Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 29

Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 29 og ræktarsemi sem einkennir þetta fólk og ekki var Gunnlaugur neinn eftirbátur í þeim efnum. Nokkrum árum eftir skólavistina á Bifröst lágu enn leiðir okkar Gunn- laugs saman í London. Gunnlaugar var þar til náms en síðan hóf hann störf á skrifstofu Sambands ísl. sam- vinnufélaga þar í borg og vorum við þar vinnufélagar um tíma og tókum saman íbúð á leigu einn vetur. Gunn- laugur var afburða þægilegur vinnu- félagi og áttum við einnig ánægjuleg- ar stundir í hópi Íslendinga í London. Starfsemi Íslendingafélagsins í London var þá með miklum blóma og stóð fyrir ýmsu félagslífi og var reynt að ná bæði til unglinga og eldra fólks. Gunnlaugur sótti það með kappi og dugnaði að kynnast London og gekk m.a. um borgina þvera og endilanga og varð fljótlega afar fróður um þessa merkilegu heimsborg. Þegar ég hvarf til starfa í Reykjavík starfaðí Gunn- laugur áfram á skrifstofu Sambands- ins í London og flutti til enskrar fjöl- skyldu til þess að kynnast betur enskum siðum og æfast frekar í því að tala enskuna. Gunnlaugur hefur alla tíð síðan verið góður heimilisvinur og hefur ásamt öðrum ekki ósjaldan tekið í spil á góðum kvöldum á heimili okkar hjóna. Að leiðarlokum finnst okkur að það hefði mátt vera oftar. Gunnlaug- ur kvæntist aldrei né eignaðist börn og var það að vissu leyti synd þar sem hann var sérstaklega barngóður og sóttust börn sjáanlega eftir því að vera í návist hans. Elsta barn okkar hjóna, sonurinn, var um tíma heima- gangur hjá Gunnlaugi og þótti okkur mjög vænt um það. Gunnlaugur átti íbúð í Hraunbænum og var þar gott að koma. Voru venjulega á borðum ýmsar tegundir kaffibrauðs eins og í sveitinni í gamla daga og ríkt gengið eftir því að gestir neyttu þeirra veit- inga. Á hans heimili var hreinlæti og snyrtimennska í fyrirrúmi. Oft komu í heimsókn ættingjar hans og vinir ut- an af landi og honum fannst ekkert tiltökumál þótt hann fengi slíka gesti í nokkra daga. Það var honum greini- lega mjög kærkomið enda honum eig- inlegt að sýna öðrum umhyggju. Þau störf sem Gunnlaugur tók að sér voru í góðum höndum og þurfti áreiðanlega ekki að vinna þau upp eftir hann. Það var ekki óeðlilegt með hans menntum og hæfileika að hans aðal æfistarf yrði á endurskoðunar- skrifstofu hér í höfuðborginni. Gunn- laugur var þó sveitamaður og nátt- úruunnandi miklu fremur en borgarbúi. Göngur um fjöll og firn- indi voru honum kærkomin áskorun og ekki alltaf auðvelt að fylgja honum þar eftir. Það lá beint við þegar spila- menn komu í heimsókn á Selfoss fyrir 12 til 15 árum að við hjónin gengum með þeim á Ingólfsfjall. Voru við þetta tækifæri teknar myndir að þessu fríska fjallgöngufólki. Ekki hefði okkur órað fyrir því að góðir drengir í þessum hópi myndu þetta fljótt kveðja jarðlífið og skilja okkur hin eftir harla fáfróð um tilgang þessa alls. Það er hins vegar auður að eiga í sjóði minninganna eitt og annað um vegferðarfólkið sem gefur og gleður og fylgir okkur þannig áfram. Minn- ingin um Gunnlaug Sigvaldason mun lifa með okkur sem dæmi um vand- aðan og góðan mann sem var gott að þekkja. Við treystum því að hann eigi kost á sínum eftirlætis gönguferðum á strönd hins óþekkta og guðleg for- sjón muni leiða hann ljúflega um nýja stigu. Við hjónin vottum ættingjum Gunnlaugs einlæga samúð. Blessuð sé minning Gunnlaugs Sigvaldasonar. Sigurður Kristjánsson. hún sagði við mig: „Helgi minn, vertu alltaf góður Íslendingur!