Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
F
ULLTRÚAR Lands-
virkjunar kynntu
skýrslur um mat á um-
hverfisáhrifum virkj-
unar Þjórsár við Núp
og Urriðafossvirkjunar með opnu
húsi í Brautarholti á Skeiðum í gær.
Tugir heimamanna kynntu sér af
miklum áhuga hinar fyrirhuguðu
framkvæmdir í gærdag en kynning-
in stóð fram á kvöld. Sett voru upp
veggspjöld með kynningarmyndum
og kortum og var skýrslum um mat
á umhverfisáhrifum dreift.
Áhyggjur af hærri grunn-
vatnsstöðu í byggð á Skeiðum
Af samtölum við íbúa í sveitar-
félögunum sem framkvæmdirnar
varða mátti m.a. ráða að margir sjá
bæði kosti og ókosti við fyrirhug-
aðar framkvæmdir. Lýstu nokkrir
viðmælenda m.a. sérstökum
áhyggjum af því að virkjanirnar
mundu leiða til hærri grunnvatns-
stöðu í byggð.
Framkvæmdasvæði Urriðafoss-
virkjunar nær til fjögurra hreppa í
Árnes- og Rangárvallasýslu. Helsta
landnotkun í nágrenni fyrirhugaðr-
ar virkjunar er landbúnaður og
snertir sú framkvæmd um 20 jarðir.
Verði af byggingu Núpsvirkjunar
verður þorri mannvirkjanna stað-
settur í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi. Einnig eru uppi áætlanir
um tvo aðra virkjunarkosti ef ekki
verður af byggingu virkjunar við
Núp, sem kynntir eru í mats-
skýrslu, þ.e. Hvammsvirkjun og
Holtavirkjun. Alls er talið að fram-
kvæmdirnar muni snerta um 60
jarðir beggja vegna Þjórsár, en að
sögn Guðlaugs Þórarinssonar, hjá
Landsvirkjun, var það markmið
sett við vinnuna að skilyrði til land-
búnaðar á jörðum sem fram-
kvæmdirnar snerta verði óskert og
gripið verður til mótvægisaðgerða
þar sem þess gerist þörf.
Óvenjulegt að reisa virkjanir
á láglendi og í byggð
Aðalsteinn Guðmundsson, for-
maður hreppsráðs Skeiða- og
Gnúpverjahrepps, segir að halda
eigi fund fljótlega með öllum land-
eigendum jarða sem framkvæmd-
irnar varða. „Við viljum að Lands-
virkjun vinni þetta í mjög nánu
samstarfi við landeigendur. Sveit-
arstjórnin hefur ekki tekið neina
formlega afstöðu ennþá. Ef stór
hluti landeigenda leggst gegn fram-
kvæmdunum er spurningin sú
hvort við verðum ekki að vinna með
þeim,“ segir hann.
„Það eru settir fram tveir mögu-
leikar virkjunar við Núp, þ.e. að
virkjunin verði fyrir vestan eða
austan ána. Við erum að vinna að
aðalskipulagi sveitarfélagsins og
það vekur ýmsar spurningar við þá
vinnu hvor útfærslan verður fyrir
valinu,“ segir Aðalsteinn. Fyrir-
hugað Hálslón mun ná upp að landi
Aðalsteins að Húsatóftum. Hann
segir að sér lítist ekki illa á virkj-
unarframkvæmdirnar en hann
kveðst þó eiga eftir að fara yfir
viðamiklar skýrslur Landsvirkjun-
ar til að kynna sér málið betur.
Frestur almennings til að skila
athugasemdum til Skipulagsstofn-
unar er til 18. júní. Skipulagsstofn-
þann fyrirvara á að honum
fleiri sem talað var við, h
gefist tími til að fara í
matsskýrslunar. Axel segi
að framkvæmdirnar mu
margþætt áhrif. „Ég held
um þyki dapurlegt að öll þ
er flutt í burtu og að Suðu
ekki að njóta orkunnar. An
málsins er sá að raforka vir
seld almennt til stóriðj
kostnaðarverði sem þýði
raforkuverð til okkar. Sp
er sú hvað þessi virkjun k
með að hækka almennt
verð,“ segir hann.
un á svo að kveða upp úrskurð sinn
um miðjan júlí, að sögn Óla Hall-
dórssonar, sérfræðings hjá Skipu-
lagsstofnun, sem var viðstaddur
kynninguna á Skeiðum í gær.
„Þessar virkjanir hafa talsverða
sérstöðu vegna þess að þær eiga að
vera í láglendi þar sem fólkið býr og
hafa aðallega áhrif á landnotkun,
landbúnað, sumarhúsabyggð o.fl.
