Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 56

Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Buxnadagar Vinnufatabúðin Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar Beygjuljós sett á umferð frá Kringlu- mýrarbraut ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja beygjuljós á umferð frá Kringlumýr- arbraut inn á Miklubraut. Ljósin verða einungis virk á kvöldin og um helgar enda verða flest slys vegna beygjuumferðar á gatnamótunum utan annatíma. Málið var til kynningar í borgar- ráði í gær en samgöngunefnd borg- arinnar samþykkti breytingarnar á fundi sínum í síðustu viku. Talið að fækka megi slysum um 25% Að sögn Sigurðar Skarphéðins- sonar gatnamálastjóra verða flest umferðaróhöpp á umræddum gatna- mótum vegna þeirrar umferðar sem beygir til vinstri frá Kringlumýrar- braut inn á Miklubraut. Flest óhöpp- in eigi sér stað utan annatíma. Talið er að fækka megi slysum á gatnamótunum um 25% með þessum aðgerðum.  Áætlað að slysum/18 HAUKAR úr Hafnarfirði voru í gærkvöldi krýndir Íslandsmeist- arar í handknattleik karla í fjórða skipti í sögu félagsins þegar þeir höfðu betur á móti ÍR, 33:25, í fjórða úrslitaleik liðanna. Haukar unnu úrslitaeinvígið 3:1 en undir stjórn Viggós Sigurðs- sonar hömpuðu Haukarnir deild- armeistaratitlinum og bera því með réttu sæmdarheitið besta hand- knattleikslið landsins. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Hauka á síðustu fjórum árum. Morgunblaðið/Árni Torfason Fjórði titill Hauka  Haukar meistarar/44–45 FRAM komu áhyggjur af því í við- tölum við nokkra heimamenn á kynningarfundi Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár í gær, að framkvæmdir við Urriðafossvirkjun gætu haft al- varleg áhrif á grunnvatn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ólafur Leifsson í Björnskoti, sem sæti á í sveitar- stjórn, segist hafa sérstakar áhyggj- ur af þessu og í sama streng tekur Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti, sem segir áhyggjuefni ef jarðvegs- vatnið muni hækka á býlum og sum- arbústaðalöndum vegna fram- kvæmdanna. Fjölmargir kynntu sér áætlanir Landsvirkjunar Fjölmargir lögðu leið sína að Brautarholti á Skeiðum í gær þar sem Landsvirkjun stóð fyrir kynn- ingu á matsskýrslu um umhverfis- áhrif virkjana við Núp og Urriðafoss. Heimamenn sem rætt var við sáu bæði kosti og lesti á fyrirhuguðum framkvæmdum en sögðust þó þurfa að gefa sér meiri tíma til að fara yfir viðamiklar skýrslur Landsvirkjunar. Guðlaugur Þórarinsson, fulltrúi Landsvirkjunar, segir að áhyggjur af grunnvatnsstöðu séu ástæðulaus- ar. Hönnuð verði sérstök mannvirki til að koma í veg fyrir breytingar á grunnvatni, m.a. með vatnsrás með- fram stíflu Urriðafossvirkjunar. Hanna virkjanir með tilliti til skjálfta- og sprungusvæðis Fyrirhugaðar virkjanir eiga að rísa á virku jarðskjálfta- og sprungu- svæði á Suðurlandi. Guðlaugur segir að Landsvirkjun telji sig geta hann- að virkjanir sem standa örugglega af sér hugsanlega skjálfta. „Það stafar hins vegar meiri hætta af sprungun- um en af skjálftahröðuninni sjálfri. Byggist okkar hönnun á því að finna og kortleggja sprungurnar og finna heila fleka sem mannvirkin verða reist á. Þetta krefst talsverðra rann- sókna, sem við höfum þegar byrjað á, en þarf að kanna ennþá betur áður en kemur til útboðs,“ segir hann. Íbúar við Þjórsá kynntu sér í gær áætlanir um nýjar virkjanir í ánni Hafa áhyggjur af hækk- un grunnvatns í byggð Morgunblaðið/RAX Fulltrúar Landsvirkjunar kynntu áhugasömum heimamönnum áætlanir um virkjanir við Núp og Urriðafoss í Þjórsá í Brautarholti á Skeiðum í gær.  Vilja að/28 „ÞAÐ kom mér á óvart að það skyldi vera fugl inni í búri hjá okk- ur og ég var mjög hissa að það skyldi vera mandarínönd,“ segir Finnbogi Bernódusson í Bolung- arvík, en öndin er nú í endurhæf- ingu í Náttúrugripasafninu í Bol- ungarvík. Finnbogi segir að öndin hafi sennilega komist inn um hringlaga loftræstitúðu, sem er um fjórar tommur í þvermál, en ristin hafi dottið úr. „Þegar konan kom til mín í vinnuna í morgun sagði hún mér að það hefði komist fugl inn í búrið en hann hefði sennilega farið út aftur. Við hugsuðum ekkert meira um þetta en þegar við kom- um heim undir kvöld fannst henni eitthvað óþrifalegt í búrinu og tal- aði um hvað hann hefði verið að- sópsmikill þessi skógarþröstur, en okkur kom ekki annað til hugar en þarna hefði verið skógarþröstur á ferð. Hún leitaði um allt en fann engan fuglinn og þá lagði ég til að láta heimilisköttinn um leitina og setti hann upp á hillu. Þá kom í ljós að eitthvað annað var þarna og síð- an flaug þessi litla önd upp í efstu hillu. Ég kom kettinum þegar út til að hann gerði þessum fallega fugli örugglega ekki mein og eftir að við höfðum náð honum kom upp úr kafinu að um mandarínönd var að ræða. Fyrir nokkrum vikum sáust mandarínandarhjón í Súgandafirði og skilst mér að þessi fugl hafi ekki áður sést á Íslandi en hugs- anlega er þetta karlinn þaðan.“ Mandarínöndin er frá Asíu og var flutt þaðan endur fyrir löngu til Evrópu þar sem hún var höfð til skrauts í skrúðgörðum en hún verpir í trjám. Þessi mandarínönd er minni en stokkönd en stærri en algengar andartegundir hérlendis, að sögn Finnboga. Hann segir að ekki hafi séð á henni en hann hafi farið með hana á Náttúrugripa- safnið því ómögulegt hafi verið að senda hana út í nóttina og óviss- una. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Mandarínönd í Bolungarvík Hótel og sýningar- skáli í Aðalstræti Byrjað að byggja í júlí FRAMKVÆMDIR að nýju hóteli og sýningarskála á horni Aðalstrætis og Túngötu munu hefjast í júlí. Hönnun hótelsins er á lokastigi, það verður um 3.800 fermetrar að stærð en kostnaður er áætlaður um 600–800 milljónir, að sögn Jónasar Þorvalds- sonar, framkvæmdastjóra fasteigna- félagsins Stoða. Byrjað verður á framkvæmdum við 1.200 fermetra sýningarskála Reykjavíkurborgar sem verður í kjallara en bygging hans var ákveðin eftir að fornleifar fundust á lóðinni. Framkvæmdir við hótelbygginguna sjálfa hefjast í desember en áætlað er að opna hótelið 1. apríl 2005. Tveir Íslendingar eru í Bagdad SIGRÚN Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Ís- lands, og Þorkell Þorkelsson ljósmyndari eru nú á vegum Rauða krossins í Bagdad í Írak. Sigrún er væntanleg til Íslands fyrir helgi en gert er ráð fyrir að Þorkell verði ytra mánuð til viðbótar til að mynda hjálparstarfið fyrir Al- þjóða Rauða krossinn. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.