Morgunblaðið - 30.05.2003, Page 16

Morgunblaðið - 30.05.2003, Page 16
LISTIR 16 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJULISTAHÁTÍÐ í ártengist hátíðahöldum í til-efni af tuttugu ára afmæliListvinafélags Hall- grímskirkju og Mótettukórs kirkj- unnar. Og í tilefni af afmælisárinu flytur Mótettukórinn Elía eftir Mendelssohn við undirleik Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, en flutning- urinn er afmælisgjöf til Mót- ettukórsins. Mótettukórinn hefur áður flutt Elía og þegar stjórnandi hans, Hörð- ur Áskelsson, sem einnig er org- anisti Hallgrímskirkju, er spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að endurflytja verkið á þessum tíma- mótum segir hann: „Okkur langaði til þess að taka verkefni sem stendur upp úr í þessari tuttugu ára sögu. Þegar við fórum að líta yfir farinn veg komumst við fljótlega að þeirri niðurstöðu að okkur langaði til að flytja Elía, sem við fluttum fyrst árið 1989. Samt er ekkert langt síðan verkið var flutt hér af Óperukórnum og Sinfóníuhljómsveit Íslands á ensku, auk þess sem sá kór hljóðrit- aði það. Við flytjum það hins vegar á þýsku.“ Fyrrverandi kórfélagar mættir til leiks Andreas Schmidt bassi hefur oft komið við sögu Mótettukórsins og tekur þátt í flutningnum á Elía að þessu sinni. Hann segir Elía hafa verið uppáhaldsverk föður síns, sem var kennari Harðar. „Við Hörður höfum líka flutt verkið saman í Þýskalandi,“ segir hann og þeir fé- lagarnir velta því fyrir sér um stund hvað þeir hafa í rauninni unnið mikið saman hérlendis og erlendis. „Andreas er lykilpersóna í Mót- ettukórnum,“ segir Hörður. „Hann var með mér árið 1982, þegar ég var nýráðinn til Hallgrímskirkju, og við vildum flytja tvær sólókantötur eftir Bach. En okkur vantaði kór til þess að syngja eitt lítið sálmalag í lokin á annarri kantötunni. Við sendum fréttatilkynningu til fjölmiðla þess efnis að við ætluðum að stofna kór og óskuðum eftir fólki í söngprufur. Það komu um tuttugu manns og við réð- um nánast alla. Þetta voru einsöngs- tónleikar Andreasar og hann aðstoð- aði mig við söngprufurnar.“ Kom ekki til greina að flytja núna eitthvað sem þið höfðuð ekki flutt áð- ur? „Nei, reyndar ekki. Það er svo stutt síðan við fluttum Passíu Haf- liða og Jólaóratoríu Speights og kominn tími til að gera eitthvað allt annað. Og þar sem við höfðum flutt Elía áður létum við þau boð út ganga til fyrrverandi kórfélaga sem tóku þátt í flutningnum 1989 að við ætl- uðum að flytja verkið aftur og þeir væru velkomnir. Í sem stystu máli, þá stækkaði kórinn töluvert. Í flutn- ingnum núna telur kórinn 110 manns. Það er mjög stór kór. Einn kórfélagi kom sérstaklega frá Eng- landi til þess að syngja með okkur og tveir félagar, hjón, frá Egilsstöðum. Þetta hefur því verið ákaflega skemmtilegur tími. Æfingarnar hafa verið eins og ættarmót; það er mikið um kossa og faðmlög. Meðal þeirra sem komu aftur til liðs við okkur er fólk sem við höfðum misst sam- bandið við, en kemur svo aftur eins og ekkert sé og finnst óskaplega gaman. Það veitir mér mikla upp- örvun og núverandi kórfélögum kraft. Enda er mannskapurinn far- inn að tárfella yfir því að þessu ferli skuli vera að ljúka og er þegar byrj- aður að spyrja hvort ekki sé hægt að flytja annað verk á næsta ári; það sé svo gaman.“ Bergman og kvöld með íslenskum ljóðskáldum Er hátíðin í ár ekki mun viðameiri en hún hefur verið til þessa? „Jú, þetta er stærsta kirkju- listahátíð sem við höfum haldið. Það var alls ekki ætlunin þegar við fórum af stað. Við töluðum sérstaklega um að láta hana ekki vaxa okkur yfir höfuð, en það voru alltaf að koma nýjar og nýjar hugmyndir, sem voru svo góðar að það var ekki hægt að sleppa þeim.“ Ekki hafa kvikmyndir áður verið hluti af hátíðinni? „Nei, það sem er nýstárlegt við hátíðina í ár, en í samræmi við það mottó sem við höfum haft um að sinna fleiri listgreinum en tónlist- inni, er að við fjöllum um kvikmyndir undir yfirskriftinni „Trúlega Berg- man“. Þar verður fjallað um trúar- stef í verkum Bergmans. Hingað kemur meðal annars Maaret Kosk- inen, einn fremsti Bergman- fræðingur heims, og flytur fyr- irlestur, auk þess sem sýndar verða tvær kvikmyndir Bergmans og hald- ið verður málþing. Bergman-hlutinn spannar þrjá daga. Einn af skemmtilegustu viðburð- unum sem við bjóðum upp á verður síðan „Passíusálmar“. Við fáum fimmtán ljóðskáld til þess að flytja nýsamin verk, eða eldri ljóð sem tengjast Passíusálmunum, eru inspí- reruð af Hallgrími Péturssyni eða um hann. Ég hef aðeins stiklað á nýjungum, því það væri ógjörningur að telja upp alla viðburðina. En það er óhætt að segja að við endum hátíðina að þessu sinni með glæsibrag um hvítasunnu- helgina, þegar hingað kemur Das Neue Orchester frá Köln og flytur með okkur allar mótettur meistara Bachs. Það verða lokatónleikarnir sem við höldum í kjölfarið á þriggja daga intensífri barokkhátíð. Það má því segja að hvítasunnan og heilagur andi verði miðpunkturinn í þeirri sköpun sem standa mun yfir hér næstu tíu dagana.