Þegar um hálendisvirkjanir er að
ræða eru áhrifin fyrst og fremst á
náttúrufar og víðerni,“ segir Óli.
„Þetta er algerlega ólesið,“ segir
séra Axel Árnason, sóknarprestur í
Stóranúpsprestakalli, og hefur
Margir sóttu kynningarfund Landsvirkjunar á Sk
Vilja að haft verð
samstarf við lande
Fjölmargir lögðu leið
sína að Brautarholti á
Skeiðum í gær þar sem
fulltrúar Landsvirkj-
unar stóðu fyrir kynn-
ingu á umhverfisáhrif-
um virkjana í neðri
hluta Þjórsár, við Núp
og Urriðafoss.
Margir gripu tækifærið og sóttu kynningarfund Landsvirkjunar
Ólafur Leifsson, sveitarstjórnarmaður á Skeiðum (t.h.), hlýðir á ú
ingar Sigmundar Einarssonar, fulltrúa Landsvirkjunar.
Feðgarnir Jón og Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti ætla að kynn
matsskýrslur Landsvirkjunar rækilega á næstu dögum.
Aðalsteinn Guðmundsson á Húsatóftum og Guðlaugur Þórarinss
Landsvirkjun (t.v.) ræða fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir.
ÚRSKURÐUR KJARADÓMS
Ákvörðun Kjaradóms að hækkalaun ráðherra og alþingis-manna um 18–19% hefur vakið
töluverða athygli. Þá eru laun dómara
hækkuð um 11,1–13,3%. Laun annarra
embættismanna hækka minna og laun
forseta Íslands hækka ekki.
Einungis eru nokkrir mánuðir liðnir
frá síðustu hækkun Kjaradóms á laun-
um þeirra embættismanna er undir
hann heyra. Í desember síðastliðnum
voru laun æðstu embættismanna
hækkuð um 7% að undanskildum laun-
um forseta Íslands, sem hækkuðu um
3%. Var ástæðan sögð vera launaskrið
í kjarasamningum opinberra starfs-
manna umfram þá 3% hækkun launa
er almennir kjarasamningar gerðu
ráð fyrir um áramótin.
Úrskurðir Kjaradóms hafa oft verið
umdeildir. Árið 1992 leiddi til dæmis
ákvörðun um laun embættismanna og
presta til setningar bráðabirgðalaga
þar sem ákvörðuninni var breytt. Í
kjölfar þess voru sett ný lög um
Kjaradóm og kjaranefnd. Samkvæmt
þeim ákvarðar Kjaradómur einungis
laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara og
fimm tiltekinna embættismanna.
Kjaranefnd tekur hins vegar ákvörð-
un um starfskjör forstöðumanna
stærri stofnana og fyrirtækja ríkisins
auk starfshópa er ekki hafa samnings-
rétt.
Það er ekki síst hækkun launa hinna
þjóðkjörnu fulltrúa er oft hefur valdið
deilum. Í maí 1999 var ákveðið, á kjör-
dag rétt eins og nú, að hækka laun al-
þingismanna og ráðherra um tæp
30%. Sá úrskurður olli nokkrum deil-
um en var þó almennt talinn vel
ígrundaður. Í rökstuðningi úrskurðar
Kjaradóms árið 1999 sagði meðal ann-
ars: „Það hefur tíðkast frá þjóðveld-
isöld að gjalda mönnum kaup fyrir
þingsetu og nefnast launin þingfarar-
kaup. Reglur um þingfararkaup,
þ.m.t. hver þau greiddi, hafa tekið
breytingum í aldanna rás í samræmi
við tíðarandann. Þannig var t.d ákveð-
ið í lögum nr. 84/1953 að þingmönnum
skyldi greiða tiltekin föst daglaun
meðan þingið stæði yfir. Árið 1964 var
þessu breytt og urðu launin þá árs-
laun. Því var síðar breytt aftur árið
1965 í mánaðarlaun sem voru bundin
ákveðnum launaflokki í kjarasamn-
ingum um laun starfsmanna ríkisins.
Með lögum nr. 75/1980 var ákvörðun
um laun þingmanna færð til Kjara-
dóms.
