Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 39
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
ATVINNA ÓSKAST
Starf óskast
Óska eftir starfi sem hafnarvörður. Upplýsingar
í síma 562 5775.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Austur-Hérað
Útboð
Íþróttamiðstöð Egilsstöðum —
Fjölnotasalur
Verkið felst í að byggja um 150 m² viðbyggingu
á annarri hæð íþróttahússins og innrétta þar
fjölnotasal.
Helstu verkþættir eru: steyptir veggir og gólf,
burðarvirki úr límtré, glerveggur, þak, gólfefni
og klæðningar inni, málun, raflagnir, vatns-,
hita- og loftræsikerfi.
Helstu magntölur eru:
Steypumót 175 m²
Steypa 22 m³
Límtré 6 m³
Þak 250 m²
Gluggar og gler 70 m²
Hitakerfi 9300 W
Loftræsikerfi 2500 m³/klst
Verktaki getur hafið framkvæmdir að lokinni
undirritun verksamnings. Öllum frágangi að
utan og hreinsun vinnusvæðis úti skal vera
lokið eigi síðar en 20. ágúst 2003. Verkinu skal
vera að fullu lokið eigi síðar en 1. október 2003.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hönnun-
ar hf. (s. 470 4050), Miðvangi 2-4, Egilsstöðum,
frá og með föstudeginum 16. maí 2003.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Hönnunar hf.
- Egilsstöðum, föstudaginn 30. maí 2003 fyrir
kl 16.00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist
þeirra bjóðenda sem þess óska. Áskilinn er
réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Forstöðumaður Umhverfissviðs.
Útboð
Útboðsgögn fyrir neðangreint útboð eru til
sýnis og sölu á skrifstofum Hitaveitu Suðurn-
esja hf., Brekkustíg 36, Reykjanesbæ og Bæjar-
hrauni 14, Hafnarfirði.
Grindavíkurgeymir - Endurnýjun þaks
HS02001
Verkið felst í endurnýjun þaks miðlunargeymis-
ins. Fjarlægja skal álklæðningu, pappa og timb-
urklæðningu og byggja upp nýtt þak með læst-
ri álklæðningu. Mála skal hluta geymisins,
sementskústa hluta undirstaða og sílanbaða
steypu.
Helst magntölur:
Álklæðning, pappi og klæðning
fjarlægð 126 m²
Nýtt þak með læstri álklæðningu 126 m²
Háþrýstiþvottur og sementskústun
steyptra flata 150 m²
Sílanböðun 550 m²
Háþrýstiþvottur, sandblástur og
málun álklæðningar 110 m²
Verkinu skal að fullu lokið 31. ágúst 2003.
Opnun fer fram kl. 11.00 þriðjudaginn 27. maí
2003 á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja hf,
Brekkustíg 26, Reykjanesbæ.
Gögn verða seld á kr. 2.490 m. vsk.
Hitaveita Suðurnesja hf.,
Brekkustíg 36, 260 Njarðvík, Reykjanesbæ,
sími 422 5200, bréfasími 421 4727.
TILKYNNINGAR
Bessastaðahreppur
Deiliskipulag
við Brekku
Hreppsnefnd Bessastaðahrepps auglýsir hér
með tillögu að breytingu á deiliskipulagi við
Brekku í Bessastaðahreppi samkvæmt 1. mgr.
26. gr., sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997. Breytingin nær til lóðanna 7 og
9 við Ásbrekku, vestast í landi Brekku. Í tillög-
unni er byggingarreit á lóðunum breytt með
nýrri húsagerð G og gert ráð fyrir breytingu
á ákvæði varðandi aðalhönnuði húsa við göt-
una.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Bessa-
staðahrepps, Bjarnastöðum, frá kl. 08.00 -
16.00 alla virka daga til 26. júní 2003.
Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta,
er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
skipulagstillöguna. Frestur til að skila inn at-
hugasemdum rennur út 26. júní 2003. Athuga-
semdum skal skilað skriflega til sveitarstjóra
Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna
innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.
Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi.
Skaftfellingar athugið!
Sumarleyfi
sóknarpresta 2003
Austurhluti Skaftafellsprófastsdæmis:
Bjarnanesprestakall:
Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur
verður í sumarleyfi sem hér segir:
frá 12. júní til 2. júlí - frá 20. júlí til 26. júlí
og frá 10. ágúst til 16. ágúst.
