Morgunblaðið - 30.05.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Stærðin skiptir engu máli í þessu, Davíð minn.
Hátíð hafsins
Höfnin verður
iðandi af lífi
HÁTÍÐ hafsins erhaldin dagana 31.maí og 1.júní, eða
nánar tiltekið á morgun
og sunnudag, við Reykja-
víkurhöfn. Sunnudagur-
inn er Sjómannadagur en
laugardagurinn er Hafn-
ardagur og eitt af föstum
atriðum á Hafnardegi er
þátttaka Vesturbæjar-
samtakanna. María Ell-
ingsen leikkona hefur
komið að undirbúningi
hátíðar þessarar fyrir
hönd Vesturbæjarsam-
takanna og svaraði hún
nokkrum spurningum
Morgunblaðsins.
– Hvernig kemur þú að
þessu?
„Það má segja að
furðufiskar og hafmeyjar
fylki liði niður á Reykjavíkur-
höfn. Hátíð hafsins hefst laug-
ardagsmorguninn 31. maí klukk-
an ellefu þegar listasmiðja fyrir
krakka, pabba og mömmur, afa
og ömmur opnar í gamla Stýri-
mannaskólanum á Öldugötu. Þar
taka allir þátt í því að skapa há-
tíðina undir stjórn listamanna úr
Vesturbænum. Þá er farið í
skrúðgöngu niður að höfn og síð-
an í siglingu um sundin.“
– Er þetta bara Vesturbæj-
arhátíð?
„Allir krakkar úr öllum hverf-
um eru velkomnir og er aðgang-
ur ókeypis. En þar sem „Gamli
Vesturbærinn“ hefur í aldanna
rás tengst höfninni hefur
Reykjavíkurhöfn fengið Íbúa-
samtök Vesturbæjar til að ann-
ast þessa fjörugu listasmiðju.“
– Hvernig verður stemmningin
þennan dag?
„Þetta verður eins og Karde-
mommuhátíðin, um leið og
klukkan slær ellefu fyllist Gamli
Stýrimannaskólinn af lífi. For-
eldrar mæta með börnum sínum
og njóta þess að eiga saman
stund við að föndra og leika sér.
Magga Stína poppari stendur
fyrir hljóðfæragerð. Myndlistar-
konurnar Ína Salóme og Þórunn
Hjartardóttir aðstoða smiðju-
gesti við að útbúa furðufiska,
búninga og veifur fyrir skrúð-
gönguna. Sjálf mun ég ásamt
Felix Bergssyni huga að út-
færslu á skrúðgöngu og þeim
uppákomum sem þar verða. All-
ar hugmyndir að skrúðgöngunni
tengjast hafinu og verður jafnvel
barnavögnum breytt í báta og
siglt þannig með yngstu börnin
niður að höfn.“
– Er síðan fiskur í matinn?
„Að sjálfsögðu kemur ekkert
annað til greina þennan dag en
að bjóða smiðjufólki fiskibollur
og grænmeti. Þennan morgun
leggur fiskibolluangan út úr öðru
hverju húsi í Gamla Vesturbæn-
um þar sem allir sem vettlingi
geta valdið eru fengnir til að
steikja bollur, en fisksalar hverf-
isins leggja til hráefnið.“
– Hvenær leggur skrúðgangan
af stað?
„Hún leggur svo af
stað klukkan tvö með
lúðraþyt, braki og
brestum og er gengið
sem leið liggur niður
Stýrimannastíginn,
Vesturgötuna, Ægisgötuna og
niður á Reykjavíkurhöfn. Á
hafnarbakkanum er svo sungið,
farið í leiki og teiknuð risakrít-
armynd á hafnarbakkann og tek-
ið þátt í þeirri fjölbreyttu og
glæsilegu dagskrá sem þar verð-
ur í gangi. Klukkan þrjú er svo
skrúðgöngufólki boðið í bátssigl-
ingu um sundin blá og fá allir ís
til að gæða sér á í ferðinni, en
einnig er hægt að kaupa vöfflur
og kaffi um borð. Þetta er há-
punktur dagsins og mikið æv-
intýri fyrir borgarbörn að kom-
ast í siglingu. Það er mikilvægt
að allir séu vel klæddir og sjókl-
árir til að geta notið þess að vera
úti hvernig sem viðrar.“
– Hvernig tengist Hátíð hafs-
ins Sjómannadeginum?
„Hátíð hafsins var stofnuð upp
úr Hafnardeginum og Sjómanna-
deginum fyrir fimm árum, sem
er dropi í hafið miðað við að í ár
er Sjómannadagurinn 65 ára.
Hann er alltaf fyrsta sunnudag í
júní, með hefðbundinni dagskrá,
heiðrun sjómanna, ræðum sjáv-
arútvegsráðherra, fulltrúa sjó-
manna og útvegsmanna.“
– Á hátíðin sér eitthvert kjör-
orð?
„Kjörorð Hátíðar hafsins er
„Menntun og menning tengd
hafi og höfn“ og verður höfnin
iðandi af lífi þessa tvo daga með
ótal uppákomum og skemmtun-
um. Má þar nefna starfsfræðslu í
tjaldi á hafnarbakkanum frá
Stýrimannaskóla og Vélskóla og
kynningar á ýmsum stofnunum
tengdum sjónum. Tólf ára skóla-
börn úr Grandaskóla verða með
kynningu á lífríki hafsins í Gróf-
arhúsi. Nýbúar á Íslandi kynna
matargerð á sína vísu úr fisk-
meti og sýna skemmtiatriði
tengd sínum heimalöndum. Í
matartjaldinu verður síðan hægt
að fá, á vægu verði, saltfisk á
portúgalska vísu og ekta „fish
and chips“ svo eitt-
hvað sé nefnt. Þá býð-
ur Reykjavíkurhöfn
upp á einstakt tæki-
færi fyrir alla sem
vilja, að sigla með
gömlu Akraborginni
um sundin blá og verða þrjár
ferðir hvorn dag hátíðarinnar.
