Morgunblaðið - 30.05.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 30.05.2003, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞAÐ er næstum eins ogbílatjakkur undir þessu.Þessir eru mun sterkarien þeir nýju japönsku,“ segir Sigurpáll Grímsson, hár- snyrtimeistari á Hárgreiðslu- og rakarastofunni á Klapparstíg, og bendir á einn stólinn í stofunni hjá sér. Stofan hefur verið starfrækt síðan árið 1918. Eigendurnir og hjónin Sigurpáll og Ingibjörg Geir- mundsdóttir hárgreiðslumeistari hafa átt hana síðan 1977. Gömlu rakarastólarnir eru það fyrsta sem tekið er eftir þegar gengið er inn. Einnig er lítið skilti á veggnum sem á stendur: „Vinsam- legast takið númer,“ og greiður í hreinsivökva sjást á borðinu. Old Spice-rakspírinn trónir fremst í hillunni og biðbekkurinn iðar af lífi, en þar bíða tvær ungar stúlkur. „Við erum að bíða eftir vinkonu okkar,“ segja þær hlæjandi. Stofunni er skipt í tvennt. Í gamla hlutanum eru viðskiptavin- irnir klipptir. Þar má sjá gömlu rakhnífana, skæri og greiður raðað snyrtilega á handklæði á borðinu. Hárin svífa um loftið og lenda í hrúgu á gólfinu. Tveir menn og ung stúlka eru í klippingu. „Við erum með mjög stóran hóp af föstum við- skiptavinum. Hópurinn er mikið blandaður, en þó er líklega ívið meira af herrum. Gamli kjarninn skilar sér gríðarlega vel,“ segir Sig- urpáll. Fylgjast með nýjum straumum Í útvarpi er leikin róleg tónlist og fólk getur lesið blöð eða fengið sér kaffisopa meðan það bíður. Ekki er nauðsynlegt að panta tíma og því stoppa margir viðskiptavinir við hjá Sigurpáli eftir hentisemi. Sigurpáll segir að fyrir um 15–20 árum hafi varla þekkst að fólk pantaði tíma. Hjá Sigurpáli og Ingibjörgu starfa tíu manns. „Starfsliðið er mjög blandað. Við erum alltaf með nokkra nema og þeir koma með nýja strauma með sér svo end- urnýjunin verður sífelld,“ segir Sig- urpáll. Hjónin fylgjast með nýjustu tískustraumunum með því að skoða erlend blöð og fara á sýningar, hér heima og svo í London einu sinni á ári. „Tískan hefur breyst þannig að það er ekki lengur þessi afgerandi tíska. Það eru ekki allir í sama horf- inu. Tískan nær ekki nema til svona 20% fólksins en setur mark sitt á alla hina án þess að þeir gangi kannski alla leið. Tískan er þannig að það er ætlast til að hver útfæri hana fyrir sig,“ segir Sigurpáll en bætir þó við að stutt hár sé frekar í tísku á sumrin. Stofan hefur verið starfrækt í 85 ár og alltaf lagt sig fram um að veita góða þjónustu. „Ég held við höfum það orð á okkur að vera vandvirk,“ segir Sigurpáll. Alltént fara viðskiptavinirnir þrír bros á vör. Boðið upp á 13 drykkjartegundi Sólarbirtan fylgir blaðam inn á hárgreiðslustofuna T Guy þar sem gluggarnir er og hleypa birtunni inn. Sto er á Laugaveginum, hefur starfrækt á Íslandi í næstu ár. Ung stúlka íklædd nýjus fötum og með hárgreiðslu í Flestir viðskiptavinir fá hárþvott og að auki slakandi hnakka- og Hárið fokið af og niður á gólf en væntanlega er engin eftirsjá að Dömurnar tvær biðu eftir vinkonu sinni á gamalgrónu stofunni við Klapparstíg í Reykjavík sem hefur starfrækt frá árinu 1918. Stofan er tvískipt og þar starfa tíu manns. Breyttir straumar í heimi hártískunna Heimur hártískunnar er síbreytilegur. Íris Björk Eysteins dóttir kíkti í heimsókn á eina af elstu rakarastofum bæj- arins og eina af nýjustu hárgreiðslustofunum. Hún sá bæð upprunalegan rakarastól með fjölmörgum pumpum og hlustaði einnig á nýstárlega ráðgjöf sérfræðinga um hárst NÝR ODDVITI SJÁLFSTÆÐISMANNA RAUFARHÖFN Sú var tíðin, að sjávarplássin útum land lentu í erfiðleikumvegna þess að útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki lentu í rekstr- arerfiðleikum. Sá vandi sem Raufar- hafnarbúar standa nú frammi fyrir sýnir, að jafnvel þótt öflug sjávarút- vegsfyrirtæki reki útgerð eða fisk- vinnslu á þessum stöðum, er það eng- in trygging fyrir blómlegu atvinnulífi. Sjávarútvegsfyrirtæki Eimskipafélagssamsteypunnar hef- ur komizt að þeirri niðurstöðu að rekstur þess á Raufarhöfn sé ekki nægilega hagkvæmur og þess vegna er 10% af íbúum staðarins sagt upp störfum. Það er fullt tilefni til að spyrja, hvort Raufarhöfn eigi sér yfirleitt einhverja framtíð. Alla vega er ljóst að hún verður ekki tryggð með rekstri á vegum þeirra stóru eininga, sem eru að verða til í sjávarútvegi okkar. Fengin reynsla sýnir, að stóru fyrirtækin gera það sem þeim sýnist og taka ekki tillit til annarra hags- muna en þeirra, sem snúa að rekstr- arhagkvæmni þeirra sjálfra. Það er ekki hægt að ásaka þau