Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN
26 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í FRÉTTABLAÐINU hinn 5. febrúar sl. birtist grein undir yfirskriftinni
„Íslensk tónlist ókeypis á netinu“. Umfjöllunarefnið var „peer2peer“-forrit
sem gerir fólki keift að sækja tónlist á Internetinu án endurgjalds. Forrit
þessi reiða sig ekki á miðlægan gagnagrunn tónlistar, líkt og
brautryðjandinn Napster gerði, heldur þurfa notendur að-
eins auðkenni á tölvu annars notanda, eins eða fleiri, til að
nálgast tónlistina. Eins og kunnugt er leiddi málshöfðun á
hendur Napster til gjaldþrots fyrirtækisins. Hagsmunaaðilar
innan tónlistargeirans hafa markvisst leitað leiða til mál-
sóknar gagnvart „peer2peer“-dreifingaraðilunum og hafa
um nokkurt skeið sent út falskar skár á Netið sem gerir þeim
kleift að rekja þær og staðsetja þannig þá sem misnota Netið
á þennan hátt. Það hefur nýlega komið í ljós að þessi net skapa umtalsverðar
tekjur og líklega verður málshöfðun á hendur þeim sem sannarlega dreifa
tónlist ólöglega á þennan hátt byggð á þeim forsendum.
En ætli notendur þessara neta geri sér grein fyrir því að um ólöglegt at-
hæfi kunni að vera að ræða? Í grein Fréttablaðsins var haft eftir 19 ára um-
sjónarmanni vefsíðu sem tengir saman íslenska notendur ólöglega dreifðrar
tónlistar að notkun Netsins hefði líklega þau áhrif að hann keypti tónlist í
minna mæli. Ég varð vitni að því í vor þegar þessi mál bar á góma að virtur
lögfræðingur lýsti því yfir fyrir fullum sal af fólki að hann væri mjög sáttur
við þessa þróun. Nú einfaldlega hlæði dóttir hans niður tónlist af Netinu og
sparaði honum stórfé. Hvernig getum við ætlast til að unga fólkið okkar átti
sig á því að um ólöglegt athæfi er að ræða þegar vel upplýst fólk virðist ekki
vita betur!
Staðreyndin er sú að notkun Netsins á þennan hátt hefur einmitt þau áhrif
að sala tónlistar fer minnkandi, að sjálfsögðu. Það er engin hvatning að
kaupa tónlist ef þú getur fengið hana frítt. Sem betur fer hefur íslensk tónlist
ekki verið aðgengileg á Netinu hingað til í miklum mæli en það kann að vera
að breytast með tilkomu vefsíðunnar sem tilgreind er í grein Fréttablaðsins.
Þróunin hefur nefnilega verið sú að sala íslenskrar tónlistar hefur aukist
jafnt og þétt síðustu árin. Gæti það verið vegna þess að hún hefur ekki verið
fáanleg á Netinu í neinum mæli hingað til?
Því hefur verið haldið fram að ólögleg dreifing tónlistar á Netinu snúist að
miklu leyti um að kynna tónlist fyrir fólki og enginn skaðist á athæfinu, það
jafnvel auki sölu. Þetta kann að hafa verið rétt í árdaga Napster en allar
kannanir síðustu ára í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar benda til
þess að notkun Netsins dragi verulega úr sölu. Í október síðastliðnum gerði
greiningarfyrirtækið Jupiter könnun sem staðfesti að þriðjungur þeirra sem
nota „peer2peer“-netin reglulega kaupir minna af tónlist en hann gerði áður.
