Morgunblaðið - 19.05.2003, Side 6

Morgunblaðið - 19.05.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERULEGA hefur dregið úr útflutningi íslenska hests- ins á liðnum árum. Árið 1995 voru samtals flutt út 2.609 hross en í fyrra 1.507 hross. Útflutningsverðmæti hrossa var í fyrra rúmar 318 millj- ónir króna skv. útflutnings- tölum frá Hagstofunni og hefur haldist nokkuð óbreytt undanfarin ár. Ágúst Sigurðsson, hrossa- ræktarráðunautur, segir ýmsar ástæður fyrir þessu, gæði hrossa sem flutt séu úr landi hafi til að mynda aukist verulega frá því sem áður var enda mun meiri eft- irspurn eftir keppnishestum og veru- lega góðum reiðhestum en ódýrari fjölskylduhestum. Hann spáir því að verðmætasköpun í greininni muni breytast frá því að snúast fyrst og fremst um fjölda seldra hrossa yfir í aukinn útflutning á þekkingu og þjón- ustu á öllu sem tengist hrossum, tamningu, þjálfun, ræktun, fóðrun og fleiru. „Það má kannski segja að hest- urinn, skepnan sjálf, hún er fjöreggið, en svo er allt hitt sem mun skapa miklu meiri tekjur.“ Hann er ekki sammála því sem bent hefur verið á að áhersla hafi fyrst og fremst verið lögð á að selja íslenska hestinn sem keppnishest. „Eftirspurnin er hreinlega eftir keppnishestum og kynbótahrossum um þessar mundir og þar eru miklu dýrari gripir á ferðinni en fjöl- skylduhrossin. Við viljum selja sem mest af góðum hrossum úr landi, hvort sem það er fyrir fjölskyldur, til almennra hópútreiða, í keppnir eða til kynbóta. Hið opinbera er ekkert að skipta sér af því hvers konar hross eru til sölu.“ Sumarexem hefur um margra ára skeið verið viðvarandi hjá íslenska hestinum og sumir gagnrýnt að ekki sé nóg að gert í rannsóknum á exemi. Ágúst tekur undir það að sumarexem sé helsta heilsufarsvandamál íslenska hestsins um þessar mundir en bendir á að rannsóknir standi yfir á til- raunastöðinni á Keldum í samvinnu við erlendar háskólastofnanir sem miði að því að finna bóluefni við sum- arexemi. Verulegir fjármunir hafi verið settir í rannsóknina og m.a. hafi Framleiðnisjóður landbúnaðarins sett tíu milljónir króna á ári til þriggja ára í verkefnið. „Hitt er ann- að að betur má ef duga skal og það er alveg ljóst að við þurfum að efla þess- ar rannsóknir enn frekar.“ Viktoría krónprinsessa fær íslenskan hest að gjöf Hann segir langt frá því að búið sé að eyðileggja ímynd íslenska hestsins á erlendri grund eins og einhverjir hafi haldið fram. Íslenski hesturinn eigi mikla framtíð fyrir sér og nóg sé að líta til nágrannalandanna í þeim efnum. Töluvert hefur verið flutt út af íslenska hestinum það sem af er þessu ári og á dögunum voru 84 hross flutt í einu lagi til Svíþjóðar. Eitt hrossanna verður fært Viktoríu krón- prinsessu að gjöf frá íslensku þjóðinni á Íslandsdeginum í Stokkhólmi 28. maí næstkomandi. Þegar mest var flutt út af hrossum skömmu upp úr aldamótunum 1900, í kringum 6-7 þúsund hross á ári, voru íslenskir hestar gjarnan notaðir í kolanámum erlendis. Eftir að farið var að huga að útflutningi á reiðhest- um hefur útflutningurinn mestur ver- ið á þriðja þúsund hross á ári og náði hámarki, að sögn Ágústs, í kringum 1994-1995 en hefur frá þeim tíma minnkað. Í dag er útflutningurinn vel innan við 2000 hross á ári. Ágúst bendir á að samsetning hrossanna sé allt önnur í dag en áður. Þegar mest hafi verið flutt út hafi hross gjarnan verið flutt út í hópum með 2-3 verð- mætum hrossum í 20 hrossa hópi. „Nú eru hrossin sem flutt eru úr landi einfaldlega í hærri gæðaflokki en var og þar af leiðandi hlutfallslega verð- mætari. Þannig að verðmætið sem slíkt hefur ekki minnkað þótt hrossa- fjöldinn hafi minnkað.“ Þýskaland var lengi einn stærsti kaupandi á íslenskum hrossum en út- flutningur þangað hefur dregist veru- lega saman á undanförnum árum. Ágúst segir ástæðurnar marg- víslegar. Meðal annars sé um að kenna sumarexemi og áróðri gegn ís- lenskum hrossum fæddum á Íslandi auk þess sem tollarannsóknir þýskra stjórnvalda hafi sett strik í reikning- inn. Ákveðin vandamál hafi einnig verið í ræktunarstarfi Þjóðverja varðandi hvaða viðmiðunum skuli fylgt auk þess sem Þjóðverjar fram- leiði einfaldlega sjálfir mikið af ódýr- ari hrossum nú orðið. 