Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 23 STOPPLEIKHÓPURINN hefur í vetur sýnt leikritið Í gegnum eldinn í grunn- og framhaldsskólum lands- ins. Nú gefst almenningi kostur á að sjá sýninguna í Hafnarfjarð- arleikhúsinu í kvöld kl. 20. Leik- ritið er eftir Valgeir Skagfjörð og er þetta 80. sýningin. Leikritið byggist á bók eftir Ísak Harðarson og Thollý Rósmundsdóttur. Bókin er sönn saga tveggja ungmenna, stráks og stelpu sem segja frá dvöl sinni og angist í heimi fíkniefna. Það eru þau Brynja Valdís Gísla- dóttir og Eggert Kaaber sem leika þær 24 persónur sem fram koma í verkinu. Stoppleikhópurinn er atvinnu- leikhópur sem stofnaður var árið 1995 og er markmið hans að færa á svið ný íslensk leikrit og leikgerðir fyrir unglinga. Leikritið Í gegnum eldinn í Hafnar- fjarðarleikhúsinu Morgunblaðið/Kristinn Eggert Kaaber og Brynja Valdís Gísladóttir í leikritinu Í gegnum eldinn. SÝNING á verkum Ólafar Nordal verður opnuð í anddyri Þjóðarbók- hlöðunnar í dag kl. 13 og einnig á skrifstofu Kvennasögusafns Íslands á fjórðu hæð. Sýningin er í sýninga- röðinni Fellingar sem er samstarfs- verkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns og þrettán starfandi myndlistarkvenna. Fellingar hóf göngu sína í júní árið 2001 og er sýn- ing Ólafar sú tólfta í röðinni. Ólöf hefur haldið átta einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Verk eftir hana eru í eigu helstu safna landsins og nýverið voru vígð myndverk eftir Ólöfu í nýj- um þjónustuskála Alþingis og fyrir utan Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga. Ólöf hefur í verkum sínum leitað í menningararfinn og þjóðtrúna í um- fjöllun sinni um sjálfsmynd okkar Ís- lendinga í nútímanum. Hún vinnur í margskonar efnivið, bæði nýja miðla og klassíska. Í Fellingum mun hún sýna ný verk sem tengjast innbyrðis, stafrænar ljósmyndir og litlar högg- myndir steyptar í plast. Sýningin stendur til 15. júní. Ólöf Nordal sýnir í Þjóð- arbókhlöðu MARGIR sem viðstaddir voru flutn- ing Sálumessu Verdis í Íþróttahöll- inni á Akureyri sl. sunnudag hafa tal- að um hann sem mikilfenglegustu tónleika sem heyrst hafi fyrr og síðar á Akureyri. 70 manna Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands, 130 manna kór og fjórir einsöngvarar á heimsvísu. Að ógleymdri glæsilegri túlkun á einu snjallasta verki sem samið hefur verið fyrir slíkt „risa“hljóðfæri. Fyrir unnendur kórsöngs voru tækifærin mörg að hlýða á stórbrot- inn og hrífandi flutning kröfumikils kórþáttar verksins. Kórsamsetningar af ótal gerðum, hljómmikill karlakór í Rex Tremendes, unisono blíðsöngur í Agnus Dei, tveggja kóra glæsisöngur í Sanctus og síðast en ekki síst kór- fúgan í lokaþættinum Libera Mea. Það var greinilegt að kunnátta kórs- ins, hljómur og vald á áhrifamikilli túlkun bar vitni um mikla þjálfun og reynslu. Ekki leikur vafi á að hið 30 ára síunga afmælisbarn, Kór Lang- holtskirkju, sem flutt hafði verkið áð- ur í Færeyjum, smitaði alla aðra söngmenn á palli og fyrir mig sem áheyranda var engu líkara en allt kór- fólkið væri vant að flytja þetta verk á tónleikasviði heimsins, svo hrífandi öruggur var þáttur þessa ofurkórs í flutningnum. Stórfeng- legur „ofurkór“ Jón Hlöðver Áskelsson ♦ ♦ ♦ Mi›inn á 800 kr. á mánu›i e›a a›eins 185 kr. fyrir hvern útdrátt. 20% fjölgun vinninga -vinningur í hverri v ikuwww.das.is e›a á netinu 561 7757 Hringdu núna og trygg›u flér mi›a. ...og allt skattfrjálst! Fær› flú símtal frá okkur? D r e g i› í h ve rr i v ik u 52x DAS Vinningaveisla Á morgun ver›ur heildarfjöldi vinninga tæplega 2000! fia› er ekki of seint a› vera me› á morgun ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 20 93 5 04 /2 00 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.