Morgunblaðið - 14.05.2003, Qupperneq 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
E
FTIR að hafa skrifað tvo pistla
sem fjölluðu um gripdeildir og
eyðileggingu ómetanlegra
menningarminja í Mesópótam-
íu, vöggu vestrænnar menning-
ar – atburði sem gerðust á svæði
þar sem menn hófu akuryrkju
fyrir tíu þúsund árum, fundu seinna upp hjólið
og sextíu talna kerfið, þ.e. mínútur og sek-
úndur, lásu í himintungl löngu fyrir tilkomu
sjónauka og skildu eftir sig guðdómleg lista-
verk – er mál að líta til fleiri hliða.
Nú ýtti svohljóðandi fyrirsögn á forsíðu
ARTnewsletter við mér: The Breton sale: 30
Persent More Than Predicted. Vísar til þess að
glóðvolg sala á einkasafni stofnanda og æðsta-
prests súrrealistahreyfingarinnar, Andrés
Bretons (1896–1966), 4.000 listaverk, listgripir
og handrit, hafi farið þrjátíu prósent yfir mats-
verði. Gerðist á tíu
daga uppboði, haldið
hjá hinu heimsþekkta
firma Hôtel Drouot í
París dagana 7.–17.
apríl, uppboðshaldari;
Calmel Cohen. Kom í
kjölfar af því að franska ríkið hafnaði að kaupa
það allt í þeim tilgangi að stofna sérstakt súr-
realistasafn í borginni, sem kona hans og dóttir
höfði barist fyrir. Tryggði sér þrátt fyrir allt
335 hluti að andvirði rúmlega 11,5 milljónir
evra/12,4 milljónir dollara, sem má margfalda
með 84 til að fá út íslenzku krónutöluna.
Safnið hafði verið í vörslu ekkju hans, Elísu, sem lést árið 2000, og dóttur,hinnar 67 ára gömlu Aube Elléouët-Breton, á heimili þeirra á Rue
Fontaine við rætur Montmartre-hæðar, sem
höfðu lagt allt í sölurnar fyrir stofnun súrreal-
istasafns. Þegar hin endanlega höfnun var ljós
og uppboðið auglýst vakti það mikla reiði og
ólgu í röðum lista- og menntamanna í Frans.
Samið var bænarskjal undirritað af 3.400 máls-
metandi einstaklingum, þar sem farið var fram
á að ríkið festi sér allt safnið. En núverandi
menningarmálaráðherra, Jean-Jacques Ailla-
gon, hafnaði að afturkalla söluna en lofaði að
ríkið skyldi „vakandi“ eins og hann orðaði það.
Hér voru þeir Mitterrand sálugi og Jack Lang,
fyrrverandi menningarmálaráðherra, með
sanni illa fjarri mikilvægri og sögulegri
ákvarðanatöku. Má áréttta í framhjáhlaupi, að
þetta er í stíl við þróunina meðal íhaldssamari
afla í heiminum nú um stundir, sem blinduð af
græðgi og markaðshyggju eru að skjóta sig í
fótinn í ljósi sögunnar. Bregða fæti fyrir eðli-
lega döngun menntunar og lista í stíl við
kommúnista og einræðisherra á liðinni öld, ýta
til hliðar og leggja í hendur miðstýringarafla,
með hópefli og múghyggju að leiðarljósi. Víða
verið að minnka fjárveitingar til safna og
menningar þar sem flokkar yst til hægri hafa
komist til valda og þannig munu 70 af 500 föst-
um starfsmönnum missa vinnuna við Þjóð-
minjasafnið í Kaupmannahöfn, merkilegustu
stofnun Danmerkur, ef fyrirhugaðar sparnað-
aráætlanir ná fram að ganga. Einungis eitt en
nærtækt dæmi af mörgum beggja vegna Atl-
antsála.
Þótt innvígðir þekki meira en vel til nafns-
ins, André Breton, og maðurinn hafi iðulega
skarað skrif mín þegar þau hafa snert þennan
listgeira, er rétt að endurtaka sitthvað hér. Svo
snemma sem 1919 stofnaði skáldið og rithöf-
undurinn bókmenntatímaritið Litterature
ásamt félögum sínum, þeim Louis Aragon og
Phillippe Soupault. Stefnuskráin í fyrstu á
breiðum grunni og í samstarfi við menn eins og
André Gide, Blaise Cendrars og Darius Mil-
haud. En með komu Tristans Tzara til Parísar,
eins stofnanda hinnar byltingarkenndu Dada-
hreyfingar í Zürich, 5. febrúar 1916, urðu skil
til annarra og framsæknari átta.
