Morgunblaðið - 19.05.2003, Page 10

Morgunblaðið - 19.05.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur bent á tíu leiðir til þess að bæta lífs- kjörin enn frekar og hvetur til þess að ríkisstjórnarflokkarnir taki tillögurn- ar til gagngerrar skoðunar í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við gerð nýs stjórnarsáttmála. Í skýrslu Verslunarráðs er lögð mikil áhersla á að sýnt verði ríkt að- hald í rekstri hins opinbera á næstu árum, slíkt sé haldbesta leiðin til þess að draga úr þenslu og vinna gegn hækkun vaxta og gengis. Ráðið telur skynsamlegt að ríkisstofnunum verði fækkað um 30-40 á næstu fjórum ár- um og reksturinn verði einfaldaður. Það sé vænlegasta leiðin til þess að ná útgjöldum niður til lengri tíma. „Ís- lenskar ríkisstofnanir hafa margar hverjar bætt þjónustu og aukið tæknivæðingu til hagsbóta fyrir skattgreiðendur. Með skýrari mark- miðum í ríkisrekstrinum og fækkun stofnana má gera enn betur við að bæta þjónustu við skattgreiðendur fyrir minna fé,“ segir í skýrslunni. Þá leggur ráðið og til að Alþingi og ný ríkisstjórn eigi samráð um nýjar leið- ir sem styrki fjárlagagerð þannig að aðhald á útgjöld einstakra stofnana aukist. Varað við nýrri skattheimtu Í annan stað er hvatt til þess að rík- isstjórnin lækki áfram skatta og geri skattkerfið um leið einfaldara og gegnsærra en sérstaklega er varað við hugmyndum um nýja skatt- heimtu: „Verslunarráð Íslands varar sér- staklega við hugmyndum um nýja skattheimtu eins og gistináttagjaldi og gjaldi á gosdrykki sem hugmyndir hafa verið kynntar um á undanförn- um mánuðum. Allir eru þessi nýju „smáskattar“ kynntir sem leiðir til að auka tekjur ríkisins sem á að nýta til ýmissa misnauðsynlegra verkefna. Það hefur margoft sýnt sig að vanda- mál verða ekki leyst með sköttum og þjóðfélagið þrífst ekki á því að fólk skattleggi hvert annað. Smáskattar hér og hvar leiða til þess að skatt- kerfið verður flóknara, fjölga þarf skattheimtumönnum hins opinbera og enn fleiri starfsmenn í fyrirtækj- unum þarf til þess að sinna inn- heimtunni,“ segir í tillögum Verslun- arráðs. Í þriðja lagi er bent á að eftirlits- starfsemi hins opinbera sé orðin víð- tækari en áður og nauðsynlegt sé að gera hana skilvirkari. Mögulegt sé að færa eftirlitið til fyrirtækjanna sjálfra m.a. þannig að gæðavottun innan fyr- irtækjanna komi í stað opinbers eft- irlits. Stjórnin lögbindi fjár- framlög til einkaskóla Í skólamálum á framhalds- og há- skólastigi hvetur Verslunarráðið til þess að samið verði við fleiri einka- aðila um rekstur framhaldsskóla á næstu árum. Þá er lagt til að háskólar keppi um fjárveitingar til rannsókna og bent á að atvinnulífið sé einnig reiðubúið að taka aukinn þátt með samstarfi við háskóla og stuðla þann- ig að hagnýtari rannsóknum. Þá er minnt á að á tímum stórframkvæmda sé hætta á að þenslan sem þeim fylgi ryðji minni nýsköpunarverkefnum burt og því beri að skoða sérstaklega hvernig megi verja og styðja þá ný- sköpunarstarfsemi hér hafi þróast á undanförnum árum. Verslunarráð fullyrðir að á undan- förnum mánuðum hafi komið í ljós að ýmsir séu beinlínis andsnúnir einka- rekstri skóla á grunnskólastigi. Verslunarráð leggur hins vegar áherslu á að einkaskólar, bæði leik- skólar og grunnskólar, búi við traust- ara starfsumhverfi en það sem boðið hefur verið upp á hjá nokkrum sveit- arfélögum á síðustu árum. Þýðingar- mesta breytingin í þeim efnum væri sú að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að fjárframlög til einkaskóla hjá sveitarfélögum yrðu lögbundin og framlagið réðist af útreiknuðu með- altali við rekstur allra skóla á svæð- inu. Verslunarráð vill að leitað verði allra leiða til þess að auka hagkvæmni í velferðarkerfinu. „Nýverið lýsti ASÍ yfir áhuga á því að einkaaðilum yrðu falin verkefni á sviði heilbrigðismála sem leiddu til aukinnar hagræðingar en ekki aukinna útgjalda fyrir not- endur þjónustunnar. Á undanförnum misserum hefur kveðið við nýjan tón í umræðum um einkarekstur í velferð- armálum eins og best sést á tillögum ASÍ. Með því að hleypa einkafyrir- tækjum inn í þær greinar sem hafa verið nær algerlega einokaðar af hinu opinbera má leysa úr læðingi þann kraft sem býr í íslensku athafnafólki og frumkvöðlum. Um leið má bæta þjónustu og fjölga valkostum og fá meira fyrir hverja skattkrónu.