Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Efnisyfirlit Austurbær ............................... 15 Ás ...................................... 22—23 Ásbyrgi .................................... 44 Berg ............................................ 12 Bifröst ....................................... 43 Borgir ................................ 38—39 Eign.is ........................................ 36 Eignaborg .................................. 41 Eignalistinn .............................. 48 Eignamiðlun ....................... 18—19 Eignaval .................................... 34 Fasteignamarkaðurinn .. 46—47 Fasteignamiðlunin .................. 45 Fasteignamiðstöðin .................. 4 Fasteignasala Mosfellsbæjar 10 Fasteignasala Íslands ............... 7 Fasteignastofan ...................... 28 Fjárfesting .................................. 4 Fold .............................................. 31 Foss ............................................... 3 Garður ....................................... 23 Garðatorg .................................... 5 Gimli ........................................ 6—7 101 Reykjavík ........................... 29 Heimili ....................................... 38 Híbýli ......................................... 27 Hóll ...................................... 40—41 Hraunhamar ...................... 20—21 Húsakaup .................................. 35 Húsavík ........................................ 9 Húsin í bænum ........................... 8 Húsið .......................................... 33 Höfði .................................. 24—25 Kjöreign ..................................... 32 Laufás ......................................... 13 Lundur ................................. 16—17 Lyngvík ................................ 14—15 Miðborg ....................................... 11 Remax ........................................ 37 Skeifan ...................................... 30 Smárinn ..................................... 33 Stakfell ....................................... 15 Í BÚÐALÁNASJÓÐUR er öflugt þjónustufyrirtæki í eigi íslenska ríkisins og er sjóðnum ætlað að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í hús- næðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráð- anlegum kjörum. Íbúðalánasjóði er ætlað að vera fjárhagslega sjálfstæður og á að standa undir kostnaði af lánveit- ingum og rekstri með eigin tekjum. Þessum markmiðum hefir Íbúðalánasjóður náð á und- anförnum árum. Sjóðurinn hefur afgreitt rúmlega 10 þúsund hús- næðislán árlega og eru heildar- eignir sjóðsins nú um 400 millj- arðar króna. Skilvirkni sjóðsins hefur verið mikil undanfarin misseri, enda telja margir að starfsmenn sjóðs- ins skipti jafnvel hundruðum. Svo er þó ekki. Starfsemi í tveimur landshlutum Starfsemi Íbúðalánasjóðs fer fram í tveimur landshlutum. 43 starfsmenn eru í Reykjavík og 12 á Sauðárkróki. Í reynd er um einn starfsstað að ræða og ræður þar mestu nútímatækni. Á Sauðárkróki er rekið síma- og þjónustuver. Þeir 15.000 við- skiptavinir sem hringja í hverjum mánuði verða ekki varir við vega- lengdir sem skilja að. Starfsemi Íbúðalánasjóðs í Reykjavík er í Borgartúni 21, en á Sauðárkróki í leiguhúsnæði á Ártorgi 1. Íbúðalánasjóður leggur áherslu á að að hafa við störf hæfileikaríkt fólk með áhuga og metnað til að veita góða þjónustu og sinna starfi sínu af alúð. Áhersla hefur verið lögð á að búa starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur starfs- og fjölskylduábyrgðar, til dæmis með sveigjanlegum vinnutíma. Meginsvið Íbúðalánasjóðs Meginsvið Íbúðalánasjóðs eru þrjú:  Þjónustusvið lána sem sér um alhliða þjónustu við lántak- endur, upplýsingagjöf, af- greiðslu lána og innheimtu. Starfsemin á Sauðarkróki fellur undir þjónustusvið lána.  Fjármögnunar- og fjárstýring- arsvið sem skal tryggja fjár- mögnun útlána og sjá um fjár- stýringu sjóðsins.  