Morgunblaðið - 19.05.2003, Side 36

Morgunblaðið - 19.05.2003, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. BIÐIN er á enda hjá íslenskum knatt- spyrnuáhugamönnum sem og leikmönnum, því Landsbankadeildin í knattspyrnu hófst í gær með fjórum leikjum. Alls voru fjór- tán mörk skoruð í gær, og fóru þrettán þeirra í rétt mark en eitt fór í eigið mark. Ekkert var gefið eftir í baráttunni á vell- inum og fór rauða spjaldið í tvígang á loft í gær. Í kvöld eigast við Þróttur og KR en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Morgunblaðið/Árni Torfason Markaveisla og rauð spjöld  Lögðum upp/B2 MUN MINNA er nú flutt út af íslenskum hestum en fyrir nokkrum árum; árið 1995 voru flutt út liðlega 2.600 hross en í fyrra hálft annað þúsund. Mestur var útflutningur þó skömmu upp úr aldamót- unum 1900, eða í kringum 6–7 þúsund hross á ári, en þá voru íslenskir hestar gjarnan notaðir í kolanám- um erlendis. Eftir að farið var að huga að útflutningi á reiðhestum hefur útflutningurinn aftur á móti mestur verið á þriðja þúsund hross á ári. Þrátt fyrir minni útflutning hefur verðmæti hans hins veg- ar því sem næst staðið í stað nokkur undanfarin ár, einkum vegna aukins útflutnings á góðum reiðhest- um og keppnishestum. Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur telur að íslenski hesturinn eigi mikla framtíð fyrir sér og nóg sé að líta til nágrannalandanna í þeim efnum. Töluvert hafi verið flutt út af íslenska hestinum það sem af er árinu og á dögunum voru 84 hross flutt í einu lagi til Svíþjóðar. Eitt hrossanna verður fært Viktoríu krónprinsessu að gjöf frá íslensku þjóðinni á Íslandsdeginum í Stokkhólmi 28. maí næstkom- andi. Ágúst bendir á að samsetning hrossanna sé allt önnur nú en þegar útflutningurinn var meiri. „Nú eru hrossin sem flutt eru úr landi einfaldlega í hærri gæðaflokki en var og þar af leiðandi hlutfallslega verðmætari. Þannig að verðmætið sem slíkt hefur ekki minnkað þótt hrossunum hafi fækkað.“ Færri og verðmeiri hross utan  Auka þarf/6 SIGMAÐUR sem fékk á sig grjót í Hornbjargi á laugardag og kast- aðist niður 7–8 faðma er lærbrot- inn og með áverka á hendi. Hann gekkst undir aðgerð á bæklunar- deild Landspítalans en þangað var hann fluttur með þyrlu Landhelg- isgæslunnar, síðdegis á laugardag. Að sögn læknis er heilsa mannsins annars eftir atvikum góð. Maðurinn var við eggjatínslu í austurhluta Hornbjargs norðan við Hornbjargsvita er grjótið féll á hann og slasaði. „Steinninn sem féll á hann hefur sennilega legið of- an á handvaðnum sem hann ætlaði að fara upp eftir, því þegar hann tekur í vaðinn kemur steinninn niður. Hann fer rétt við andlitið á honum og í lærið á honum. Höfuðið slapp, sem betur fer,“ útskýrir Tryggvi Guðmundsson, einn af sex samferðamönnum mannsins, en Tryggvi hefur margra ára reynslu af bjargsigi. Maðurinn var vanur sigmaður og vel búinn, með hjálm á höfði. Tryggvi segir að maðurinn hafi verið neðst við bjargræturnar er slysið varð og hallinn því ekki mikill. Segir hann manninn hafa kastast niður um sjö til átta faðma. „Við vorum sem betur fer margir saman og gátum hjálpast að. Það var ekki margt sem við höfðum við hendina, en við höfð- um tvær árar og björgunargalla sem við bundum saman og gátum flutt hann eftir fjörunni þar sem gúmmíbáturinn var.“ Slysið varð um tvöleytið en hinn slasaði var kominn á sjúkra- hús í Reykjavík laust fyrir kl. 20 um kvöldið. „Það var til að byrja með erfitt að ná fjarskiptasam- bandi úr gúmmíbátnum og svo tók tíma að bera hann í fjörunni. Þetta er stórgrýtt fjara og mjög erfið yfirferðar. Við urðum að gera þetta í mörgum áföngum.