Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 18
LISTIR
18 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Barnahjálmar
Mikið úrval af barnahjálmum,
mismunandi myndir og litir.
Auðvelt að stilla höfuðstærð.
CE merktir. Verð frá kr. 2.400
GIANT 20" fjallahjól
Vönduð hjól fyrir 6-7 ára
á frábæru verði. 5 gíra með
V-bremsum.
Verð kr. 18.900, stgr. 17.955
Með dempara
kr. 21.900, stgr. 20.805
Tveir demparar
kr. 24.900, stgr. 23.655
www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
05
. 2
00
3
Hjólin eru afhent tilbúin til
notkunar. Ábyrgð og frí
upphersla eftir einn mánuð
Vandið valið og verslið
í sérverslun.
5% staðgreiðslu afsláttur. Kreditkortasamningar,
upplýsingar veittar í versluninni
Moto Cross fjallahjól
12,5” kr. 12.900
14” kr. 13.900
16” kr. 14.900
VIVI barnahjól
Fyrir 3 - 6 ára.
Létt, sterk og
meðfærileg
barnahjól með
hjálpardekkjum
og fótbremsu.
CE öryggisstaðal.
Sunny Girl 12,5” kr. 11.400
Pretty Girl 14” kr. 12.900
BRONCO barnahjól 20“
Mjög vönduð hjól fyrir 6-7 ára.
6 gíra Shimano, V-bremsur og ál gjarðir.
Einnig til með dempurum.
Verð frá kr. 17.800, stgr. 16.910
BRONCO Barnahjól 24“
Mjög vönduð hjól
fyrir 8-9 ára.
21 gíra Shimano,
V-bremsur og ál gjarðir.
Einnig til með dempurum.
Verð frá kr. 22.900, stgr. 21.755
ITALTRIKE
þríhjól
Vönduð og
endingargóð,
létt og sterk.
CE öryggisstaðal.
Með og án skúffu,
verð frá kr. 4.900
ANTHONY Rolfe Johnson er einn
af þekktustu söngvurum Breta og
hefur komið fram með fremstu
hljómsveitum heims og á fjölmörg-
um tónlistarhátíðum víða um heim
um áratuga skeið. Hann hefur sung-
ið með Chicago-sinfóníunni undir
stjórn Soltis, Bostonsinfóníunni und-
ir stjórn Ozawa, New York-fílharm-
óníunni undir stjórn Rostropovits og
Masurs og þannig mætti lengi telja.
Kemur fyrir orð
Andreas Schmidt
Anthony þreytti frumraun sína á
óperusviðinu í hlutverki Fentons í
Falstaff á Glyndenbournehátíðinni
og hefur síðan sungið ótal hlutverk í
öllum stærstu óperuhúsum heims.
Fjölmargar hljóðritanir hans endur-
spegla hið mikla álit sem hann nýtur
um allan heim sem túlkandi tónlist-
ar, meðal annars eftir Bach, Händel,
Haydn, Mozart og Britten. Árið 1992
hlaut hann CBE-orðuna úr hendi El-
ísabetar Englandsdrottningar.
Þegar Anthony er spurður hvers
vegna hann sé nú kominn til Íslands
til þess að syngja í Elía segir hann
Andreas Schmidt hafa hvatt sig til
þess að koma hingað – en hann hefur
oft áður tekið þátt í flutningi á Elía.
Á seinustu árum hefur hann lagt
megináherslu á ljóðasöng og hljóð-
ritanir, en aðeins eru liðin tvö til þrjú
ár síðan hann ákvað að leggja vinnu
við óperuuppfærslur á hilluna. Leið-
ir hans og Andreasar höfðu ekki leg-
ið saman lengi þegar þeir hittust í
Pwenemünde fyrir tveimur árum,
þegar þeir sungu saman á stórri
listahátíð sem þar var haldin til þess
að minnast fórnarlamba nasista sem
þangað voru send í seinni heims-
styrjöldinni.