“ Hliðstæða við sögu Krists Til þess að glöggva okkur aðeins á Elía eftir Mendelssohn, þá samdi tónskáldið verkið við texta upp úr Gamla testamentinu. „Elía er mjög spennandi saga,“ segir Hörður, „reyndar ein dramatískasta og mest spennandi sagan í Gamla testament- inu og auðvelt að skilja hvers vegna Mendelssohn valdi hana. Ég er með kenningu, sem ég hef ekki rekist á annars staðar: Mend- elssohn var fæddur gyðingur en kon- verteraði og skírðist til kristinnar trúar. Ég ímynda mér að saga Elía hafi heillað hann vegna þess að hún er að svo mörgu leyti lík sögu Krists. Það eru mörg hliðstæð minni í þessum tveimur sögum. Elía framdi kraftaverk, læknaði sjúka, hon- um var útskúfað og hann sté upp til himna. Helstu kenni- leiti úr sögu Krists voru komin þarna áður en Kristur fæddist. Elía er sendur af Guði til þess að leiða þjóð sína. En hún vill ekki hlusta á hann, vegna þess að hún dýrkar gullkálfinn og Baal, sem er einhvers konar mynd af mamm- oni. Elía kemur fram til þess að segja þjóðinni til syndanna, tilkynnir henni að ekki muni rigna og ekkert breytast fyrr en hún snýr frá villu síns vegar. En þjóðin heldur áfram að dýrka sinn hjáguð. Elía kallar hana þá upp á fjallið Karmel þar sem hann efnir til einvígis á milli Guðs og Baals. Hann býður þjóðinni að reisa altari og síðan að fórna uxa til heið- urs Baal. Að lokum býður hann lýðn- um að biðja Baal að senda eld til þess að brenna altarið til að sjá hvort hann er máttugri en Guð.“ Máttur bænarinnar „Baal sendir auðvitað engan eld. Fólkið hrópar „Baal, Baal, sendu kraftinn til okkar, sendu okkur eld“ en ekkert gerist. Í þrígang skorar Elía á fólkið að hrópa hærra og þeg- ar ekkert gerist spyr hann hvað sé eiginlega með Baal, hvort hann sé sofandi eða úti á akri. Þegar allt bregst flytur Elía undurfagra bæn til Guðs, þar sem hann biður um regn, og þá gerast undrin. Tónlistar- umgjörð kraftaverksins um rign- inguna er eitt stórkostlegasta atriði óratoríunnar. Það byrjar sem samtal Elía og drengs sem er sendur til að athuga hvort ekki séu komin ský á himininn. Biðin er þrungin spennu. Drengurinn tjáir þrisvar að ekki sé ský á himni, áður en lítið ský sést úti við sjóndeildarhring, og tónlistin snýst í fögnuð lýðsins og rigningin steypist yfir landið. En þar með er ekki allt unnið, því í seinni hlutanum sígur aftur á ógæfu- hliðina. Drottningin, Jezebel, verður afbrýðisöm fyrir hönd eiginmanns síns, vegna þess að Elía er orðinn svo dáður en konungurinn fallinn í skuggann. Sá hafði áður verið mjög dáður af þeim sem trúðu á Baal. Jezebel bendir á Elía og segir hann svikara. Það verður til þess að Elía flýr út í eyðimörkina, þar sem hann vill deyja. En þá koma englar og segja að það megi hann ekki, því hann hafi verk að vinna. Elía snýr til baka til þjóðar sinnar og er vel tekið. Í lokin stígur hann til himna á eld- vagninum.“ Hvernig myndirðu lýsa tónlist- inni? „Þetta er ákaflega fallegt verk og rómantískt.“ Flytjendur óratoríunnar, sem flutt verður klukkan 20.00 í kvöld, eru El- ín Ósk Óskarsdóttir sópran, sem syngur hlutverk ekkju og engils, Al- ina Dubik alt, sem syngur drottn- inguna og engil, Anthony Rolfe Johnson tenór, sem syngur Óbadía og Akab, og Andreas Schmidt bassi, sem syngur hlutverk Elía. Auk þess syngur Elfa Margrét Ingvadóttir sópran sveininn og kórinn er Afmæl- iskór Mótettukórs Hallgrímskirkju. Dramatískt verk og spennandi Mótettukór Hallgrímskirkju heldur upp á tuttugu ára starfs- afmæli um þessar mundir og flytur eitt af sínum uppáhalds- verkum, Elía eftir Mendelssohn, af því tilefni í kvöld. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við kórstjórann, Hörð Áskelsson, um Elía og aðra viðburði á Kirkjulistahátíðinni sem nú stendur yfir. Hörður Áskelsson Andreas Schmidt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.