“ Sömu leikreglur fyrir einka- markað og opinberan Verslunarráð segir veikleika ís- lensks vinnumarkaðar felast fyrst og fremst í því að í landinu séu tveir vinnumarkaðir; opinberi markaður- inn og einkamarkaðurinn. Það ósam- ræmi sem ríki milli þessara tveggja markaða veiki atvinnustarfsemina og geri allan samanburð erfiðan. Sam- ræma þurfi löggjöf varðandi starfs- menn á einkamarkaði og í opinbera geiranum, enda standi engin rök til þess að sérákvæði gildi um ráðningar og slit á ráðningarsamningi í opin- bera geiranum eða að opinberum starfsmönnum sé gert sérstaklega hátt undir höfði í lífeyrismálum. Minnt er á að útrásarfyrirtæki hér á Íslandi gætu á næstu árum og ára- tugum orðið mjög mikilvæg fyrir ís- lenskt þjóðfélag. Tvísköttunar- og fjárfestingarsamningar milli Íslands og annarra landa verði því sífellt mik- ilvægari. „Fáar leiðir eru jafn ábata- samar fyrir þjóðfélagið eins og að hraða gerð samninga af þessu tagi við önnur lönd; með þeim geta útrásar- fyrirtæki eflt alþjóðlega starfsemi sína, en jafnframt verið áfram íslensk og þar með íslenskir skattgreiðendur. Þá vill Verslunarráðið benda á að skattlagning starfsmanna útrásarfyr- irtækja verður að vera vel samkeppn- ishæf.“ Í tíunda lagi er ný ríkisstjórn hvött til þess að styðja framgang tilrauna- samfélags fyrir rafræn viðskipti, slíkt verkefni geti þýtt umtalsvert hagræði fyrir íslensk fyrirtæki, aukið hróður Íslands sem upplýsingasamfélags og bætt samkeppnisstöðu landsins. Verslunarráðið sendir ríkisstjórnarflokkunum hugmyndir Tíu leiðir að bætt- um lífskjörum Verslunarráð vill m.a. fækkun stofnana, sparnað í ríkisrekstri og lögbind- ingu framlaga til einkaskóla. Það hvetur til þess að einkafyrirtæki veiti velferðarþjónustu en varar sérstaklega við hugmyndum um nýja skatta. FJÖLMENNI heimsótti Freystein Jónsson í Vagnbrekku þegar hann fagnaði 100 ára afmæli sínu á laug- ardag. Var veislan sú einkar ánægjuleg. Blóm og kveðjur bárust víða að. Það var vissulega enginn „tregi í ranni“ á aldarafmæli Freysteins í Vagnbrekku. Meðan hann sefur fer hann að skjóta ref eða mink úti í skógi og þegar hann vaknar er hann umvafinn stórri fjölskyldu þar sem allir leggjast á eitt að gera honum ævikvöldið ánægjulegt og hjálpa honum að dvelja áfram í bænum sínum í sveitinni sinni. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Afmæli Freysteins í Vagnbrekku Mývatnssveit. Morgunblaðið. Freysteinn, Gunnar Egill Erlingsson, langafabarn, 8 mánaða, og Erlingur Guðmundsson, afabarn. Freysteinn segir að Gunnar Egill hafi veitt sér mesta gleði er hann dvaldi á Akureyri síðastliðinn vetur og áttu þeir margar ánægjustundir saman. OPIÐ málþing um sjálfsritskoðun og réttarvernd fjölmiðla verður haldið í Odda á morgun í tilefni af doktors- ritgerð dr. Herdísar Þorgeirsdóttur en hún lauk doktorsprófi á sviði þjóðaréttar við lagadeild Háskólans í Lundi í mars síðastliðnum. Herdís mun á málþinginu fjalla um doktorsritgerð sína en þar hefur hún rannsakað hversu virk réttarverndin er innan ritstjórna fjölmiðla og já- kvæðar skyldur stjórnvalda sem leiða af tjáningarfrelsisákvæði Mannrétt- indasáttmála Evrópu, ekki síst með tilliti til þróunnar í dómaframkvæd og í ljósi breyttra aðstæðna frá því að sáttmálinn tók gildi. Kemst Herdís meðal annars að þeirri niðurstöðu að réttarframkvæmd Mannréttinda- dómstóls Evrópu sé mun víðtækari en ætla hefði mátt í byrjun. Á málþinginu verður þeirri spurn- ingum meðal ann- ars velt upp, hvort fjölmiðlar njóti nægilegrar rétt- arverndar og hvort hún sé ann- ars eðlis en tján- ingarfrelsi ein- staklingsins. Þátttakendur í pallborðsumræð- um verða Eiríkur Tómasson, prófessor og forseti laga- deildar Háskóla Íslands, Björg Thor- arensen prófessor, og Styrmir Gunn- arsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Málþingið stendur milli klukkan 12.15 og 14 á morgun í stofu 101 í Odda en að málþinginu standa lagadeild Há- skóla Íslands og Lagastofnun, Lög- fræðingafélag Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Réttarvernd fjölmiðla rædd á málþingi Dr. Herdís Þorgeirsdóttir KARLMAÐUR, sem handtekinn var á laugardagsmorgun eftir inn- brot í þrjú hús á Selfossi, hefur verið úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Lögreglan á Sel- fossi segir að maðurinn hafi ítrek- að komið við sögu lögreglu und- anfarnar vikur. Af þeim sökum var ákveðið að láta reyna á kröfu um síbrotagæslu fyrir héraðsdómi Suðurlands, sem úrskurðaði hann í mánaðarlangt gæsluvarðhald á laugardagskvöld. Lögreglan seg- ist rannsaka nokkur mál sem maðurinn hefur átt aðild að und- anfarnar vikur. Innbrotsþjófur í síbrotagæslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.