„Þetta er við strandlengju Eystra-
salts og þarna reistu Þjóðverjar á
sínum tíma eldflaugastöð og ætluðu
sér að skjóta þaðan á skotmörk víða
um Evrópu. Ef þeir hefðu komið
stöðinni í gagnið fyrir 1942 hefði út-
koma stríðsins getað orðið önnur en
raunin varð. Sem betur fer urðu þeir
þó heldur seinir. Engu að síður voru
þrjátíu þúsund manns sendir þangað
í þrælabúðir og hafa eflaust endað
ævi sína í brennsluofnum nasista.
Strandbær með
ógnvekjandi fortíð
Enn í dag er andrúmsloftið dálítið
ógnvænlegt í Pwenemünde, þótt þar
sé núna fallegur strandbær þar sem
Þjóðverjar dvelja í leyfum og stað-
urinn hafi verið gerður að listamið-
stöð. Það vafðist fyrir mér að fara
þangað og ég hikaði. En á einhvern
hátt fannst mér ég tengdur þessum
stað, vegna þess að fjölskylda mín
var í London á stríðsárunum og ég er
alinn upp við sögur af þeim hörm-
ungum sem áttu sér stað þar. For-
eldrar mínir fluttu fljótlega frá
London, en einn frændi minn, sem
var yfirmaður í varðsveitunum, vann
í borginni. Hann sagði mér meðal
annars að eitt kvöldið hefði hann að-
stoðað nokkrar ungar stúlkur og
kærastana þeirra við að komast
heim til einnar þeirra þar sem þau
ætluðu að spila keiluspil. Stuttu eftir
að hann skildi við þau kváðu við loft-
varnarflautur og sprengjum var
varpað á borgina, þar á meðal húsið
sem hann hafði fylgt ungmennunum
í. Þau fórust öll.
Slíkar sögur höfðu mikil áhrif á
mig í uppeldi og á endanum ákvað ég
að taka þátt í hátíðinni í Pwene-
münde. Og þar sem lífið er fullt af til-
viljunum hitti ég Andreas þar og er í
framhaldi af því kominn hingað til
Íslands,“ segir Anthony Rolfe John-
son.
Til Íslands fyr-
ir röð tilviljana
Enski tenórsöngv-
arinn Anthony Rolfe
Johnson tekur þátt í
flutningi Mótettu-
kórsins á Elía eftir
Felix Mendelssohn-
Bartholdy í kvöld. Morgunblaðið/Brynjar GautiAnthony Rolfe Johnson
N
Ú er svo komið að
sumarið hefur teygt
angana allt til Ís-
lands. Bíókvöld
verða þá lögð á hill-
una, að minnsta kosti þangað til
haustið tekur við. Í Frakklandi hef-
ur sumarið skotið svo djúpum rót-
um, þótt ekki sé kominn júní, að hið
virðulega dagblað Le Monde birti
nýverið langa og léttúðuga grein
um listina að borða úti. Nýjustu
tæki og tól til lautarferða hafa náð
metsölu í landinu, hvort sem þau
eru fyrir bakpokafólk eða betri
borgara. Mig rámar þó í að það
megi borða úti í París án annarra
tækja en guðsgaffla. Að minnsta
kosti var það stundað af íslenskum
vinkonum nýkomnum úr vínberjat-
ínslu í Beaujolais eitthvert haustið
kringum 1970.
En fyrir þá sem eru óforbetr-
anlegar inniverur jafnast engin
útiparadís á við lystisemdir Pom-
pidou-menningarstöðvarinnar. Áð-
ur en ég fer í hlé get ég ekki annað
en sagt frá því húsi í París þar sem
bíófélaginn og ég höfum lent í
mestu menningarstuði í gegnum
tíðina, til dæmis við að skoða sjald-
séðar kvikmyndir. Hefnd múmí-
unnar heitir ein sem orkaði sterkt á
okkur, en það er kannski ekki hægt
að mæla með henni við strang-
trúaða.
Þetta valinkunna menning-ar- og fróðskaparseturheldur sem sagt uppi öfl-ugu menningarstarfi á
sviði kvikmynda og kvikmynda-
sögu, fyrir utan allt annað. Það eru
margar sýningar á dag, alla daga
nema þriðjudaga, en þá er lokað.
