Morgunblaðið - 14.05.2003, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.05.2003, Qupperneq 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÍR – Haukar 25:33 Austurberg, Reykjavík, fjórði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitil karla, þriðjudaginn 13. maí 2003. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:3, 3.3, 3:6, 6:6, 6:7, 8:10, 9:10, 9:13, 10:14, 10:16, 13:18, 17:21, 17:24, 19:27, 23:33, 25:33. Mörk ÍR: Bjarni Fritzson 9/3, Einar Hólm- geirsson 5, Guðlaugur Hauksson 3/2, Ólaf- ur Sigurjónsson 3, Kristinn Björgúlfsson 2, Brynjar Steinarsson 1, Ingimundur Ingi- mundarson 1, Sturla Ásgeirsson 1. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 8, Halldór Ingólfsson 5, Robertas Pauzuolis 5, Aron Kristjánsson 4, Þorkell Magnússon 4, Jón Karl Björnsson 3/2, Vignir Svavarsson 2, Andri Stefan 1, Þórir Ólafsson 1/1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Áhorfendur: 1.800.  Haukar Íslandsmeistarar, unnu einvígið, 3:1.  Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitilinn hjá Haukum en þeir hömpuðu titlinum 1943, 2001, 2001 og nú 2003. Þannig vörðu þeir Hrafn Margeirsson, ÍR 11 (5). 4 (1) lang- skot, 3 (2) gegnumbrot, 2 (2) línuskot, 2 hraðaupphlaup. Hallgrímur Jónasson, ÍR 2 (1). 1 línuskot, 1 (1) úr horni. Bjarni Frostason, Haukum 19/1 (8). 9 (3) langskot, 3 (2) gegnumbrot, 3 (1) úr horni, 2 (2) línuskot, 1 hraðaupphlaup, 1 vítaskot. Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum 1/1. 1 vítaskot. KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, síðari leikur: Inter Mílanó – AC Milan ......................... 1:1 Obafemi Martins 83. – Andrei Shevchenko 45. – 80.000.  AC Milan mætir Real Madrid eða Juven- tus í úrslitum á Old Trafford í Manchester 28. maí. England Undanúrslit um sæti í 1. deild, síðari leikur: Bristol City – Cardiff ............................... 0:0  Cardiff vann samanlagt 1:0 Undanúrslit um sæti í 2. deild, síðari leikur: Bournemouth – Bury ................................3:1  Bournemouth vann samanlagt 3:1 Holland Roda – Groningen .................................... 5:1 Noregur Bikarkeppnin, 2. umferð, helstu úrslit: Aalgaard – Viking .................................... 0:1 Averöykamraterne – Molde .................... 0:3 Frigg – Vålerenga .................................... 0:5 Rosenborg – Clausenengen................... 15:0 Strömsgodset – Bærum........................... 7:1 Svíþjóð Malmö FF – Örgryte ............................... 1:1 Austurríki Bikarkeppnin, undanúrslit: Salzburg – Austria Vín............................. 0:1 Kärnten – Mattersburg ........................... 4:0  Austria Vin og Kärnten leika til úrslita um bikarinn. KÖRFUKNATTLEIKUR Austurdeild: Boston – New Jersey ........................101:110  Eftir tvær framlengingar.  New Jersey vann 4:0 og er komið í úrslit – mætir Detroit eða Philadelphia. ÚRSLIT LOGI Ólafsson var í gær ráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knatt- spyrnu við hlið Ásgeirs Sigurvins- sonar. Þeir munu að öllu óbreyttu stjórna liðinu í þeim fimm leikjum sem það á eftir í undankeppni Evr- ópumóts landsliða á þessu ári. Logi var landsliðsþjálfari Íslands frá ársbyrjun 1996 til júníloka 1997. Þá var honum sagt upp störfum og Guðjón Þórðarson leysti hann af hólmi. Logi tók þá við Skagamönn- um og þjálfaði þá 1998 og 1999 og síðan FH 2000 og 2001. Á síðasta ári var hann aðstoðarþjálfari Lilleström í Noregi. „Við Ásgeir munum vinna mjög náið saman