Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIKARAHJÓNIN Michael Douglas og Catherine Zeta Jones hafa tekið að sér að leika aðal- hlutverkin í leik- ritinu Einkalíf (Private Lives) í West End í Lond- on, en í leikritinu leika þau fráskilin hjón sem verja hveitibrauðsdög- unum með nýjum mökum á sama hót- elinu. Sagan segir að með þessu vilji Cath- erine sanna sig sem „alvarlega leik- konu“, enda telji hún að kvikmynda- leikkonurnar Nicole Kidman og Gwyneth Paltrow njóti mun meiri virðingar eftir að þær komu fram á sviði í London … Rjómi þotuliðsins og jálkanna úr kvikmyndaheiminum er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem hefst í dag. Ennfremur sækja þúsundir blaðamanna hátíðina en þetta er í 56. sinn, sem hún er haldin. Þessi virta hátíð stendur í tvær vikur og þar ganga myndir kaup- um og sölum og nýjar stjörnur verða til … Jerry Hall hefur greint frá því, að hún hafi skilið við söngvarann Mick Jagg- er eftir að henni mistókst að venja hann af kvenseminni. Hall greinir frá því í nýlegu viðtali við breska blaðið Night & Day að framan af hafi hún talið að hún gæti breytt Jagger, en að hún hafi síðan gert sér grein fyrir því, eftir að hann barnaði brasilísku fyrirsætuna Luciönu Mor- ad, að hann myndi aldrei breytast. „Við Mick áttum yndislegt líf saman og það gerði ákvörðunina um skiln- aðinn svo erfiða. Það var bara framhjáhaldið sem fór yfir strikið. Mick vildi ekki skilnað en hann er kvennamaður og það er mjög leiði- gjarnt og erfitt. Ég trúði því virkilega að ég gæti breytt honum. Ég hélt að hann myndi róast og verða dásam- legur félagi og faðir, en ég varð að gefast upp, segir hún. „Þetta var mjög óheilbrigt samband. Ég hefði átt að yfirgefa hann miklu fyrr, en við eigum fjögur yndisleg börn og ég er þakklát fyrir þau.“ Þá segir hún að sér líði mjög vel eftir skilnaðinn og að hún verði hamingju- samari með hverj- um deginum sem líður … Leikkonan Sandra Bullock hefur fengið sett nálgunarbann á mann, sem hefur elt hana á röndum undanfarið ár. Nálgunarbannið gildir til 6. júní, en þá mun dómarinn ákveða hvort varanlegt nálgunarbann verður sett á manninn. Maðurinn, Thomas James Weldon, er sagður hafa elt leikkonuna á milli Kaliforníu, Suður-Karólínu og Texas auk þess sem hann hefur skrifað henni símbréf og tölvupóst og skilið fjölmörg skilaboð eftir á símsvara hennar. FÓLK Ífréttum Á DÖGUNUM kom Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, í heimsókn á fund Æskulýðsfélags Grafarvogskirkju. Jónsi talaði við unglingana um mikilvægi góðs og heilbrigðs lífsstíls og söng hann fyrir unglingana og þeir með honum. Var mikið fjör á fundinum enda ekki á hverjum degi sem alvöru popp- stjarna kíkir í heimsókn. Myndin var tekin af tilefninu og eins og sjá má var glatt á hjalla. Æskulýðsfélag Grafarvogskirkju Jónsi í heimsókn POPPKÓNGURINN Michael Jackson hefur stefnt Motown-útgáfufyrirtækinu vegna vangoldinnar einka- leyfisþóknunar vegna áður óbirtrar tónlistar Jackson Five-sönghópsins. Þá sakar hann fyrirtækið um að hafa notað tónlist hópsins í auglýsingum í heimild- arleysi. Jackson heldur því fram að fyrirtækið, virtasta út- gáfufyrirtækið á sviði sálartónlistar á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar, skuldi sér einkaleyf- isþóknun vegna notkunar gamals efnis, sem birt hefur verið á undanförnum árum. Bræðurnir, sem skipuðu Jackson Five, riftu samningi sínum við Motown árið 1976 og gengu í kjölfarið til samninga við Sony. Þeir náðu síðan samkomulagi við Motown árið 1980 þar sem þeir afsöluðu sér rétti sínum til einkaleyfisþóknunar. Jackson segir hins vegar að sá samningur hafi ein- ungis náð til tónlistar, sem þá hafi verið gefin út, og vill að samningurinn verði dæmdur ógildur vegna óheimillar notkunar fyrirtækisins á áður óbirtri tón- list. Þá krefst hann þess að hann fái afhentar allar upp- tökur fyrirtækisins sem hann hafi komið að með einum eða öðrum hætti. Jackson vill rifta samningi við Motown Ekkert er ókeypis Michael Jackson 2002.Ungur Michael Jackson. Reuters Miðvikud. 14. maí kl 13.30 Sunnud. 18. maí kl 14 Sunnud. 25. maí kl 14 www.sellofon.is lau 17. maí kl. 21, NASA, örfá sæti fim 22. maí, HÓTEL SELFOSS föst 23. maí, kl. 21 nokkur sæti mið 28. maí, Lokasýning í Nasa í vor lau 31. maí ZÜRICH í SVISS; frumsýning fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI Miðasala á Akureyrir fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorgi og á Selfossi í Alvörubúðinni, Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 18/5 kl 20, Su 25/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 16/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20, Fö 6/6 kl 20, ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 17/5 kl 14 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi 15/5 kl 20 - Aukasýning ATH: SÍÐASTA SÝNING DANSLEIKHÚS JSB Í kvöld kl 20, Lau 17/5 kl 14, Þri 20/5 kl 20 ATH: Aðeins þessar sýningar SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Lau 17/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 ATH: SÝNINGUM LÝKUR Í MAÍ GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 18/5 kl 20 - Aukasýning Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 17/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20, Mi 28/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi 22/5 kl 20, Su 25/5 kl 20, Fi 29/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20 Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins FROSTI-Svanavatnið (lokakafli) eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Íslenska dansflokksins 2.sýn fi 15/5 kl 20, 3.sýn su 18/5 kl 20 ATH. AÐEINS ÞESSAR TVÆR SÝNINGAR TVÖ HÚS eftir Lorca Frumsýning fim. 15.5. kl. 20 uppselt Hátíðarsýn. lau. 17.5. kl. 20 uppselt sun. 18. maí kl. 20 mið. 21. maí kl. 20 fim. 22. maí kl. 20 fös. 23. maí kl. 20 fim. 29. maí kl. 20 fös. 30. maí kl. 20 sun. 1. júní kl. 20 fim. 5. júní kl. 20 fös. 6. júní kl. 20 Síðasta sýning AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR Sýnt í Smiðjunni - s. 552 1971 Leikfélag Hólmavíkur sýnir: Sex í sveit eftir Marc Camoletti í leikstjórn Skúla Gautasonar. Föstudaginn 16. maí kl. 21.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali, Borgarnesi. Laugardaginn 17. maí kl. 20.30 í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12, Reykjav- ík. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.500 fyrir full- orðna, kr. 800 fyrir 6-16 ára og 67 ára og eldri. Frítt fyrir yngri en 6 ára. Miðapantanir á báðar sýningar í síma 865 3838. Óperukór Hafnarfjarðar Tónleikar í Hafnarborg 14. og 16. maí kl. 20 Stjórnandi: Elín Ósk Óskarsdóttir. Meðal einsöngvara: Guðrún Ingimarsdóttir, sópran og Þorgeir Andrésson, tenór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.