Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 25

Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 25 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 SÍÐUSTU ÍBÚÐIRNAR Í NAUSTABRYGGJU Í kvöld verður opið hús í Naustabryggju 57 milli kl. 18.30 og 20.00. Sigurður Karl (866 9958) sölu- maður verður á staðnum og sýnir þær íbúðir sem eru til sölu. Íbúðirnar eru allar glæsilegar og bjóð- ast nú á betri kjörum en áður. Þær seljast tilbúnar án gólfefna eða tilbúnar til innréttinga. Sjón er sögu ríkari. 3495 OPIN HÚS NAUSTABRYGGJA 57 Í kvöld milli kl. 18.00 og 20.00 ætlar Erna að sýna 131 fm mjög góða 5 herbergja íbúð á 4. hæð í fal- legu fjölbýlishúsi. Glæsilegt útsýni. Fjögur herbergi með rúmgóðum skápum, rúmgott hol, tvær stórar samliggjandi stofur með fallegu útsýni. Baðher- bergi flísalagt og nýleg tæki. Suð-vestursvalir. Auka 100 fm rými í risi en er skráð 8,6 fm. Húsið hefur allt verið tekið í gegn að utan. 3947 ESKIHLÍÐ 8 Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í maí og júní á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á vinsælustu áfanga- stöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á feg- ursta tíma ársins. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Sólar- tilboð í maí og júní frá kr. 19.950 með Heimsferðum Benidorm Verð frá kr. 29.962 21. og 28. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Rimini Verð frá kr. 29.962 20. og 27. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Mallorca Verð frá kr. 39.962 21. maí, 9. júní. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Costa del Sol Verð frá kr. 39.962 21. og 28. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Verona Verð frá kr. 19.950 22. maí. Flugsæti með sköttum, 2 fyrir 1 til Verona. Barcelona Verð frá kr. 29.950 22. og 29. maí. Flugsæti með sköttum. Tryggðu þér síðustu sætin í maí og júní * Verð eru staðgreiðsluverð. Almennt verð er 5% hærra og miðast við ef greiðsla hefur ekki borist frá kortafyrirtæki fyrir brottför. ÚRSLIT alþingiskosninganna voru góður sigur fyrir Samfylk- inguna og Frjálslynda flokkinn. En það voru einnig mikil tíðindi, að rík- isstjórnin skyldi halda velli. Stjórnin situr því áfram. Viðræður stjórn- arflokkanna um framhald stjórn- arsamstarfs eru að- eins formsatriði. Það ber ekkert á milli flokkanna. Stefna þeirra er nán- ast hin sama í öllum málum. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins var mikið. Flokkurinn tapaði 7 prósentu- stigum og 4 þingmönnum og er nú með 33,7% atkvæða. Samfylkingin bætti við sig rúmlega 4 prósentustig- um og 3 þingmönnum og er með 31%. Það ber því ekki mikið á milli þessara stóru flokka. Samfylkingin er nú álíka sterk og Sjálfstæðisflokkurinn. Það eru mikið tíðindi. Sameining jafnaðarmanna hefur tekist. Fram- sóknarflokkurinn tapaði tæpu 1 pró- sentustigi. En á það ber að líta að fyr- ir 4 árum tapaði Framsókn miklu fylgi eða um 5 prósentustigum. Flokkurinn hefur því tapað tæplega 6 prósentustigum á stjórnarsamstarf- inu við Sjálfstæðisflokkinn. En Framsókn lætur eins og hún hafi unnið sigur og er harðánægð með úr- slitin! Litlu verður Vöggur feginn. (Úrslitin 10. maí sl. eru næstverstu kosningaúrslit Framsóknar, ef miðað er við sjálfstæð framboð flokksins.) Hvaða skilaboð felast í kosn- ingaúrslitunum? Hvers vegna tapar Sjálfstæðisflokkurinn svona miklu fylgi? Það er vegna óánægju með stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það er vegna misskiptingarinnar í þjóð- félaginu. Það er vegna kvótakerf- isins, slæmra kjara aldraðra, öryrkja og atvinnulausra og rangláts skatta- kerfis. Forustumenn Sjálfstæð- isflokksins segja, að sótt hafi verið fast að