Morgunblaðið - 30.05.2003, Qupperneq 17
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 17
Afgreiðslutími
allra verslana Hörpu Sjafnar!
Alla virka daga kl. 8–18 og
laugardaga kl. 11–15.
Helgarvakt
í Skeifunni 4.
Opið laugardaga kl. 11–18
og sunnudaga kl. 13–18.
Skeifan 4
Reykjavík
Sími 568 7878
Snorrabraut 56
Reykjavík
Sími 561 6132
Stórhöfði 44
Reykjavík
Sími 567 4400
Austursíða 2
Akureyri
Sími 461 3100
Hafnargata 90
Keflavík
Sími 421 4790
Dalshraun 13
Hafnarfirði
Sími 544 4414
Austurvegur 69
Selfossi
Sími 482 3767
Bæjarlind 6
Kópavogi
Sími 544 4411
599kr.lítrinnm.v.10 lítra dós
672kr
.
lítrinn
789 kr.lítrinn
399kr.lítrinn
Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn
SUMARTILBOÐ
Föstudagur: 30. maí. kl. 19:30 - Íþróttah. Austurbergi
Laugardagur: 31. maí. kl. 16:30 - Smárinn Kópavogi
ÍSLAND - DANMÖRK
Mætum öll og styðjum strákana okkar til sigurs
Forsala í öllum verslunum 10/11
BÆNALJÓS var vígt í Háteigs-
kirkju við hátíðlega athöfn í gær,
uppstigningardag, Sóknarprest-
urinn Tómas Sveinsson predikaði og
var messan tileinkuð öldruðum.
Gunnsteinn Gíslason myndlist-
armaður hannaði bænaljósið sér-
staklega fyrir kirkjuna og tekur það
mið af formi Háteigskirkju og þeim
hlutum sem þar eru inni. Gunnsteinn
hefur unnið bænaljós fyrir fleiri
kirkjur, meðal annars Skálholts-
kirkju og Hólakirkju og segir
reynsluna af því góða. „Bænaljós eru
reyndar betur þekkt úr kaþólskum
sið, það voru því fyrst einkum er-
lendir ferðamenn sem notuðu bæna-
ljósin í íslenskum kirkjum. Nú eru
Íslendingar farnir að nota þau í
meira mæli. Fólkið kveikir á kerti og
setur á ljósastikuna. Það fer venju-
lega með bæn eða hugleiðir. Fólk
skilur bænina í gegnum ljósið,“ bæt-
ir hann við þegar hann útskýrir til-
gang bænaljóssins. „Þegar það yf-
irgefur kirkjuna finnst því það hafa
skilið eitthvað eftir þar.“
Þegar Háteigskirkja er opin verð-
ur logandi á kertaljósunum, þá get-
ur hver sem er komið og átt þar
kyrrðarstund.
Bænaljós vígt
Háteigskirkja
Morgunblaðið/Sverrir
Hið nýja bænaljós Háteigskirkju
sómir sér vel þar.
♦ ♦ ♦
KIRKJULISTAHÁTÍÐ stendur til
9. júní. Yfirskriftin er „Ég ætla að
gefa regn á jörð“.
Föstudagur
Langholtskirkja kl. 13.30-15.30:
Meistaranámskeið fyrir organista
(fyrri hluti). Jon Laukvik, sérfræð-
ingur á sviði orgeltónlistar barokk-
tímabilsins, veitir orgelleikurum til-
sögn í barokktúlkun. Samstarfs-
aðilar: Tónskóli Þjóðkirkjunnar og
Félag íslenskra organleikara. Öllum
heimill aðgangur.
Barokkfyrirlestur kl. 16: Frá
Frescobaldi til Bachs – tokkatan í
orgeltónlist. Jon Laukvik heldur fyr-
irlestur með tóndæmum við barokk-
orgel.
Hallgrímskirkja kl. 20: Óratórían
Elía, op. 70, eftir Felix Mendelssohn-
Bartholdy. Eitt af stórverkum
kirkjutónbókmenntanna flutt á 20
ára afmælistónleikum Mótettukórs
Hallgrímskirkju. Afmæliskór Mót-
ettukórs Hallgrímskirkju. Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Einsöngvarar:
Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Alina
Dubik alt, Anthony Rolfe Johnson
tenór og Andreas Schmidt bassi.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
LISTAHÁTÍÐIN Bjartir dagar
hefst í Hafnarfirði í dag. Meðan á há-
tíðinni stendur verður birtur á síðum
blaðsins rammi með upplýsingum
um dagskrárliði.
Föstudagur
Kaplakriki kl. 16 Fjölskyldusýn-
ingin Fólk og fyrirtæki.
Bjartir dagar
í Hafnarfirði
♦ ♦ ♦
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 www.fotur.net