fyrir það svo fremi þau hafi ekki gefið fyrirheit um eitthvað annað sem dæmi eru því miður um. Hins vegar er athyglisvert að fylgjast með því, hvað smábátaút- gerð og vinnsla úr afla smábáta hefur víða komið þessum litlu byggðarlög- um til bjargar, einmitt þeim byggð- arlögum, sem hafa orðið illa úti í sam- skiptum við stórútgerðirnar. Vestfirðir eru mjög skýrt dæmi um þetta. Kvóti hvarf frá bæði Ísafirði og Bolungarvík og raunar frá fleiri plássum á Vestfjörðum, þegar stór fyrirtæki komu á þessa staði og fjár- festu í útgerðarfyrirtækjum þar með fyrirheitum um áframhaldandi rekstur. Við þau fyrirheit var ekki staðið. Hins vegar er nú stunduð blómleg útgerð á Vestfjörðum en hún byggist ekki sízt á smábátum. Í ljósi reynslu sjávarplássanna þarf engum að koma á óvart hversu miklar umræður urðu í kosningabaráttunni fyrir þingkosn- ingarnar í byrjun maí um vanda sjáv- arplássanna og smábátaútgerðarinn- ar. Það er alveg augljóst mál, að það er ástæða til að skapa smábátaút- gerðinni hagkvæmt rekstrarum- hverfi. Ef staðir á borð við Raufar- höfn lognast út af verða mikil verðmæti verðlaus. Það á ekki sízt við um hýbýli fólks en einnig atvinnu- fyrirtæki. Það er dýrt spaug að halda þannig á málum, að 300 manns verði að yfirgefa heimili sín og flytja ann- að. Í stjórnarsáttmála núverandi rík- isstjórnar kemur skýrt fram, að grip- ið verður til ákveðinna aðgerða á þessu kjörtímabili til þess að styrkja stöðu sjávarplássanna og smábátaút- gerðarinnar. Staðan á Raufarhöfn er áminning um að þær ákvarðanir þarf að taka fyrr en síðar. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð-ismanna í Reykjavík hefur kos- ið sér nýjan oddvita í kjölfar þess, að Björn Bjarnason hefur á ný tekið við ráðherraembætti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er sá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem á lengstan feril að baki í borgarstjórn og býr yfir mikilli reynslu á sviði borgar- mála. Hann hefur einnig sinnt for- mennsku í Sambandi ísl. sveitarfé- laga á þann veg, að athygli hefur vakið. Á rúmum áratug hefur hver for- ystumaður tekið við af öðrum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins. Það er tími til kominn að meiri festa skapist í forystu borg- arstjórnarflokksins. Ætla verður að með kjöri Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar hafi grundvöllur verið lagður að því og að hann muni leiða borg- arstjórnarflokkinn í kosningum til borgarstjórnar Reykjavíkur að þremur árum liðnum. Þótt Birni Bjarnasyni hafi ekki tekizt að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í kosningunum fyrir ári er ljóst, að hann hefur á þeim tíma, sem hann hefur gegnt starfi oddvita Sjálfstæðismanna, endurskipulagt starf borgarstjórnarflokksins á þann veg, að flokkurinn er líklegur til mikilla átaka á næstu árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur vaxið mjög í starfi frá því hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn. Hann þekkir málefni borgarinnar í smáat- riðum og hefur sýnt lipurð í sam- skiptum við borgarbúa og andstæð- inga í borgarstjórn. Hvoru tveggja er líklegt til að skapa honum sterk áhrif í borgarstjórninni. Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekizt að tryggja sér meirihluta í borgarstjórn þrennar kosningar í röð. Hins vegar má nú sjá þess merki, að breytingar geti orðið á samstarfi meirihlutaflokkanna. Framsóknarflokkurinn leggur vax- andi áherzlu á að efla stöðu sína meðal kjósenda í Reykjavík. Það há- ir flokknum í þeirri viðleitni að bjóða ekki fram sjálfstæðan lista til borgarstjórnar. Hið sama má í sjálfu sér segja um Vinstri græna. Þess vegna má gera ráð fyrir, að miklar umræður fari fram innan þessara tveggja flokka í aðdraganda næstu borgarstjórnarkosninga um kosti og galla þess að bjóða fram sjálfstæða lista til borgarstjórnar Reykjavíkur. Framtíð Reykjavíkur- listans er engan veginn tryggð. Í þrennum síðustu kosningum hafa aðildarflokkar Reykjavíkur- listans sameinast að baki pólitísku borgarstjóraefni. Það á eftir að koma í ljós, hvort Þórólfur Árnason borgarstjóri nær því að skapa sér slíka stöðu gagnvart Reykjavíkur- listanum. Þegar á heildina er litið er ljóst, að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tekur við forystu borgarstjórnarflokksins á tímum nýrra tækifæra. Það bygg- ist meir á honum en nokkrum öðrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hvort þau tækifæri verði nýtt með eftirminnilegum árangri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.