Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 15
N‡tt fyrirtæki hefur liti› dagsins ljós sem skapar n‡tt vi›mi› á svi›i hra›flutninga,vöruflutninga og vörustjórnunar. Eftirtalin fyrirtæki
hafa sameinast undir nafni DHL til a› bjó›a jafnvel enn fjölflættari fljónustu: DHL Worldwide Express, lei›andi fyrirtæki í hra›flutningum á
heimsvísu, Danzas, sem er í fararbroddi í flug- og skipafrakt á heimsvísu, og Deutsche Post Euro Express, lei›andi evrópskt fyrirtæki í bögg-
ladreifingu. Nú getum vi› bo›i› flér meiri afköst, meiri fljónustu og fleiri möguleika í yfir 220 löndum. Einu gildir hverjar flarfir flínar eru, vi›
getum uppfyllt flær. Hringdu í okkur í síma 535 1100 e›a kíktu á www.dhl.is svo kraftur DHL geti stutt vi› baki› á rekstri flínum.
Meiri kraftur.
Mikið úrval af barnasportskóm
á tilboði
Suðurlandsbraut
Sími 533 3109
Opið
mán.-fös. kl. 12-18
laugardaga kl. 10-16
Verð frá kr. 1.495
Margir litir og margar stærðir
EVRÓPSKA geimvísindastofnun-
in ESA hefur tilkynnt að náðst
hafi mikilvægur áfangi að því að
hrinda í framkvæmd áformum um
evrópska gervihnattastaðsetning-
arkerfið Galileo, sem keppa mun
við hið bandaríska GPS-kerfi.
Aðildarríki ESA komu sér á
mánudag saman um skilmála fyrir
sérstakri stofnun (sem á ensku
ber heitið Galileo Joint Undertak-
ing), sem ESA og Evrópusam-
bandið (ESB) munu standa sam-
eiginlega að og er ætlað það
hlutverk að hafa umsjón með
framkvæmd Galileo-verkefnisins.
Áformað er að Galileo-kerfið
verði komið í gagnið árið 2008.
Það byggist á því að 30 gervi-
hnöttum verði komið fyrir á spor-
baug um jörðu; 27 virkum og
þremur til vara. Tvær stjórn-
stöðvar verða á jörðu niðri. Kerfið
á að geta fóðrað leiðsögubúnað
farartækja af öllum stærðum og
gerðum, á láði, legi og í lofti, á
upplýsingum sem gerir búnaðin-
um kleift að segja til um staðsetn-
ingu með innan við eins metra ná-
kvæmni. Bandaríska GPS-kerfið
er eina hnattræna staðsetningar-
kerfið sem sett hefur verið upp til
þessa, en það er háð gervihnöttum
sem eru í eigu bandaríska hersins
og er því í raun undir stjórn
bandaríska varnarmálaráðuneyt-
isins.
„Þetta er stór dagur fyrir Evr-
ópu almennt, og geimvísindasam-
félag álfunnar sérstaklega,“ sagði
yfirmaður ESA, Antonio Rodota,
eftir að samkomulag aðildarríkj-
anna lá fyrir, en þau eru flest
hinna 15 aðildarríkja ESB auk
Sviss og Noregs. Á tímabili var
mikil óvissa um hvað yrði úr Gali-
leo-áformunum vegna innbyrðis
ágreinings ESA-ríkjanna. Einnig
hafa bandarísk stjórnvöld reynt
að leggja stein í götu verkefnisins,
m.a. með því að halda því fram að
Galileo-kerfið muni verka á tíðni
sem hægt væri að misbeita til að
trufla GPS-kerfið. Þar sem stjórn-
un hernaðaraðgerða á borð við
innrásina í Írak er að miklu leyti
komin undir GPS-kerfinu gera
Bandaríkjamenn því kröfu til þess
að tæknilega verði svo búið um
hnúta, að bandaríska herstjórnin
geti takmarkað starfsemi Galileo-
kerfisins hvenær sem henni þykir
þörf á slíku inngripi.
Kostar 270 milljarða
Heildarkostnaður við þróun og
uppsetningu Galileo-kerfisins er
áætlaður um 3,2 milljarðar evra,
andvirði um 270 milljarða króna,
og árlegur rekstrarkostnaður, frá
árinu 2008, um 220 milljónir evra,
18,5 milljarðar króna. Samkvæmt
markaðsmati ESA munu um 1,8
milljarðar manna vilja notfæra
sér gervihnattaleiðsögukerfi árið
2010 og þessi fjöldi hugsanlegra
notenda muni vaxa í 3,6 milljarða
fram til ársins 2020.
Samið um
Galileo
París. AFP.
Alltaf á
þriðjudögum
Sérblað alla
þriðjudaga