Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð kraftmikil, dugleg og fylgist vel með. Það verð- ur mikið að gerast í félags- og ástarlífinu á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér er mikið í mun að ná sam- bandi við fólk. Þú vilt að aðrir hlusti á það sem þú segir án þess að augu þeirra flökti. Þú hefur eitthvað að segja. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samskipti við yfirvöld eða stórar stofnanir geta fært þér peninga í dag eða með ein- hverjum hætti komið þér til góða í starfi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn hentar vel til að ganga frá viðskiptum við vini eða kunningja. Það eru einnig líkur á að vinur þinn geti með einhverjum hætti aðstoðað þig í viðskiptum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sjálfsagi þinn og skipulagning vekja aðdáun annarra. Fólk kann að meta það hvað þú ger- ir hlutina af mikilli vandvirkni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður tími til að huga að ferðalögum, útgáfumálum, fjölmiðlum og framhalds- menntun. Draumar geta orðið að veruleika. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn hentar vel til alls konar viðskipta og verslunar. Þú nýtur þess stuðnings sem þú þarft á að halda. Þetta er einnig góður tími til fjáröfl- unar og annars konar söfn- unarstarfs. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt auðvelt með að vinna með öðrum í dag. Þú virðir viðhorf annarra og það aflar þér verðskuldaðrar virðingar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er líklegt að þú daðrir við einhvern þér eldri og reyndari í dag. Málið snýst líklega frek- ar um þína eigin sjálfsmynd en viðkomandi aðila. Það er ekkert að því að spegla sig í viðhorfi annarra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú getur náð miklum árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú ert tilbúin(n) til að leggja vinnu í undirbúning og smáatriði og það er það sem gerir gæfumuninn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gerðu ráðstafanir til að fegra heimili þitt með einhverjum hætti. Árangurinn mun veita bæði þér og öðrum langvar- andi gleði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt auðvelt með að telja fólk á þitt band. Það aflar þér virðingar að þú skulir gefa þér tíma til að gæta að öllum smá- atriðum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekju- möguleika þína. Hlustaðu allt- af á ráðleggingar sama hvað- an þær koma. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Heyin túna hjá oss öll hríðum mæta fyrr og síð, slegin krúna væn um völl víða blotnar þessa tíð. Kembir úrinn kólgumegn, kallar smalinn hátt um fjall, dembiskúr og skessiregn um skallann vætir margan jall. Tæmir kvía tekst upp þá, tindinn hylur þokan blind, flæmir skýjaskúmið há með skyndi í burtu hvörja kind. Baggaþjóðin bragðafull ber nú þungt á hvörri mer kagga, skjóður, osta, ull; er að éta fisk og smér. - - - Bjarni Gissurarson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 14. maí, er níræð Guðrún Jóns- dóttir frá Syðri-Hömrum í Ásahreppi í Rangár- vallasýslu, Melhaga 9, Reykjavík. Guðrún er að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, fimmtudag- inn 15. maí, er fimmtug Stella S. Kiernan, BSc hjúkrunarfræðingur. Af því tilefni verður Stella með op- ið hús fyrir vini og vanda- menn á Kikhanebakken 14, 2840 Gl Holte, Danmörku, allan afmælisdaginn. Síminn er (0045) 4550 5563. ÍSLENSKU bikarmeist- ararnir í sveit Sumarferða urðu í öðru sæti í bikar- keppni Norðurlandanna sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Danir unnu nokkuð sannfærandi en Svíar urðu þriðju. Bikarkeppni Norður- landanna hefur farið fram á tveggja ára fresti frá árinu 1985 og hefur Ísland unnið