Það er því eitthvað fyrir alla og
enginn þarf að sitja heima, enda
var það svoleiðis með Karde-
mommuhátíðina að jafnvel Soffía
frænka og Kasper, Jasper og
Jónatan ákváðu að mæta og end-
uðu með að skemmta sér kon-
unglega.“
María Ellingsen
María Ellingsen er fædd í
Reykjavík, 22. janúar 1964. Hún
nam leiklist við New York Há-
skóla og lauk BA prófi þaðan ár-
ið 1988. Hún stofnaði leikfélagið
Annað Svið, sama ár, og hefur
starfrækt það síðan. María hefur
leikið hjá Hafnarfjarðarleikhús-
inu, í Þjóðleikhúsinu og í kvik-
myndum og sjónvarpi bæði hér á
landi og erlendis. María er gift
Þorsteini J. Vilhjálmssyni og
eiga þau saman dótturina Láru,
4 ára.
Verður eins
og karde-
mommu-
hátíðin
Ferðalag út úr bænum (þ.á.m. sundlaugarferð) í lok hvers námskeiðs.
Ferðin er frá kl. 09.30 - 17.00.
Kennarar eru m.a. Broddi Kristjánsson íþróttakennari,
Írena Óskarsdóttir íþróttafræðingur,
Jónas Huang badmintonþjálfari,
Skúli Sigurðsson badmintonþjálfari,
Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari o.fl.
Innanhúss: Badmintonkennsla, borðtennis, minni tennis, körfubolti, bandý
og leikir
Úti (við TBR-hús og í Laugardalnum): Knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir
á Laugardalsvelli, t.d. spretthlaup, langstökk, spjótkast, kúluvarp og hástökk.
Leikir, svo sem hafnabolti, ratleikur o.fl.
Farið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal
Upplýsingar og innritun í TBR húsinu Gnoðavogi 1 og í síma 581 22 66.
Sumarskóli TBR 2003
Íþróttaskóli fyrir 6 - 13 ára börn í sumar
Námskeiðin eru virka daga kl. 9-13 eða kl. 13-17.
Fjölbreytt íþróttakennsla á dagskrá með áherslu á badminton.
1. 5. júní - 20. júní
2. 23. júní - 4. júlí
3. 7. júlí - 18. júlí
4. 5. ágúst - 18. ágúst
Námskeiðin eru 10 virka daga í senn sem hér segir:
Verð er kr. 7400. Skipt er í hópa eftir aldri.
Veittur er systkinaafsláttur.
Einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri
en eitt námskeið.
HÆSTIRÉTTUR hefur bætt sex
mánuðum við eins árs fangelsi sem
fertugur karlmaður hlaut í Héraðs-
dómi Vestfjarða í desember sl. fyrir
kynferðisbrot gegn þroskaheftri
konu. Hæstiréttur hækkaði einnig
miskabætur til handa konunni, úr
300 þúsund kr í hálfa milljón.
Hæstiréttur taldi sýnt að ákærði
hefði notfært sér trúnað konunnar
og sannað þótti að hann hefði skipu-
lagt ofbeldið fyrirfram og framið það
á ófyrirleitinn hátt. Vegna þessa, al-
varleika brotsins og langs sakaferils
ákærða var hæfileg refsing talin 18
mánaða fangelsi.
Brot ákærða voru í héraði talin
beinast gegn mikilvægum hagsmun-
um, en þau voru framin á heimili
konunnar í apríl 2002. Átti hún sér
einskis ills von þegar hún bauð
ákærða heim til sín, enda taldi hún
hann vin sinn og hafði bundið traust
við hann af barnslegri einfeldni. Í
Hæstarétti dæmdu málið hæstarétt-
ardómararnir Guðrún Erlendsdótt-
ir, Garðar Gíslason, Haraldur
Henrysson, Markús Sigurbjörnsson
og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi
ákærða var Björgvin Jónsson hrl.
Málið sótti Sigríður J. Friðjónsdóttir
saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Hæstiréttur þyngdi
refsingu um sex mánuði RÍKISKAUP og ríkislögreglustjór-
inn hafa samið við Brimborg um
kaup á 8 Volvo S80 bílum fyrir nokk-
ur lögregluembætti landsins. Í fyrra
voru keyptir 6 slíkir bílar og var það í
fyrsta skipti sem keyptir voru bílar
með dísilvél og er svo einnig nú.
Í frétt frá Brimborg segir að
margs konar öryggisbúnaður sé í bíl-
unum, m.a. stöðugleikakerfi sem
henti vel í bílum sem notaðir eru í
forgangsakstri. „Búnaðurinn virkar í
stuttu máli þannig að hann skynjar
hvort ökumaður er að missa stjórn á
bílnum og getur þá sjálfkrafa dregið
úr hraða og hemlað. Þetta gerist allt
á broti úr sekúndu og áður en öku-
maður skynjar það,“ segir í fréttinni.
Lögreglan kaup-
ir 8 Volvo-bíla