Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 47
ÍSLANDSMEISTARAR KR luku
undirbúningi sínum fyrir Íslands-
mótið í knattspyrnu með því að sigra
Víking, 3:1, í æfingaleik í Víkinni í
fyrrakvöld. Sigurvin Ólafsson,
Garðar Jóhannsson og Arnljótur
Ástvaldsson komu KR í 3:0 en Tóm-
as M. Reynisson minnkaði muninn á
lokamínútunni.
HJÁLMAR Jónsson var í leik-
mannahópi Gautaborgar en kom
ekki við sögu þegar lið hans tapaði,
1:2, fyrir Helsingborg í sænsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í fyrra-
kvöld.
CRAIG Dean, enski knattspyrnu-
maðurinn sem kom til reynslu hjá
Breiðabliki á dögunum, fór aftur eft-
ir að hafa meiðst í æfingaleik gegn
Val. Blikar hafa ekki ákveðið hvort
þeir leiti frekar eftir því að fá hann í
sínar raðir.
STEVE Bruce skrifar væntanlega
á næstum vikum undir nýjan samn-
ing um knattspyrnustjórn hjá Birm-
ingham þótt hann eigi enn eftir þrjú
ár af núverandi samningi sem hann
gerði fyrir tveimur árum.
TEDDY Sheringham leikur í
kvöld sinn síðasta leik í búningi Tott-
enham en þá leikur liðið vináttu leik
við bandaríska liðið DC United.
Sheringham segist ætla að leika
knattspyrnu eitthvað áfram með
öðru liði en vonast til að geta snúið
einn góðan veðurdag til baka á
White Hart Lane og tekið þar við
knattspyrnustjórn.
BARRY Ferguson, fyrirliði Rang-
ers, hefur verið valinn knattspyrnu-
maður ársins í Skotlandi af samtök-
um íþróttafréttamanna þar í landi.
JERMAIN Defoe hefur verið neit-
að um að vera settur á sölulista hjá
West Ham eins og hann fór fram á
mándaginn, daginn eftir að liðið féll
úr ensku úrvalsdeildinni.
THOMAS Hörster, þjálfara Bayer
Leverkusen, var sagt upp í gær en
hann tók við af Klaus Toppmöller
um miðjan febrúar. Í stað Hörsters
hefur Klaus Augenthaler, fyrrver-
andi landsliðsmaður Þjóðverja verið
ráðinn til að stýra Leverkusen út
leiktíðina. Leverkusen hefur gengið
flest í mót á leiktíðinni og er liðið í
milli fallhættu þegar tvær umferðir
eru eftir. Fyrir einu ári lék Lever-
kusen til úrslita í Meistaradeild Evr-
ópu við Real Madrid.
MARC Wilmots hefur ákveðið að
halda ekki áfram þjálfun Schalke í
Þýskalandi en hann tók við þjálfun
liðsins í lok mars af Frank Neubart.
Líklegast er talið að Christoph
Daum taki við þjálfun Schalke.
GIANLUCA Vialli ætlar að setjast
á skólbekk í haust og læra til þjálf-
ara. Vialli hefur verið atvinnulaus
síðan hann hætti knattspyrnustjórn
hjá Watford í fyrra. Vialli getur ekki
fengið þjálfun á Ítalíu nema hafa
fullgild þjálfararéttindi.
FÓLK
ÍSLANDSMEISTURUM KR í knatt-
spyrnu er spáð að þeir verji Íslands-
meistaratitil sinn í sumar. Spá fyr-
irliða, þjálfara og formanna liðana í
efstu deild karla (Landsbankadeild-
inni) var kynnt í gær. Stigin féllu
þannig:
KR 277, Grindavík 250, Fylkir
246, ÍA 218, Fram 160, Þróttur 113,
ÍBV 102, KA 97, FH 95, Valur 92.
8,1 milljón króna í verðlaun
Verðlaunafé deildarinnar er
samtals 8,1 milljón kr. Íslands-
meistarar fá 1,5 milljónir kr., annað
sætið gefur 1,2 milljónir kr., þriðja
sætið 1 milljón króna, 4.–5. sæti 800
þúsund, 6.–8. sæti 600 þúsund og
9.–10. sæti 500 þúsund krónur.