tvívegis, 1997 og 2001. Í sveit Íslands spiluðu Guð- mundur Sv. Hermannsson, Helgi Jóhannsson, Ásmund- ur Pálsson og Björn Ey- steinsson. Sigursveit Dana var skipuð Lars Blakset, Jens Auken, Mathias Bruun og Nicolai Kampmann. Ís- land tapaði fyrir Dönum 12- 18, en vann aðra leiki, þar á meðal Svía 18-12. Lítum á spil frá þeirri viðureign: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ K10842 ♥ Á ♦ ÁK96 ♣DG4 Vestur Austur ♠ ÁD76 ♠ -- ♥ 1054 ♥ G8763 ♦ G8754 ♦ D103 ♣7 ♣K9832 Suður ♠ G953 ♥ KD92 ♦ 2 ♣Á1065 Hinn íslenski „Svíi“ Magnús Magnússon spilaði í sænsku sveitinni með þeim Svend-Aake Bjerregaard, Tommy Guldberg, PO Sundelin og Johan Sylvan. Magnús og Sven-Aake voru í AV gegn Ásmundi og Birni: Vestur Norður Austur Suður Sven-Aake Ásmundur Magnús Björn Pass 1 spaði Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 5 spaðar Pass Pass Pass Stökk Björns í þrjú grönd var af „splinter“-ætt, lofaði stuðningi við spaðann og einspili til hliðar. Ásmundur spurði um einspilið, síðan um lykilspil og trompdrottn- ingu. Þegar Björn sagði fimm spaða vissi Ásmundur að það vantaði í spilið ás og spaðadrottningu og lét því slemmuna eiga sig. Hann fékk 11 slagi. Á hinu borðinu keyrðu PO Sundelin og Sylvan í slemmu, sem Sundelin spil- aði á fjórlitinn í suður. Út- spil Guðmundar í vestur var lítið hjarta. PEÓ gaf sér góðan tíma, en tók loks tíg- ulás og trompaði tígul til að spila spaðagosa að heiman. Guðmundur stakk upp ás og spilaði tígli. Í þessari stöðu vinnst slemman ef sagnhafi tekur á tígulkóng, spilar litlu laufi og svínar tíunni. Hann getur hent tígli í háhjarta og svínað tvisvar fyrir spaða- drottningu. PEÓ vildi hins vegar komast hjá laufsvín- ingunni og trompaði annan tígul í borði. Nú er ekki hægt að ná spaðadrottning- unni nema með einhvers konar trompbragði en það lét á sér standa og slemman fór niður: 13 IMPar til Ís- lands. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 14. maí, er sextugur Valgarður Sigurðsson, Stigahlíð 49, Reykjavík. Hann og eigin- kona hans, Elísabet Krist- jánsdóttir, taka á móti gest- um föstudaginn 16. maí kl. 17–20 í Turninum, versl- unarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 Ra6 7. 0-0 e5 8. Be3 Rg4 9. Bg5 f6 10. Bh4 c6 11. Hb1 g5 12. Bg3 f5 13. exf5 Bxf5 14. Hc1 e4 15. Re1 Rh6 16. Rc2 Bg6 17. Bh5 De8 18. Bxg6 Dxg6 19. Dd2 Hae8 20. Hce1 Rb8 21. He2 Rd7 22. Hfe1 Rb6 23. Rxe4 Rxc4 24. Dd3 Rxb2 Staðan kom upp í A-flokki minning- armóts Capablanca sem stendur nú yfir á Kúbu. Ivan Mor- ovic (2.551) hafði hvítt gegn Alonzo Zapata (2.543). 25. Rf6+! Bxf6 25. ... Dxf6 gekk ekki upp vegna 26. Db3+ Df7 27. Hxe8 og hvítur vinnur. Í framhald- inu hefur svartur ekki nægar bætur fyrir skiptamuninn. 26. Dxg6+ hxg6 27. Hxe8 Rc4 28. Hxf8+ Kxf8 29. Hb1 b6 30. Rb4 c5 31. dxc5 dxc5 32. Rc6 Ke8 33. Rxa7 Kd7 34. Hd1+ Bd4 35. Rb5 Rf5 36. Rxd4 Rxd4 37. f3 Kc6 38. Bf2 Re6 39. h4 gxh4 40. Bxh4 b5 41. Bf6 b4 42. Kf2 Rb6 43. Hh1 c4 44. Hh6 c3 45. Hxg6 Kd5 46. Bg5 Rc4 47. Bh6 Rb2 48. Hg8 Rd4 49. Hd8+ Kc4 50. g4 c2 51. Hxd4+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BIKARKEPPNI Norðurlandanna í brids hefur verið haldin í Rottneros í Svíþjóð annað hvert ár frá árinu 1985. Þessi keppni er um margt merkileg en hún er ávallt haldin í boði Svíans Påls Horns, sem er fæddur í Rottn- eros. Þarna keppa bikar- eða lands- meistarar Norðurlandanna það árið. Rottneros er í raun gríðarstór listi- garður í Värmland í Svíþjóð. Þarna í nágrenninu fæddist skáldkonan Selma Lagerlöf og ein þekktasta skáldsaga hennar, Gösta Berlings saga, gerist á þessum slóðum. Afi Påls Horns, Svante Pålsson, byggði upp listigarðinn í Rottneros og safn- aði þar saman höggmyndum eftir helstu myndhöggvara Norður- landanna á síðustu