Morgunblaðið - 19.05.2003, Page 1

Morgunblaðið - 19.05.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 134. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Foreldrar í leikskóla Á námskeiði á Akureyri mátti kynnast dygðakennslu 16 Kvikmyndamiðstöðin kynnir sig í Cannes Fólk 30 Augu Sjóns til Finnlands Sagan fær góða dóma í Danmörku Listir 14 Glatt á hjalla við strandgötuna LAUNAÞRÓUN einstakra laun- þegahópa innan Alþýðusambands Íslands hefur verið með nokkuð mismunandi hætti á undanförnum árum ef marka má tölur Kjararann- sóknarnefndar aðila vinnumarkað- arins. Þannig kemur fram að á und- anförnum tæpum fimm árum hafa regluleg laun afgreiðslufólks hækk- að að meðaltali rúmum tíu pró- sentustigum meira en laun sérfræð- inga. Laun afgreiðslufólks hafa hækkað um 45,2% og sérfræðinga um 34,9%. Ennþá meiru munar þegar þróun heildarlauna á tímabilinu er skoðuð, því heildarlaun skrifstofufólks hafa hækkað um 19 prósentustigum meira en laun iðnaðarmanna. Þann- ig hafa laun skrifstofufólks hækkað um rúm 45% frá því í ársbyrjun 1998 til ársloka 2002, en iðnaðar- menn hafa hækkað um rúm 26% á sama tímabili. Að hluta til skýrist það af verulegri styttingu vinnu- tíma iðnaðarmanna. Vikulegur vinnutími iðnaðarmanna að meðal- tali styttist um rúmar þjár klukku- stundir á þessum tíma úr 50,1 stund á fyrsta ársfjórðungi 1998 í 46,9 í árslok í fyrra. Vikulegur vinnutími skrifstofufólks styttist einnig á tímabilinu en talsvert minna eða úr 42,6 stundum í 40,9 stundir. Starfsstéttunum er skipt í verka- fólk, iðnaðarmenn, afgreiðslufólk, skrifstofufólk, tækna, sérfræðinga og stjórnendur. Frá árinu 1998 til ársloka 2002 hafa regluleg laun allra þessara starfshópa hækkað að meðaltali úr 132.400 kr. á mánuði í 186.200 kr. eða um 40,6%. Heild- arlaun á sama tímabili hafa hins vegar hækkað hlutfallslega nokkru minna eða um 34,6% úr 177.500 kr. í ársbyrjun 1998 í 239.000 kr. í árs- lok 2002. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 23% þannig að kaupmáttur hefur vaxið umtalsvert á tímabilinu. Þegar einstakar starfsstéttir eru skoðaðar kemur í ljós að regluleg laun verkafólks hafa hækkað um 36,6% á tímabilinu, laun iðnaðar- manna um 41,5%, afgreiðslufólks um 45,2%, skrifstofufólks um 42,3%, tækna um 42,6%, sérfræð- inga um 34,9% og stjórnenda um 39,1%. Þegar heildarlaunin eru hins veg- ar skoðuð kemur í ljós að þau hafa í öllum tilvikum nema tveimur, hjá skrifstofufólki og sérfræðingum, hækkað minna en reglulegu launin. Þannig hafa heildarlaun verkafólks hækkað um 30,9%, iðnaðarmanna um 26,5%, afgreiðslufólks um 38,7%, skrifstofufólks um 45,6%, tækna um 36,6%, sérfræðinga um 41,4% og stjórnenda um 35,6%. Mismunandi launaþróun starfsstétta innan ASÍ Sérfræðingar hækka um 34,9% en afgreiðslufólk um 45,2%                           ! "! ! #! "!!   $  % $    &    '%   &  &$' &  &$  $$' % $ &$  '         !)*        +,  niður í áföngum og sjálfstætt ríki Palestínu- manna stofnað árið 2005. Enginn áþreifanlegur árangur náðist á fundinum annar en sá að leið- togarnir skiptust á skoðunum. Á ríkisstjórnarfundinum í gær, sem stóð í fjóra tíma, lýstu nokkrir ráðherrar þeirri skoð- un sinni að gera skyldi Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, útlægan. Sharon sagði hins vegar að öryggi Ísraels væri betur tryggt með Arafat þar sem hann væri, frekar en á stöðugu ferðalagi milli höfuðborga heimsins. Ísraels- stjórn sakar Arafat um að bera ábyrgð á að ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann héldi áfram að reyna að ná sanngjarnri lausn á deilunni við Palestínumenn, þrátt fyrir tvær sjálfsmorðs- sprengjuárásir í Jerúsalem um helgina sem bönuðu sjö manns