rétt- arins, að Malvo hafi spurt hvort hann myndi „fá að hitta“ lögfræðinga sína, ekki að hún hafi minnt hann á réttinn til að kalla á lögfræðing. Dómari úrskurðaði síðar að Malvo hefði ekki í reynd beðið um aðstoð lögfræðings. Hermenn heimsóttir eða … Blair segir í grein 19. apríl að hann hafi heimsótt sjúkrahús flotans í Maryland og rætt við særða hermenn úr Íraksstríðinu en ekki er til neitt sem staðfestir að hann hafi raunveru- lega farið á staðinn. Enginn minnist þess að hafa séð hann þar. Einn hermannanna, James Klingel, segir hins vegar að Blair hafi hringt í sig á heimili Klingels í Ohio er búið var að út- skrifa hann. Klingel segir Blair hafa skáldað eða lagfært sumt af því sem fram komi í greininni og um- mæli séu stundum hreinn tilbúningur. Dæmi: „Enn á ég til að líta um öxl. Ég er viss um að ég á eftir að standa áhyggjufullur á veröndinni aftan við húsið og velta því fyrir mér hver eigi eftir að koma út úr runnanum og skjóta á mig. Þetta hefur breytt mér.“ Þetta segist Klingel aldrei hafa sagt. Blair segir einnig að Klingel sé „illa haldinn vegna þess að sennilega mun hann haltra það sem eftir er ævinnar og þurfa að nota staf“. En Klingel segist hvorki haltra né ganga við staf. Og ekki kannast hann við að hafa sagt að hug- ur hans „hvarflaði frá mynd af unnustunni heima í Ohio yfir í eldhnött og hávaðann í málmi sem sundrast“. Unnusta, eldhnöttur og málmur sem sundrast Fréttafalsanir Jaysons Blairs hjá The New York Times voru tilþrifamiklar og oft skrökvaði hann ummælum upp á fólk HANN er lágvaxinn en samt ákaflega sýnilegur, virðist alltaf vera að, sífellt að vinna við grein eða heimildaleit. „Svona vil ég verða,“ sagði ung kona sem var samtíða Jayson Blair þegar hann var blaðamannslærlingur á The New York Times árið 1998. En aðrir segja að hann hafi virst óþroskaður, óstjórnlega metnaðarfullur en haldinn óseðjandi fíkn í slúður. Blair var áður lærlingur á The Boston Globe 1997 og nú berast fregnir af því að hann hafi þá skrökvað upp viðtali við borgarstjórann í Washington, Anthony Will- iams. Þegar hann byrjaði á The New York Times var hann látinn skrifa lögreglufréttir og hver greinin á fæt- ur annarri um glæpamál dagsins fæddist. Félagarnir dáðust að hraðanum og sögðu hann hafa unnið langan vinnudag. En einn af fréttastjórunum, Jerry Gray, sem leið- beindi unga manninum, varaði hann við því að vera of hirðulaus í skrifum og framkomu. Eftir sem áður var símsvari Blairs alltaf yfirfullur og hann tók að sér fleiri mál en hann réð við. Og hann virtist aðallega nærast á viskí, ostasnakki úr sjálfsalanum og sígarettum. Smám saman varð hann vinsæll og allir á ritstjórninni þekktu hláturinn í Blair sem gerði sér far um að kynnast öllum og hrósa mönnum. „Hann var mjög heillandi,“ sagði einn vinnufélaginn. Kvartanir vegna starfsaðferða Blairs voru samt fjölmargar. Vinnufélagarnir sögðu sumir að Blair væri lélegur og óþroskaður blaðamaður en fyrst og fremst var bent á að margar staðreyndavillur væru í fréttum hans. Ekkert dugði. Af einhverjum ástæðum bár- ust þessar kvartanir stundum ekki æðstu mönnum eða milli þeirra. Enginn virðist auk þess hafa talið hann vera sekan um vísvitandi falsanir og bent er á að fáir af viðmæl- endum Blairs hafi kvartað við blaðið yfir rangfærslum og uppspuna hans. Ekki er sanngjarnt að segja að menn hafi algerlega sofið á verðinum. Blair fékk vorið 2002 stranga viðvörun, jafnt skriflega sem munnlega, um að starf hans væri í hættu og hann bætti ráð sitt þegar hann sneri aftur úr leyfi. Aðalfréttaritstjórar blaðsins, sem eru tveir, ákváðu þess vegna í október að leyfa honum að vinna við innlendu fréttadeildina og fást við mikilvægari fréttir en áður. Því er harðlega mótmælt að litaraft Blairs, sem er blökkumaður, hafi skipt nokkru máli. Honum hafi ekki verið hyglað til að rétta hlut blökkumanna á ritstjórninni. Jonathan Landman, yfirmaður fréttaskrifa blaðsins á New York-svæðinu, sendi svo- hljóðandi tölvupóst til æðstu manna fréttadeildar blaðsins í apríl 2002: „Við verðum að stöðva skrif Jaysons í The Times. Strax.