Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 52

Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10. B.i.14 ára.  SG DV  ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.com Svona snilldarverk eru ekki á hverju strái.” Þ.B. Fréttablaðið Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 9. Sýnd kl. 6. Bi. 14 ÓHT Rás 2  HK DV „Magnað verk“ Sýnd kl. 8. Star Kiss Sýnd kl. 6. Missing Allen Sýnd kl. 6. My Terrorist/Ruthie & Connie Sýnd kl. 8. Alt om min far Sýnd kl. 10.   Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10. KRINGLAN / AKUREYRI KEFLAVÍK Tilboð 500 Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. Sýnd kl. 4. Tilboð 500 kr.Sýnd kl. 3.50. ísl. tal   ÁLFABAKKIÁLFABAKKI  Smávegis óhöpp (Minor Mishaps/Små ulykker) Drama Danmörk 2001. Myndform. LÍKT og nafnið bendir til fjallar þessi danska mynd (í enskum um- búðum) um óhöpp. Bæði stóráföll, en þessi minniháttar, sem við upplifum öll af og til í hversdagslífinu, eru einkum til umfjöllunar. Það fyrsta er fráfall eiginkonu læknisins Johns (Kiil). Í framhaldinu og tómarúminu sem myndast kynnumst við mislitri fjölskyldunni í gleði og sorg. Tom (Henrik Prin) er vel stæður verkfræðingur og byggingarverk- taki, Marianne (Rich) er yngri dótt- irin, ósjálfstæð pabbastelpa, algjör andstæða Evu (Faurschou), mis- lukkaðrar lista- konu og ljóð- skálds sem á í lesbísku ástar- sambandi. Fjórða „barnið“ er Sören (Jesper Christensen), litli bróðir Johns, bótaþegi sem býr í Sví- þjóð og á í erfiðu hjónabandi. Styrkur Smávegis óhappa liggur í hárfínni persónugerð og undantekn- ingarlaust framúrskarandi leik. Hver og einn fjölskyldumeðlimanna á við sín persónulegu vandamál að stríða; vinnuálagið er að fara með heilsu Johns læknis; Tom er undir sömu sök seldur og er ofurkapp hans á vinnumarkaðnum að ríða fjöl- skyldu hans að fullu. Marianne snýst í kringum föður sinn, jafnvel svo að aðra fjölskyldumeðlimi grunar að ekki sé allt með felldu á milli þeirra. Eva er hornrekan, villuráfandi í list- sköpun og kynlífi. Sören er búinn að kúpla sig út úr hversdagslífinu svo kona hans leitar grimmt að fullnæg- ingu utan veggja hjónaherbergisins. Hér er engin stórdramatík á ferð- inni í anda Festen og annarra slíkra verka, heldur fengist við vandamál sem hinn almenni áhorfandi þekkir af eigin raun. Þrátt fyrir allar hremmingarnar er boðskapur mynd- arinnar einkar jákvæður og mann- bætandi og niðurstaðan sannfærandi og skilur við mann tiltölulega sáttan við þennan lífsins brælusjó. Smáveg- is óhöpp leynir á sér í flestum skiln- ingi og óhætt að mæla með henni við alla þá sem gaman hafa af litbrigðum mannlífsins. Og danski húmorinn aldrei langt undan. En enn og aftur spyr maður: Hvers vegna í ósköpunum er verið að fela uppruna myndarinnar með villandi nafni og umbúðum?  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Í lífsins brælu DISKUR 1 1. Náttúrúbúrú 2. 0,000 Orð 3. Loksins Erum Við Engin 4. Enginn Vildi Hlusta á Fiðl- unginn, því Strengir Hans Vóru Slitnir (getiði ekki verið góð …) 5. Póst Póstmaetur 6. Insert Coin – Bjarne Riis Arcade Game Mjiks (eftir múm) 7. Bak Þitt Er Sem Renni- braut – Bústadavegurinn er Fáviti Megamix (eftir músikvat) 8. Insert Coin 9. Bak Þitt Er Sem Rennibraut 10. þurrki þurrk (múm + músíkvatur) DISKUR 2 1. Flugvélabensín 2. Myndir af Melrakkasléttu 3. Venus og Borgarljósin 4. Snjókorn í Lófa 5. Múm Spilar la la la 6. Overture 7. She Introduces Herself 8. She Listens to Her Heart 9. She Attempts to Say the „Word“ 10. She Begins Her Education DISKUR 3 1. Syndir Guðs (recycled by múm) 2. To Be Free (múm remix) 3. Light of India (múm mix) 4. IMpossible (múm mix) 5. Asleep On a Train 6. Please Sing My Spring Reverb 7. Hufeland 8. Helvítis Symphony No I for 13 electric guitars Lagalisti diskanna HLJÓMSVEITIN múm á sér aðdáendur um veröld víða – með- al annars Portúgala sem að sögn múmliða þekkir ferðaáætlanir hljómsveitarinnar betur en liðs- menn hennar sjálfir. Sá heldur ut- an um ítarlega heimasíðu tileink- aða sveitinni (www.noisedfisk.