Rekstarsvið sem sér um innri rekstur og starfsmannamál.  Þá starfar innan sjóðsins hópur sérfræðinga sem heyrir beint undir framkvæmdastjóra og er ætlað að veita sérfræðiráðgjöf á sviði lögfræði og stefnumótunar jafnframt því að annast mark- aðs- og kynningarmál. Þjónustufyrirtækið Íbúðalánasjóður Markaðurinn eftir Hall Magnússon, sérfræðing stefnumótunar og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/ hallur@ils.is hvað er í boði á öllu Stór- Reykjavíkursvæðinu í ró og næði, því skrifstofan hér er tölvutengd við skrifstofur Höfða í Reykjavík og Hafnarfirði,“ segir Álfheiður. „Markmið okkar er að ná til allra sem heimsækja Smáralind, hvaðan sem þeir koma af landinu, með aukinni þjónustu hvort sem FASTEIGNASALAN Höfði hefur opnað útibú í Smáralind, við hlið- ina á Spron, beint á móti Hag- kaupsverzluninni. Álfheiður Em- ilsdóttur mun sjá um rekstur útibúsins. „Það verður opið alla daga vik- unnar og lögð mikil áhersla á helgarnar, en þá getur fólk skoðað fólk leitar að nýbyggingum eða eldra húsnæði. Með þessu erum við að gera út á lengri opnunar- tíma og færa okkur út til fólksins í staðinn fyrir að að fá fólkið til okkar.“ Opið verður alla virka daga frá klukkan 13 til 19 og um helgar frá klukkan 12 til 18. Morgunblaðið/Arnaldur Frá vinstri: Runólfur Gunnlaugsson, fasteignasali í Höfða, Ásmundur Skeggjason sölustjóri og Álfheiður Emilsdóttir, sem mun annast rekstur útibús Höfða í Smáralind. Höfði opnar útibú í Smáralind FRJÁLSI fjárfestingarbankinn hækkaði fyrir skömmu veðsetning- arhlutfall fasteignalána í allt að 80% af verðmæti fasteignar og lengdi lánstímann í 30 ár. Að sögn Kristins Bjarnasonar, framkvæmdastjóra bankans, hafa viðbrögð viðskipta- vina bankans verið mikil og jákvæð. „Fólk er að taka lán ýmist til fast- eignakaupa eða endurbóta á fast- eignum eða einfaldlega til að auka fjárhagslegt svigrúm sitt,“ sagði Kristinn. „Margir hafa bæði áhuga og þörf á að stokka upp fjármálin hjá sér. Ráð- gjafar bankans fara þá yfir skulda- stöðuna með viðkomandi og koma með úrræði til hagsbóta fyrir við- skiptavininn. Margir eru með óhagstæð skammtímalán með óhóflegri greiðslubyrði. Dæmi eru um að fólk hafi lækkað greiðslubyrði sína um allt að helming með því að taka lang- tímalán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum og greiða þannig upp óhagstæð skammtímalán og jafnvel fjárnám o.þ.h. Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki með góða reynslu og menntun sem nýtist viðskiptavinum bankans vel. Á útlánasviði starfa t.d. viðskipta- fræðingur, rekstrarfræðingur, tveir lögfræðingar og tveir löggiltir fast- eignasalar auk annarra bankastarfs- manna með áralanga reynslu af út- lánastarfsemi, og einbeita þeir sér allir að því að veita persónulega og sveigjanlega þjónustu þannig að hægt sé að mæta þörfum hvers og eins. Býður 80% lán til 30 ára STÓLLINN „Hvíld fyrir jakkann“ er hannaður af hinum þekkta arkitekt Hans Wegners og er frá 1953. Þetta er skemmtilegur stóll og þægilegur að sögn. Fyrir jakkann TÚLÍPANAR eru mikilvæg og falleg vorblóm sem hafa látið æ meira að sér kveða í görðum landsmanna og í ýmsum reitum á almannafæri, eink- um á umferðareyjum og víðar á höf- uðborgarsvæðinu. Garðatúlípani þekkist hvergi villt- ur en hins vegar er til dvergtúlípani sem vex villtur í fjallahéruðum í A-Túrkestan. Hann er víða ræktaður í görðum, líka hér á landi. Garða- túlípani varð til í ræktunaraðferðum Tyrkja og Persa en tulipan er tyrk- neska og þýðir vefjarhöttur. Sendiherra Auturríkis í Konst- antínópel flutti hann til Vínarborgar 1554 og þaðan dreifði ræktun hans sér um Evrópu. Túlípanar urðu tískublóm í Evrópu , einkum í Hol- landi og þar braust út „túlípana- æði“ í kringum 1630. Í kjölfar þess kom svo „túlípanagjaldþrot“, en alla tíð síðan hafa Hollendingar staðið fremst í túlípanarækt. Túlípanar – vorblómin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.