“ En Landman viðurkennir að hann hafi ekki mót- mælt þegar Blair var fengið ábyrgðarmeira starf um haustið. „Hann var mjög heillandi“ Jayson Blair AP HUNDRUÐ þúsunda franskra ríkisstarfs- manna, um fjórðungur alls vinnuafls í Frakk- landi, lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla tillögum ríkisstjórnarinnar um breytingar á eftirlaunakerfi hins opinbera. Almennings- samgöngur lömuðust um allt land, áætl- unarflugi var víða aflýst og skólum var lokað. Verkalýðsfélög boðuðu til mótmæla í meira en 100 borgum í Frakklandi og talið er að allt að 250 þúsund manns hafi tekið þátt í mót- mælafundum í París og um 200 þúsund í Marseille. Neðanjarðarkerfi Parísar hrundi og íbúar borgarinnar gengu, hjóluðu og fóru á skautum til vinnu til að komast hjá umferð- aröngþveiti. Breytingaráform stjórnarinnar gera ráð fyrir því að ríkisstarfsmenn komist síðar á eftirlaun en nú í ljósi þess hversu hratt þjóðin mun eldast á næstu áratugum en að óbreyttu er fyrirsjáanlegt að um 50 milljarða evra, eða um 4200 milljarða króna, muni skorta árið 2020 til að ríkið geti staðið við lífeyris- skuldbindingar sínar. Þá á jafnframt að gera eftirlaunakerfið sveigjanlegra þannig að fólk geti unnið lengur en opinber eftirlaunaaldur gerir ráð fyrir. Árið 2008 eiga framlög hvers opinbers starfsmanns í lífeyrissjóði svo að hækka enda er talið að árið 2020 muni einn starfsmaður leggja til laun hvers eft- irlaunaþega til samanburðar við fjóra árið 1960. Franska ríkisstjórnin hyggst eyða fimmtán milljónum evra, andvirði um 1.260 milljóna króna, í auglýsingaherferð sem á að upplýsa almenning í Frakklandi um mikilvægi taf- arlausra umbóta á eftirlaunakerfinu. Reuters Franskir ríkisstarfs- menn mótmæla CLARE Short, fyrrverandi ráð- herra þróunaraðstoðar í bresku stjórninni, hvatti í gær Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, til að segja af sér embætti, aðeins sólar- hring eftir að hún sjálf hætti sem ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við Short sem birtist í The Guardian og Financial Times í gær. Í kjölfar harkalegra árása á stefnu Blairs í Íraksmálinu leggur Short til að Verkamannaflokkurinn undirbúi að Blair segi af sér „með reisn“ og að Gordon Brown fjár- málaráðherra taki við forsætisráð- herraembættinu án þess þó að hún nefni hann á nafn. Short hefur lengi verið náinn stuðningsmaður fjár- málaráðherrans í ýmsum málum, til að mynda hefur hún stutt varfærna afstöðu hans hvað upptöku evrunn- ar varðar. Í viðtalinu kemur jafnframt fram sú ósk Short að Verkamannaflokk- urinn starfi „undir styrkri stjórn og í samræmi við gildi flokksins“. „Mér finnst Tony Blair hafa náð stórkost- legum árangri og því væri afar sorglegt ef hann héldi áfram og spillti þannig orðspori sínu.“ Þá gagnrýnir Short forsætisráð- herrann fyrir að færa völd breskra stjórnvalda að mestu á eigin hendur og fárra ráðgjafa sinna. Misjöfn viðbrögð í Bretlandi Árás Shorts á Blair þykir vera ein sú persónulegasta sem átt hefur sér stað innan bresku stjórnarinnar og að því er fram kemur í grein Fin- ancial Times urðu liðsmenn breska Verkamannaflokksins agndofa yfir ummælunum. Ummæli Short hafa vakið mis- jöfn viðbrögð breskra fjölmiðla. Í ritstjórnargrein hins vinstrisinnaða Guardian er Blair hvattur til að taka mark á gagnrýni Short þrátt fyrir að blaðið styðji ekki tilraunir henn- ar til að bola honum úr forsætisráð- herrastólnum. Á hinn bóginn er því vísað á bug í umfjöllun hins hægri- sinnaða Daily Telegraph að Short sé „samviska“ Verkamannaflokks- ins heldur telur blaðið framkomu hennar þvert á móti einkennast af eigingirni fremur en hugsjón. Þar af leiðandi þurfi Blair hvorki að óttast brotthvarf hennar úr ríkisstjórninni né harða gagnrýni hennar. Þá hefur Short verið harðlega gagnrýnd fyrir að standa ekki við hótanir á sínum tíma um að segja af sér ráðherraembætti tæki Bretland þátt í innrásinni í Írak án samþykk- is öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Auk þess vakti furðu að Blair skyldi ekki krefjast afsagnar henn- ar í kjölfar fyrrnefndra yfirlýsinga. Short er þeirrar skoðunar að Blair hafi ekki staðið við gefin loforð um lykilhlutverk SÞ í endurupp- byggingu Íraks en að hennar mati eru það einungis SÞ sem hafa laga- legan rétt til að aðstoða Íraka við að koma á fót nýrri ríkisstjórn. Þannig hafi Bretar orðið uppvísir að ólög- legu athæfi er þeir kröfðust þess ekki að ný ályktun öryggisráðs SÞ kvæði á um hlutverk samtakanna. Vill að Tony Blair segi af sér London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.