- com/mumweb) sem kallas Friends of the random summer, nefnt í höfuðið á einu lagi hljómsveit- arinnar. Friends of the random summer hafa nú gefið út safn þriggja diska sem innihalda ýmsar upptökur og bland- anir af lögum múm frá 1998 þar til diskurinn Þetta var dáldið róstusamt í gær … kom út (Yesterday Was Dramatic …), og er ætlunin að veita aðdáendum yf- irsýn, innsýn og að- svif að hljóðheimi múm. Á diskunum má meðal annars finna efni af Tilraunaeld- hússtónleikum (Helvítis gítarsinfóníuna), lög úr Náttúruóperunni sem Mennta- skólinn við Hamrahlíð setti upp á sínum tíma og lög af diskinum Flugmaður, sem sveitin gerði ásamt Andra Snæ Magnasyni. Diskunum er dreift um nokkurs lags pýramída-kerfi, eins og öðrum fæðubótarefnum, mann fram af manni. Strangt til tekið er útgáf- an trúlega kolólögleg og tauga- veiklaðri tónlistarmenn gætu efnast nokkuð á málaferlum en múmfróðir menn segja að fátt sé fjær hljómsveitinni. Í þessum tengslum er einnig vert að benda á vefsamfélag sem snýst um múm (á slóðinni www.livejournal.com/commun- ity/mum_community). Þar skiptast aðdáendur á upplýsingum um hljómsveitina, spyrjast fyrir um sjald- gæf lög o.s.frv. Uppátektasamir meðlimir hennar dveljast nú meira og minna í Berlín og una hag sínum vel þar í borg. Heyrst hefur að einn grall- aranna í sveitinni hafi brallað þar eitthvað sniðugt með ungæðislegu vestfirsku ljóð- skáldi … Óvenjuleg útgáfa á múm-músík Ólögleg- ir aðdá- endur Aðdáendur múm leynast í ýmsum krókum og kimum. HINN 30. og 31. maí fer fram í Dan- mörku, nánar tiltekið í Árósum, tón- listarhátíðin SPOT. Um er að ræða hátíð þar sem ungar, upprennandi og ósamningsbundnar sveitir, einkum frá Skandinavíu, spreyta sig. Jafn- framt er um eins konar ráðstefnu að ræða, hvar fagmenn úr dægurtónlist- argeiranum flytja tölur. Á meðal þátttakenda þar verður aðstoðarrit- stjóri Rolling Stone, David Fricke, en hann er einlægur áhugamaður um skandinavíska tónlist, og varð meðal annars fyrstur erlendra tónlistar- blaðamanna til að stinga penna niður á blað um Sykurmolana. Hátíð þessi þykir veita góða innsýn í það mark- verðasta í skandinavískri dæg- urtónlist hverju sinni og mætti segja að hún samsvaraði Airwaves- hátíðinni. Í ár fer Pétur Hallgrímsson (E-X, Lhooq, Olympia, Stríð og friður o.s.frv.) út með einyrkjaverkefni sitt og einnig hefur orgelkvartettinum Apparati verið boðið utan til spila- mennsku. Gildi svona hátíða er mikið og getur komið listamönnum frekar á framfæri. Til marks um það má nefna að hin danska The Raveonettes lék á hátíðinni í fyrra en einnig hinn fær- eyski Teitur Lassen (sem nú hefur gert risasamning við Universal) og Árósabandið Under Byen, sem hefur verið umtalað í nýbylgjuheiminum undanfarið ár (síðan Det er mig der holder træerne sammen kom út í apr- íl á síðasta ári). Íslenskir listamenn þátttakendur Orgelkvartettinn Apparat verður víðförull í sumar. Tónlistarhátíðin SPOT í Árósum TENGLAR ..................................................... www.spot09.dk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.