Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 6

Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN LÖGREGLUMENN hnykluðu vöðv- ana og prófuðu þrek sitt og styrk í Kraftakeppni norrænu sakamála- bókarinnar sem efnt var til í gær. Tólf keppendur mættu til leiks í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík, þar af ein kona, Jóhanna Eyvindsdóttir, sem sigraði í sínum flokki með yf- irburðum. Telst hún væntanlega sterkasta lögreglukona Íslands. Öllu harðari keppni var í karla- flokkunum fjórum. Raðað var í flokka eftir aldri. Gísli Þor- steinsson, sem býr að góðri júdó- þjálfun, bar sigur úr býtum í flokknum fimmtugir og eldri en kúluvarparinn Pétur Guðmunds- son var sterkastur lögreglumanna á fimmtugsaldri. Eiríkur Óskar Jónsson bar sigur úr býtum í ald- ursflokknum 30-39 ára og Rafn Hilmar Guðmundsson varð efstur í flokknum 20-29 ára. Keppnin var haldin af Íþrótta- sambandi lögreglumanna og var styrkt af sjóði Norrænu sakamála- bókarinnar. Meðal keppnisgreina var dráttur á lögreglubílum, vinnuvéladekkjum var velt og „bændaganga“ með lóð. Að sögn Óskars Bjartmarz, formanns Íþróttasambandsins, fylgdist dá- góður fjöldi með kraftakeppninni og að henni lokinni var boðið upp á pylsur og svaladrykk. Einmitt það sem móðir keppendurnir þurftu. Morgunblaðið/Árni Torfason Hvað er einn lögreglumaður mörg hestöfl? Nógu mörg til að draga einn lögreglubíl. Lögreglumenn reyndu með sér í kraftakeppni ÁGREININGUR varð um atkvæð- isrétt stjórnenda og stjórnarmanna í dótturfélögum Kaupfélags Skagfirð- inga á aðalfundi Sparisjóðs Hóla- hrepps sem haldinn var í fyrradag. Ákveðið var að fresta fundinum um mánuð og vísa málinu til úrskurðar hjá Fjármálaeftirlitinu. Sparisjóður Hólahrepps er einn minnsti sparisjóður landsins, upp- haflega stofnaður um eða upp úr 1905. Hann var með starfsemi í Hólahreppi sem sameinaður hefur verið öðrum í Sveitarfélagið Skaga- fjörð. Hann gekk í endurnýjun líf- daganna fyrir fáeinum árum þegar hann í samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga tók að sér innheimtu á lánum Íbúðalánasjóðs og opnaði þá afgreiðslu á Sauðárkróki. Stofnfé var aukið á árunum 2000 og 2001 og eignuðust þá fjögur dótt- urfélög Kaupfélags Skagfirðinga verulegan hlut auk þess sem stjórn- endur þessara félaga og fleiri menn tengdir stjórnun þeirra og kaup- félagsins keyptu umtalsverða hluti. Í núverandi stjórn félagsins eru tveir tilnefndir af sveitarfélaginu og þrír kosnir af stofnfjáreigendum, þar af einn frá kaupfélagsfyrirtækj- unum, en það er Sigurjón Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri KS. Á síð- asta aðalfundi var lögum félagsins breytt þannig að fellt var út ákvæði um að sveitarfélagið tilnefni tvo menn í stjórn og lá því fyrir í fyrsta skipti að kjósa fimm stjórnarmenn á aðalfundi félagsins í fyrradag. Tveir listar boðnir fram Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lagði Sigurjón til við aðra stjórnarmenn að gerði yrði tillaga um hann og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Skagstrendings sem verið hefur í varastjórn, tveir aðrir kæmu úr gömlu stjórninni og menn kæmu sér síðan saman um oddamann. Þessu var hafnað af hinum stjórnarmönn- unum og lögðu þeir fram lista þar sem stillt er upp fjórum mönnum úr fyrri stjórninni og einum nýjum og munu allir vera búsettir í gamla Hólahreppi. Sigurjón og Jón Eðvald lögðu þá fram annan lista þar sem þeir eru í tveimur efstu sætunum og með þeim þrír menn úr viðskiptalíf- inum menn sem ekki eru tengdir kaupfélaginu beint. Viðmælandi úr röðum eldri stofn- fjáreigenda í Hjaltatal sagði menn þar óttast að Kaupfélagið næði und- irtökunum í stjórn sparisjóðsins og gæti hugsanlega yfirtekið rekstur hans með einhverjum hætti. Meiri- hluti stjórnar félagsins taldi að túlka bæri lög um fjármálastofnanir þann- ig að dótturfélög kaupfélagsins, stjórnendur þeirra og stjórnarmenn í Kaupfélagi Skagfirðinga og dóttur- félögunum væru svo tengdir aðilar að þeir saman mættu ekki fara með meira en 5% heildaratkvæðamagns. Ekki er ágreiningur um að dóttur- félögin fjögur, það er Vörumiðlun, Fiskiðjan Skagfirðingur, Fiskiðja Sauðárkróks og Element, megi sam- tals ekki fara með meira en 5% heild- aratkvæðamagns þótt þau eigi um 40% stofnfjár. Einnig var gert ráð fyrir því, þegar kjörgögnum var dreift í upphafi aðalfundarins, að far- ið væri á sama hátt með stofnfé ell- efu einstaklinga sem tengjast þess- um félögum og KS sem stjórnendur og stjórnarmenn. Því var harðlega mótmælt af hálfu