Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 23
STOPPLEIKHÓPURINN hefur í
vetur sýnt leikritið Í gegnum eldinn
í grunn- og framhaldsskólum lands-
ins. Nú gefst almenningi kostur á
að sjá sýninguna í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu í kvöld kl. 20. Leik-
ritið er eftir Valgeir Skagfjörð og
er þetta 80. sýningin. Leikritið
byggist á bók eftir Ísak Harðarson
og Thollý Rósmundsdóttur. Bókin
er sönn saga tveggja ungmenna,
stráks og stelpu sem segja frá dvöl
sinni og angist í heimi fíkniefna.
Það eru þau Brynja Valdís Gísla-
dóttir og Eggert Kaaber sem leika
þær 24 persónur sem fram koma í
verkinu.
Stoppleikhópurinn er atvinnu-
leikhópur sem stofnaður var árið
1995 og er markmið hans að færa á
svið ný íslensk leikrit og leikgerðir
fyrir unglinga.
Leikritið Í gegnum
eldinn í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu
Morgunblaðið/Kristinn
Eggert Kaaber og Brynja Valdís Gísladóttir í leikritinu Í gegnum eldinn.
SÝNING á verkum Ólafar Nordal
verður opnuð í anddyri Þjóðarbók-
hlöðunnar í dag kl. 13 og einnig á
skrifstofu Kvennasögusafns Íslands
á fjórðu hæð. Sýningin er í sýninga-
röðinni Fellingar sem er samstarfs-
verkefni Kvennasögusafnsins,
Landsbókasafns Íslands – Háskóla-
bókasafns og þrettán starfandi
myndlistarkvenna. Fellingar hóf
göngu sína í júní árið 2001 og er sýn-
ing Ólafar sú tólfta í röðinni.
Ólöf hefur haldið átta einkasýn-
ingar og tekið þátt í fjölda samsýn-
inga. Verk eftir hana eru í eigu
helstu safna landsins og nýverið
voru vígð myndverk eftir Ólöfu í nýj-
um þjónustuskála Alþingis og fyrir
utan Heilbrigðisstofnunina á
Hvammstanga.
Ólöf hefur í verkum sínum leitað í
menningararfinn og þjóðtrúna í um-
fjöllun sinni um sjálfsmynd okkar Ís-
lendinga í nútímanum. Hún vinnur í
margskonar efnivið, bæði nýja miðla
og klassíska. Í Fellingum mun hún
sýna ný verk sem tengjast innbyrðis,
stafrænar ljósmyndir og litlar högg-
myndir steyptar í plast.
Sýningin stendur til 15. júní.
Ólöf Nordal
sýnir í Þjóð-
arbókhlöðu
MARGIR sem viðstaddir voru flutn-
ing Sálumessu Verdis í Íþróttahöll-
inni á Akureyri sl. sunnudag hafa tal-
að um hann sem mikilfenglegustu
tónleika sem heyrst hafi fyrr og síðar
á Akureyri. 70 manna Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands, 130 manna kór og
fjórir einsöngvarar á heimsvísu. Að
ógleymdri glæsilegri túlkun á einu
snjallasta verki sem samið hefur verið
fyrir slíkt „risa“hljóðfæri.
Fyrir unnendur kórsöngs voru
tækifærin mörg að hlýða á stórbrot-
inn og hrífandi flutning kröfumikils
kórþáttar verksins. Kórsamsetningar
af ótal gerðum, hljómmikill karlakór í
Rex Tremendes, unisono blíðsöngur í
Agnus Dei, tveggja kóra glæsisöngur
í Sanctus og síðast en ekki síst kór-
fúgan í lokaþættinum Libera Mea.
Það var greinilegt að kunnátta kórs-
ins, hljómur og vald á áhrifamikilli
túlkun bar vitni um mikla þjálfun og
reynslu. Ekki leikur vafi á að hið 30
ára síunga afmælisbarn, Kór Lang-
holtskirkju, sem flutt hafði verkið áð-
ur í Færeyjum, smitaði alla aðra
söngmenn á palli og fyrir mig sem
áheyranda var engu líkara en allt kór-
fólkið væri vant að flytja þetta verk á
tónleikasviði heimsins, svo hrífandi
öruggur var þáttur þessa ofurkórs í
flutningnum.
Stórfeng-
legur
„ofurkór“
Jón Hlöðver Áskelsson
♦ ♦ ♦
Mi›inn á 800 kr. á mánu›i e›a
a›eins 185 kr. fyrir hvern útdrátt.
20%
fjölgun
vinninga
-vinningur í hverri v ikuwww.das.is
e›a á netinu
561 7757
Hringdu núna
og trygg›u flér mi›a.
...og allt skattfrjálst!
Fær› flú símtal
frá okkur?
D
r
e
g i›
í h ve rr i v
ik
u
52x
DAS
Vinningaveisla
Á morgun ver›ur
heildarfjöldi vinninga
tæplega 2000!
fia› er ekki of
seint a› vera me›
á morgun
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
A
S
20
93
5
04
/2
00
3