Það hefur líka verið bent á að útgáfufyrirtækin séu þau einu sem bera skarð-
an hlut frá borði. Það er ekki rétt. Í raun eru allir sem vinna að tónlistariðn-
aðinum á einn eða annan hátt fórnarlömb. Á Íslandi er áætlað að tónlist-
arbransinn skapi um 750–1.000 störf og í Evrópu starfa um 600.000 manns
að tónlist. Þá er ótalinn allur sá fjöldi listamanna og þeir sem koma að fram-
leiðslu hljómplatna á einn eða annan hátt. Í síðasta mánuði misstu þúsundir
fólks vinnuna þegar 224 hljómplötuverlsunum var lokað í Bandaríkjunum
vegna minnkandi sölu. Það er þó ekki sanngjarnt að kenna Internetinu um
eingöngu, ólögleg afritun geisladiska er annað og í raun stærra vandamál.
Hljómplötusala hefur minnkað um 25% í heiminum frá árinu 1997 þegar Int-
ernetið og geislabrennarar urðu almenningseign og talið er að um helmingi
af allri tónlist í heiminum sé nú dreift ólöglega. Þau rök að ókeypis dreifing
tónlistar sé saklaus eru skammtímahugsun, því hvernig í ósköpunum getum
við ætlast til þess að tónlistarmenn haldi áfram að skapa tónlist ef þeir fá
ekki greitt fyrir vinnu sína?
Nú hvarflar ekki að mér að halda því fram að þeir sem nota Netið á þenn-
an hátt séu allir ótíndir glæpamenn, síður en svo. Í flestum tilfellum er um að
ræða fólk sem veit ekki betur. Ég efast um að foreldrar líti á börn sín, sem
hlaða niður tónlist í dag og eiga jafnvel hundruð laga á tölvunni sinni, sem
þjófa. En ætli sömu foreldrar geri sér grein fyrir því að allur heimurinn hef-
ur aðgang að heimilistölvunni með þeirri hættu sem það hefur í för með sér?
Ég trúi því heldur ekki að þeir sem hlaða niður tónlist ólöglega geri sér grein
fyrir að í raun eru þeir að gera uppáhaldslistamanninum sínum mestan óleik.
Það er staðreynd að stærstur hluti þeirra sem hlaða niður tónlist er ungt fólk
sem er í sakleysi sínu að njóta tónlistar. Það eitt og sér er að sjálfsögðu mjög
jákvætt og notkun tónlistar hefur aldrei verið eins mikil í heiminum og nú.
En er það ekki okkar hlutverk, sem erum eldri og reyndari, að fræða unga
fólkið um þennan þjófnað rétt eins og annað ólöglegt athæfi? Það er nefni-
lega enginn munur á því að labba inn í plötuverslun og stinga inn á sig geisla-
diski og að hlaða honum ólöglega niður um Netið. Í það minnsta ættum við að
láta af því að státa af því að spara á þennan hátt eins og fyrrnefndur lögfræð-
ingur.
Þeim var ég verst
er ég unni mest
Eftir Stefán Hjörleifsson
Höfundur er tónlistarmaður.
MARGIR stjórnmálamenn hafa
réttilega haldið því fram að mál-
efnin sem lögð eru til grundvallar
séu ætíð mikilvæg-
ari en mennirnir
sem veljast hverju
sinni til að koma
þeim í fram-
kvæmd. Það er
bara einn galli á
gjöf Njarðar og
hann er sá að
menn og málefni eru tveir aðskildir
hlutir sem fara ekki alltaf saman og
því standa kjósendur frammi fyrir
vissum vanda þegar kemur að kosn-
ingum.
Til eru þeir sem kjósa flokk á
grunni almennrar stefnu án þess að
huga að einstaklingunum sem velj-
ast í forystusveitina eða að fram-
kvæmdamálunum sem sett eru í
öndvegi fyrir kosningar. Í þeim til-
fellum kýs fólk sjálfstæðisstefnuna,
jafnaðarmennskuna, framsókn-
arstefnuna, vinstri umhverfisstefn-
una, frjálslyndisstefnuna o.s.frv.
Þessir kjósendur eru þrátt fyrir
stefnuhollustuna í raun að velja
menn, karla og konur, til starfa fyr-
ir þjóðina þegar þeir kjósa tiltekinn
flokk því það er ætíð ákveðinn hóp-
ur manna sem framfylgir eða geng-
ur þvert á stefnuna á hverjum tíma;
hún gerir það ekki sjálf.