“ Tilkynnt um slysið kl. 14.42 Fjarskiptastöðinni í Vest- mannaeyjum barst fyrst tilkynn- ing um slys í Hornbjargi kl. 14.42 á laugardag. Kallið barst frá fylgdarmönnum hins slasaða en þeir höfðu í fjöruborðinu gúmmí- bátinn Patton og tilkynntu slysið þaðan í gegnum talstöð. Var þeg- ar í stað haft samband við Land- helgisgæsluna og var ákveðið að senda bát frá Ísafirði á vettvang. Ekki þurfti þess þó þegar til kast- anna kom og var honum snúið við. Nálægt skip, Sædís ÍS, heyrði einnig hjálparkallið og kom á slys- stað og var til aðstoðar. Reimar Vilmundarson, skip- stjóri á Sædísi, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa vitað af lækni í bát við Hornvík og fór einn af fylgdarmönnum hins slasaða á gúmmíbátnum Patton að sækja lækninn. Var síðan ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunn- ar í loftið kl. 16.07 og lenti hún með hinn slasaða við Landspítala háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 19.45 á laugardagskvöldið. Sigmaður í Hornbjargi fékk á sig grjót og féll 7–8 faðma Erfiðar aðstæður í stórgrýttri fjörunni ÞESSIR stoltu foreldrar svömluðu með ungana sína fimm á Bakka- tjörn á Seltjarnarnesi í gær. Nú er sá tími að ungar eru að skríða úr eggjum og má víða sjá litla hnoðra svamla um í tjörnum og pollum. Þá getur verið enn skemmtilegra en endranær að fylgjast með fuglalíf- inu, sérstaklega fyrir þá sem sjálfir eru enn ungir að árum. Morgunblaðið/Arnaldur Álftir með unga á Bakkatjörn SÍFELLD hækkun opinberra út- gjalda er verulegt áhyggjuefni og mikilvægt er að ný ríkisstjórn hefji vinnu við fækkun ríkisstofn- ana með niðurlagningu og samein- ingu þeirra og setji sér það mark- mið að fækka ríkisstofnunum um 30–40 á næstu fjórum árum. Þetta er meðal þeirra atriða sem Verslunarráð Íslands hvetur til að verði tekin til alvarlegrar skoð- unar við vinnu við gerð nýs stjórn- arsáttmála sem nú stendur en skýrsla ráðsins, sem send hefur verið formönnum stjórnarflokk- anna, kallast „Tíu leiðir til að auka árangur fyrir Ísland“. Verslunarráð minnir á að fram- undan sé tímabil aukinnar spurnar eftir vinnuafli og því mjög brýnt að stjórnvöld dragi úr vinnuafls- eftirspurn hins opinbera. Það sé ekki síst á tímum góðæris sem mest hætta sé á að útgjöld rík- issjóðs aukist og aðhald í ríkis- rekstrinum minnki. Einföldun rík- isrekstrarins sé ein besta leiðin til að draga úr útgjöldum til lengri tíma; nú séu starfræktar 230 rík- isstofnanir og ný ríkisstjórn eigi því að setja sér það markmið að fækka þeim um 30–40 á kjörtíma- tímabilinu sem í hönd fer. Með fækkun ríkisstofnana megi ein- falda ríkisreksturinn og auka hag- kvæmni þeirra stofnana sem eftir verði. Verslunarráð leggur í þessu sambandi til að sett verði á stofn hagræðingarnefnd sem hafi það hlutverk að vinna að einföldun og sparnaði í ríkisrekstrinum á næstu fjórum árum. Ríkisstofnunum verði fækkað um 30 til 40  Tíu leiðir/10 FORMENN Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hittust á fundi í gærkvöldi ásamt varaformönnum flokkanna og nokkrum sérfræðingum og héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra, segir formennina hafa rætt skiptingu ráðuneyta í víðu samhengi en engin niðurstaða sé enn komin. „Það er enn of snemmt að fara að ræða eitthvað slíkt,“ sagði Illugi í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði viðræðurnar vera í góðum farvegi og að vel miðaði í samkomulagsátt. „Þetta hefur þok- ast áfram. Undirbúningsvinnan er ennþá í gangi, en þetta tekur auðvitað allt sinn tíma.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgun- blaðsins er þess að vænta að lokið verði við stjórn- arsáttmálann um miðja vikuna. Línurnar farnar að skýrast ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.