Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KAMMERKÓRINN Vox gaudiae heldur tónleika í Hjallakirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Kórinn er annar af tveimur kórum við Hjallakirkju í Kópavogi og er skipaður áhugafólki með söng- reynslu í bland við fólk með tónlist- armenntun á ýmsum stigum. Að þessu sinni fær kórinn til liðs við sig kammerhljómsveitina Alda- vini. Hljómsveitin sérhæfir sig í flutningi tónlistar frá barokktím- anum og leikur á hljóðfæri sem eru smíðuð sem eftirlíkingar af hljóð- færum þess tíma, í þessu tilfelli tvær blokkflautur sem þær Camilla Söderberg og Ragnheiður Haralds- dóttir leika á og tvær gömbur sem þær Hildigunnur Halldórsdóttir og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir leika á. Þá leikur Sigurður Halldórsson á fimm strengja selló. „Þetta er mjög fágætt,“ segir Jón Ólafur Sigurðsson, organisti Hjalla- kirkju og stjórnandi tónleikanna, „mjög fágætt að verk séu flutt á þessum hljóðfærum, þótt það færist nú í aukana upp á síðkastið, fólk er að uppgötva þennan fallega hljóm. Hann er mýkri en í nýrri hljóð- færum, kraftminni og blandast vel, sérstaklega í þessari kantötu, þar sem gömburnar beinlínis gráta.“ Þar vísar Jón Ólafur til kantötu nr. 106 eftir J. S. Bach, Gottes Zeit ist die allerbeste Zeit (Actus trag- icus) eða „Guðs stund er hin allra besta“. Er þetta ekki svolítið kald- hæðnislegt efnisval eins og staða heimsmála er? „Nei, við hugsum ekkert um stríð hérna,“ svarar Jón Ólafur kátlega. „Þetta er einfald- lega einhver allra fallegasta kant- ata Bachs, við ætluðum að flytja hana föstudaginn langa en urðum að fresta af óviðráðanlegum orsök- um.“ Einsöngvarar í kantötunni eru Laufey Helga Geirsdóttir sópran, Oddný Sigurðardóttir mezzosópr- an, Guðlaugur Viktorssson tenór og Benedikt Ingólfsson bassi. Laufey syngur einnig einsöngskantötuna Syngið Drottni nýjan söng eftir D. Buxtehude. Kristján Helgason barí- ton syngur Faðir vorið eftir Sigurð Skagfield. Einnig flytur kórinn mótettur og verk eftir Jakob Tryggvason, Anton Bruckner, Knut Nystedt, Gabriel Fauré, Wolfgang Amadeus Mozart og fleiri. Hjallakirkja hefur tvö orgel og verða þau bæði notuð, svo og þriðja orgelið sem er stillt í barokk- tónhæð. Orgelleikari er Lenka Mátéová og stjórnandi er sem fyrr segir Jón Ólafur Sigurðsson. Barokk í Hjalla- kirkju Morgunblaðið/Jim Smart Kammerkórinn Vox gaudiae heldur tónleika ásamt kammersveitinni Aldavinum í Hjallakirkju í kvöld kl. 20.30. Vorhátíð LHÍ, haldin í Listasafni Reykavíkur – Hafnarhúsi kl. 12– 12.30. Fókusinn – verk nemenda skoðuð. Nemendaleikhús LHÍ, Sölvhóls- götu 13, frumsýnir útskriftarverkið Tvö hús kl. 20. Leikgerð eftir Kjart- an Ragnarsson og Magnús Þór Þor- bergsson byggð á Blóðbrullaupi og Heimili Vernhörðu Alba eftir Fed- erico Garcia Lorca. Á MORGUN Dansleikhúsið frumsýnir fjögur ný verk á á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins kl. 20. Tvinnað verður saman nú- tímadansi, leiklist og lifandi tónlist. Flutt verður nútímadansverkið Viti eftir Katrínu Ingvadóttur, kamm- erdansverkið Vision eftir Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og Sigurð Hall- dórsson við tónverkið Dans eftir Snorra S.Birgisson. Verkið var áður flutt á tónleikum Caput 15:15 í mars sl. Nútímadansverkið Fló eftir Jó- hann Frey Björgvinsson og dans- leikhúsverkið Viðutan eftir Irmu Gunnarsdóttir og Jón Gunnar Þórð- arson. Skólakór Mosfellsbæjar heldur vortónleika