Fyrsta súrrealíska sköpunarverkið, „Les
Champs magnétiques“ (Svið dulhyggjunnar),
sem þeir Breton og Soupault voru höfundar að,
sýndi fram á djúpar efasemdir um alla rök-
hyggju og formalisma, þ.e. markaða og form-
lega reglufestu. Takmarkið var að finna nýjan
tjáningarhátt, tungumál sálarinnar, sprottið
upp úr hinu ómeðvitaða; ríki draumanna og
hugarflugsins. Þrengja fram vitundinni um hið
innra sjálf og gefa því mál, þræða víðáttur,
öngstræti og breiðgötur drauma. Tveimur ár-
um síðar varð til stefnuyfirlýsing, manifest, og
voru þá Paul Éluard, Benjamin Péret, fleiri
skáld og rithöfundar komnir til sögunnar
ásamt hópi málara.
Einsýn og stigmagnandi fræðiástríðaBrétons, stjórnlyndi og andstaða hansgagnvart þeim sem að hans mati viku afkórréttri leið, orsakaði deilur og úrsagn-
ir úr hópnum. Miklu réð hér einnig að fæstir
vildu vera viðhengi og meðreiðarsveinar Bret-
ons, einkum eftir að hann snerist til komm-
únisma. En þrátt fyrir allt og að ýmsir nafn-
kunnustu fulltrúar súrrealismans yrðu
utangarðs er fram liðu stundir var Breton
óumdeilanlega hinn andlegi leiðtogi súrreal-
istahreyfingarinnar meðan hans naut við.
Merkilegt að keimlík atburðarás átti sér stað í
Danmörku á fjórða áratugnum með Vilhelm
Bjerke-Petersen sem óvæginn hugmynda-
fræðing. Sáði þó grómögnum framsækinna nú-
lista sem sprungu út í lok áratugarins og á
stríðsárunum, undanfari Linien og Cobra,
kemur meðal annars fram í elstu myndum
Svavars Guðnasonar frá þessu tímaskeiði.
Hinn frjói, vakandi andans maður og grúsk-
ari André Breton í fyrirsvari fyrir ein merk-
ustu stílbrigði módernismans – sankaði að sér
listaverkum. Ætti þessi söfnunar- og varð-
veisluástríða ekki að koma mjög á óvart. Bak-
hjarl, félagi og vinur margra framsæknustu og
hugmyndaríkustu listamanna tímanna í bók-
menntum og myndlist, nema ef vera skyldi
magnið. Uppboðið vakti drjúga athygli fjöl-
miðla, 50.000 gestir komu til að skoða safngrip-
ina, bækur, handrit, málverk og ljósmyndir,
frumstæða list, mynt og alþýðulist, auk þess að
um 300 eintök gengu út af hinni digru, átta
binda sýningarskrá er kostaði heila 300 doll-
ara.
Náttúrulega vont mál að ekki risi safn til-
einkað Breton og súrrealistahreyfingunni og
bættist við röð margra spennandi sér- og
einkasafna sem fyrir eru víða um borgina, og
einstæð lifun að sækja heim. Hins vegar er hið
almenna mat á gildi og verðmæti andlegra af-
urða er fram kemur, eða það sem við nefnum
mannauð og manngildi, nokkuð sem ber að
staðnæmast við.
Meira en helmingur af öllu samsafninu kom
frá einkasafni Bretons á myndlist, aðallega
súrrealískri, og í háum gæðaflokki, þar af voru
tvö verk slegin á 2,9 milljónir evra eða 2,7
milljónir dollara hvor; Gildran, 1924, eftir Joan
Míro og Kona, 1927, eftir Jean Arp.
Að vísu höfðu sumir búist við að tíma-mótandi verk Míros yrði slegið á þvísem næmi allt að 5 milljónum dollara,og var eitt örfárra sem fóru undir
matsverði. Hins vegar var um metupphæð að
ræða hvað Arp snerti og verkið tryggt
Pompidou-menningarmiðstöðinni. Í ljósi 11.
september og stríðsins í Írak og hríðversnandi
efnahagsástands í Bandaríkjunum má vera
eðlilegt að þarlendir haldi í bili að sér hönd-
unum um listaverkakaup í Evrópu. Frakkland
að auki á svörtum lista í augnablikinu. En sum
verkanna fóru langt yfir matið, fimmfalt hvað
málverk eftir Victor Brauner snerti eða
792.000 evrur/ 855.000 dollara, og tvöfalt fyrir
málverk efir Francis Picabia, 1,4 milljónir
evra/1,51 milljón dollara, ásamt metverði á
verkum ýmissa minna þekktra súrrealista.
