Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 50

Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 50
Sjaldgæf plata Sigur Rósar til sölu SIGUR RÓS hefur gefið út geisladiskinn Hlemmur með tónlist sem hljóm- sveitin gerði við samnefnda heimildamynd Ólafs Sveinssonar. Geisladisk- urinn kemur út í 5.000 eintökum sem hljómsveitin dreifir að mestu leyti sjálf, að mestu leyti þegjandi og hljóðalaust, í góðu samræmi við kúrsinn sem nýjasta plata þeirra ( ) tók. Plötubúðinni 12 tónum við Skólavörðustíg hafa áskotnast nokkur eintök sem þeir plötubúðarmenn hafa ekki haft hátt um en selja þeim sem spyrja. „Þetta er bara til hérna og síðan spyrst það út,“ segir Lárus Jóhannesson 12 tónamaður. Endist upplagið fram í vikuna? „Við eigum alveg eitthvað. Þetta er alveg op- inber útgáfa þannig séð, ekki eins og það sem þeir gáfu út með Steindóri And- ersen sem var óopinbert, nokkrir diskar sem þeir brenndu. Við hefð- um getað selt margmargmargfalt upplagið þá.“ Téð plata er sex laga plata með undirleik Sig- ur Rósar við rímnasöng Steindórs. Platan er illfáanleg í dag og eins og nærri má geta, eft- irsótt á meðal aðdáenda. Það er annars helst að frétta af meðlimum Sigur Rósar að Jón Þór Birgisson, söngvari og gítarleikari, mun koma fram – einn síns liðs – á hátíð hljóðorðameistarans Laurie Anderson í Seattle 16. maí, undir nafninu Frakkur. Frakkur ku spila nokkuð brögð- ótta raftónlist. Í júní fer síðan hljómsveitin öll á Vesturlandatúr. 50 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 6 og 9. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Sýnd kl. 4 B.i. 12 Ertu nokkuð myrkfælinn? Búðu þig undir að öskra. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16.  HK DV SV MBL  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Fréttablaðið X-ið 977 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið Svarta gríman 2 (Black Mask 2) Kung Fu Hong Kong/Bandaríkin 2002. Skífan. VHS (100 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Tsui Hark. Aðalleikendur: Andy On, Teresa Herrerra, Jon Polito, Scott Adkins, Traci Lords. SVARTA grím- an (On) er erfða- breyttur vígamað- ur sem snúist hefur í lið með góðu öfl- unum. Skapara hans til mikillar ar- mæðu sem hugðist nota þetta gang- andi morðtól til voðaverka. Hann býr því til annan slíkan og setur til höfuðs Svörtu grímunni, sem vekur áhuga Kings (Jon Polito). Hann er vafasamur sýningarstjóri flokks stökkbreyttra glímukappa og ætlar að setja upp sannkallaða erfðavísasprengju villi- sýra náttúrunnar til að betrumbæta enn frekar sinn óárennilega flokk, til að vinna á þeim grímuklædda. NB-útgáfa frá Hong Kong af X-Men, Batman og öðrum slíkum bandarískum teiknisögufígúrum. Svarta gríman kemur þó ekki til með að veita fyrirmyndum sínum í vestri neina teljandi samkeppni, þó fyrri myndin (Hak hap (’96), með Jet Li) hafi vakið einhverja athygli á sínum túma. Brellurnar eru kauðskar, leik- urinn vélrænn líkt og leikstjórnin og efnið ólánleg samsuða uppúr Marvel og D.C. Comics. Klámmyndaleik- konan Lords gleður augað lítillega, sama verður ekki sagt um skapgerð- arleikarann Polito (ógleymanlegur sem illmennið í Miller’s Crossing (’90) og „bragðarefurinn“ í The Man Who Wasn’t There (‘01), sem virðist víðs fjarri góðu gamni alvörukvik- myndagerðarmanna á borð við þá Coenbræður. B-menn Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigur Rós á hljómleikum í Háskólabíói sem haldnir voru síðastliðinn desember. Á mynd eru Georg Holm og Orri Dýrason, auk þess sem glittir í bakið á Kjartani Sveinssyni. Hlemmur hljóðalaust á Skólavörðustíg TENGLAR ..................................................................... www.12tonar.is, www.sigur-ros.co.uk NOEL Redding, sem var bassaleikari hjá Jimi Hendrix á sjöunda áratugnum, er látinn, 57 ára að aldri. Í frétt BBC segir að umboðsmaður hans, Ian Grant, greini frá þessu á vefsíðu fyrirtækis síns, Track Records. „Noel er farinn aftur til Jimi og Margrétar móður sinnar sem lést fyrir viku,“ skrifar umboðsmaðurinn. Ekki er greint frá dánarorsök. Redding lék á þremur opinber- um plötum Hendrix, Are You Experienced (’67), Axis: Bold as Love (’67) og Electric Ladyland (’68). Hann stofnaði sveitina The Jimi Hendrix Experience ásamt Jimi og trymblinum Mitch Mitchell árið 1966. Redding hafði áður verið gítarleikari en skipti yfir á bassa þeg- ar hann hóf samstarf með Hendrix. Sveitin hætti árið 1969 en Hendrix lést ári síðar. Redding gaf þá út nokkrar plötur með hljómsveitum sínum, Fat Mattress, Road og Noel Redding Band. Redding lenti í vandræðum á áttunda áratugnum með greiðslur vegna höfundarlauna og í eitt skipti neyddist hann til að selja bassann sem hann notaði við gerð áðurnefndra platna til þess að komast af. Á síðasta ári lýsti Redding vandræðum sínum á vef- síðu tónlistartímaritsins Billboard, www.billboard.- com, en hélt um leið höfði. „Ég hefði átt að gerast pípulagningamaður. Þetta er grín. Engu að síður fá þeir þó borgað. En … ég er þó að enn að leika tónlist, þökk sé Guði. Það er höfuðatriðið.“ Noel Redding 1946–2003 Bassaleikari Hendrix allur Þátt Noels Reddings í listsköpun Jimis Hendrix ætti ekki að vanmeta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.