auk tilræðismannanna tveggja. Eftir að hafa aflýst áformaðri för sinni til Washington, þar sem til stóð að hann hitti George W. Bush Bandaríkjaforseta á þriðju- dag, kallaði Sharon ísraelsku ríkisstjórnina á neyðarfund, sem lauk með ályktun þar sem lýst var yfir einörðum vilja til að komast að frið- arsamkomulagi við Palestínumenn, en jafn- framt að einskis yrði látið ófreistað til að ráða bug á hryðjuverkahættunni. Forsætisráðherrann „er staðráðinn í að kom- ast áleiðis og ná að lokum stöðugum og raun- sönnum friði,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Sjálfsmorðssprengjuárásirnar áttu sér stað síðla laugardags og snemma á sunnudagsmorg- un og var augsýnilega ætlað að hindra að ár- angur næðist í fyrstu beinu viðræðunum, sem leiðtogar Palestínumanna og Ísraela hafa átt frá því síðasta uppreisnarlota Palestínumanna hófst í september 2000. Beint gegn „Vegvísinum“ Fyrri árásin var gerð stundu eftir að Mahmoud Abbas, nýr forsætisráðherra palest- ínsku heimastjórnarinnar, hitti Sharon á laug- ardag til að ræða um Vegvísinn svokallaða, friðaráætlunina sem Bandaríkjamenn, Samein- uðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Rússar hafa lagt fram sameiginlega og miðast að því að deilur Ísraela og Pelstínumanna verði settar palestínsk yfirvöld geri ekki allt sem í þeirra valdi standi til að hindra hryðjuverk palest- ínskra öfgamanna. Hafa Ísraelar því reynt að einangra Arafat og séð til þess að hann hefur í meira en ár ekki getað farið út fyrir Ramallah á Vesturbakkanum, þar sem höfuðstöðvar heimastjórnarinnar eru til húsa. Í gærkvöldi hafði þó ekki orðið vart við frek- ari áþreifanleg viðbrögð af hálfu Ísraela við hryðjuverkum helgarinnar en þau, að hert var enn á ferðabanni yfir landamærin milli heima- stjórnarsvæðanna og Ísraels. Ísraelsstjórn segist áfram reyna samningaleiðina Sharon aflýsir Banda- ríkjaför vegna hryðju- verka í Jerúsalem Reuters Frá vettvangi sjálfsmorðssprengjutilræðis í Jerúsalem í gær. Maður dulbúinn sem strangtrúaður gyðingur steig um borð í strætisvagninn og sprengdi sig í loft upp. Sjö farþegar dóu og 20 særðust. Jerúsalem. AP, AFP. GUY Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, lýsti fyrir hönd samsteypu- stjórnar sinnar yfir sigri í þingkosn- ingunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt bráðabirgðaúrslitum virtist hinn frjálslyndi demókrata- flokkur Verhofstadts og þrír aðrir flokkar sem að stjórninni standa ætla að ná samtals 93 þingsætum, af 150 alls. Græningjar, sem einnig áttu að- ild að stjórninni en gengu klofnir til kosninga, töpuðu stórt. Hins vegar vann Vlaams Blok, flokkur þjóðernis- sinnaðra Flæmingja yzt á hægri vængnum, sinn stærsta kosningasig- ur til þessa, með um 19% atkvæða. ♦ ♦ ♦ Verhof- stadt lýsir sigri Brussel. AFP, AP. MEGAWATI Sukarnoputri, forseti Indónesíu, undirritaði í gær tilskipun um að herlög væru sett í Aceh-héraði og að beita mætti hervaldi gegn að- skilnaðarsinnum þar. Gerði forsetinn þetta eftir að sáttaviðræður, sem fóru fram í Tókýó um helgina, runnu út í sandinn í gær. Tilskipunin tók gildi á miðnætti í gærkvöldi að staðartíma. Herlög verða í gildi í Aceh næsta hálfa árið að minnsta kosti. Herskip, orrustuþotur og þúsundir hermanna Indónesíuhers eru í viðbragðsstöðu. Talsmenn Hreyfingarinnar fyrir frjálst Aceh (GAM) sögðu fyrir sitt leyti að allir vopnfærir menn hreyf- ingarinnar hefðu fengið fyrirmæli um að vera við öllu búnir. Bráðabirgðafriðarsamkomulag, sem gert var í desember og vakti von- ir um að endi yrði bundinn á þetta 27 ára gamla stríð, er þar með brostið. Stefnir í stríð í Aceh Jakarta. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.