“ Ljóðin og landslagið, rímurnar og bókmenntirnar kölluðu hana heim. Þegar aldurinn færðist yfir og hún átti tvö ár í nírætt afréð hún að flytja heim til Íslands. Næstu árin kom hún oft í langar heimsóknir til okkar öllum til mik- illar gleði en hún vildi eldast og deyja á Íslandi. Hún bjó í áratug á Dvalarheimilinu Felli við Skipholt í Reykjavík og var afar ánægð þar. Eignaðist trygga vini bæði meðal starfsfólks og vistmanna og naut lífsins í þessum félagsskap. Þegar heilsan fór að setja henni skorður flutti hún á Elliheimilið Grund og var þar í góðu yfirlæti síðustu árin. Einnig þar var vináttan ræktuð. Móðir mín laðaði til sín fólk hvar sem hún var án þess að gera nokk- uð annað en vera hún sjálf. Tryggir vinir og skemmtilegar vinkonur heimsóttu hana reglulega og við Rúna vorum í símasambandi við hana daglega. Á hundrað ára afmæli hennar streymdu vinir og fjölskylda til landsins og héldu henni hóf á Hótel Loftleiðum. Ekkert í framkomu, klæðaburði eða viðmóti afmælis- barnsins þennan dag vitnaði um þennan háa aldur. Skopskynið var á sínum stað, skýr hugsun og við- mótsgleði. Þarna var hún umvafin vinum og fjölskyldu, og hefur kannski hugsað til áranna með föð- ur mínum þegar sest var við hljóð- færið og sungið í sama anda og heima hjá okkur forðum. Þetta var sannkallaður gleðidagur sem hún minntist lengi á eftir. Hún var þakklát fyrir líf sitt en æðrulaus og sátt við að kveðja þeg- ar hún fann að kraftarnir voru að þverra. Um það eins og allt annað var hún ófeimin að tjá sig. Á kveðjustund er mér efst í huga innilegt þakklæti í garð móður minnar fyrir það sem hún var mér, systur minni og fjölskyldum okkar beggja. Hún var mamma og amma sem aldrei gleymist, traustur vinur sem ég eignaðist um leið og lífið sjálft og á margan hátt var hún mér og öðrum fyrirmynd í því sem máli skiptir í lífinu. Hún hverfur inn í sumarbirtuna umvafinn kærleika fjölskyldu sinn- ar og vina sem þakka af hjarta glaðar og gjöfular stundir fyrr og síðar. Guð blessi minningu hennar. Helgi Heiðar. Þegar ég las fyrst ljóð vinar míns Gunnars Dal: Orð milli vina gerir daginn góðan, í ljóðabókinni Orð milli vina, varð mér strax hugsað til vinkonu minnar Jónu Heiðar. Svo oft hafði ég hlotið blessun og uppörvun af því að eiga við hana orðastað og dagurinn minn orðið „góður“ í orðsins fyllstu merkingu. Þannig vinur var hún. Bjartsýni hennar, trú, áhugi og velvilji auðguðu hvern þann sem átti samleið með henni. Samleið okkar er orðin nokkuð löng. Hún var jafnaldra móður minnar. Jóna og Salómon voru vin- ir foreldra minna frá því að ég man eftir mér enda vorum við nágrann- ar árum saman í Skerjafirðinum, síðar í Toronto í Kanada og svo aft- ur hér í Reykjavík eftir að hún flutti á dvalarheimilið Fell og svo á Grund. Síminn var sömuleiðis oft notaður til tjáskipta og alltaf voru öll samskipti jákvæð og elskuleg. Ég gat kvatt hana stuttu fyrir dauðastundina þótt hún hefði ekki lengur meðvitund. Það var stund án orða. Minningin um hana mun lifa þrátt fyrir að hún sé horfin. Síðustu árin hafði hún oft orð á því að nú væri ævin orðin nógu löng. Ekki sagði hún þetta í kvört- unartón heldur sem staðreynd og vegna þess að hún fann fyrir því að árin voru orðin mörg. Hún var södd lífdaga, tilbúin að deyja en jafnframt þakklát fyrir lífið sem Guð hafði gefið henni. Það verða góðir endurfundir sem við væntum báðar á efsta degi. Guð blessi minningu elsku Jónu og styrki og uppörvi börnin hennar öll sem búa í fjarlægri heimsálfu en hafa verið ötul og elskuleg við að heimsækja hana mörgum sinnum á ári. Sigríður Candi.  