Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 27
að vera þar með annan fótinn síð- an ég byrjaði í námi. Þar að auki finnst mér húsagagnahönnun á Norðurlöndum standa einna fremst í heiminum í dag. Víða annars staðar einkennist húsgagnahönnunin alltof mikið af sölumennsku og litlu öðru. Það liggur lítil eða engin hugmynd að baki, til hvers á að nota hlutinn og hvort hann er hentugur í því skyni. Hér heima smíðar fyrirtæki, sem heitir Sóló húsgögn fyrir mig mikið af þeim frumeintökum hús- gagna, sem síðan fara í framleiðslu erlendis.“ Sænsk verðlaun fyrir hönnun Það vakti athygli fyrir skömmu, er Sigurður hlaut sænsku hönn- unarverðlaunin, sem kennd eru við Torsten og Vönju Söderberg. Verðlaunaféð var 500.000 s. kr., sem jafngildir um fjórum og hálfri millj. ísl. kr. Verðlaunin eru því með þeim hæstu, sem einstakling- um eru veitt á sviði hönnunar. Í tilefni verðlaunanna verður haldin yfirlitssýning á verkum Sig- urðar í Röhsska-safninu í Gauta- borg og gefið út rit um verk hans í nóvember nk., þegar verðlaunin verða formlega afhent. Safnið ein- beitir sér að hönnun og listiðnaði og hefur jafnframt milligöngu um veitingu Söderbergverðlaunanna. „Þetta eru ekki samkeppnis- verðlaun heldur miklu fremur hvatningarverðlaun,“ segir Sigurð- ur. „Þeir sem veita þessi verðlaun eru safnstjórar allra hönnunar- safna á Norðurlöndum. Þetta er ansi vítt svið og því margir aðilar, sem koma til greina við verðlauna- úthlutunina. Áður hafði ég fengið verðlaun frá Bruno Mathson fond- en 2001.“ „Nú er ég að teikna innréttingar í safn í Svíþjóð,“ segir Sigurður Gústafsson arkitekt að lokum. „Þar hanna ég allt frá a til ö, meira að segja hnífapörin í veit- ingasalinn.“ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 B 27HeimiliFasteignir Fjöldi kaupenda á skrá - Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna. Verðmetum samdægurs. Rauðagerði Einbýli - tvíbýli. Mjög vel staðsett 224 fm tvílyft hús á þessum eftir- sótta stað. Húsið er í dag 5 herbergja íbúð á efri hæð, þ.e. saml. stofur með suðursvöl- um, þrjú svefnherbergi eldhús og baðher- bergi. Á neðri hæð er einstaklingsíbúð. 50 tm tvöfaldur innbyggður bílskúr. Gróinn garður. Miðborgin Glæsileg 133 fm íbúð í á tveimur hæðum með sérinng. í nýlegu húsi. (raðhús). Stórar stofur, 3 góð svefnherbergi, vandað flíalagt baðherb. gestasnyrting. Allt sér. Bílastæði fylgir. Einstakt útsýni. Áhv. húsbr. 6 millj. Verð 19,7 millj. Þverbrekka Skemmtileg og björt 110 fm íb á 8. hæð (efstu) í góðri lyftublokk. Saml. stofur, parket. 2-3 svefnherb. Þvotta- hús í íb. Tvennar svalir. Stórkostlegt útsýni. Áhv. 3,9 millj. hagst. langtimalán. Verð 14,2 millj. Sólvallagata Höfum í sölu tvær glæsilegar 125 fm hæðir í nýlegu þríbýlishúsi. Stórar stofur, 3 svefn- herbergi. Suðursvalir. Opið bílskýli. Einstak- lega skemmtilega frágenginn garður sem snýr í suður. Eignir í sérflokki. Kóngsbakki Vorum að fá í sölu mjög góða og vel skipulagða 100 fm íbúð á 3. hæð í snyrtilegu fjölbýli. 3 svefnherb. Stór stofa, parket. Eldhús með góðum borðkrók, þvottah. innaf. Baðherb. endurnýjað. Stór geymsla. Verð 11,8 millj. Laugarnesvegur Mjög falleg og vel umgengin 150 fm miðhæð í þríbýlishúsi. Íbúðin skiptist í stórar saml. stofur með garðstofu útaf. Stór hol. 3 stór svefnher- bergi. Vandað eldhús með borðkrók. Bað- herb. flísalagt í hólf og gólfi. 28 fm bílskúr fylgir. Miðbraut - sérhæð Vorum að fá í sölu fallega 113 fm jarðhæð í þríbýlishúsi með sérinngangi. Rúmgóð stofa, 3 svefnherb. Parket og flísar á gólfum. Góður suðurgarður. Skipti mögul. á minni íbúð. Áhv. 4 millj. Bygg.sj. rík. Verð 16,3 millj. Lágholtsvegur Skemmtileg 104 fm neðri sérhæð og hluta í kj. í tvíbhúsi. Á hæðinni er góð stofa með suðurverönd, eldhús, tvö svefnherb. og baðherb. Í kj. er sjónvarpsherb. svefnherb. þvottahús og geymsla. Áhv. 8,5 millj. Hús- bréf o.fl. Hjarðarhagi Vorum að fá í sölu mjög góða og vel skipu- lagða 120 fm 5 herb. íbúð í góðu fjölbýlis- húsi. Stórt eldhús með borðkrók. 