Morgunblaðið - 30.05.2003, Page 30
MINNINGAR
30 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Birna Aðalheið-ur Árdal Jóns-
dóttir fæddist í Rétt-
arholti í Akrahreppi
í Skagafirði 24.
ágúst 1937. Hún lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi 22.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Sigurðsson
bóndi í Réttarholti, f.
26. júní 1890, d. 23
maí 1972, og Krist-
rún Helgadóttir, f.
20. ágúst 1909, d. 18.
apríl 1950 frá Haf-
grímsstöðum í Tungusveit. Fóst-
urmóðir Birnu var Sigríður Rögn-
valdsdóttir, f. 13. des. 1886, d. 10.
febr. 1972 í Réttarholti, sem
reyndist henni eins og besta móð-
ir. Systir Birnu samfeðra er Jó-
hanna Freyja Jónsdóttir, f. 1922.
Systkini Birnu sammæðra eru: El-
ín Árdís Ingvarsdóttir, f. 1931, d.
1980, Ragnheiður Bryndís Jóns-
dóttir, f. 1939, Sigrún Hjördís
Jónsdóttir, f. 1939, Aldís Torfhild-
ur Hjörleifsdóttir, f. 1942, Jón
Helgi Hjörleifsson, f. 1947, og
Kristrún Jóhanna Ásdís Hjörleifs-
dóttir, f. 1948.
Hinn 13. des. 1959 giftist Birna
arsson. Börn þeirra eru Haukur
Páll og Helena Dögg. Aðalheiður
Jóna, f. 28. nóv. 1963, maki Björn
Magnússon. Barn þeirra er Hug-
rún Harpa. Gísli, f. 9. apríl 1965,
maki Marlín Aldís Stefánsdóttir.
Barn þeirra er Árdís Lilja. Kristín
Rósa, f. 24. febr. 1967, maki Magn-
ús Ingi Guðmundsson, sonur hans
er Ragnar Þórarinn. Sigurður
Þór, f. 18. des. 1971, maki Guð-
björg Bergsveinsdóttir. Barn
þeirra er Rebekka Rut. Öll hafa
þau sest að á Selfossi nema Kristín
Rósa sem búsett er í Reykjavík.
Birna fluttist ung að heiman til
Reykjavíkur og vann við heimilis-
störf í rúmt ár, þá lá leið hennar
austur fyrir fjall og festi hún fljót-
lega rætur á Torfastöðum. Byggði
þar upp og stundaði búskapinn
ásamt eiginmanni sínum. Hún var
dugnaðarforkur í alla staði, stund-
aði öll verkin úti sem inni af lífi og
sál meðan heilsan leyfði.
Birna Aðalheiður var einn af
stofnendum Kvenfélagsins Ýrar í
Grafningi. Hún tók ríkan þátt í
starfi Úlfljótsvatnskirkju og
skólanefndar Ljósafossskóla.
Útför Birnu Aðalheiðar fer
fram frá Selfosskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11. Jarð-
sett verður á Úlfljótsvatni.
Aðalheiður eftirlif-
andi eiginmanni sín-
um, Steingrími Gísla-
syni, f. 22. sept. 1921 á
Torfastöðum í Grafn-
ingi. Hann er sonur
hjónanna Gísla
Snorrasonar, f. 6. okt.
1883, d. 2. mars 1958,
frá Þórustöðum í Ölf-
usi, og Árnýjar Val-
gerðar Einarsdóttur,
f. 28. des. 1885, d. 31.