Sr. Einar G. Jónsson á Kálfafellsstað leysir
hann af á meðan.
Kálfafellsstaðarprestakall:
Sr. Einar Guðni Jónsson sóknarprestur verður
í sumarleyfi sem hér segir:
frá 3. júlí til 19. júlí - frá 27. júlí til 9. ágúst
og frá 18. ágúst til 26. ágúst.
Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson á Höfn leysir hann
af á meðan.
Vesturhluti Skaftafellsprófastsdæmis:
Kirkjubæjarklaustursprestakall:
Sr. Bryndís Malla Elídóttir sóknarprestur verður
í sumarleyfi sem hér segir:
frá 15. maí til 20. júní og frá 26. júní til 7.
ágúst.
Sr. Haraldur M. Kristjánsson í Vík leysir hana
af á meðan.
Víkurprestakall:
Sr. Haraldur M. Kristjánsson prófastur verður
í sumarleyfi sem hér segir:
frá 8. ágúst til 31. ágúst og frá 15. sept.
til 2. október.
Sr. Bryndís Malla Elídóttir á Kirkjubæjarklaustri
leysir hann af á meðan.
Haraldur M. Kristjánsson,
prófastur Skaftafellsprófastsdæmis.
Auglýsing frá landskjör-
stjórn um úthlutun
þingsæta
Landskjörstjórn kemur saman til fundar föstu-
daginn 16. maí 2003, kl. 15.00, til að úthluta
þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjör-
dæmum eftir almennar alþingiskosningar sem
fram fóru hinn 10. maí sl.
Hér með er umboðsmönnum þeirra stjórn-
málasamtaka sem buðu fram við alþingiskosn-
ingarnar boðið að koma til fundarins, sem
haldinn verður í fundarsal 1 á 2. hæð í Austur-
stræti 8-10, Reykjavík, húsnæði nefndasviðs
Alþingis. Gengið er inn frá Vallarstræti.
Reykjavík, 14. maí 2003.
Landskjörstjórn
Þorvaldur Lúðvíksson, formaður,
Gestur Jónsson, varaformaður,
Ástráður Haraldsson,
Elsa S. Þorkelsdóttir,
Gísli Baldur Garðarsson.
Fimmta norræna umhverfis-
matsráðstefnan Reykjavík
24.—26. ágúst 2003
5th Nordic Environmental Assessment Confer-
ence. Planning for Sustainable Development
- the practice and potential of environmental
assessment
Skráningu lýkur 15. maí!
Minnt er á fimmtu norrænu umhverfismatsráð-
stefnuna sem verður haldin í Reykjavík 24.—26.
ágúst 2003. Nánari upplýsingar og skráningar-
form eru á heimasíðu Skipulagsstofnunar:
www.skipulag.is .
Sölumaður/kona
óskast til starfa á fasteignasölu.
Leitað er eftir samviskusömum, reglusömum
og sjálfstæðum einstaklingi til að bætast í
góðan hóp sölumanna. Laun eru árangurs-
tengd. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og
umsóknir á andres@eign.is fyrir 20. maí nk.
með öllum nauðsynlegum upplýsingum.
Styrktarfélag
vangefinna
Bjarkarás
Þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar ósk-
ast til starfa. Um er að ræða tvær heilar
stöður og hálft starf eftir hádegi. Stöð-
urnar eru lausar nú þegar eða eftir nán-
ara samkomulagi.
Bjarkarás er hæfingarstöð og er staðsett
í Stjörnugróf 9. Þangað sækja 45 ein-
staklingar vinnu og þjálfun. Vinnutíminn
er frá kl. 8.30—16.30 eða 9.00—17.00 alla
virka daga. Umsóknarfrestur er til
23. maí.
Nánari upplýsingar veita Þórhildur
Garðarsdóttir forstöðuþroskaþjálfi og
Guðrún Eyjólfsdóttir yfirþroskaþjálfi í
síma
568 5330.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum
ríkisins og Þroskaþjálfafélagi Íslands.
Hægt er að nálgast upplýsingar og um-
sóknareyðublöð um Styrktarfélagið á
heimasíðu þess,
http://www.styrktarfelag.is .