KR-ingum
spáð sigri
GRINDVÍKINGAR hafa vart und-
an að svara fyrirspurnum um
enska knattspyrnumanninn Lee
Sharpe, Grindavík og íslenska
knattspyrnu almennt. Ingvar Guð-
jónsson, framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar Grindavíkur, sagði
við Morgunblaðið í gær að hann
hefði fengið ótal hringingar er-
lendis frá undanfarna daga og vik-
ur, auk þess sem enskir blaða-
menn hefðu komið til Grindavíkur
og fleiri væru búnir að boða komu
sína.
„Í síðustu viku voru hérna menn
frá enska blaðinu Mail on Sunday
og þáttagerðamenn frá Western
World Soccer Show, þættinum
sem er sýndur á Sýn, hafa boðað
komu sína í þessari viku. Síðan er
látlaust hringt og spurt, ekki bara
frá Englandi heldur frá hinum
ýmsu löndum. Ég hef fengið sím-
töl frá Noregi, Ítalíu og Frakk-
landi að undanförnu þar sem
spurt er um Sharpe, forvitnast um
félagið og um íslenskan fótbolta,“
sagði Ingvar.
Sharpe leikur sinn fyrsta deilda-
leik með Grindvíkingum á sunnu-
dag þegar þeir fá nýliða Vals í
heimsókn í fyrstu umferð úrvals-
deildarinnar.
Mikil spenna var á lokasprettiefstu deildar á síðustu leiktíð
og segist Willum reikna með að ekki
verði síður spenna í
lofti í sumar. „Við er-
um með öflugan og
góðan hóp leik-
manna sem eru vísir
til góðra verka, en við erum okkur
engu síður afar vel meðvitandi um
að við verðum að vinna ákaflega vel í
okkar málum í sumar. Það verður
bara að taka einn leik fyrir í einu,“
segir Willum sem þrátt fyrir að hafa
fengið sterka leikmenn til liðs við
vaska sveit sína hefur einnig orðið
að sjá á bak Þormóði Egilssyni, fyr-
irliða til margra ára, og Þorsteini
Jónssyni. „Það sem er sérstakt við
að missa Þormóð og Þorstein er að
þeir eru kjölfestuleikmenn, sem eru
ómetanlegir. Yfirleitt kemur það
ekki í ljós fyrr en á reynir hversu
mikilvægir slíkir leikmenn eru. En
við erum með marga reynda menn
sem verða að taka ábyrgðina í þeirra
stað.“
Willum segir það vissulega skapa
vissa félagslega pressu að ganga til
leiks sem ríkjandi meistarar. „Það
reynir verulega á hópinn og það er
talsverð list í því fólgin að greina
milli væntinga í umhverfinu og því
sem við erum að vinna í hverju sinni.
Willum segir undirbúning allan
hafa gengið vel. KR-ingar hafi leikið
um 20 leiki þannig að menn séu í
góðri leikæfingu. „Þegar út í mótið
er komið er spurningin fyrst og
fremst um hina huglægu þætti,“
segir Willum Þór Þórsson, þjálfari
KR.
Ætlum okkur að vera ofar
„Niðurstaða spárinnar kemur
mér ekki á óvart og er nokkuð í sam-
ræmi við það sem menn hafa talað
um sín á milli síðustu daga,“ sagði
Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari
Fylkis sem reiknað er með að hafni í
þriðja sæti efstu deildar þegar upp
verður staðið að loknu Íslands-
mótinu í haust. „Það virðist vera lít-
ill munur á fjórum til fimm liðum og
vonandi gengur það eftir þannig að
mótið verði jafnt og skemmtilegt.
