Morgunblaðið - 19.05.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 19.05.2003, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 33 ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10. B.I. 16. Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 5, 8 og 11. / Sýnd kl. 8 og 10.. FerðalögFimmtudaginn . maí fylgir Morgunblaðinu blaðauki um29 Meðal annars verður fjallað um: • gönguferðir • tjaldsvæði landsins • ferðalög á hálendið • nestið í ferðalagið • viðburði og uppákomur vítt og breitt um landið í sumar • óviðjafnanlegar náttúruperlur • nýjungar í afþreyingu • nýja gististaði og veitingahús • leiki og skemmtun fyrir börnin í aftursætinu. Blaðið verður í nýju broti, þverformi 25x19 sm, heftað og prentað á 60 gr pappír. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 föstudaginn 23. maí. Skilafrestur er til kl. 12 mánudaginn 26. maí. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Upptökur af götugengjum (Gang Tapes) Spennumynd Bandaríkin 2002. Myndform. VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Adam Ripp. Aðalleikendur: Trivell, Dar- ontay McClendon, Vi Reasons, Darris Love, Don Cambell. ENN ein „raunsæismyndin“ um ástandið í blökkumannahverf- um Bandaríkjanna hefst á því að heim- ilisfaðir er að mynda fjölskylduna í skemmtiferð í Hollywood. Þau upplifa martröð utanbæjarmannsins, að villast og lenda í soranum. Það er ráðist á þau og upp frá því er það Kris, ungur negrapiltur, sem tek- ur upp á stafrænu tökuvélina. Hann myndar daglegt líf í South Central á flækingi sínum um hverfið þar sem hversdagurinn snýst um dóp, ofbeldi og glæpi. Hann ferðast með heima- genginu í nokkra daga, eða á meðan það hefur ekki lent í útistöðum við andstæðinga í næsta hverfi og er flest ofan moldu. Vissulega áhrifarík og gefur sjálf- sagt nokkuð líklega sýn af örmu mannlífi þar sem rustamennska ræð- ur ríkjum og tætingsleg, rappjarm- andi ungmenni skrölta í gegnum dag- inn. Bera enga virðingu fyrir einu eða neinu og uppskera að lokum eins og þau sá. Þetta er vonlítil mynd um von- laust fólk sem veit ekki hvað von er. Verkið hefur vakið nokkra athygli vestra þar sem kvikmyndahúseigend- ur þorðu ekki að taka það til sýningar í bíóum sínum. Ástæðan sú hrottalega mynd sem það gefur af ævi og örlög- um ungmenna á öngstrætum slömmanna. Vitfirringin sem stjórnar rótlausu lífi unglinga sem virðast halda með glöðu geði beint í glötunina og enginn til að reyna að beina þeim á réttari brautir. Nokkuð frumleg og forvitnileg, gerð af Adam Ripp, sem er hvítur og af gyðingaættum, af öllum mönnum.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Í stórborgar- frumskóg- inum MARGT góðra gesta heimsóttu Kjarvalsstaði á laugardag, en þá voru opnaðar tvær sýningar í safninu. Annars vegar sýning á verkum Arnar Þorsteinssonar. Örn vinnur verk sín úr sæbörðum granítsteinum sem hann finnur í fjörum Skagafjarðar og mótar þau á bryggju við Reykjavík. Sýn- ing Arnar teygir sig vítt og breitt um ganga Kjarvalsstaða í formi furðudýra og goðsagnavera sem flatmaga á gólfinu eða skima yfir svæðið af stöplum. Hins vegar var opnuð sýning á rússneskum ljósmyndum. Um er að ræða síð- ari hluta samstarfsverkefnis Listasafns Reykjavíkur og Ljós- myndasafns Moskvu, en áður hafa íslenskar ljósmyndir verið sýndar í Rússlandi. Ljósmyndirnar á sýn- ingunni spanna tímabilið allt frá miðri nítjándu öld til nútímans og sýna bæði breytingar í ljósmynd- un og ekki hvað síst breytingar á samfélaginu. Báðar standa sýn- ingarnar til 15. júní, en safnið er opið alla daga frá 10 til 17. Ekki var annað að sjá en þau Niels P. Sigurðsson, Guð- mundur Jónsson og Fríða Halldórsdóttir kynnu vel að meta þessa blöndu af ljósmyndum og höggmyndum. Sif Aðils ásamt Sergei og Lenu Burasovsky, en Sergei er formaður Rússneska ljósmyndarasambandsins, og settu þau upp sýninguna. Morgunblaðið/Arnaldur Höggmyndir Arnar Þorsteinssonar vöktu verðskuldaða athygli gesta. Tvær sýningar hófust á Kjarvalsstöðum um helgina Meitlaður steinn og fangaðir skuggar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.