Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 27
þykju. Það hefur alltaf verið rausn-
arlegt og gaman að koma til þeirra
Núru og Hannesar á Laugarásveginn
og alltaf eru allir velkomnir.
Núru verður ekki lýst með fáeinum
orðum á bréfsnepli, hún var glæsileg
kona og eftir lifa einstakar minningar
um yndislega afasystur.
Guðrún Edda Guðmundsdóttir,
Sigríður Th. Pétursdóttir.
Kær föðursystir okkar, Guðrún
Kristjánsdóttir, Núra, er látin.
Langafi okkar og afi Núru, Eldeyjar-
Hjalti, nefndi hana fyrstur þessu
nafni. Faðir okkar, Hjalti Geir, og
Núra voru einu börn afa og ömmu og
fjölskylduböndin sterk. Ræturnar
lágu í hjarta Reykjavíkur, fyrst á
Öldugötu 4 og síðan á torfunni milli
Laugavegs, Smiðjustígs og Hverfis-
götu. Þar bjó stórfjölskyldan, afi og
amma, afasysturnar Lára og Sigga,
Tryggvi afabróðir, Olli frændi, Agnar
og Helga Tryggva sem er nýlátin.
Fjölskyldur okkar og Núru bjuggu
báðar á sínum tíma á Laugavegi 13 en
síðar varð heimili Núru og Hannesar
á Laugarásvegi 64. Í hugann koma
ótal minningar. Sambýlið á annarri og
þriðju hæð, tjaldferðir, langdvalir í
sumarbústað ömmu og afa, jólaboð og
aðrar lífsins veislur. Þessar tvær fjöl-
skyldur hafa gengið æviveginn sam-
an. Við eigum sameiginlegar minn-
ingar sem hafa lagt grunn að
dýrmætri vináttu. Það var Núru mik-
ils virði. Núra elskaði fjölskyldu sína
heitt. Hún var henni það sem góð
kona getur frekast orðið og við systk-
inin nutum sannarlega góðs af því.
Hún sýndi okkur ávallt mikinn áhuga
og vakti yfir velferð okkar og síðar
einnig barna okkar.
Hún var glæsileg heimskona sem
hafði ákaflega sterka nærveru.
Hreinskilni hennar var mikil og húm-
orinn oft nálægur. Í einkalífi var
Núra fyrirmynd. Hún var góð hús-
móðir, sem veitti af örlæti og ástúð.
Heimilið var smekklegt og mannlífið
ræktað af mikilli snilld. Samband fjöl-
skyldunnar á Laugarásvegi var fag-
urt og samheldni Núru, Hannesar,
dætra og fjölskyldna þeirra er ein-
stök. Þau voru eitt og framtíð þeirra
sameiginleg.
Á undanförnum árum hefur Núra
átt við nokkur veikindi að stríða.
Án einstakrar umhyggju Hannesar
hefðu veikindin haft mun meiri áhrif á
líf hennar en raun bar vitni. Hannes
bar hana alla tíð á höndum sér.
Þrátt fyrir heilsubrest bar andlát
Núru brátt að. Það er því ánægjulegt
hve margar góðar stundir við höfum
átt að undanförnu. Við systkinin
þökkum af alhug kærleik Núru og
vottum fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúð.
Ragnhildur, Kristján, Er-
lendur og Jóhanna Vigdís.
Mín besta vinkona, Guðrún Krist-
jánsdóttir sem jafnan var nefnd
Núra, er látin 81 árs að aldri. Hún er
öllum harmdauði sem hana þekktu
enda óvenjuleg kona á ferð sem búin
var miklum mannkostum.