60 þúsund hross í Þýskalandi Í Þýskalandi eru nú um 60 þúsund íslensk hross en til samanburðar eru þau 74 þúsund hér á landi. Ágúst seg- ist vera bjartsýnn á að Þýskalands- markaður taki við sér að nýju og bendir á að ákveðin vakning sé að verða þar varðandi ræktun hesta. Sem stendur eru Danmörk og Sví- þjóð tveir stærstu kaupendur ís- lenska hestsins og uppgangur hans sýnu meiri í Danmörku. Þangað hef- ur töluvert verið flutt út af stóðhest- um og verulega góðum hrossum síð- ustu misseri. Auk annarra viðskiptalanda sem þegar hafa fest sig í sessi, einkum á Norðurlönd- unum og Mið-Evrópu, hafa hrossa- ræktendur lengi horft vestur um haf, til Bandaríkjanna og Kanada. Ágúst segir útflutning þangað hafa gengið hægar fyrir sig en þó frekar upp á við. Þar, sem og annars staðar, snúist útflutningur ekki eingöngu um hross- in heldur útflutning á almennri þekk- ingu á íslenska hestinum. Þörf sé á að efla hana enn frekar svo hægt sé að auka útflutning á hrossum. „Sala á hrossum til útlanda er og verður al- gjörlega í höndum ræktenda og hestamanna sjálfra, hið opinbera þarf hins vegar að sjá um almenna kynn- ingu á hestinum og íslenskri hesta- mennsku og þar þarf verulega að taka til hendinni.“ Útflutningur á hrossum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum Auka þarf útflutn- ing á þekkingu tengdri hestinum                                          !"  #"  $"  $ % &  '() (   %%%% *+             !!" #   $ %&$ #'%% '& #  (  $  % #  # '  #'( # '& &' (              $               &           %                                            (' ' ' ' '   )  ) $ ) & ) % ) ) ) ) Morgunblaðið/RAX Hestur og ís í Breiðafirði. ÍSLENSKI Evróvisjón-hópurinn kom til Riga í Lett- landi síðdegis í gær og snemma í morgun átti að vera fyrsta æfing Birgittu Haukdal og hljómsveitar fyrir Evrópusöngvakeppnina sem fram fer næsta laugardag. Strax á flugvellinum biðu sjónvarpsfréttamenn frá Lettlandi og tóku Birgittu tali. Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar, sem verður kynnir í útsendingu sjónvarpsins og talsmaður hópsins, er Birgitta Haukdal meðal þeirra fimm söngvara sem mestur spenningur virðist vera kringum í keppninni. Segir hann að strax hafi fréttamenn og ljósmyndarar viljað fá við hana viðtöl og myndir og á hótelinu í gær- kvöldi voru ýmsir að fá hana til að vera með sér á myndum. Íslenska lagið verður það fyrsta á æfingu í dag og verður rennt nokkrum sinnum yfir lagið og kannað hvernig búningar og annað fer við ljós og bak- grunn sviðsins. Á dagskrá strax eftir æfingu er síðan fyrsti blaðamannafundurinn. Í kvöld eru fulltrúar allra keppnisþjóðanna boðnir í kvöldverð hjá borgarstjóra Riga. Birgitta Haukdal strax í viðtölum SIGURJÓN Einarsson var kjör- inn formaður Blindrafélagsins á aðalfundi félagsins á laugardag- inn. Sigurjón var einn þriggja sem buðu sig fram til formanns en aðrir voru Gísli Helgason, for- maður félagsins um tveggja ára skeið, og Einar Lee. Sigurjón hlaut 48 atkvæði, Gísli 43 og Ein- ar 12. Sigurjón segir að nýrri stjórn félagsins muni fylgja einhverjar nýjar áherslur. Hann segist meðal annars vilja auka upplýsingagjöf til félagsmanna og taka á fjár- hagsvanda Blindrastofunnar. Sig- urjón hefur setið í stjórn Blindra- félagsins í þrjú ár, þar af tvö sem varamaður en var nú síðast ritari stjórnar. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn félagsins eru Halldór Sæv- ar Guðbergsson, Einar Lee, Pálmi Stefánsson og Friðgeir Jóhann- esson en varamenn eru Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Lilja Sveins- dóttir og Rut Sveinsdóttir. Nýr formað- ur Blindra- félagsins ELSA B. Friðfinnsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, tók við formennsku í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga á fulltrúaþingi félagsins í síðustu viku, af Herdísi Sveinsdóttur. Að sögn Elsu mun hún láta af störfum sem aðstoð- armaður ráðherra á næstunni. Innt eftir því hvort með nýjum for- manni fylgi nýjar áherslur segir Elsa að auðvitað breytist alltaf eitthvað með nýju fólki. „Ég hef reynslu víða að úr heilbrigðiskerfinu og reynsla mín sem aðstoðarmaður heilbrigðis- ráðherra hefur sýnt mér öðru fremur að hjúkrunarfræðingar eigi að geta verið sterk rödd í umræðu um stefnu í heilbrigðismálum.“ Elsa segir m.a. að hún myndi vilja vinna að því að styrkja aðkomu hjúkrunarfræðinga að allri umræðu um þróun heilbrigð- ismála. Nýr formað- ur Félags ísl. hjúkrunar- fræðinga ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.