sína í sal Varmárskóla kl. 20. Einsöngvari eru Hugi Jóns- son, en hann er fyrrverandi kór- félagi. Hann stundar nú söngnám hjá Bergþóri Pálssyni í Söngskól- anum í Reykjavík. Á efnisskránni er m.a. gospellög, Vínartónlist og lög úr söngleikjum. Undirleikari er Arnhildur Valgarðs- dóttir og söngstjóri Guðmundur Ómar Óskarsson. Aðalheiður Ólöf Skarp- héðinsdóttir kynnir verk sín í glugga Meistara Jakobs, Skólavörðu- stíg 5 til 24. maí. Kynn- ingin er í tengslum við einkasýningu hennar sem nú stend- ur yfir í Sverrissal í Hafnarborg. Aðalheiður er ein 11 listamanna sem reka Meistara Jakob. Í DAG Verk eftir Aðalheiði Skarphéðinsdóttur. ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Launasjóði fræðirithöfunda í fjórða sinn. Til úthlutunar á árinu 2003 voru 10,8 milljónir króna og bárust 53 umsóknir um starfslaun. Meginhlutverk sjóðsins er að auðvelda samn- ingu bóka og verka í stafrænu formi til eflingar íslenskri menningu. Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höf- undar alþýðlegra fræðirita, handbóka og viðamikils upplýs- ingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Eftirtöldum rithöfundum voru veitt starfslaun í sex mán- uði: Ármann Jakobsson fyrir verkefnið: Alþýðlegt fræðirit um Hringadróttinssögu. Bryn- dís Eva Birgisdóttir fyrir verk- efnið: Nýr lífsstíll – hreyfing og mataræði. Gylfi Gunnlaugsson fyrir verkefnið: Skapandi við- taka fornbókmenntanna, tíma- bilið 1750–1900. Halldór Sverr- isson fyrir verkefnið: Skað- valdar í gróðri og í húsum. Helgi Hallgrímsson fyrir verk- efnið: Lagarfljót. Kristín Ást- geirsdóttir fyrir verkefnið: Ingibjörg H. Bjarnason og ís- lensk kvennahreyfing 1915– 1930 og Páll Björnsson fyrir verkefnið: Jón Sigurðsson: Samband þjóðar og hetju. Sjö rithöf- undar fá starfslaun í sex mánuði BÓKAÚTGÁFAN Bjartur hefur hafið rekstur forlags í Danmörku og heitir forlagið Ferdinand. Snæbjörn Arngrímsson stofnaði Bjart fyrir tíu árum og hefur bókaútgáfan gefið mikið út af sam- tímabókmenntum, bæði íslenskum og þýddum. Aðspurður hvort Bjartur hyggi nú á útflutning íslenskra höfunda segir Snæbjörn nei. „Við ætlum ekki að gefa út íslenskar bækur, að minnsta kosti ekki til að byrja með, heldur fyrst og fremst nýta tengsl sem við höfum við umboðsmenn úti til að starfa á stærri markaði. Við höfum rennt hýru auga til Danmerkur svolítið lengi. Við höfum sama forskot þar og hérna heima, að vera svolítið nösk á bækur sem eru um það bil að slá í gegn. Núna er á þriðja sæti danska listans bókin Balzac og kínverska saumastúlkan sem við gáfum út í fyrrasumar í Neon-bókaröðinni.“ Í fréttatilkynningu er sagt frá fyrstu útgáfu forlagsins sem virðist í góðu samræmi við þessar yfirlýsing- ar: „Fyrsta verk hins nýstofn- aða forlags var gerð samnings um útgáfu bókarinnar DaVinci Code eftir Dan Brown, sem sit- ur nú við topp New York Tim- es-metsölulistans og hefur set- ið þar síðustu sjö vikur. Saga þessarar bókar er einstök þar sem höfundurinn var alls óþekktur fyrir átta vikum.“ Þýðingar Harry Potter-bókanna hafa reynst forlaginu mikill „gullkálfur“ eins og Snæbjörn tekur undir og létt undir aðra útgáfu. Er ætlunin líka að styrkja íslenska útgáfu með ágóða að ut- an? „Ja, það er vonandi að eitthvert fjármagn komi til baka. Þetta verður rekið sem eitt fyr- irtæki, þannig séð, að peningar munu streyma á milli.