Aðrir kjósendur eru ekki svona
stefnuhollir og miða val sitt við
hvaða einstaklingar það eru sem
hafa valist í framboðssveitir flokk-
anna. Þeir spyrja til að mynda: Eru
bæði kynin í framboði, eru fram-
boðsaðilar úr öllum stéttum, eru
einstaklingarnir einsleitur eða
fjölbreytilegur hópur, þröngsýnar
eða víðsýnar manneskjur? Þeir
kjósendur sem velja flokk út frá
einstaklingum eða samsetningu
hóps sem býður sig fram eru eins
og fyrrnefndi kjósendahópurinn
fyrst og fremst að velja menn eða
hóp manna til að gegna ákveðnum
launuðum störfum fyrir þjóðina
bæði á Alþingi og í ríkisstjórn.
Svo eru það kjósendurnir sem
leggja mikið upp úr að skoða fram-
kvæmdaskrárnar sem flokkarnir
leggja fram fyrir kosningar í þeim
tilgangi að vinna almenning á sitt
band. Yfirleitt eru þó slíkar skrár
þeim annmörkum háðar að vera
mjög almennt orðaðar sem minnkar
gildi þeirra til muna. Stefnt skal að
á kjörtímabilinu ... og svo eru
nefndir til sögunnar ákveðnir mála-
flokkar. Slíkar skrár þyrftu hins
vegar að vera raunhæfari og tiltaka:
Hvað sé vilji til að gera, hvers
vegna, í þágu hverra og með hvaða
tilkostnaði. En þeir aðilar sem kjósa
flokk á grundvelli stefnuskrár kom-
ast samt ekki hjá því að velja menn
með atkvæði sínu þó réttlæting
valsins byggist á framsettum kosn-
ingamálum.
Ef alþingiskosningar snúast að-
allega um að velja flokka með eða
út frá tilteknum mönnum hvað
verður þá um öll málefnin sem svo
sannarlega er mikilvægt fyrir al-
menning að taka beina afstöðu til?
Lýðræði sem byggist eingöngu á
stuðningi við það hvaða flokkur leið-
ir löggjafarsamkunduna eða land-
stjórnina verður ætíð takmarkað.
Slíkt býður hættunni heim hvað
varðar forræðishyggju og/eða snið-
göngu forystumanna á meiri-
hlutavilja almennings þegar kemur
að framkvæmd hinna ýmsu mála.
Hvernig á kjósandi sem hefur
skoðanir óháðar flokkslínum að láta
málefnavilja sinn í ljós við alþing-
iskosningar? Jú, hann á kost á að
velja þá flokkssveit manna sem
hann treystir best, hvort sem það er
á grundvelli stefnu, samsetningar
hópsins eða kosningaloforða en fær
lítið um afgreiðslu málefnanna að
segja. Að alþingiskosningum lokn-
um er nefnilega hlutverki þessa til-
tekna kjósanda sem atvinnuveit-
enda fyrir stjórnmálamenn lokið,
lýðræðislega kosin framvarðarsveit
þjóðarinnar hefur haft sitt í gegn og
fær frítt spil næstu árin. Kjósand-
inn góði fær ekki annað hlutverk í
stjórnmálum landsins á komandi
kjörtímabili en að sitja með hendur
í skauti, áhrifalaus með öllu þótt ef
til vill sé hann langt frá því að vera
sammála stjórnmálamönnunum,
sem hann sjálfur átti þátt í að ráða,
um afgreiðslu og framkvæmd ein-
stakra mála.