Fleiri minningargreinar um Gunnlaug Sigvaldason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Jónu Heiðar bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Aðalsteinn BirgirIngólfsson fædd- ist í Reykjavík 15. desember 1935. Hann lést á La Mar- ina á Spáni hinn 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru þau Ingólfur Krist- jánsson útgerðar- maður, f. 6. desem- ber 1911, d. 4. apríl 1985, og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, f. 9. maí 1912. Þau eiga fimm börn og var Birgir elstur þeirra. Systkini hans eru Elsa Lára, f. 4. febrúar 1942, d. 10. ágúst 1942, Örn, f. 14. apríl 1944, Anna, f. 2. nóvember 1946, og Guðmundur, f. 20. nóvember 1948. Birgir kvæntist Bylgju Hall- dórsdóttur, f. 8. desember 1943. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Aðalheiður, f. 7. mars 1962, gift Ragnari Konráðssyni, f. 11. mars 1957. Börn þeirra eru: Sara Ýr, f. 2. september 1981, í sambúð með Ragnari Rúnarssyni, f. 23. júní 1982, sonur þeirra er Brynjar Þór, f. 6. feb. 2003, Rut f. 3. mars 1986, Þórný, f. 20. janúar 1990, og Konráð, f. 11. maí 1998. 2) Ing- ólfur, f. 15. júlí 1963, kvæntur Ólöfu Sveinsdóttur, f. 30. janúar 1968. Börn þeirra eru Sædís Ragna, f. 25. janúar 1994, og Ragnheið- ur, f. 12. apríl 2000. 3) Matthildur, f. 21. ágúst 1966, gift Ágústi Þór Sigurðs- syni, f. 25. júlí 1963. Dóttir þeirra er Rebekka Rós, f. 13. júní 1999, en fyrir átti Matt- hildur Jens, f. 9. júlí 1985. Fyrir átti Birgir dótturina Ingu Dís. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Sigurlaug Sturlaugsdóttir, f. 27. júní 1932. Birgir var lengst af skipstjóri og útgerðarmaður á Val RE7 en hin síðari ár dvaldi hann lengstum í sumarhúsi þeirra Laugu á Spáni. Útför Birgis verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Núna komstu okkur á óvart. Þú sem varst svo hraustlegur og tignar- legur, hugsaðir svo vel um sál og lík- ama. Þegar við systkinin rifjum upp smá brot frá því þegar við vorum lítil þá varstu náttúrlega langbestur og við vorum mjög ánægð með þig elsku pabbi þó ýmislegt hefði mátt fara á annan veg. Við munum eftir þegar þú fórst á skytterí með rúgbrauðssam- loku í brjóstvasanum og þegar þú komst úr einni siglingunni þá náttúr- lega fengum við flottustu hjólin í Lindarholtinu og þú varst langt fram eftir nóttu að skrúfa þau saman. En það er víst komið að kveðjustund sem okkur finnst mjög erfitt en við getum huggað okkur við að þér leið vel á Spáni með Laugu. Þú varst ham- ingjusamur og lífsglaður og áttir góða vini sem við urðum vör við þegar við komum út til að kyssa þig bless. Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir allt og við elskum þig. Láttu þér líða vel á þessum góða stað sem þú ert kominn á. Hvíldu í friði elsku pabbi. Matthildur, Ingólfur og Aðalheiður. Fréttin um andlát Bigga var mikið áfall. Hann var ekki bara tengdafaðir minn heldur líka vinur sem gaman var að sækja heim og fá í heimsókn til sín. Það var alltaf gott að spjalla við Bigga, hann ræddi hlutina alltaf af yf- irvegun og ekki spillti það fyrir ef við gátum fengið okkur smá viskýtár og eins og einn Havanavindil með. Eins og gömlum sjókappa sæmir þá beindi Biggi talinu oft að veðrinu og ég fór fljótlega að skilja þýðingu hugtaka eins og lægðardrag og hæðarhrygg- ur. Það var í raun alveg sama hvað var gert eða um hvað var rætt, maður lærði alltaf eitthvað nýtt af því að um- gangast hann, ekki síst að slaka á og spá í hluti sem öllum er hollt að velta fyrir sér. Biggi ræktaði sál og líkama af ein- skærri kostgæfni. Hann hugsaði mik- ið um hvað biði okkar fyrir handan, fór í sund og göngutúra á hverjum degi og skipti þá ekki máli hvort hann var staddur í sól og hita suður á Spáni eða frosti og byl hér á Fróni. Eftir sundið í Vesturbæjarlauginni var svo skroppið niður á Kaffivagn til að