Morgunblaðið - 14.05.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.05.2003, Qupperneq 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 19 FYRSTA skóflustunga að fyrsta íbúðarhúsinu í Naustahverfi var tekin í gær en þar var að verki Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sem hóf þar með framkvæmdir við húsið númer 23 við Stekkjartún. Naustahverfi liggur beint ofan við Akureyrarflugvöll, frá suður- enda Kjarnaskógar. Áætlað er að hverfið byggist upp á 15 árum og að íbúafjöldi verði á bilinu 6–8 þúsund manns í 2.300 til 3.000 íbúðum. Skiptist hverfið upp í tvö skólahverfi og eina kirkjusókn. Í þeim áfanga sem nú er verið að hefja verða alls 158 íbúðir en þegar er búið að úthluta lóðum fyrir 143 íbúðir. Gatnafram- kvæmdir við næsta áfanga hefjast á næstu dögum, en í honum er gert ráð fyrir um 170 íbúðum. Lóðum í þeim áfanga verður út- hlutað fyrri hluta sumars og verða þær byggingarhæfar 1. nóvember næstkomandi. Fyrsta byggingin sem í var ráð- ist í Naustahverfi var leikskóli sem tekinn verður í notkun 18. ágúst í sumar, áður en fyrstu íbúarnir flytja í hverfið, og er þar að lík- indum einsdæmi að slík bygging rísi áður en íbúarnir láta sjá sig. Grunnskóli verður svo síðar byggður við hlið leikskólans, eða þegar íbúafjöldi hefur náð tilsettu marki. Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri afhenti fjölskyldunni sem ætlar að byggja einbýlishúsið Stekkjartún 23 blóm- vönd. F.v. Anna María Guðmann, Adam Traustason, börnin Trausti Lúkas og Þórey Lísa og Kristján Þór. Áætlað að hverf- ið allt byggist upp á 15 árum Framkvæmdir hófust í gær í Naustahverfi þar sem 6–8 þúsund manns munu búa í framtíðinni ÞAÐ var lán í óláni að Páll Gíslason fékk send SMS-skilaboð þar sem hann var að leita að golfkúlu sinni við 5. holu á golfvell- inum á Þverá í Eyja- fjarðarsveit. Hann sneri sér nefnilega við til að lesa boðin en í sama mund kom fljúgandi golfkúla og skall á hnakka hans. „Annars hefði ég fengið kúluna í andlit- ið og það hefði örugg- lega ekki farið eins vel,“ segir Páll, sem var fljótur að hrista af sér höf- uðhöggið þótt þungt væri. Páll er íþróttakennari og meist- araflokksmaður í handknattleik og knattspyrnu til 15 ára og seg- ist hann hafa sloppið afar vel við meiðsl á sínum íþróttaferli. Páll hafði hug á að snúa sér að „gam- almennaíþróttinni“ eins og hann orðaði það, golfi, eftir lang- an feril í boltanum. „Ég ætlaði að skella mér í golfið í sumar, en það byrjaði ekki vel, enda ákvað ég í kjölfarið að taka frekar fótboltaskóna fram að nýju.“ Páll var með fé- lögum sínum á golf- vellinum við Þverá á laugardag, kosningadaginn, og var að leita að boltanum sínum við 5. holu í mestu rólegheitum þegar hann fékk SMS-boð. Hann sneri sér við til að lesa boðin, sem voru frá félaga hans og áköfum fram- sóknarmanni, Siguróla Kristjáns- syni, Mola, sem var að minna Pál á að kjósa rétt. „Nei, ég var ekki búinn að kjósa og ætli við látum ekki liggja milli hluta hvort ég hafi farið að ráðum Mola, en vissulega bjargaði það mér að ég skyldi snúa mér til að lesa boðin þegar boltinn kom á fljúgandi ferð í hnakkann á mér,“ sagði Páll. „Það slokknaði á mér augnablik“ Hann telur að boltinn hefði flogið um 20 metra áður en hann lenti í höfði hans. „Mér brá alveg rosalega,“ sagði hann og bætti við að höggið hefði verið þungt, „það slokknaði á mér augnablik, ég datt út og sá líklega einar 12 til 13 fuglategundir. Eftir að ég sett- ist niður var ég fljótur að jafna mig,“ sagði Páll. Páll Gíslason fékk óvænt golfkúlu af afli í hnakkann SMS-boð björguðu andlitinu Páll Gíslason Vorferð þeirra sem sótt hafa opið hús fyrir aldraða í Akureyrarkirkju í vetur verður á morgun, fimmtudag- inn 15. maí, kl. 15. Farið verður fram að Grund í Eyjafirði þar sem sr. Hannes Örn Blandon prófastur tek- ur á móti hópnum í Grundarkirkju og segir frá sögu staðarins. Þórhild- ur Örvarsdóttir og Sigrún Arna Arn- grímsdóttir syngja við undirleik Björns Steinars Sólbergssonar org- anista og Ingvi Rafn Jóhannsson leikur undir á harmoniku. Á MORGUN Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.