Núra var stórglæsilega kona og vel
af Guði gerð. Sem ung stúlka bar hún
af öðrum jafnöldrum sínum. Góð
menning og menntun stýrði fasi
hennar öllu enda hafði hún notið hvor-
tveggja ríkulega. Fáir stúdentar í
Reykjavík árið 1941 stóðu jafnvel að
vígi og Núra. Hún hafði notið einstaks
atlætis í foreldrahúsum, var útskrifuð
úr Húsmæðraskóla Reykjavíkur og
með stúdentsprófið að vopni hélt hún
til framhaldsnáms til Bandaríkjanna
þar sem hún lagði stund á almenn
fræði við þarlenda menntastofnun.
Hún kom heim að ári liðnu og haslaði
sér völl í Reykjavík, foreldrum sínum
til mikillar ánægju.
Árið 1950 giftist hún glæsilegum
manni, Hannesi Guðmundssyni lög-
fræðingi, og þau stofnuðu sitt fyrsta
heimili að Laugavegi 13 í Reykjavík.
Síðar fluttu þau að Laugarásvegi 64
þar sem þau byggðu upp fjölskyldu
og heimili sem bjó yfir þokka og
glæsileika. Dæturnar fjórar uxu og
döfnuðu í skjóli foreldra sinna og það
var ávallt ánægjulegt að sækja þau
heim og njóta samvista þeirra. Það
vakti eftirtekt mína hve samheldin
fjölskyldan öll var. Hannes og Núra
voru par sem allir tóku eftir og dáðust
að, og dæturnar urðu foreldrum sín-
um eftirlæti, bestu vinir þeirra og fé-
lagar.
Þegar ég kynntist Núru í upphafi
síðari heimstyrjaldar gerði ég mér
strax grein fyrir að þar færi gæfu-
manneskja. Innræti hennar og hugs-
un hafði áhrif á alla sem höfðu eitt-
hvað af henni að segja. Við urðum
strax perluvinkonur og sá vinskapur
hélst allt fram til dagsins í dag. Ég
minnist margra skemmtilegra stunda
á okkar yngri árum; ferðalaga, úti-
lega, bíó- og ballferða sem hnýttu vin-
áttu okkar sterkum böndum. Á þess-
um árum liðu dagarnir hratt og lífið
lék við ungar sálir sem þráðu að tak-
ast á við allt sem framtíðin bauð upp
á. Árin sem í hönd fóru gleymast
seint. Við fylgdumst hvor með ann-
arri og deildum gleði okkar og sorg-
um. Á síðari árum höfum við oft
skemmt okkur saman við að rifja upp
gamlar og góðar minningar. Núra var
alltaf skemmtileg og viðmótsþýð.
Hún reyndist mér einstakur vinur og
félagi. Nú þegar leiðir skilja sakna ég
hennar mikið; vináttunnar, trygg-
lyndisins og hins hreinlynda hugar-
þels. Eftir standa minningarnar einar
um góða og heilsteypta konu sem
styrkti mynd okkar sem hana þekktu
um gott og fagurt mannlíf.
Ég votta Hannesi og dætrunum
þeirra Núru, fjölskyldum þeirra, vin-
um og vandamönnum mína dýpstu og
innlegustu samúð. Þau hafa öll misst
mikið. Ég bið Guð að blessa minningu
minnar góðu vinkonu.
Katrín Sigurðardóttir (Dúa).
Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Kristjánsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 27
Útför ástkærs eiginmanns,föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
HALLDÓRS E. SIGURÐSSONAR
fyrrv. ráðherra,
verður gerð frá Borgarneskirkju mánudaginn
2.júní kl.15.00
Minningarathöfn verður sama dag í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík kl.10.30.
Margrét Gísladóttir,
Gísli V. Halldórsson, Guðrún Birna Haraldsdóttir
Sigurður I. Halldórsson, Steinunn Helga Björnsdóttir
Sigurbjörg G. Halldórsdóttir Kristján Örn Ingibergsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
PÁLL ÓLAFSSON,
prentari,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði miðviku-
daginn 28. maí.
Guðrún Jónsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR,
Litla-Hofi,
Öræfum,
lést mánudaginn 26. maí.
Jarðsungið verður frá Hofskirkju laugardaginn
31. maí kl. 16.00.
