Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 29

Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 29 J ANEZ Potocnik segist vera hamingjusamur maður þessa dagana. Allt frá því Slóvenía sótti um aðild að Evrópusamband- inu (ESB) árið 1994 hefur undir- búningurinn að því að ná þessu marki mætt manna mest á honum, og því var það mikilvægur áfangi fyrir hann þegar landsmenn hans samþykktu ESB-aðildarsamning- inn með yfirgnæfandi meirihluta (tæplega 90% þeirra sem atkvæði greiddu) í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 23. marz sl. Áður höfðu skoð- anakannanir gefið til kynna að stuðningurinn væri mun minni, á bilinu 60–70%. Aðspurður segir hann ástæðu þess að úrslitin úr þjóðaratkvæða- greiðslunni fóru svona fram úr von- um vera þá helzta, að Slóvenar hafi mjög sterka tilfinningu fyrir því að þeir tilheyri Evrópu, og eins og Evrópusambandið sé að þróast verði æ meir hægt að setja sama- semmerki milli þess og Evrópu. Potocnik tekur þó fram, að það hafi líka skipt máli að í þjóðarat- kvæðagreiðslunni hafi jafnframt verið kosið um aðild landsins að Atl- antshafsbandalaginu (NATO), sem hafi verið umdeildari en aðildin að ESB. Svo vildi til að atkvæða- greiðslan fór fram þremur dögum eftir að Íraksstríðið hófst, sem hafi ýtt undir efasemdir Slóvena um NATO-aðildina, en að sama skapi ýtt undir það að kjósendur segðu „já“ við ESB. Í matsskýrslum framkvæmda- stjórnar ESB á aðildarundirbún- ingi umsóknarríkja, sem gefnar eru út árlega á meðan á aðildarviðræð- unum stendur (í tilviki Slóveníu frá 1998 til 2002) kom ítrekað fram, að Slóvenar stæðu sig mjög vel í sam- anburði við hin umsóknarríkin í að gera nauðsynlegar umbætur á eigin löggjöf, stjórn- og réttarkerfi, sem innganga í ESB útheimtir. Potocnik, sem er hagfræðingur að bakgrunni en ekki atvinnu- streitan milli ríkja kom síðan fram á vettvangi ráðherraráðs ESB, sem umsóknarríkin sömdu jú formlega við. Slóvensk stjórnvöld tóku líka strax í upphafi ferilsins þá afstöðu, að það væri þess virði að leggja það á sig sem þyrfti til að teljast standa sig vel í aðildarundirbúningnum. Að sögn Potocniks var ástæðan fyrir þessari stefnu einföld: hún þjónaði eigin þjóðarhagsmunum Slóvena. „Með því að fá „góða einkunn“ fyrir aðildarundirbúning okkar styrktum við líka samningsstöðu okkar þegar kom að lokaáfanga aðildarviðræðn- anna, þar sem mestu hagsmuna- málin voru tekin fyrir,“ útskýrir Potocnik. Könnuðu kosti og galla EES Áður en slóvensk stjórnvöld ákváðu að sækja um aðild að ESB árið 1994 gerðu þau ýtarlega könn- un á valkostunum, og lögðu í því sambandi m.a. mat á kosti og galla aðildar að EFTA og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EES. „EES er hálfgerð aðild að ESB, þar sem manni er gert að uppfylla svo til alla staðla og reglur ESB, án þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku eða stefnumótun. Þetta var okkar niðurstaða,“ segir Potocnik. Hags- munum þeirra væri mun betur borgið innan ESB en í EES. „Við njótum meira jafnræðis með fullri aðild, jafnvel sem smáþjóð. Með því að standa utan við höfum við jú eng- in áhrif, með aðild sitjum við við sama borð og aðrar þróaðar þjóðir Evrópu,“ segir ráðherrann. „Ef ég á að vera hreinskilinn: að vera aðili að EES þýðir að vera þátttakandi í innri markaðnum, sem fylgir bæði ávinningur og skuldbindingar, og því fylgir líka skuldbinding til að taka þátt í að axla fjárhagslegar byrðar af lífskjarajöfnunarstefnu ESB, án þess að hafa þó nokkuð um stefnu- mótun og ákvarðanatöku ESB að segja. Ég á