Morgunblaðið - 19.05.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 19.05.2003, Síða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 27 Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í maí og júní á hreint ótrú- legu verði, en nú er sumarið komið á vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Sólar- tilboð í maí og júní frá kr. 19.950 með Heimsferðum Benidorm Verð frá kr. 29.962 28. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Ekki inni- falið: Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Rimini Verð frá kr. 29.962 27. maí og 10. júní. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli erlendis kr. 2.800. Mallorca Verð frá kr. 39.962 9. júní. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Costa del Sol Verð frá kr. 39.962 21. og 28. maí. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli erlendis kr. 1.800. Prag Verð frá kr. 19.950 23. maí. Flugsæti með sköttum, 2 fyrir 1 til Prag. Verð miðast við að 2 ferðist saman. Barcelona Verð frá kr. 29.950 22. og 29. maí. Flugsæti með sköttum. Tryggðu þér síðustu sætin í maí og júní * Verð er staðgreiðsluverð. Almennt verð er 5% hærra og miðast við ef greiðsla hefur ekki borist frá kortafyrirtæki fyrir brottför. Sumarmarkaður í Bjarkarási verður miðvikudaginn 21. maí kl. 16–19. Til sölu verða listmunir, með- al annars úr leir og tré, úr Smiðjunni og lífrænt ræktað grænmeti og sum- arblóm úr gróðurhúsinu. Styrkt- arfélag vangefinna rekur hæfing- arstöðina Bjarkarás í Stjörnugróf 9. 50 ára afmælishátíð Gagnfræð- ingar útskrifaðir frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1953 halda af- mælishátíð í tilefni þess að þeir eiga 50 ára útskriftarafmæli. Hátíðin verður haldin í Versölum, í húsi Iðn- aðarmannafélagsins við Hallveig- arstíg, föstudaginn 23. maí nk. og hefst borðhald kl. 19. Mætum öll. Nýjar lausnir fyrir verkfræðinga, arkitekta og hönnuði er yfirskrift kynningar á Precision-hönn- unarvélum og gagnageymslulausn- um frá Dell og EMC sem EJS, í samvinnu við Dell og Snertil, sölu- aðila Autodesk/AutoCAD á Íslandi, efnir til á Grand hóteli á morgun, miðvikudaginn 21. maí, kl. 9–13. Meðal fyrirlesara verður James McMahon, sérfræðingur frá Dell. Kynntar verða Dell Precision- vinnustöðvar, gagnageymslulausnir og hugmyndafræði frá Dell og EMC. Nánari upplýsingar og skrán- ing eru á www.ejs.is/vidburdir. Næring og nýrnabilun heitir erindi Kolbrúnar Einarsdóttur næring- arráðgjafa sem flutt verður á fræðslufundi Félags nýrnasjúkra miðvikudaginn 21. maí nk. í Hátúni 10b kl. 20.00. Í erindi Kolbrúnar verður fjallað um mataræði nýrna- sjúkra, og verður erindið flutt í kaffiteríunni á 1. hæð. Málstofa í ljósmóðurfræði verður haldin laugardaginn 24. maí í stofu 103 í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Mál- stofan hefst kl. 13 og þar munu verð- andi ljósmæður kynna lokaverkefni sín til embættisprófs. Erindi flytja Guðrún S. Ólafsdóttir, Inga Vala Jónsdóttir, Rannveig B. Ragn- arsdóttir, Málfríður S. Þórðardóttir, Halla Björg Lárusdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Anna Sigríður Vern- harðsdóttir og Halla H. Harðar- dóttir. Í lok málstofunnar verður kynning á nýjum fræðsluvef um ljósmóðurfræði, www.ljosmodir.is. Á NÆSTUNNI Fyrirlestur á vegum lagadeildar