Menn og málefni eru tvær hliðar
á sama peningi og það þarf að gefa
almenningi kost á að tjá sig um
þetta hvort tveggja í tvenns konar
kosningum; annars vegar flokks-
eða mannakosningum til Alþingis
og hins vegar sérstökum kosningum
um mikilvæg málefni þar sem mál-
efnaleg afstaða er ríkjandi án trufl-
unar frá stjórnmálamönnum eða
flokkum. Ísland er almennings-
hlutafélag, allur almenningur hlut-
hafar og ráðherrar framkvæmda-
stjórar. Það er eðlilegasti hlutur í
heimi að hluthafar séu spurðir þeg-
ar nýta á sameiginlegt fjármagn
þeirra til hinna og þessara fram-
kvæmda. Annað er ekki sæmandi
þjóð sem vill teljast lýðræðisleg,
vonandi ekki eingöngu til hálfs
heldur að fullu leyti, bæði hvað
varðar menn og málefni.
Menn eða
málefni
Höfundur starfar sem sálfræðingur.
Eftir Guðrúnu Einarsdóttur
LÍKLEGT má telja, að á næstu
misserum muni skilningur forráða-
manna þeirra háskóla, sem nú
starfa í landinu, og
æðstu yfirvalda
menntamála á þörf
fyrir aukið og stór-
bætt samstarf há-
skólanna á ýmsum
sviðum fara vax-
andi. En fullnægj-
andi vettvang fyrir
samráð milli allra háskólanna og
fyrir skoðanaskipti milli þegna
þeirra skortir í reynd. Í hinum al-
mennu lögum um háskóla frá 1997
er að vísu gert ráð fyrir því, að há-
skólar hafi með sér „samráð og
samstarf til að nýta sem best til-
tæka starfskrafta og gagnakost og
stuðla með hagkvæmum hætti að
fjölbreyttri háskólamenntun“. Þá er
þar kveðið á um skipun „samstarfs-
nefndar háskólastigsins“, en í henni
eiga einungis sæti rektorar háskól-
anna. Með þessum hætti hefur
myndast vísir að samráðsvettvangi,
en hann er þó í reynd ófullnægj-
andi. Hefur raunverulegt samstarf
milli háskólanna a.m.k. ekki verið
áberandi til þessa, en þess í stað
hefur ríkt nokkur spenna í sam-
skiptum sumra háskólanna a.m.k.
og orðið öllum augljós öðru hverju,
eins og umræður um háskólamál-
efni í fjölmiðlum hafa t.d. borið með
sér upp á síðkastið.
Mikilvægt er, að skapaður sé –
helst án allra lagaboða – nýr sam-
ráðs- og umræðuvettvangur ís-
lenska háskólasamfélagsins, þ.e.
þeirra manna, sem starfa og nema
á hverjum tíma í öllum hérlendum
háskólum. Nánar tiltekið vett-
vangur, þar sem raddir þessara
manna, eða í reynd fulltrúa þeirra,
heyrist og hafi áhrif, og takmarkist
ekki við hinn afar fámenna hóp
rektoranna einna. Hér skal því
haldið fram, að full ástæða sé til
þess að háskólarnir sjálfir stofni til
háskólaþings, er komi til frambúðar
saman með reglubundnum fresti
(eða af sérstöku tilefni ef þörf þyk-
ir) og þar sem fram fari, á breiðum
grundvelli, umræða um margvísleg
málefni, sem snerta æðri menntun í
landinu og starfsemi háskólanna al-
mennt og á sértækum sviðum, um
þróun háskólanna til lengri tíma og
um hlutverk þeirra og afstöðuna til
þjóðlífs (þ. á m. atvinnulífs) og þjóð-
menningar og einnig um afstöðu
þeirra gagnvart ríkisvaldinu. Einn-
ig verði þar fjallað um samvinnu
milli háskólanna og hvernig henni
verði best fyrir komið, landi og lýð
til heilla. Með öðrum orðum: Á há-
skólaþingi fari fram umræða, sem í
ríkum mæli sé borin uppi af hug-
sjónum, þekkingu og víðsýni þeirra,
sem þar leiða saman hesta sína, og
grundvallist á raunverulegri há-
skólapólitík.