satt að segja bágt með að sjá að þetta sé EFTA-ríkjunum í EES í hag,“ bætir Potocnik við. Hann segist vel vita að það skipti miklu fyrir Íslendinga að hafa með EES-aðildinni getað samið um þátttöku í innri markaðnum án þess að þurfa að selja sig undir sameig- inlega sjávarútvegsstefnu ESB. „Það er að sjálfsögðu undir Ís- lendingum sjálfum komið hvernig þeir telja hagsmunum sínum bezt borgið. En mitt mat, svona utan frá séð, er þetta: Er það virkilega svona erfitt að finna lausn á fisk- veiðimálinu þannig að allir geti við unað? Því eftir því sem ég fæ bezt séð mælir allt annað með því að það þjóni hagsmunum Íslands bezt að sækjast eftir fullri aðild að ESB,“ segir Potocnik. inni til austurs færast ytri landa- mæri ESB langt í austur og slavneskumælandi þjóðir bætast í hópinn, en það sem er frábrugðnast fyrri stækkunarlotum er að löndin tíu sem nú fá inngöngu – að Kýpur og Möltu undanskildum – eru fyrr- verandi kommúnistaríki. Á sama tíma og þau voru að semja um aðild voru þau að ganga í gegn um al- gjöra umbyltingu á efnahags-, stjórn- og réttarkerfum sínum. „Strax eftir að Slóvenía varð sjálfstætt ríki [1991] unnum við að því að skilgreina hvaða leið við vild- um fara til umbóta í efnahagsmál- um,“ segir Potocnik. Hópur sér- fræðinga, hann þar á meðal, hafi unnið skýrslu um þessa stefnumót- un, sem var gefin út í tíu bindum. Þegar slóvensk stjórnvöld fóru síð- an út í að skilgreina samningsmark- mið sín í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið kom í ljós að þau féllu að stærstum hluta saman við þau markmið sem þau höfðu áður komizt að niðurstöðu um, óháð aðild að ESB. Hið nauðsynlega umbóta- ferli frá sósíalísku kerfi til markaðs- og lýðræðiskerfis féll því saman við aðlögunarferlið að Evrópusam- bandsaðild. „Eða eins og ég lít á það,“ segir Potocnik, „aðlögunin að ESB flýtti fyrir umbótaferlinu og veitti því hlutlaust aðhald utan frá.“ Það megi ekki gleyma því að marg- ar breytingar sem umbótaferlið út- heimti voru erfiðar í framkvæmd; sumir hafi haft hag af því að streit- ast á móti þessum breytingum, og því hafi verið gott að eftirlitshlut- verks framkvæmdastjórnar ESB skuli hafa notið við í þessu ferli. Potocnik segir það hafa verið sína reynslu, að í aðlögunarferlinu gegndi framkvæmdastjórnin raun- verulega hlutlausu eftirlits- og miðlunarhlutverki; hagsmunatog- stjórnmálamaður, lék lykilhlutverk í þessu aðlögunarferli Slóveníu. Hann fór fyrir samninganefnd landsins í aðildarviðræðunum. Í janúar 2002 var hann skipaður ráð- herra Evrópumála í slóvensku rík- isstjórninni. Hinn góða árangur hvað varðar stuðning almennings við samn- ingana um inngöngu í ESB álítur Potocnik einnig vera afrakstur gegnsærrar upplýsingastefnu stjórnvalda, sem þau fylgdu í gegn um allt aðildarviðræðuferlið. „Við birtum samningsmarkmið okkar alltaf jafnóðum, enda var reglan sú að þingið þurfti að samþykkja markmiðin í hverjum málaflokki. Þetta var mjög gegnsætt ferli,“ seg- ir hann. Þessi gegnsæisstefna átti að mati Potocniks mikinn þátt í að efla tiltrú almennings og ekki sízt fjöl- miðlanna á ferlinu. Grundvallarmunur á þessari og fyrri stækkunarlotum Í allri umfjöllun um stækkunar- lotu ESB sem nú stendur fyrir dyr- um segir Potocnik nauðsynlegt að hafa í huga að það sé grundvallar- munur á henni og fyrri stækkunar- lotum sambandsins. Með stækkun- Morgunblaðið/Jim Smart Meðal gesta voru sendiherrar Svíþjóðar (lengst t.v.), Frakklands (2. f.v.) og Finnlands (4. f.v.), Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins (3. f.v.), Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, og Einar Benediktsson, fv. sendiherra. Fremst t.h. situr Páll Skúlason, rektor HÍ. Stefnan á aðild að ESB flýtti fyrir umbótum Á málfundi í tilefni af Evrópudeginum flutti Janez Potocnik, Evr- ópumálaráðherra Slóv- eníu, erindi í Háskóla Íslands á mánudag um reynsluna af því að semja um aðild að Evr- ópusambandinu, út frá sjónarhóli lítils ríkis. Auðunn Arnórsson tók gestinn tali. Morgunblaðið/Jim Smart Dr. Janez Potocnik var gestafyrirlesari á málfundi í tilefni af Evrópu- deginum, sem haldinn var í Hátíðarsal Háskóla Íslands á mánudag. ’ Hið nauðsynlegaumbótaferli frá sósíalísku kerfi til markaðs- og lýðræðiskerfis féll saman við aðlög- unarferlið að ESB. ‘ auar@mbl.is 40–50 hektarar fara undir lón „Framkvæmdirnar snerta mig mjög mikið,“ segir Jón Vilmundar- son, en hann á tvær jarðir að Skeiðháholti og Blesastöðum 2 í Skeiðahreppi. Um það bil 40 til 50 hektarar af jörðinni í Skeiðháholti munu fara undir lón, að sögn hans. Einnig munu u.þ.b. 10 hektarar af Blesastaðalandinu fara undir virkj- unarsvæðið, að sögn hans. „Það mun um það bil fjórði parturinn af Skeiðháholtsjörðinni verða fyrir raski vegna þessa,“ segir Jón. „Það er engin spurning að þetta mun hafa mikil áhrif. Það er ekkert farið að ræða við okkur um bætur. Það er líka óþægilegt að þegar virkjanirnar verða komnar á fram- kvæmdaáætlun eru öll landnot hjá okkur í uppnámi vegna þess að við getum ekki ráðstafað landi á neinn annan hátt á meðan þetta vofir yf- ir,“ segir hann. Vilmundur Jónsson, faðir Jóns í Skeiðháholti, segir að framkvæmd- irnar hafi augljóslega talsverð sjón- ræn áhrif. Einnig fari ræktuð tún að nokkru undir vatn og þar að auki fari malartekja undir fyrirhugað lón. „Menn eru einnig svolítið hræddir við að jarðvegsvatnið inni í landinu muni hækka vegna fram- kvæmdanna. Þjórsárhraun liggur hér undir alveg niður í sjó og það er mikið um jarðskjálftasprungur á svæðinu, þannig að það er mikill vatnsleki. Þegar hækkar í ánni hækkar vatn í brunnum inni í sveit,“ segir Vilmundur. Hreinasta orkan Bergljót Þorsteinsdóttir á Reykj- um segir að hinar fyrirhuguðu virkjunarframkvæmdir snerti hennar bújörð ekki með beinum hætti en ljóst sé að verði þær að veruleika þá muni þær hafa mikil áhrif í samfélaginu í kring og að mörgu sé að hyggja í því sambandi. „En ég tel líka að við verðum að horfa á að vatnsaflsorkan er hrein- asta orkan sem við höfum. Ég hefði þó frekar viljað að virkjað yrði inni á hálendinu frekar en hér niðri í byggð,“ segir hún. Ólafur Leifsson, sem búsettur er að Björnskoti á Skeiðum, á sæti í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. Ólafur kveðst hafa sérstakar áhyggjur af hugsanleg- um áhrifum Urriðafossvirkjunar á grunnvatnsstöðu í jörðunum á Skeiðum. Slíkt gæti haft mjög al- varlegar afleiðingar. „Að öðru leyti er ég mjög jákvæður gagnvart þessum virkjunum,“ segir hann. Guðlaugur Þórarinsson hjá Landsvirkjun segir að hönnuð verði sérstök mannvirki til að koma í veg fyrir breytingar á grunnvatni, m.a. með vatnsrás meðfram stíflu við Urriðafossvirkjun. Áhyggjur af því séu því ástæðulausar. Matsskýrslur Landsvirkjunar verða kynntar á opnum fundi á Laugalandi í Holtum í dag. m, eins og hafi ekki gegnum r þó ljóst uni hafa að mörg- þessi orka urland er nnar hluti rðist vera ju undir ir hærra purningin kemur til raforku- eiðum vegna virkjana ði náið eigendur Morgunblaðið/RAX r í Brautarholti á Skeiðum í gær. útskýr- na sér son hjá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.