Halla J. Gunnarsdóttir,
Sigurjón Þ. Gunnarsson, Guðbjörg Magnúsdóttir,
Bryndís Gunnarsdóttir, Jón Gunnlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi,
vinur og frændi,
BÖÐVAR KRISTJÁNSSON,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli,
verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju, Þorláks-
höfn, laugardaginn 31. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á dvalarheimilið Kirkjuhvol
Hvolsvelli, reikningur 182-05-62161.
Ólöf, Sigurður, Þóra, Elín,
tengdabörn, afabörn,
Svala og Böðvar.
Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
AXEL Ó. LÁRUSSON
áður kaupmaður í Vestmannaeyjum,
Suðurtúni 9,
Bessastaðahreppi,
lést laugardaginn 24. maí.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 3. júní kl. 13.30.
Sigurbjörg Axelsdóttir,
Guðrún S. Guðmundsdóttir,
Sigrún Óskarsdóttir, Ársæll Sveinsson,
Óskar Axel Óskarsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Guðrún Óskarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir,
Adólf Óskarsson, Heiða Guðrún Ragnarsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝ Björn Pálssonfæddist í Kaup-
mannahöfn 20. maí
1923. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi 21.
maí síðastliðinn.
Foreldrar Björns
voru hjónin Páll
Jónsson, vélstjóri, f.
18. sept. 1895, d. 16.
jan. 1945, og kona
hans Gróa Ágústa
Guðmundsdóttir, f.
24. ágúst 1891, d. 23.
maí 1984. Björn átti
eina systur, Sigrúnu
Pálsdóttur Smith, f. 7. maí 1925,
hennar maður var Earle L. Smith,
f. 23. júlí 1918, d. 26. mars 2000,
búsett í Florida í Bandaríkjunum.
Björn kvæntist 20. sept. 1947
eftirlifandi eiginkonu sinni Helgu
Þórðardóttur, f. 18. nóv. 1917, í
Bjarnarnesi í A-Skaftafellssýslu.
Foreldrar hennar voru séra Þórð-
ur Oddgeirsson, prestur og pró-
Ágúst Kr. Björnsson, f. 22.12.
1956, í sambúð með Hildigunni
Guðmundsdóttur, f. 23.4. 1967,
sonur þeirra er: a) Aron Kristinn,
f. 7.10. 2001, dóttir Ágústs, b) Eva
Mjöll, f. 16.11. 1983, dætur Hildi-
gunnar eru: c) Hulda Mýrdal
Gunnarsdóttir, f. 8.2.1989, og d)
Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir, f.
28.6.1990. Þórunn Gyða, f. 29.8.
1959, gift Stefáni S. Stefánssyni, f.
14.7. 1956. Þeirra börn eru: a)
Signý, f. 27.6. 1983, b) Stefán
Björn, f. 25.10. 1987, og c) Bjarki,
f. 12.9. 1990.
Björn ólst upp í Reykjavík. Hann
útskrifaðist frá Verslunarskóla Ís-
lands árið 1942 og starfaði alla tíð
við bókhald og endurskoðun. Hann
var aðalbókari hjá Sameinuðum
verktökum hf. 1952 til 1958, deild-
arfulltrúi í Endurskoðunardeild
Reykjavíkurborgar 1964 til 1972,
aðalbókari hjá Tryggingu hf.
1972-1978 og aðalbókari Reykja-
víkurhafnar 1978 til 1993, er hann
lét af störfum sökum aldurs.
Björn var virkur félagi í Kiw-
anisklúbbnum Heklu frá stofnun
og allt til dauðadags.
Útför Björns verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
fastur í Sauðanesi á
Langanesi, f. 1. sept.
1883, d. 3. ágúst 1966,
og kona hans Þóra
Ragnheiður Þórðar-
dóttir, f. 29. jan. 1883,
d. 19. júní 1950. Börn
þeirra hjóna eru: 1)
Bolli, f. 9. 2. 1948,
kvæntur Constanze
Björnsson, f. 30.11.