Fréttir sem eru ekki fátíðar í ARTnewsletter
er svo er komið, jafnvel veit ég um dæmi um
nífalda hækkun matsverðs.
Þá fengust 4,46 milljónir evra/4,0 millj-ónir dollara fyrir ljósmyndasafnið seminnibar 499 númer og þar mörg metslegin. Þá skal nefna handrit og bækur,
en súrrealismi var ekki síður bókmenntagrein.
Hér fóru 1.692 númer á 4,03 milljónir evra/4,35
milljónir dollara. Þar á meðal var handrit
Bretons í formi 48 síða stílabókar skrifuð í
Quebec í október 1944, hún slegin á 750.000
evrur/810.000 dollara, sem er met fyrir súr-
realískt handrit. Þó mun allra tíma met fyrir
handrit fransks rithöfundar á 20 öld nema 1,8
milljónum evra, og um að ræða afurð Louis-
Ferdinands Céline (1894–2001), gerðist í París
í maí 2001. Loks var fyrsta prentun á riti
Bretons, Qu’ est-ce que le surrealisme (Hvað
er súrrealismi), með teikningu af víólu eftir
Magritte á titilsíðu, slegin á 243.000 evr-
ur/262.000 dollara.
Mikla athygli vakti að lítil tréstytta, varla
meira en 12 sentimetra há, af Uli – karlkyns
ættföður frá Nýja-Írlandi í Bismarck-
eyjaklasanum – var slegin á 1,1 milljón
evra/1,19 milljónir dollara og var kaupandinn
engin annar en dóttir Bretons Aube Elléouët-
Breton, sem færði hana bókasafni Jacques
Doucet í París til varðveislu.
Skýrslan um þetta eina uppboð er ein súlengsta sem ég man eftir í ARTnews-letter eða a þriðju síðu og alltof löng fyrirlesendur Mbl., sem fæstir eru inni í þess-
um málum. Hins vegar má vera uppörvandi, að
mesta eyðilegging, gripdeildir og illvirki seinni
tíma á menningarverðmætum, glóðvolgum, í
Mesópótamíu hafa síður en svo slegið á mat
Evrópubúa á gildi og vægi handfastra verð-
mæta andlegra athafna og afurða. Borðleggj-
andi vitneskjan á mikið erindi hingað á hjara
veraldar, jafnt litið til norðlægra breidd-
argráða sem ranghugmynda á þessa hlið virkr-
ar þjóðreisnar.
Að ekki er um að ræða lúxus, heldur verð-
mæti sem eru frumskilyrði lífs. Lífsnauðsyn …
Af menningarverðmætum
Man Ray; ljósmynd í
anda súrrealismans.
Súrrealismi fram í fingurgóma: Victor Brauner
(1903–1966): Hið innra líf, 1939, olía á léreft,
91,7 x 76,6 cm. MoMA, New York.
Man Ray: André
Breton um 1930.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
-
IT
M
90
52
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opi›: Mán. - föst. 9-18,
Laugardaga 10-14
Furuinnréttingar og hreinlætistæki
Vortilbo›
Allar innréttingar
til afgrei›slu af lager
sérsni›nar fyrir
sumarhúsi›
flitt.
WC me› festingum og
har›ri setu. Tvöföld skolun.
Stútur í vegg e›a gólf.
Ver› frá kr.
17.950,- stgr.Einfaldir stálvaskar me› bor›i
Ver› frá kr. 8.900,-
Einfaldur stálvaskur
Ver› frá kr. 7.900,-
Gegnumstreymishitari 5KW Kr. 13.430,-
15L undir vask Kr. 15.990,-
30L Ló›réttur Kr. 18.990,-
50L Ló›réttur Kr. 22.990,-
50L Láréttur Kr. 23.990,-
80L Ló›réttur Kr. 24.990,-
80L Láréttur Kr. 26.990,-
80L Ló›réttur, má einnig nota
fyrir sólarrafhlö›u Kr. 27.990,-
80L Láréttur, má einnig nota
fyrir sólarrafhlö›u Kr. 29.990,-
120L Ló›réttur Kr. 29.990,-
150 L Ló›réttur Kr. 35.990,-
Thermex
hitakútar
15-150 ltr.
Heilir sturtuklefar í horn. Öryggisgler, segullæsing,
sturtu-sett, blöndunartæki, botn og vatnslás.
70x70 cm. Kr. 52.390,- stgr
80x80 cm. Kr. 53.390,- stgr
75x90 cm. Kr. 62.450,- stgr
90x90 cm. Kr. 62.450,- stgr
Handlaug á vegg
stær› 45x34 sm
Kr. 3.950,-