öld. Í garðinum er m.a. að finna myndina Móðurást eftir Ásmund Sveinsson. Pål Horn hefur búið í Bandaríkj- unum lengi og stýrir þar umfangs- miklum fjármálarekstri en kemur alltaf til Rottneros þegar bikar- keppnin er haldin þar. Norrænir bridsspilarar söfnuðust saman í Rottneros um helgina og mátti sjá þar marga reynda keppn- ismenn. Fulltrúar Íslands voru að þessu sinni bikarmeistarar Brids- sambandsins, þeir Ásmundur Páls- son, Björn Eysteinsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Helgi Jóhanns- son. Ísland hafði titil að verja en Ís- lendingar unnu mótið árið 2001. Einn úr sigurliðinu þá, Magnús Magnús- son, var raunar meðal keppenda en nú í liði Svía. Íslenska liðið byrjaði á að vinna Svía, 18:12, tapaði síðan fyrir Dönum með sama mun, vann Norðmenn 23:7, Finna 19:11 og Færeyinga 18:12. Lið- ið endaði með 90 stig og það nægði í 2. sætið. Danir höfðu hins vegar nokkra yfirburði og hlutu 108 stig. Í sigurlið- inu voru Jens Auken, Lars Blakset, Mathias Bruun og Nicolai Kamp- mann, allt þekktir landsliðsmenn. Þeir spiluðu vel og voru einnig heppnir. Í verðlaunaafhendingu í mótslok bað Blakset Norðmenn af- sökunar á því að þegar Danir og Norðmenn mættust sögðu Danir eina hálfslemmu þar sem tvær svíningar þurftu að ganga og alslemmu sem þurfti að finna tvær drottningar. Norðmennirnir fóru síðan í slemmu sem tapaðist. Leikur Íslendinga og Svía í fyrstu umferð var nokkuð sveiflukenndur en fleiri sveiflur duttu til Íslands, þar á meðal í þessu spili þegar íslensku spilararnir unnu geim við bæði borð: Suður gefur, enginn á hættu Norður ♠ ÁD987 ♥ Á10532 ♦ 632 ♣– Vestur Austur ♠ 5 ♠ K2 ♥ G4 ♥ 9876 ♦ D974 ♦ ÁK5 ♣KD10652 ♣ÁG74 Suður ♠ G10643 ♥ KD ♦ G108 ♣983 Við annað borðið sátu Ásmundur og Björn NS og í AV sátu Magnús Magnússon og Sven-Åke Bjerre- gård. Þar var stígandi í sögnum: Vestur Norður Austur Suður Bjerreg. Ásm. Magnús Börn pass 3 lauf 4 lauf 5 lauf 5 spaðar pass pass dobl// Ásmundur sýndi báða háliti með 4 laufum og Björn barðist í 5 spaða. Það má velta því fyrir sér hvort öll rök hnígi ekki að því að vestur eigi að spila út tígli gegn 5 spöðum dobluð- um; austur er væntanlega með dobl- inu að benda á styrk utan við lauf og varnarslagir í hálitunum hverfa væntanlega ekki. Bjerregård ákvað hins vegar að spila út laufi og þá gat Björn trompað í blindum, tekið spaðaás og hjarta- hjónin. Þegar hjartagosinn datt trompaði Björn lauf í borði og gæddi sér á hjörtunum og henti tíglum heima þegar Magnús varð að fylgja. Spaðakóngurinn varð því eini slagur varnarinnar og Íslendingar fengu 750. Við hitt borðið sátu Guðmundur og Helgi AV og Johan Sylvan og P.O. Sundelin NS: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Sylvan Helgi Sundelin pass 2 grönd pass 3 grönd// Opnunin sýndi langlit í öðrum hvorum láglitnum og veik spil. Sylvan ákvað að bíða átekta en þegar Helgi lyfti í 3 grönd var hann mát. 4 lauf eða 4 tíglar hefðu verið eðlilegar sagnir og varla gat hann sagt 4 hjörtu eða 4 spaða enda ljóst að Helgi ætti styrk í hálitunum. Það er hægt að hnekkja 3 gröndum með því að spila út litlu hjarta en Sylvan byrjaði á spaðaás. Hann skipti síðan í hjarta og Sundelin tók kóng og drottningu en fleiri urðu slagir varn- arinnar ekki. 430 til Íslands og 15 stig. BRIDS Rottneros í Svíþjóð BIKARKEPPNI NORÐURLANDANNA Bikarkeppni Norðurlandanna í brids var haldin í Rottneros í Svíþjóð dagana 9.– 11. maí. Heimasíða mótsins er http:// www.bridgefederation.se/welcome/ index.htm. Ljósmynd/Ib Lundby Dönsku sigurvegararnir. Frá vinstri eru Pål Horn mótshaldari, Mathias Bruun, Nicolai Kampmann, Jens Auken og Lars Blakset. Guðm. Sv. Hermannsson Ísland í 2. sæti í Rottneros          Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.