1949, búsettur í
Þýskalandi. 2) Björn
Vignir, f. 24.9. 1949,
kvæntur Guðrúnu
Nikulásdóttur, f,
28.11. 1954. Þeirra
börn eru: a) Birgir Örn, f. 9.8. 1976
í sambúð með Helgu Ásgeirsdótt-
ur, f. 18.8. 1979, sonur þeirra er
Gunnar Björn, f. 30.9. 1998, b)
Guðný Björg, f. 29.5. 1979. 3) Þóra
Ragnheiður, f. 14.2. 1951, hennar
börn eru a) Sunna Jóhannsdóttir,
f. 15.2. 1974, dætur hennar eru
Embla Mjöll og Sól, f. 10.11. 1995,
b) Úlfar Örn Mogel, f. 28.5. 1977.
Elskulegur tengdafaðir og afi hefur
kvatt okkur. Margs er að minnast og
ófáar stundir þar sem setið var yfir
kaffibolla í eldhúsinu, fyrst í
„Hlunnó“ og hin síðari ár í Aðalland-
inu. Afi var fróður um sögu landsins
og hernámsárin voru honum minnis-
stæð. Alltaf var jafn gaman að hlýða á
fróðleik hans um menn og málefni.
Björn naut samvista við börnin sín og
fjölskyldur þeirra, fylgdist með dag-
legum störfum, uppvexti og námi
barnabarnanna og bar hag þeirra sér
fyrir brjósti.
Björn og kona hans Helga bjuggu
lengst af í Hlunnavogi 8. Húsið var
byggt á tímum skömmtunar en með
mikilli útsjónarsemi var því verki lok-
ið með sóma. Garðurinn var stór og
fallegur og nutu þau hans. Margar
minningar tengjast þessum stóra
garði, gaman var að leika sér í alls
kyns leikjum og skemmtilegast þegar
afi var að vökva grasið og veður var
gott, þá endaði leikurinn iðulega með
miklum hamagangi og við systkinin
rennblaut. Okkur þótti líka alltaf
gaman að hjálpa ömmu og afa með
garðverkin.
Afi naut þess að ferðast, bæði inn-
anlands og utan, og átti hann þess
nokkrum sinnum kost að dvelja hjá
syni sínum og tengdadóttur sem bú-
sett eru í Þýskalandi og voru það hon-
um kærar stundir. Einnig heimsótti
hann Rúnu systur sína sem búsett er í
Bandaríkjunum eins oft og færi gafst.
Björn átti við erfið og mikil veikindi
að stríða á árunum 1960 til 1962 og
þurfti að leita sér lækninga, bæði hér
á landi og erlendis. Voru þetta fjöl-
skyldunni erfið ár en með guðs og
góðra manna hjálp komst hann yfir
veikindin og átti góð ár eftir það allt
undir það síðasta.
Björn lauk námi frá Verslunar-
skóla Íslands 1942. Var skólinn hon-
um ætíð mjög kær og skólafélagarnir
hafa haldið þétt saman gegnum árin.
Afi var virkur félagi í Kiwanisklúbbn-
um Heklu og gegndi þar ýmsum trún-
aðarstörfum.
Nú þegar tengdafaðir og afi hefur
kvatt okkur um sinn þökkum við hon-
um allt sem hann hefur gefið okkur
með nærveru sinni. Minning hans
mun lifa að eilífu.
Þú áttir auð er aldrei brást,
þú áttir eld í hjarta,
Sá auður þinn er heilög ást
til alls hins góða og bjarta.
Til meiri starfa guðs um geim
þú gengur ljóssins vegi.
Þitt hlutverk er að hjálpa þeim
er heilsa nýjum degi.
(Hrefna Tynes.)
Guðrún, Birgir Örn og
Guðný Björg.
BJÖRN
PÁLSSON