þessarra manna. Jón Eðvald Friðriksson segist fyrst hafa keypt sér stofnfé í Spari- sjóði Hólahrepps á árinu 1999, áður en nokkurt kaupfélagsfyrirtæki hafi komið inn í sjóðinn. „Ég hef haft at- kvæðisrétt á aðalfundum og aldrei fyrr verið bornar brigður á þann rétt. Ég sé ekki að forsendur hafi neitt breyst og tel að verið sé að svipta mig heilögum rétti sem snýr að persónu minni,“ segir Jón Eðvald. Hann vekur athygli á því að fyrir- tækið sem hann stýrir, Fiskiðjan Skagfirðingur, hafi ekki fengið at- kvæðisrétt á fundinum vegna tengsla við hin fyrirtækin. Til við- bótar öðru hljóti það að vera eitthvað öfugsnúið ef líka eigi að svipta hann atkvæðisrétti vegna þess að hann stýri fyrirtæki sem ekki hafi atkvæð- isrétt. Jón Eðvald kannast ekki við það að Kaupfélag Skagfirðinga sé að reyna að yfirtaka Sparisjóð Hóla- hrepps. Hann tekur fram að hann geti aðeins talað fyrir sjálfan sig en fullyrðir að listi sá til stjórnarkjörs sem hann á aðild að sé ekki lagður fram í þeim tilgangi. Mismunandi túlkun á lögum Sigurður Þorsteinsson, formaður stjórnar Sparisjóðs Hólahrepps, segir að á fundinum hafi komið upp mismunandi túlkun á lögum en ekki hafi verið ætlun neins að hafa rangt við. „Manni fannst að reglurnar væru nokkuð skýrar og þótt stofn- fjáreigendur hefðu verið beðnir um athugasemdir bárust þær ekki fyrr en á fundinum. Þess vegna lenti þetta í hnút,“ segir Sigurður. Hann segir að samkomulag hafi verið um að vísa ágreiningnum til úr- skurðar hjá Fjármálaeftirlitinu og fresta aðalfundarstörfum til 25. júní. Aðalfundurinn var haldinn í Barnaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Fundurinn var svo fjölmennur að lögreglan var kölluð til að stjórna umferðinni. Það mun ekki vera dag- legt brauð á staðnum. Sparisjóður Hólahrepps leitar eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins Ágreiningur um atkvæð- isrétt stjórnenda KS Í LÖGUM um fjármálafyrirtæki stendur meðal annars: „Stofnfjáreigendur skulu eiga jafnan atkvæðisrétt nema öðruvísi sé ákveðið í samþykktum spari- sjóðs. Þó er einstökum stofnfjáreig- endum aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, að fara með meira en 5% af heildaratkvæða- magni í sparisjóði, hvort sem yf- irráð yfir atkvæðisrétti byggjast á beinni eða óbeinni hlutdeild í stofnfé sparisjóðs.“ Ákvæði sama efnis mun vera í samþykktum Sparisjóðs Hóla- hrepps. Enginn má fara með meira en 5% „EINS og staðan er núna eru engar hugleiðingar um að loka verksmiðjunni,“ segir Björgólf- ur Jóhannsson, forstjóri Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, um framtíð loðnuverksmiðju fyrir- tækisins á Raufarhöfn. Björgólfur segir að mönnun verksmiðjunnar hafi ekki verið breytt frá því sem verið hefur undanfarin ár en hún væri breytileg á milli árstíða. Þó væru framundan þær breyting- ar að starfsmenn taka yfir rekstur á þeim verkstæðum sem verksmiðjan hefur rekið. „Þetta er í takt við breyting- ar sem orðið hafa á öðrum stöð- um. Okkur finnst eðlilegt að þessi starfsemi sé í höndum þeirra sem hæfastir eru til að annast hana og við getum ein- beitt okkur að veiðum og vinnslu,“ segir Björgólfur. Þegar þessi breyting verður yfirstaðin verða 5-6 starfsmenn við verksmiðjuna allt árið í stað þeirra 9 sem nú starfa við verk- smiðju og verkstæði. Ekki er hægt að fullyrða hvað mörg störf verða á verkstæðunum. Ódýrara að gangsetja Verksmiðja SR-mjöls á Raufarhöfn komst í eigu Síld- arvinnslunnar við samruna fyr- irtækjanna tveggja síðastliðinn vetur. Þá kom fram að hagræða þyrfti í verskmiðjurekstrinum með fækkun og sameiningu verksmiðja. Björgólfur segir að þessi þróun sé hafin. Búið sé að loka verksmiðjum fyrirtækis- ins á Reyðarfirði og í Sand- gerði. Verksmiðjan á Raufar- höfn er ein af eldri verksmiðjum fyrirtækisins, með eldþurrkunarkerfi. Björg- ólfur segir að hún sé nokkuð hagkvæm því ódýrara sé að gangsetja hana en stærri verk- smiðjur. „Eins og staðan er núna eru engar hugleiðingar um að loka verksmiðjunni,“ sgir Björgólf- ur en tekur fram að ekki sé fyr- irhugað að fjárfesta frekar í henni og þessi verksmiðja verði ekki fyrsti kostur hjá fyrirtæk- inu. Því geti komið vertíðir þar sem lítið berist á land á Rauf- arhöfn. Á síðustu vertíð var landað 13-14 þúsund tonnum af hráefni hjá verksmiðjunni á Raufarhöfn, meira en oft hefur verið á undanförnum árum. Björgólfur segir að Raufarhöfn hafi nýst sem yfirfall á verk- smiðjurnar á Austfjörðum. Loðnu- bræðslunni ekki lokað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.