með liðið og reynum að bæta hvor annan upp. Ég mun að- allega sjá um að stjórna æfingum og síðan leggjum við dæmið upp í sam- einingu. Það er gert ráð fyrir að við stjórnum liðinu í þeim fimm leikjum sem eftir eru í þessari keppni,“ sagði Logi við Morgunblaðið í gær. Hann telur sig mun betur í stakk búinn til að fást við þjálfun landsliðs- ins en þegar hann stýrði því á sínum tíma. „Ég hef fengist við þjálfun all- ar götur síðan og fengið reynslu af því að vinna erlendis með atvinnu- mönnum. Ég kvaddi landsliðið á sín- um tíma á annan hátt en ég hafði áhuga á og þykir því mjög vænt um að fá tækifæri til að koma að því á nýjan leik,“ sagði Logi. Næstu verkefni landsliðsins eru Evrópuleikirnir gegn Færeyjum og Litháen dagana 7. og 11. júní. Liðið kemur saman 2. júní til undir- búnings en Logi sagðist gera ráð fyrir að leikmennirnir sem koma er- lendis frá héldu sér í viðunandi æf- ingu til þess tíma. Þeir Ásgeir og Logi tilkynna væntanlega leik- mannahópinn seinnipartinn í næstu viku. Logi þjálfar lands- liðið með Ásgeiri Logi Ólafsson KJARTAN Antonsson, varn- armaður Fylkis, meiddist illa á hné í æfingaleik við Aftureldingu á sunnudaginn þegar liðbönd í inn- anverðu hné tognuðu. Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, segir að eins og staðan sé nú reikni hann ekki með að Kjartan leiki með Ár- bæjarliðinu fyrr en í lok júní. „Þetta er mikið áfall bæði fyrir Fylki og Kjartan sjálfan þar sem hann hefur barist í meiðslum síð- ustu tvö til þrjú ár. Hann var allur að koma til og hefur verið okkar jafnbesti leikmaður í síðustu leikj- um. En við leggjum allt í að hann jafni sig og geti farið að leika með okkur,“ sagði Aðalsteinn í gær. Kjartan gekk til liðs við Fylki í vetur eftir að hafa verið á mála hjá ÍBV um nokkurra ára skeið. Kjart- ani var ætlað að leika við hlið Þór- halls Dans Jóhannssonar í stöðu miðvarðar. „Kjartan er feikisterkur leik- maður þegar hann er heill og við ætlum að gera allt til þess að hann komist á beinu brautina á nýjan leik. Kjartan er leikmaður sem við ætlum að njóta góðs af í framtíð- inni,“ segir Aðalsteinn. Þá er Elmar Ásbjörnsson einnig úr leik. Elmar missti af öllu síðasta tímabili þar sem hann sleit kross- band og hann varð fyrir sams konar meiðslum á dögunum. Kjartan úr leik fram í lok júní SALAR Yashin og Zeid Yashin, írask/sænsku knatt- spyrnubræðurnir sem dvalið hafa hjá 1. deildarliði Leift- urs/Dalvíkur að undanförnu, leika með liðinu í sumar. Þeir hafa verið nyrðra und- anfarnar tvær vikur og stað- ið undir væntingum, að sögn Rúnars Guðlaugssonar, for- manns Leifturs/Dalvíkur. „Þeir hafa spilað með okk- ur tvo æfingaleiki, gegn KA og Þór, og staðið sig vel. Við bíðum aðeins eftir því að fá leikheimild fyrir þá,“ sagði Rúnar en Leiftur/Dalvík tek- ur á móti HK á Ólafsfjarð- arvelli í fyrstu umferð 1. deildarinnar á sunnudaginn. Salar Yashin er 25 ára miðjumaður og Zeid Yashin er 19 ára sóknarmaður. Þeir eru frá Írak en hafa verið búsettir í Svíþjóð um árabil og Salar á að baki leiki með Örebro í úrvalsdeildinni. Þar lék hann með þeim Arnóri Guðjohnsen, Hlyni Birgissyni og Hlyni Stefánssyni. Yashin- bræður með Leiftri/ Dalvík KA var spáð áttunda sætinu enfélagið kom á óvart í fyrra með því að enda í fjórða sæti. „Það vita allir að úrslit í íþróttum ráðast ekki í kaffisamsæti og ég velti mér svo sem ekki mikið upp úr því hvað aðrir hugsa. Ég veit hvar minn styrkur er og hvað mínu liði hentar mest að gera. Þetta verður jafnerfitt og í fyrra og við þurfum áfram að hafa mikið fyrir hverju einasta stigi. Það hafa orðið breytingar hjá okkur, við misstum besta markvörð deildarinn- ar í fyrra og vitum ekki enn hvað sá nýi getur. Okkar markmið er að ná stöðugleika í deildinni eftir margra ára fjarveru og það tekur langan tíma að vinna hann upp,“ sagði Þor- valdur Örlygsson, þjálfari KA, við Morgunblaðið. Mikið basl á okkur í vor FH hafnaði í sjötta sæti í fyrra en var í gær spáð því níunda og þar með falli. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði að það kæmi sér ekki á óvart. „Spáin er ekki óeðlileg, það hefur verið mikið basl á okkur í vor, en við ætlum að afsanna þetta. Við höfum verið í vandræðum, fengið menn seint og margir verið meiddir, en þetta er allt að koma. Danirnir tveir styrkja okkur heilmikið, þetta eru fínir strákar og góðir fótbolta- menn. Ég á von á því að KR, Grinda- vík, Fylkir og ÍA skeri sig úr í sumar en hin sex liðin geta endað hvar sem er, frá fjórða sæti til tíunda. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að byrja vel, framhaldið getur ráðist af því. Ef menn fara illa af stað er hætt- an að festast í einhverju fari og kom- ast ekki upp úr því aftur,“ sagði Ólaf- ur. Ódýrasta liðið í deildinni Nýliðum Vals er spáð botnsætinu og falli á ný. Þorlákur Árnason telur sitt lið vanmetið eins og stundum áð- ur. „Í fyrra var ekki búist við því að við ynnum 1. deildina en við vorum búnir að því fljótlega eftir 17. júní. Staðreyndin er sú að við erum með ódýrasta liðið í deildinni en peninga- liðunum þremur er spáð þremur efstu sætunum, sem er eðlilegt. Fimm neðstu liðin í spánni eru mjög svipuð að styrkleika en það er svo sem ágætt að aðrir skuli ekki hafa mikla trú á að okkur gangi vel,“ sagði Þorlákur. Morgunblaðið/Arnaldur Fyrirliðar liðanna í efstu deild – aftari röð frá vinstri: Páll Einarsson, Þrótti, Birkir Kristinsson, ÍBV, Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík, Jón Gunnlaugsson, ÍA, og Heimir Guðjónsson, FH. Fremri röð: Ágúst Gylfason, Fram, Finnur Kolbeinsson, Fylki, Sigurbjörn Hreiðarsson, Val, og Einar Þór Dan- íelsson, KR. Á myndina vantar Þorvald Makan Sigbjörnsson, KA. „Úrslitin ráðast ekki í kaffisamsæti“ EF marka má hina árlegu spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var í gær verður gífurlega hörð fallbarátta í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar. Aðeins 23 stig skildu að sjötta og tíunda lið í spánni en samkvæmt henni munu Þróttur, ÍBV, KA, FH og Valur skipa fimm neðstu sætin. FH og Val er spáð falli en hin þrjú sleppa naumlega ef þetta gengur eftir. FH og Val spáð falli og KA áttunda sætinu ÓLAFUR Jóhannesson, þjálf- ari FH, er í nokkrum vand- ræðum með að stilla upp vörn sinni fyrir fyrstu leiki Ís- landsmótsins í knattspyrnu. Þrír varnarmenn verða fjarri góðu gamni þegar FH fær ÍA í heimsókn í fyrstu umferð- inni á sunnudaginn. Freyr Bjarnason hefur ekkert leikið á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla í hné og ekki er reiknað með honum fyrr en í fyrsta lagi gegn Val í þriðju umferð. Ásgeir Gunn- ar Ásgeirsson meiddist á ökkla á dögunum og ólíklegt er að hann spili gegn ÍA og þá tekur Hermann Albertsson, sem FH fékk frá Leiftri/ Dalvík í vetur, út tveggja leikja bann í upphafi Íslands- mótsins. Til viðbótar er hæpið að sóknarmaðurinn Atli Viðar Björnsson verði tilbúinn í slaginn gegn ÍA en hann hef- ur verið frá vegna veikinda síðustu daga. Vandræði með vörn- ina hjá FH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.