Okkar markmið er hins vegar
ekki þriðja sætið, heldur að vera enn
ofar og í keppninni um Íslands-
meistaratitilinn,“ segir Aðalsteinn
sem reiknar með að KR, Grindavík,
Fylkir, ÍA og Fram verði í barátt-
unni um sigurlaunin. „Síðan geta
fleiri lið bæst í hópinn, það er jú eitt
sem gerir keppnina svo skemmti-
lega og það er að ekkert er hægt að
bóka fyrirfram.“
Fylki vantaði herslumuninn upp á
að vinna Íslandsmeistaratitilinn í
fyrrahaust og Aðalsteinn viðurkenn-
ir að nú séu leikmenn hans reynsl-
unni ríkari. „En það tekur nokkur ár
að skapa hefð fyrir sigri hjá Fylki,
hefð sem KR-ingar og Skagamenn
hafa, svo dæmi sé tekið. Það má ekki
gleyma því að það eru aðeins þrjú ár
síðan Fylkir var í næstefstu deild,
þannig að við erum nýkomnir í bar-
áttuna á meðal þeirra bestu. Okkar
vinna hjá Fylki snýst fyrst og
fremst um það að búa félagið undir
framtíðina og vera með gott lið. Ég
tel okkur vera á réttri leið í þeim
efnum,“ sagði Aðalsteinn og bar
ekki á móti því að nokkurrar spennu
og eftirvæntingar væri farið að gæta
í herbúðum Fylkis vegna Íslands-
mótsins, en fyrsti leikur Fylkis er á
heimavelli við Fram á sunnudaginn.
„Við verðum klárir í slaginn þegar
flautað verður til leiks.“
Verðum með frá byrjun
„Við ætlum okkur að sjálfsögðu að
vera með í toppbaráttunni frá upp-
hafi, ekki koma aftan að liðunum og
upp í efstu sætin á lokasprettinum
eins og við gerðum í fyrra,“ sagði
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grinda-
víkur, sem spáð er öðru sæti í deild-
inni en Grindvíkingar höfnuðu í
þriðja sæti í fyrra.
„Undirbúningur hefur gengið vel,
lítið hefur verið um meiðsli þannig
að við höfum getað æft mjög vel og
leikið af fullum styrk. Við lékum vel
fram eftir undirbúningstímabilinu
en því miður hefði ég viljað sjá meiri
reisn yfir frammistöðu okkar í síð-
ustu leikjum,“ segir Bjarni sem tel-
ur líkamlegt ástand leikmanna vera
mun betra en á sama tíma í fyrra og
það eigi almennt við um öll lið. Hag-
stætt tíðarfar í vetur og ekki síst
með tilkomu byltingar í aðstöðu til
knattspyrnu innanhúss hafi almennt
gert það að verkum að lið komi mun
betur undirbúin til leiks en áður.
„Þetta hefur orðið til þess að bæði
við og aðrir mætum sterkari til leiks
en nokkru sinni fyrr sem vonandi
endurspeglast í betri liðum og jöfnu
og skemmtilegu Íslandsmóti,“ segir
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grinda-
víkur.
Morgunblaðið/Arnaldur
Þjálfarar liðanna í efstu deild – aftari röð frá vinstri: Magnús Gylfason, ÍBV, Bjarni Jóhannsson, Grindavík, Þorlákur Árnason, Val,
Willum Þór Þórsson, KR, Ásgeir Elíasson, Þrótti, og Ólafur Jóhannesson, FH. Fremri röð: Kristinn Rúnar Jónsson, Fram, Ólafur
Þórðarson, ÍA, Aðalsteinn Víglundsson, Fylki, og Þorvaldur Örlygsson, KA.
Ætlum okkur að
sækja annan titil
„VIÐ ætlum okkur ekki að vera í titilvörn í sumar, heldur halda til leiks
með það í huga að sækja annan titil. Sigurinn í fyrra verður ekki af
okkur tekinn,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari Íslandsmeistara
KR, sem flestir reikna með að standi uppi sem sigurvegarar í efstu
deild þegar keppni lýkur 20. september í haust. „Íslandsmeistaratit-
illinn í fyrra skilar okkur engu öðru en auknu sjálfstrausti og metnaði
til að vinna annan titil í keppninni í sumar,“ segir Willum.
Eftir
Ívar
Benediktsson
Willum Þór Þórsson segir KR-inga ekki ætla að vera í titilvörn heldur sókn
Vel fylgst með Lee Sharpe