“ En ætlunin er alls ekki að gefa íslenska höf- unda út í Danmörku? „Jújú, ef við finnum íslenskt verk sem okkur finnst alveg tilvalið fyrir danskan markað, þá gefum við það út eins og hinar bæk- urnar. En við leggjum okkur ekki mikið eftir landamærum eða þjóðernisskuldbindingum.“ Yndisleg heimsstríð Spurður út í nafngiftina segir Snæbjörn að Sjálfstætt fólk og Bjartur í Sumarhúsum séu fyr- irmynd bókaforlagsins í einu og öllu, og hann hafi fundið þetta fallega nafn í samræðu í síðasta hluta ritsins: „… Já þetta yndislega heimsstríð, sem guð gefi að við fáum sem skjótlegast aftur annað slíkt, það hófst með þeim hætti að skotin var ein mannfýla sem sumir nefndu Ferdínand …“ Bókaútgáfan Bjartur hefur rekstur forlags í Danmörku, Ferdinands „Höfum sama forskot í Dan- mörku og hérna heima“ Snæbjörn Arngrímsson AFGREIÐSLA styrkumsókna til hinnar nýju Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hófst á mánudag í fyrsta sinn frá því í janúar 2002, þegar hillti í að Kvikmyndamiðstöð leysti Kvik- myndasjóð af hólmi, at varð í kring- um sjóðinn og tafir á rekstri. Það var glatt á hjalla hjá hinni nýju miðstöð þegar íslenskir kvik- myndagerðarmenn skiluðu inn styrkumsóknum sínum, sem mið- stöðin lofar að afgreiða nú á met- hraða. „Við ætlum að tilkynna um út- hlutanir úr þessu holli milli 12. júní og 1. júlí – framleiðslustyrki og styrki til stutt- og heimildarmynda fyrir 12. júní og veita síðan ný vilyrði fyrir 1. júlí,“ segir Laufey Guðjóns- dóttir, nýskipaður forstöðumaður miðstöðvarinnar. Eftir þessa af- greiðslu eiga árlegar úthlutanir – ár- legir stefnumótadagar íslenskra kvikmyndagerðarmanna á Túngötu 14 síðustu mínútur fyrir lokun klukkan 17 – að heyra sögunni til. „Nú þurfum við að koma fram- leiðsluhjólinu aftur í gang og gerum þetta því svona, höfum tiltekinn skilafrest en geymum handrits- og þróunarstyrki rétt í fyrstu. Eftirleið- is mun miðstöðin afgreiða umsóknir allt árið um kring.“ Ásgrímur Sverrisson, kvikmynda- gerðarmaður sem rekur fagvefinn asgrimur.is, staðfestir að eiginlega hafi öll íslensk kvikmyndafram- leiðsla verið strand síðan í ársbyrjun 2002, af fjölmörgum ástæðum, og þá meðal annars vegna tafa hjá sjóðn- um. Síðdegis á mánudag hafði hann ekki litið inn hjá Kvikmyndamiðstöð- inni sjálfur en staðfesti að hjá kvik- myndaframleiðendum væri „allt á suðupunkti“. Aftur kvik listgrein Morgunblaðið/Jim Smart Þorgeir Guðmundsson og Óttar Proppé reka erindi í Kvikmynda- miðstöð Íslands. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hefur opnað miðasölu á heimasíðu hljómsveitarinnar, sinfonia.is. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari, opnuðu netsöluna formlega við athöfn í anddyri Ís- landsbanka á Kirkjusandi í gær. Þau keyptu miða á ABBA-tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands handa Bjarna Ármannssyni bankastjóra, en Íslandsbanki hefur lagt Sinfón- íuhljómsveitinni lið við undirbúning tónleikanna. Fjölmargir hafa átt samskipti við Sinfóníuhljómsveitina undanfarnar vikur vegna tónleika hennar næstu helgi í Laugardalshöll en þar munu gamlar perlur með sænsku popp- hljómsveitinni ABBA njóta sín í nýj- um búningi. Það eru breskir söngv- arar frá söngleikja- og skemmtana- húsinu West End International í London sem þenja munu raddbönd, auk þess verða fleiri gestir á svið- inu, þeir Jón Ólafsson píanóleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari og Guðmundur Pétursson gítarleik- ari. Miðasala á Netinu Morgunblaðið/Arnaldur Frá opnun miðasöluvefjar Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.