Engin tegund af kvikmyndum
liggur óbætt hjá garði. Hér eru
sýndar stuttmyndir, bíó fyrir börn,
og þennan tímann er sýnd syrpa af
nýjum myndum um listdans. Og í
júní lýkur sýningum á kvikmyndum
eftir Hans-Jürgen Syberberg,
þýska leikstjórann sem hefur með-
al annars búið til myndir um ein-
kennilega menn eins og Lúðvík
Bæjaraprins, Hitler og Parsífal.
Dagurinn er fljótur að líða í þess-
ari menningarstöð og hagstætt að
kaupa dagskort sem veitir aðgang
að öllum sýningum. Húsið er lík-
lega þekktast fyrir frjóar listsýn-
ingar og fyrir nútímalistasafnið. En
það er líka hægt að sjá framsæknar
leiksýningar, dans, hlýða á fyr-
irlestra og upplestra. Ekki síst er
um vert að bókasafn er mjög gott,
líka það sem snýr að tónlist og kvik-
myndum. Hver sem er getur kom-
ist inn og valsað um hillur.
Húsið sjálft er aðlaðandifurðuverk, ekki síst hiðytra. Það er líka einnhelsti útsýnisstaður
Parísarborgar og ekki annað en
sigla á rúllustigum upp í hæðir og
horfa yfir dýrðina. Ef gesturinn
verður nú svangur af öllu útsýninu
og allri menningunni þá er vel séð
fyrir svoleiðis þörfum. Á fyrstu
hæð er kaffitería, og það er kominn
nýr veitingastaður í efra, innrétt-
aður með rokna stæl. Í anddyri er
búð með góðu úrvali af listaverka-
bókum. Á fyrstu hæð eru seldir rétt
skapaðir hlutir eftir fræga hönnuði.
Sú blanda sem hér er lýst er svo vel
heppnuð að ekkert menningarhús í
heimi er fjölsóttara en Pompidou.
Ítengslum við það er meira aðsegja neðanjarðarstarfsemi,IRCAM tölvu- og tón- oghljóðstöðin þar sem raf-
tónskáld semja fyrir vísindalegum
nútímastraumi. Höfundur IRCAM
er tónskáldið og hljómsveitarstjór-
inn Pierre Boulez, kallaður heim til
starfa af Pompidou sjálfum. Og nú
verður ekki lengur undan vikist að
ljóstra því upp að þessi stofnun er
ein af uppeldisstöðvum bíófélagans.
Pompidou-menningarstöðin er
svo miðsvæðis í París að það er eins
og alltaf sé stutt í hana. Hún er eig-
inlega við hliðina á ráðhúsinu (Hôt-
el de Ville) og fjórða hverfinu
skrautlega, steinsnar frá lat-
ínuhverfi og frá búðunum á rue de
Rivoli. Næsta umhverfi menningar-
miðstöðvarinnar er eitt það allra líf-
legasta í borginni, sama hver árs-
tíminn er og tími sólarhrings.
Þarna voru áður matarmark-
aðirnir, Les Halles, og svæðið kall-
að Magi Parísar. Þótt markaðir séu
horfnir er vel að maganum búið.
Fyrir þá sem gera ekki uppá milli tíma sólarhrings-ins til þess að fá sér bitaer gott að taka stefnuna
á einn fallegan matarstað sem aldr-
ei lokar, Au Pied du Cochon (Grísa-
löpp), Rue Coquilliere númer 6.
„Minnisvarði um Parísarlífið“ segja
bæklingar, en þetta er ekki síður
staður til þess að ná sér í minningar
á.
Þarna varð ég fyrir þeirri lífs-
reynslu að panta af misgáningi
nokkuð sem ég vissi ekki að er til
og heitir gæsalifrarkæfu- og kast-
aníuhnetusúpa. Hún er svo merki-
leg og saðsöm að það er þrekvirki
að hesthúsa síðan aðalrétt og enda
á logandi hágæðapönnsu. En ýmsu
má áorka í góðum félagsskap og
þar er nóttin alltaf ung, sama hvað
fólk er kvöldsvæft.
B í ó k v ö l d í P a r í s
Menningarstuð og grísalöpp
Eftir Steinunni Sigurðardóttur