HR verður á morgun, þriðjudaginn 20. maí, kl. 12–13. Tero Mustonen frá tækniháskólanum í Tampere í Finn- landi heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um umhverfismál og lög- gjöf á norðurslóðum frá sjónarhóli frumbyggja. Tero Mustonen stýrir verkefninu Snowchange. Snow- change er samstarfsverkefni sem m.a. snýr að því að safna og skjalfesta athuganir frumbyggja (fyrst og fremst Sama) á loftslagsbreytingum í kringum norðurheimskautið. Á MORGUN BORIST hefur yfirlýsing frá Sam- tökum verslunar og þjónustu, SVÞ, sem hér er birt örlítið stytt: „Samtök verslunar og þjónustu telja mikilvægt að lækka smásölu- verð matvæla á Íslandi. SVÞ beina þeirri áskorun til stjórnmálamanna að stuðla að því með því að standa við kosningaloforðin um lækkun skatts á matvæli. Auk þess að draga sem fyrst úr vernd fyrir íslenskan land- búnað í formi hárra gjalda á innflutt matvæli, sem skekkja markaðinn og eru í reynd tæknilegar markaðs- hindranir og opinber neyslustýring. Samtök verslunar og þjónustu telja brýnt að það verð sem neytend- ur greiða fyrir matvæli á Íslandi lækki til samræmis við samkeppnis- markaði í Evrópulöndum. Ef litið er til virðisaukaskatts á matvæli þá er skatturinn hér á landi verulega hærri en víða í Evrópu. Þetta ásamt mjög háu verði innlendra landbún- aðarvara og ofurtolla á innfluttar landbúnaðarvörur er meginástæða þess að smásöluverð matvöru er hér svo hátt sem raun ber vitni. Smásölu- verslunin hefur ítrekað verið ásökuð fyrir þetta, en allir sem skoða málið og til þekkja vita að ástæðan liggur ekki þar heldur í stjórnvaldsákvörð- unum um mikla vernd innlends land- búnaðar og eins og áður sagði hærri virðisaukaskatt en tíðkast víða í Evr- ópu. SVÞ hafa bent á að mikilvægt sé að styrkir til íslensks landbúnaðar séu gegnsæir og í formi beinna fram- laga sem bjaga ekki markaðinn eins og verndartollar gera nú. SVÞ brýna þá stjórnmálamenn sem koma að samningu stjórnarsátt- mála, að standa við kosningaloforðin um lækkun matvælaverðs með lækk- un skatta og álaga á matvæli. Um- rædd verðlækkun er nauðsynleg og verslunin mun fyrst allra fagna slík- um ráðstöfunum.“ Skattar á matvæli verði lækkaðir FJÖLMENNI var á fyrstu út- skriftarathöfninni hjá Sjúkra- flutningaskólanum sem fram fór nýlega á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útskrifaðir voru 42 nemendur sem luku grunn- námskeiðum í sjúkraflutningum sem haldin voru í mars og apríl síðastliðnum, þar af voru þrjár stúlkur. Til þess að geta sótt um starfsréttindi sem sjúkraflutn- ingamaður þarf viðkomandi að hafa lokið grunnámskeiði í sjúkraflutningum. Nemendurnir komu víða að af landinu en grunnnámið er fjölþætt og miðar að því að gera þátttakendur færa um að tryggja öryggi slasaðra á vettvangi, meta ástand sjúklinga og hefja viðeigandi meðferð. Auk þess sem skólastjóri, Hildigunnur Svavarsdóttir, afhenti skírteini fluttu ávörp, Þorvaldur Ingvars- son, formaður stjórnar skólans, Úlfar Hauksson, formaður RKÍ, Erling Þór Júliníusson, slökkvi- liðsstjóri á Akureyri, og Friðrik Jónsson, nýútskrifaður sjúkra- flutningamaður frá Húsavík. 42 útskrifast úr Sjúkra- flutningaskólanum Morgunblaðið/Kristján Hluti þeirra nemenda sem útskrifuðust frá Sjúkraflutningaskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.