4 svefn- herbergi. Rúmgóð stofa, eikarparket. Svalir í suðvestur. Baðherb. og gestasnyrting. Áhv. 8,2 millj. Húsbr. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Suðurgata Fallegt og virðulegt 190 fm þrílyft einbýlishús á þessum eftirsótta stað. Þrjár saml. stofur, 2 góð svefnherb. og gestasn. Í kj. eru 3 herb. o.fl. Hellulögð lóð með heitum potti. Gler og gluggar endurn. Tvö hellulögð sérbílastæði. Gróinn garður með heitum potti. Húsið þarfnast endurbóta að hluta. Laust fljólega. Funafold - einbýli Mjög fallegt og vel staðsett 160 fm einlyft einb.hús auk 32 fm bílskúrs. Saml. stofur með mikilli lofthæð, 4 svefnherb. Parket og flísar á gólfum. Gesta-WC. Innangengt úr þvottahúsi í bílskúr. Stór og skjólgóð suður- verönd. Verð 25,9 millj. Eign í sérflokki. Álftamýri Sérstaklega skemmtilegt og mikið endurnýj- að 282 fm raðhús á þessum eftirsótta stað. Stórar stofur með arni, 5 svefnherbergi. 2 baðherbergi. Parket og flísar. Mögul. á sér- íbúð í kj. 30 fm innbyggður bílskúr. Gróinn suðurgarður. Eign í sérflokki. Hjálmholt Björt og glæsileg 144 fm efri sérhæð í tvíbýlishúsi á þessum eftirsótta stað. Stórar saml. stofur, 3 svefnherbergi. Þvottahús í íbúð. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Tvennar stórar svalir, í austur og suður. 29 fm bílskúr. Eign í sérflokki. Gullsmári Björt og mjög vel skipulögð 92 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Góð stofa með stórum suðursvölum útaf. 3 svefnherbergi. Vandað flísalagt baðherb. Parket. Frábært útsýni til vesturs. Áhv. 7,3 millj. húsbréf. Verð 13,8 millj. Eskihlíð Glæsileg 125 fm mikið endurnýjuð íbúð á 4. hæð. Stórar stofur, suðvestursvalir. 2 góð svefnherbergi. Rúmgott eldhús. Aukaher- bergi í kjallara. Gler endurnýjað. Nýtt parket á gólfum. Hús nýlega tekið í gegn að utan. Úsýni. Áhv. 8 millj. Húsbréf. Verð 15,7 millj. Flúðasel Mjög góð 96 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Góð stofa með stórum suðaustursvölum. 3 svefnherbergi. Flísar og parket á gólfum. Mjög fallegt útsýni. Stæði í bílskýli. Verð 12,2 millj. Bollagata Sérleg falleg 116 fm neðri hæð í þríbýlishúsi. Íbúðin skiptist í rúmgott hol, stórar saml. skiptanl. stofur, 2 svefnherb. gott eldhús með nýrri innr. og nýstandsett baðherb. Nýtt parket. Verð 17,3 millj. Gyðufell Sérstaklega falleg 82 fm íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölb.húsi. Rúmgóð stofa, 2 svefnherb. Yfirbyggðar suðursvalir. Íbúðin er mikið endurn. m.a. ný eldhúsinn- rétting og baðherb. flísalagt í hólf og gólf. Sameign til fyrirmyndar. Hulduborgir Glæsileg 91 fm íbúð á 2. hæð með sérinng. Góð stofa, 2 rúmgóð svefnherbergi. Parket og þvottahús í íbúð. Stór timburverönd útaf stofu. 23,5 fm innb. bílskúr. Laus strax. Ránargata 3ja herbergja miðhæð í tví- býlishúsi með sérinngangi. Stofa, 2 svefn- herb. Áhv. 3, 3 millj. Bygg.sj. Verð 8,8 millj. Skólavörðustígur Skemmtilegt og nýlega endurnýjað 125 fm húsnæði á götu- hæð sem skiptist í verslunarhúsnæði og íbúð með sérinngangi. Arinn, flísar á gólfum. Verslunarleyfi fyrir hendi. Verð 14,0 millj. Starengi Vorum að fá í sölu mjög fallega 84 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi í litlu fjölbýli. Góð stofa með suðurverönd. 