ágúst 1966, frá Litla-
Hálsi í Grafningi. Son-
ur Birnu fyrir hjóna-
band er Birgir Árdal
Gíslason, f. 27. ág. 1955, maki
Margrét Jónsdóttir. Börn þeirra
eru Jón Sveinberg, Birna Aðal-
heiður, Sveinn Ægir og Sesselja
Sólveig. Börn Birnu og Steingríms
eru Sigríður María, f. 3. júlí 1959,
d. 15. okt. 1994, maki Bergur Guð-
mundsson. Börn þeirra eru Guð-
mundur, Andri Már og Kristín
Hanna. Seinni kona Bergs er Sig-
rún Óskarsdóttir. Árný Valgerð-
ur, f. 25. júlí 1960, maki Friðgeir
Jónsson. Börn þeirra eru Stein-
grímur, dóttir hans er Svanfríður
Árný, Linda Björk, Katrín Ýr og
Anna María. Jensína Sæunn, f. 2.
nóv. 1962, maki Ægir Stefán Hilm-
Elsku mamma og tengdamóðir.
Nú er komin kveðjustundin, við
sendum þessar línur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku pabbi, þetta eru erfið þátta-
skil í lífi okkar allra en við verðum að
standa saman og styðja hvert annað
á þessum erfiða tíma. Guð og góðar
vættir styrkji okkur öll.
Elsku mamma, hvíl þú í friði,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Kveðja
Árný og Friðgeir.
Jæja, móðir góð, þá er þessu veik-
indastríði þínu lokið, en mikið hefð-
um við öll viljað að þú hefðir ekki
þurft að fara svona illa, því hugsun
þín um að komast aftur heim í sveit-
ina var alveg ótrúlega sterk nánast
þar til yfir lauk. Það verður margt
öðruvísi, nú verður pabbi bara einn í
sveitinni og þín verður sárt saknað,
því óneitanlega hefur þú mín kæra
þurft að hafa fyrir þínu, minningarn-
ar eru margar um þig þessa „ofur-
kjarnorkukonu“ sem erfitt verður að
feta í sporin eftir. Við þetta unga fólk
komumst ekki yfir allt það sem þú
áorkaðir á þínum yngri árum, oft við
erfiðar aðstæður. Það var nánast
sama hvað þú tókst þér fyrir hendur
hvort heldur var að moka til í blóma-
garðinum, vinna í steypuvinnu, sjá
um beljurnar í fjósinu eða snúast í
kringum kindurnar. Heimilisstörfin
voru leikur einn í höndum þér ásamt
því að sauma fötin á börnin, sem voru
lítil, oft fleiri en tvö í einu og þú tókst
þau með í verkin, því pabbi var þá að
gera eitthvað annað, en þig munaði
ekki mikið um það.
Þín verður ávallt minnst sem mik-
illrar blómakonu því garðurinn í
sveitinni var þitt líf og yndi, öll blóm-
in þín þekktir þú með nafni. Á vorin
þegar ég var að hjálpa til í sauðburð-
inum var allt að vakna til lífsins í
garðinum þínum. Þær voru góðar
stundirnar sem við áttum í eldhúsinu
og horfðum út í garð og spáðum í
hvað mætti betur fara og hvað þyrfti
að gera við hitt og þetta blómið.
Þessara stunda á ég eftir að sakna,
því við höfðum ótrúlega gaman af
þessum pælingum.
Það er svolítið skrítið að þú skyldir
kveðja á þessum tíma árs, því þetta
er sá tími sem þú elskaðir, allt að
lifna við af værum vetrarsvefni.
Elsku mamma, það verður erfitt
að átta sig á þessu öllu en ég vona að
þér líði vel. Ég tel mig vita að þín hafi
verið beðið og þar hafi verið miklir
fagnaðarfundir, því það verður að
segjast, að eftir að hún Sigga okkar
fór áttir þú oft erfitt. Ég bið algóðan
Guð að styrkja pabba og vernda okk-
ur öll á þessum erfiðu tímum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þín dóttir
Jóna.
Elsku amma, það er erfitt að trúa
því að þú ert farin frá okkur.
En við erum viss um að það var
tekið vel á móti þér af Sigga og Jóni
pabba þínum, ásamt fleira góðu fólki.
Okkur langar að minnast þín með
fáum orðum.
