Morgunblaðið - 19.05.2003, Page 15

Morgunblaðið - 19.05.2003, Page 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 15 UM 1.200 börn heimsækja Borg- arleikhúsið þessa dagana en það er liður í barnastarfinu sem boðið hefur verið uppá í húsinu undan- farin átta ár. „Þessi hópur kom í heimsókn í Borgarleikhúsið í fyrra og kynnt- ist þá starfseminni í ýmsum deild- um hússins,“ segir Sigrún Val- bergsdóttir kynningarstjóri Borgarleikhússins. „Núna fá þau að kynnast starfi leikaranna og að þessu sinni er bryddað uppá ný- breytni sem er spunavinna í sam- vinnu við börnin. Þau segja frá draumum sem þau hefur dreymt og síðan taka leikararnir við og sýna þeim drauminn með tilheyr- andi leikhljóðum og ljósagangi. Draumurinn er jafnvel endurtek- inn ef börnin vilja leiðrétta eitt- hvað í útfærslunni. Framboð á draumum er takmarkalaust og reynt að sýna eins marga drauma og hægt er að komast yfir.“ Það er stór leikarahópur Leik- félags Reykjavíkur sem kemur að þessari vinnu. Morgunblaðið/Kristinn Leikarar Borgarleikhússins leika drauma barnanna. Börnin segja leikurum frá draumum sínum GUNNLAÐARSAGA eftir Svövu Jakobsdóttur var nýverið gefin út í Frakklandi á vegum bókaútgáf- unnar José Corti. Bókmenntatíma- ritið Le matric- ule des Anges fjallaði á dögun- um um bókina undir fyrirsögn- inni Norrænn lífsmjöður þar sem sagði meðal annars: „Falleg- asti kostur Gunnlaðar sögu er hversu marg- hliða hún er. Hún er skáldsaga um vitfirringu, einsemd, útskúfun og um það hversu lífseig goðsögnin getur verið.“ Gunnlaðarsaga kom upphaflega út hjá Forlaginu árið 1987 en hefur einnig verið gefin út á ítölsku, litháísku, dönsku, sænsku, finnsku og norsku, auk frönsku. Sagan var tilnefnd af Íslands hálfu til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut ennfremur Henrik Steff- ens-verðlaunin árið 1997. Þýðandi frönsku útgáfunnar er Régis Boyer, prófessor emerítus við Sorbonne-háskóla í París og einn helsti sérfræðingur Frakka í norrænni menningu. Hann hefur þýtt stóran hluta íslenskra forn- sagna auk þess að þýða mörg skáldverk eftir íslenska samtíma- höfunda. Gunnlaðar- saga á frönsku Svava Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.