Sjálfstæðisflokknum og þess vegna hafi flokkurinn tapað. Eðli- legra er að orða þetta svo, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi verið gagn- rýndur vegna rangrar stjórnar- stefnu. Það er því eðlilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi tapa fylgi. En það hefði verið jafn eðlilegt að Framsókn hefði einnig tapað meira fylgi, þar eð sá flokkur ber einnig ábyrgð á stjórnarstefnunni, sem fylgt hefur verið. Framsókn hef- ur einnig farið með mikilvæg mál, eins og málefni bótaþega, húsnæðis- mál og heilbrigðismál, en allir þessir málaflokkar eru í ólestri. Kjósendur hefðu því átt að refsa Framsókn. Svo varð ekki. Og því getur Framsókn nú framlengt völd og stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið skýrði frá því, að Halldór Ásgrímsson ætti þess kost að verða forsætisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Framsóknarflokks- ins. Ekki veit ég hvort það er rétt. Alla vega hefur það ekki verið sam- þykkt formlega í Samfylkingunni. Slík ríkisstjórn hefði aðeins eins þingsætis meirihluta og yrði því mjög veik stjórn. Ég hefi ekki trú á því, að slík stjórn mundi framkvæma mikið af umbótamálum Samfylkingarinnar. Stærsta umbótamálið er breyting á kvótakerfinu og þar stendur Fram- sókn þversum í veginum. Ég tel, að Samfylkingin eigi ekki að fara í rík- isstjórn, ef hún nær ekki fram lag- færingum á kvótakerfinu. Og það verður að opna greinina. Það eru skiptar skoðanir um það innan Sam- fylkingarinnar hvort Samfylkingin eigi að lyfta Halldóri í stól forsætis- ráðherra. Grasrótin er andvíg því. Það er athyglisvert, að það er meira atriði hjá Framsókn að fá ákveðin embætti en að koma fram stefnu- málum sínum. Viðræður Fram- sóknar við Sjálfstæðisflokkinn snúast meira um ákveðna ráðherrastóla en um málefni. Skilaboð kjósenda þjóðarinnar í nýafstöðnum kosningum voru alveg skýr: Þjóðin vill breytingar í íslensk- um stjórnmálum. Þjóðin vill að dreg- ið verði úr misskiptingunni í þjóð- félaginu með breytingum á kvótakerfinu, með umbótum á vel- ferðarkerfinu og með lækkun skatta á hinum lægst launuðu og bótaþeg- um. Stjórnmálamenn verða að taka tillit til óska þjóðarinnar. Það hefnir sín, ef þeir hundsa vilja þjóðarinnar. Þjóðin vill breytingar Höfundur er viðskiptafræðingur. Eftir Björgvin Guðmundsson Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 KOSNINGUNUM er lokið og niðurstaða kjósenda liggur fyrir. Þeir hafa látið vilja sinn í ljós með því að marka söguleg tímamót í íslenskum stjórn- málum. Það er ástæða til að þakka þeim fyrir framsýnina og persónulega vil ég þakka fyrir þann stuðning, hlýhug og traust sem ég hef verið aðnjótandi í þessum kosningum. Samfylkingin vann góðan sigur og fram á sjónarsviðið er kominn nútímalegur og víðsýnn jafnaðarmannaflokkur sem hefur styrk til þess að veita Sjálfstæðisflokknum, sem hefur borið ægishjálm yfir aðra flokka í meira en 70 ár, verðuga samkeppni og aðhald. Það telst líka til tíðinda að nýr borg- aralegur flokkur, Frjálslyndi flokkurinn, hefur fest sig í sessi. Hægri flokkurinn á Íslandi, Sjálfstæðisflokkurinn, tap- aði verulegu fylgi og hefur aðeins einu sinni áður mælst með minna fylgi í alþingiskosningum ef frá er talið árið 1987 þegar flokkurinn gekk klofinn til kosninga. Mest var fylgistapið í Reykjavík norður, kjördæmi formannsins. Í borgarstjórnarkosningunum árið 1994 tapaði flokkurinn sínu höfuðvígi og í síðustu borgarstjórnarkosningum mældist hann með minnsta fylgi sem hann hefur nokkurn tíma fengið í Reykjavík. Flokkurinn hefur þannig þokast frá því að vera ein helsta valdastofnun samfélagsins yfir í það að vera pólitískur flokkur eins og hver annar. Ef að líkum lætur