Þegar við horfum til baka lifir í
minningum stór og sterklega vaxin
kona sem ávallt hefur unnið sín verk
hvort sem þau voru utandyra eða
innan, í hvaða veðri sem var, harkan
var til staðar hjá henni ömmu, hún
gat allt. Það var sama hvort að hún
var aðeins með afa, tvo hunda og
slatta af kindum, eða fullt hús af
börnum og barnabörnum, og full úti-
hús af kúm og kindum, hún gekk til
sinna verka og lauk við þau, því að
hún var full af metnaði og góðvild.
Það var ávallt líf og fjör hjá afa og
ömmu í sveitinni og við grislingarnir
sóttumst eftir að fá að vera í sveitinni
og það helst allt sumarið. Það var
ósjaldan sem öll fjölskyldan var sam-
an komin á Torfastöðum til að hjálp-
ast að við heyskapinn. Við vorum
bara litlir grísir sem vildum hjálpa til
og vorum hoppandi og skoppandi um
alla hlöðu, en hjálpuðum til eftir
getu.
Á öðrum tímum en í há heyskapn-
um og sauðburði var amma mikið í
garðinum sínum, hann var alltaf fal-
legur og litríkur því amma lagði
mikla rækt við hann, enda var hún
með ólæknandi áhuga á garðrækt.
Amma var mjög mikill vinur okkar
allra, hún tók öllum opnum örmum
og læknaði allt sem að okkur var, oft
var nóg að hún laumaði að okkur
töggum og þá var allt í lagi með alla.
Það var ekki óvinsælt að koma
heim úr löngum reiðtúrum um alla
sveit og skríða inn til ömmu, hún var
oftar en ekki búin að leggja á borð og
okkar beið fínt kvöldkaffihlaðborði
eða jafnvel búin að elda bestu kjöt-
súpu í heimi fyrir hana Lindu sína,
því það fékk enginn að yfirgefa sveit-
ina nema vera búinn að borð á sig
gat.
Elsku afi og aðrir aðstandendur,
Guð og góðar vættir styrki ykkur öll
á þessum erfiðu tímum.
Elsku amma, við kveðjum þig með
söknuð í brjósti og viljum þakka fyrir
allt það sem þú veittir okkur.
Ástarkveðja,
Steingrímur og Linda
Björk Friðgeirsbörn.
Elsku amma mín.
Mér finnst svindl að þú skyldir
ekki vera hjá okkur lengur. Við öll
reynum að passa afa okkar í sveit-
inni, en við getum það örugglega
ekki eins vel og þú gerðir. Ég sakna
þín og segi fyrir þig:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu-
nautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss
frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu.
Amen.
Þín
Hugrún Harpa.
Elsku amma.
Við þökkum þér fyrir tímann sem
við fengum með þér sem var samt
alltof stuttur. Það var alltaf gott að
koma í sveitina til afa og ömmu, alltaf
fékk maður gott í gogginn og hlýtt
faðmlag. Þú fylgdist alltaf með því
sem við vorum að gera, sama hvað
það var, í skólastarfinu, kórnum eða
fótboltanum. Alltaf hringdi amma og
vildi fá nýjustu fréttirnar.
Við eigum margar góðar minning-
ar úr sveitinni. T.d var alltaf gaman á
réttardaginn og í jólaboðunum hjá
ömmu og afa. En nú breytist allt. Það
verður erfitt að sætta sig við að þú
sért farin frá okkur. Þegar við kveðj-
um elsku ömmu okkar svona langt
fyrir aldur fram biðjum við Guð að
hjálpa okkur að styðja afa á þessum
erfiða tíma. Guð blessi þig, elsku
amma.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þínar
Katrín Ýr og Anna María.
Þegar vorið og gróður skartar sínu
fegursta hefur góður sveitungi Birna
Aðalheiður Árdal Jónsdóttir, hús-
freyja á Torfastöðum í Grafningi,
kvatt þessa jarðvist fyrir aldur fram
eftir erfið veikindi.