Við athugun kemur í ljós að á ár-
unum 1986 til 1995 fylgdu alþingis-
menn öðrum í launum með þeim hætti,
að launakjör allra aðila sem Kjara-
dómur úrskurðar laun, tóku hlutfalls-
lega sömu hækkun. Árið 1995 úr-
skurðaði Kjaradómur að yfirvinna,
sem embættismenn höfðu til þessa
fengið greidda skv. reikningum, yrði
föst yfirvinna skv. ákvörðun dómsins
á hverjum tíma. Í raun var ekki um að
ræða mikla breytingu á kjörum þess
hóps sem yfirvinnuákvörðunin náði
til, en launakjör þeirra urðu nú sýni-
legri og mældust í ákvörðunum Kjara-
dóms.“
Frá því laun alþingismanna voru
hækkuð um tæp 30% árið 1999 hafa
þau „tekið sömu breytingum og laun
flestra annarra þeirra sem Kjaradóm-
ur ákvarðar laun,“ líkt og segir í úr-
skurði Kjaradóms.
Nú hefur Kjaradómur ákveðið að
hækka laun dómara og embættis-
manna, meðal annars með því að auka
hlut dagvinnulauna í heildarlaunum
þeirra embættismanna sem Kjara-
dómur úrskurðar um. Segir í úrskurð-
inum að mjög ákveðin þróun hafi verið
í þá átt að auka vægi dagvinnulauna í
kjarasamningum undanfarinna ára,
vinnustaðasamningum og öðrum
launaákvörðunum.
Þessa breytingu á kjörum embætt-
ismanna telur Kjaradómur síðan kalla
á að tekin sé „ný grundvallarákvörðun
um launakjör þingmanna og ráð-
herra“.
Garðar Garðarsson, formaður
Kjaradóms, sagði í Morgunblaðinu í
gær að ákveðnar skýringar væru á
hækkun Kjaradóms á launum æðstu
embættismanna þótt einungis væru
nokkrir mánuðir liðnir frá síðustu
hækkun: „Það er hægt að skipta þess-
ari ákvörðun í þrennt. Í fyrsta lagi er
verið að ákveða að laun forsetans
skuli vera óbreytt. Ástæðan er sú að
það sem veldur ákvörðun um hækkun
launa þingmanna og embættismanna
á ekki við hann. Í öðru lagi er ákvörð-
un um tilfærslu dagvinnulauna sem
hlutfall af heildarlaunum. Það er í
samræmi við það sem hefur verið að
gerast undanfarin ár. Í raun er ekki
verið að breyta launum dómara og
embættismanna. Eina launabreyting-
in er hjá hinum pólitískt kjörnu
fulltrúum. Hitt eru tilfærslur og til að
mæta tímabundnu auknu álagi á dóm-
stólum sem ekki hefur verið brugðist
við með öðrum hætti.“
Úrskurðir Kjaradóms verða aldrei
óumdeildir. En menn hljóta að staldra
við þegar ítrekað er verið að hækka
laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu
embættismanna, jafnvel um tugi pró-
senta. Slíkt veldur óróa á vinnumark-
aði enda líta fulltrúar stéttarfélaga
svo á að með dómum Kjaradóms sé
verið að gefa ákveðið fordæmi. „Við
erum að undirbúa kjarasamninga og
við hljótum auðvitað að horfa á svona
tölur,“ sagði Halldór Björnsson, vara-
forseti Alþýðusambands Íslands í
Morgunblaðinu í gær.
Það er mikilvægt að alþingismenn,
ráðherrar og æðstu embættismenn
séu vel launaðir. Einungis þannig fást
hæfir menn til þessara starfa. Hins
vegar er það svo í flestum ríkjum að í
því felst ákveðin peningaleg fórn að
gefa kost á sér til starfa fyrir hið op-
inbera. Ríkið getur aldrei keppt við
einkageirann í launum.
Það má því velta því fyrir sér hvort
fimmta greina laganna um Kjaradóm
frá 1992, þar sem segir að laun æðstu
embættismanna skulu vera „í sam-
ræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim
sem sambærilegir geta talist með til-
liti til starfa og ábyrgðar“ eigi rétt á
sér í ljósi breyttra viðhorfa. Eru
launakjör í einkageiranum að verða
svo há í vissum tilvikum, að almenn-
ingur mundi aldrei sætta sig við að
laun æðstu embættismanna og kjör-
inna fulltrúa yrðu „sambærileg“?
Ef horft er á rauntölur launa æðstu
embættismanna og þjóðkjörinna full-
trúa blasir við að þær þættu ekki ýkja
háar í einkageiranum. Ítrekaðar
hækkanir Kjaradóms upp á tugi pró-
senta geta hins vegar orðið til að
þrýsta upp launakröfum á hinum al-
menna markaði. Ríkið á ekki að hafa
forystu um að spenna upp laun um-
fram það sem efnahagslífið þolir.
Launaskrið æðstu embættismanna á
ekki að valda óróleika á vinnumark-
aði.