2 svefnherb. þvottahús í íb. Parket og flísar á gólfi. Áhv. 7 millj. húsbréf. Verð 12,2 millj. Bárugata Höfum í sölu 3ja herb. miðhæð í reisulegu steinhúsi. Saml. skiptanlegar stofur, 1 svefnhrb. Lofthæð ca 2,80. Íbúðin er upprunleg með vöndum massífum lökkuðum hurðum og loftlistum í gamla stílnum. Tilvalin vinnuaðstaða í 39 fm bílskúr sem fylgir. Áhv. 4 millj. Verð 13,8 millj. Básbryggja Glæsileg 105 fm íbúð á 1. hæð. Saml. stofur. 2 rúmgóð svefnherb. Vand. innr. úr kirsuberjaviði. Parket. Sérinng. Sérlóð. Parket. Áhv. 8,6 millj. Húsbréf. Eign í sérflokki. Myndir á netinu. Grýtubakki Mjög góð 65 fm íbúð á 1. hæð. Rúmgóð stofa, með suðurverönd. Góðar innréttingar, parket á gólfi. Laus strax. Verð 8,8 millj. Miðborgin Mjög falleg 42 fm einstak- lingsíbúð á jarðhæð í góðu sex íbúða húsi. Íbúðin er öll nýlega endurnýjðuð, þ.m.t. gler og gluggar. Parket. Áhv. 4 millj. Húsbréf. Verð 7,7 millj. RAÐHÚSIN við Klettaborg eru á tveimur hæðum. Þau eru steypt upp með einangrunarmótum úr plasti og því með góðri veðurhlíf og þannig úr garði gerð, að þau þurfi sem minnst viðhald í fram- tíðinni. Gaflar húsanna eru múr- aðir með lituðum múr en fram- og aðkomuhliðar eru úr gleri og áli. Íbúðirnar verða alls 26 og fyrstu sex eru að verða tilbúnar til afhendingar. Íbúðirnar eru mis- munandi að stærð, 117–150 ferm. og með eða án bílskúrs. Bygging- araðili er Árvekni, en hönnuður er Sigurður Gústafsson arkitekt. Íbúðirnar eru til sölu hjá fast- eignasölunni Eignakjör á Akureyri. „Klettaborg er hönnuð sem lít- ið, þægilegt íbúðahverfi, þar sem byggðin fellur vel að landslaginu,“ segir Sævar Jónatansson, sölu- stjóri hjá Eignakjöri. „Öll húsin eru með möguleika á eigin kamínu eða eldstæði.“ Stofa og eldhús ein heild „Allar íbúðirnar eru með íveru- svæði á jarðhæð og svefnhluta á annarri hæð,“ heldur Sævar áfram. „Stofan og eldhúsið renna saman í eina heild og mynda eitt stórt opið svæði fyrir fjölskylduna og beinn aðgangur er frá stofunni út á lóðina. Stigarnir í öllum íbúð- unum eru miðsvæðis, þannig að öll umferð um íbúðirnar er fljótleg og þægileg. Stórt op er í stiga- vegg, sem léttir og stækkar stofurýmið. Hjónaherbergin eru með eigin svölum og mjög rúmgott baðher- bergi er í öllum húsunum. Bogaveggir við eldstæði eru klæddir með kortenstáli. Yfir svölum svífur sólhlíf eða regnhlíf úr galvaníseruðu stáli, sem gefur húsunum svip. Á göflum hverrar húsalengju eru skífur sem ýmist hleypa ljósi inn í eldhús eða opna fyrir útsýni úr stiga.“ Hægt er að kaupa íbúðirnar til- búnar til málunar og innréttinga eða þá fullkláraðar en án gólfefna. Fullkláraðar kosta þær frá 15,5 millj. kr. þær minnstu og upp í 19 milljónir 225.000 þús. kr. þær stærstu. „Þetta þætti ekki dýrt í Reykja- vík, en er mjög í takt við verð hér á Akureyri,“ segir Sævar. Sameinar kosti dreifbýlis og þéttbýlis Sævar telur Klettaborg sam- eina kosti dreifbýlis og þéttbýlis. „Flestar þeirra byggingarlóða, sem hafa boðizt á Akureyri, eru í útjaðri bæjarins,“ segir hann. „Klettaborg er miðsvæðis en þó steinsnar frá fallegum útivist- arsvæðum. Þaðan liggja vegir til allra átta. Það tekur aðeins fáeinar mín- útur að fara í skólann og örstutt er niður í verzlunarmiðstöðina Glerártorg og stutt í miðbæ Ak- ureyrar. Það er því bæði auðvelt og fljótlegt að sækja alla þá þjón- ustu, sem fólk þarf á að halda. Falleg útivistarsvæði eru líka í næsta nágrenni.“ Opnar og þægilegar íbúðir Morgunblaðið/Kristján Sævar Jónatansson, sölustjóri hjá Eignakjöri á Akureyri, þar sem íbúðirnar eru til sölu. Morgunblaðið/Kristján Íbúðirnar í Klettaborg verða alls 26 og fyrstu sex eru að verða tilbúnar til af- hendingar. Gaflar húsanna eru múraðir með lituðum múr en fram- og aðkomu- hliðar eru úr gleri og áli. Byggingaraðili er Árvekni, en hönnuður er Sigurður Gústafsson arkitekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.