Lífið er hverfult, það fékk Birna að
reyna við erfið veikindi til langs tíma
og dótturmissi fyrir nokkrum árum
og markaði það djúp spor í líf Birnu,
þótt hún færi ekki hátt með það.
Þegar góður sveitungi er kvaddur
á brott verður manni hugsað til
góðra stunda og verka sem slíkir
marka meðal samsveitunga og óhjá-
kvæmilega verður mannlífið fátæk-
ara að mannlegum auði á eftir.
Án slíkrar atorkukonu sem Birna
var hefði sveitin sem hún unni svo
mjög ekki orðið jafn litrík á ýmsum
sviðum sem Birna lagði lið og var í
forystu fyrir þegar heilsa hennar og
kraftar voru upp á sitt besta, t.d. sem
formaður kvenfélags Grafnings-
hrepps.
Birna hafði mikinn áhuga á að fást
við garðrækt og naut sín við þau
störf í garðinum sínum á Torfastöð-
um á fallegum kvöldstundum eftir
amstur dagsins með fagran fjalla-
hring til allra átta og lygnt Sogið þar
á milli.
Slíkar stundir snerta hvern þann
sem kann að njóta útiveru og nátt-
úrufegurðar og það gerði Birna ríku-
lega.
Hægt væri að skrifa langa minn-
ingargrein um atorku Birnu og sam-
heldni hennar, eiginmanns og fjöl-
skyldu í daglegu amstri við bústörf
sem tíðkast til sveita og ég tala nú
ekki um fyrrum daga þegar búið var
stórt og heimilið mannmargt.
Í öllum þessum störfum tók Birna
mikinn þátt og dró þar ekkert undan
hvert sem verkið var.
Fjölskyldan á Nesjavöllum mun
minnast Birnu um ókomin ár með
þakklæti og virðingu fyrir traustar
og góðar samverustundir til margra
ára.
Við vottum Steingrími, börnum og
fjölskyldu innilegustu samúð okkar.
Megi Guð gefa þeim styrk um ókom-
in ár. Megi Guð blessa minningu
góðs sveitunga.
Fyrir hönd fjölskyldunnar á
Nesjavöllum,
Ómar G. Jónsson.
BIRNA AÐALHEIÐUR
ÁRDAL JÓNSDÓTTIR
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóh. frá Brautarholti)
Ég kveð þig, amma mín.
Rebekka Rut.
HINSTA KVEÐJA
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin-
konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
HREFNU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Arnartanga 46,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar-
deildar Landspítala Landakoti fyrir einstaka
umönnun og hlýhug.
Sigurður Kristinn Ásbjörnsson,
Kristján Sigurðsson, Gestheiður Fjóla Jóhannesdóttir,
Þórunn Sigurðardóttir, Hreinn Pálmason,
Sigurður Hrafn Kristjánsson, Daníel Ægir Kristjánsson,
Brynjar Þór Hreinsson, Elvar Orri Hreinsson,
Íris Hrönn Hreinsdóttir.
Ástkær bróðir okkar,
GUNNLAUGUR SIGVALDASON
frá Grund á Langanesi,
Hraunbæ 36,
Reykjavík,
er lést fimmtudaginn 22. maí, verður jarð-
sunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn
30. maí kl. 15.00.
Sigurður Sigvaldason,
Aðalbjörg Sigvaldadóttir,
Þorbjörn Sigvaldason.
Okkar kæri ástvinur,
INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR,
lést miðvikudaginn 28. maí á Hrafnistu
í Reykjavík. Jarðarförin auglýst síðar.
Þóra Ása Guðjohnsen,
Halldór Gísli Sigurþórsson, Sigríður Jónsdóttir,
Guðrún Gerða Sigurþórsdóttir, Gústaf Adólf Hjaltason
Ingibjörg Þórdís Sigurþórsdóttir, Sigurður Kristinn Erlingsson.