spjalla við karlana í rólegheitunum. Hann lifði góðu lífi og bar sig vel. Ég minnist þess þegar við gengum niður á höfn á Færeysku dögunum í Ólafs- vík í fyrrasumar, eftir að hafa slitið Bigga úr boltaleik með yngstu barna- börnunum. Hann gekk aðeins á und- an okkur og var að spjalla við gamlan félaga sinn. Sólin skein og ég tók eftir því að hann leit yfir hafið, sem hann hafði sigrað svo oft, hreystin uppmál- uð, hár og grannur, flottur karl. Ég man að ég hugsaði með mér að svona vildi ég verða þegar ég næði hans aldri. Biggi og Lauga dvöldust mikið í húsinu sínu á Spáni. Þar áttu þau góða vini og það var einstakt að fá tækifæri til að dvelja í húsinu þeirra í fyrrasumar og fá nasaþef af lífi þeirra úti. Þau voru þó nýbúin að kaupa glæsilega íbúð í Grafarholtinu og voru farin að spá í að flytja alveg heim. Við vorum farin að hlakka til að geta séð þau meira og Rebekka var farin að kynnast þeim betur. Ég veit að hún og Jenni munu sakna afa síns mikið, hann vildi allt fyrir þau gera og reyndist þeim einstaklega góður. Við Matta munum hugsa vel um að Re- bekka gleymi afa sínum aldrei. Dagarnir eftir að Biggi veiktist voru fjölskyldu hans erfiðir. Eftir að hann lést fóru börnin hans út til að sjá föður sinn í hinsta sinn. Sú reynsla var þeim þungbær en þau veittu Laugu og hvert öðru styrk í sorginni. Nú er komið að kveðjustund. Minn- ingin um góðan mann lifir, mann sem ég kveð með söknuði og virðingu. Ágúst. Elsku Birgir afi, mér þykir leiðin- legt hvað þú hvarfst fljótt frá okkur. En ég er þakklát fyrir þessa daga sem ég fékk að vera með þér og Laugu ömmu á Spáni, en ég fékk það í ferm- ingargjöf að fara í heimsókn til ykkar um páskana. Þið höfðuð áhyggjur af að mér myndi leiðast þar sem það var svo lítið um að vera þarna á þessum árstíma. En mér fannst gott að koma í rólegheitin, þegar það er svo mikill erill á Íslandi. Ég mun alltaf minnast þess að þú fórst með mér í Go-kart, kenndir mér að bóna bílinn þarna úti, og gafst þér alltaf tíma til að hlusta á mig. Mig langar til að kveðja þig með þessum orðum: Ein góð sál er farin til himna. Hún hvarf frá okkur mjög AÐALSTEINN BIRGIR INGÓLFSSON fljótt. En eins og við öll vitum var þessi góða sál gæðablóð hvert sem hún fór og sterk var hún líka, en nú er hún komin í frið og ró. Sigurdís Sóley. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert einn af þeim sem mér þótti gott að kynnast. Elsku afi, þó okkur þyki enn ótrú- legt að lífsgöngu þinni sé lokið, viljum við kveðja þig í þeirri von að þín bíði æðra verk á himnum. Megi minning þín lifa í hjörtum okkar allra. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. E.) Þín barnabörn. Elsku afi, það átti enginn von á því að þú færir svona fljótt. Ég er ekki búin að átta mig á þessu ennþá og ég bíð alltaf eftir að þú komir heim til Ís- lands. Ég man alltaf eftir því þegar ég fór með þér og ömmu til Spánar fyrir u.þ.b. 8 árum þegar þið voruð að kaupa húsið. Þá leigðuð þið hús fyrstu 2 vikurnar áður en þið fenguð húsið ykkar afhent. Þar var bara eitt hjóna- rúm og svefnsófi, og þú lést mig sofa í hjónarúminu hjá ömmu því þú vildir ekki að það færi illa um mig. Sjálfur svafst þú í svefnsófanum sem var allt- of lítill fyrir þig, svo tærnar þínar lágu út fyrir sófann. Mér fannst alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín og ömmu því það var svo mikill friður og ró heima hjá ykkur. Ég man líka eftir því þegar ég lá í fanginu þínu, ef mér leið eitthvað illa þá hvarf það í burt. Takk fyrir að vilja vera útnefndur afi minn og þú stóðst þig líka vel í því hlutverki. Eva Lind L.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.