verður ekk- ert eins og það áður var í íslenskum stjórnmálum. Það er tímanna tákn að þessar breytingar eiga sér stað við aldamót. Nýrri öld fylgja nýir siðir og ný sjónarmið. En breytingaferlinu er ekki lokið og staðan er að mörgu leyti viðkvæm og vandmeðfarin. Það er ekki víst að stjórnmálamennirnir skynji sinn vitjunar- tíma eða hlusti grannt eftir skilaboðum kjósenda. Eins og svo oft endranær er Framsóknarflokkurinn í lykilstöðu og hann getur valið um að festa óbreytt ástand í sessi enn um sinn eða taka þátt í þeirri pólitísku nýsköpun sem kjósendur kalla eftir. Það ræðst á næstu dögum hvora leiðina hann vel- ur. Framtíð Samfylkingarinnar ræðst hins vegar ekki af því hvort hún verð- ur innan stjórnar eða utan að þessu sinni. Það sem skiptir máli er að Sam- fylkingin standi áfram fyrir þeirri hugmyndalegu nýsköpun í stefnu og starfsháttum sem er svo nauðsynleg á vettvangi stjórnmálanna við upphaf nýrrar aldar. Með slíka veislu í farangrinum mætir hún tvíefld til leiks í næstu kosningum. Ég veit að margir stuðningsmenn Samfylkingarinnar tóku það mjög nærri sér þegar ljóst varð að ég næði ekki kjöri á alþingi að þessu sinni. Ég vissi sjálf að þannig gæti farið – reiknaði raunar með því í upphafi – og ég vissi að framboð mitt væri ferð út í óvissuna. Þessi óvissuferð hefur verið bæði lær- dómsrík og ánægjuleg enda samferðafólkið gott. Ég þakka því samfylgdina að þessu sinni og nú leggjum við ótrauð saman í lengra ferðalag sem felur í sér fyrirheit um varanlegar breytingar á íslenskum stjórnmálum. Tímanna tákn Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Höfundur er fv. borgarstjóri. MIKIÐ var nú erfitt að sætta sig við að sætur sigur Samfylking- arinnar í alþingiskosningunum skyldi ekki verða nægilega stór til að fella ríkisstjórnina. Og fjári var erfitt að sætta sig við að Ingi- björg Sólrún skyldi ekki komast inn á þing þrátt fyrir sögulegan sigur Samfylkingarinnar í Reykjavík- urkjördæmi norður. Þetta er svona álíka svekkjandi eins og að vera kominn með annan fótinn í úrslita- leik í bikarkeppninni, en þurfa síðan að spila um bronsið. Engu að síður sætir maður niðurstöðunni, enda eru leikreglurnar alveg klárar, og ekkert að gera annað en að vinna enn betur næst þegar tækifæri gefst og setja sér þá að ná settu marki. Þrátt fyrir allt voru það þó ekki ofangreind tíðindi sem gerðu mér sunnudaginn þungbærastan, heldur hitt að formaður Samfylkingarinnar skyldi sjá ástæðu til þess að skella því framan í flokksystkini sín að Ingibjörg Sólrún yrði ekki næsti for- maður flokksins, því hann ætlaði sér að halda áfram og að um það væri sátt. Sátt hverra, með leyfi að spyrja? Ingibjörg Sólrún stóð sig ákaflega vel í kosningabaráttunni og sýndi og sannaði að hún er sá leiðtogi sem stór jafnaðarmannaflokkur á Íslandi þarf á að halda vilji hann festa sig í þessi. Hún staðfesti í kappræðum við aðra flokksleiðtoga að hún er mik- ilhæfur stjórnmálamaður með ótví- ræða foringjahæfileika og við sem flykktum okkur bak við Samfylk- inguna eigum rétt á að njóta þeirra hæfileika áfram. Þar sem Ingibjörg Sólrún er utan þings er alveg ljóst að best mun heyrast til hennar næstu misserin ef hún sest í formannsstól í flokknum. Þetta eiga núverandi stjórnendur Samfylkingarinnar að sjá í hendi sér eftir að hafa kynnst breiðu baklandi flokksins í kosninga- baráttunni, og ganga í það samein- aðir að svo megi verða. Annað sætti ég mig ekki við – og veit um ótal- marga aðra sem eru á sömu skoðun. Grátt oná svart Eftir Sigurð Svavarsson Höfundur er útgáfustjóri.                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & #

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.