Háskólaþing gæti í einhverjum
mæli sótt fyrirmynd sína til þing-
halds, sem viðgengst á nokkrum
öðrum sviðum eins og alkunna er,
sbr. t.d. fiskiþing, búnaðarþing og
náttúruverndarþing.
Það er mála sannast, þótt merki-
legt megi virðast, að háskólapólitík
hefur ekki náð miklum viðgangi eða
þroska hér á landi – þrátt fyrir
margvíslegt og að sumu leyti vel
unnið stefnumótunarstarf, sem
fram hefur farið á vegum einstakra
háskóla og er bundið við þá eina,
t.d. á vettvangi svokallaðra háskóla-
funda innan Háskóla Íslands. Víð-
tæk umræða, innan háskólanna sem
utan, um grundvallaratriði, sem
snerta háskólana almennt, hefur
aldrei náð að þróast hér, enda hefur
einmitt skort hentugan vettvang til
þess. Stjórnmálamenn hafa að jafn-
aði, fremur en ekki, sneitt hjá þess
háttar umræðu, nema þá helst til-
neyddir við ákveðin tækifæri.
Háskólaþing – ef stofnað verður
– getur m.a. samþykkt rökstuddar
ályktanir um málefni háskólanna
sjálfra (þ. á m. um samvinnu milli
þeirra) og um þau þjóðmál, sem
þingið lætur sig varða, en einnig
myndi það geta vísað málum til
milliþinganefnda eða tiltekinna að-
ila innan háskólanna til nánari um-
fjöllunar. Má vissulega ætla, að á
þessum nýja vettvangi, sem hér
hefur verið nefndur til sögu, muni
fæðast margar góðar hugmyndir,
sem horfi til framfara og verði síðar
hrint í framkvæmd þegar aðstæður
leyfa. Líklegt er, að ályktanir há-
skólaþings muni vega þungt í þjóð-
málaumræðunni og hafa veruleg
áhrif gagnvart stjórnvöldum – mun
meiri áhrif en hver einstakur há-
skóli fær megnað.
Að sjálfsögðu er ekki raunhæft,
að háskólaþing geti rúmað alla
þegna háskólasamfélagins, sökum
fjölda þeirra, heldur verði það að
meginhluta skipað fulltrúum frá há-
skólunum sjálfum – kosnum þar
með þeim hætti, að þeir komi af
hinum ýmsu sviðum starfseminnar
(þ.e. úr hópi kennara og annarra
vísindamanna, nemenda, stjórn-
sýslumanna o.s.frv.) – auk þess sem
þar verði fulltrúar stjórnmálaflokka
og yfirvalda menntamála, ríkisfjár-
mála o.fl.
Auk háskólaþings, sem hér hefur
verið vikið að, geta háskólarnir sem
hægast komið sér saman um að
byggja upp annars konar, og enn
víðtækari, umræðuvettvang svo
sem sameiginlegt tímarit um al-
menn háskólamálefni, sem þjóni
öllu háskólasamfélaginu. Einnig
geta sambærilegar deildir háskól-
anna haft með sér formlegt og
reglubundið samráð, m.a. á grund-
velli ábendinga eða ályktana á há-
skólaþingum – og svo mætti lengi
telja.
Enginn fær á þessari stundu séð
fyrir alla þá gagnsemi fyrir há-
skólana, menninguna og gjörvallt
þjóðfélagið, sem leitt getur af þeim
nýmælum, er hér var drepið á,
komist þau til framkvæmda.
Háskólaþing
Höfundur er prófessor í lögfræði
við Háskóla Íslands.
Eftir Pál Sigurðsson
Bómullar-satín
og
silki-damask
rúmföt
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Fyrirtæki • stofnanir • heimili
Hreinsum rimla-, viðar-, strimla-
og plíseruð gluggatjöld
Einnig sólarfilmur
Eru rimlagardínurnar óhreinar?
sími 897 3634
dgunnarsson@simnet.is
Sendum grænmetismat
í hádeginu
til fyrirtækja
Sími 552 2028 fyrir hádegi