Morgunblaðið - 30.05.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 30.05.2003, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                    !"      #  "$   %    $ &   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 25. maí er grein eftir Sonju B. Helgason. Í þessari grein hvetur hún eldri borg- ara til þess að leggja ökuskírteini sitt inn og hætta að aka bíl og Morg- unblaðið sá sérstaka ástæðu til þess að vekja athygli á þessari grein á baksíðu blaðsins. Það er að sjálfsögðu hverjum og einum heimilt að hætta að aka bíl hvenær sem er á ævinni en ég tel það rangt að láta það hafa fordæm- isgildi fyrir ákveðinn hóp manna. Það er rétt að hafa það í huga þegar rætt er um akstur eldri borgara að þeir þurfa, eftir sjötugt, að endur- nýja ökuskírteinið á tveggja ára fresti og eftir áttrætt verða þeir að endurnýja skírteinið árlega og til þess þurfa þeir að fá læknisvottorð um sjón og heyrn. Sé um sérstaka hreyfihömlun að ræða þurfa menn að fá sérstakt læknisvottorð. Ég sé ekki að lögregla hafi meiri hæfni til þess að meta ástand manna en læknar. Aftur á móti er rétt að vekja athygli á því að fjöldi fólks er van- hæfur til aksturs bifreiða frá 17 ára aldri, eins og hraðakstur, stórslys og dauðsföll í umferðinni sýna. Því er mikil þörf á að lögreglan snúi sér að því að bjarga lífi fólks, heldur en að þjóna áróðri ökuníðinga sem hafa staðið fyrir hraðakstri og umferð- arómenningu sem einkennir um- ferðina bæði innanbæjar og utan. Það eru ekki eldriborgarar sem standa fyrir þeirri lífshættulegu ómenningu. Einn landsþekktur ökumaður sagði í sjónvarpsviðtali fyrir stuttu að hann hefði aðeins tvisvar á æv- inni lent í umferðaróhappi og það hefði verið vegna þess að hann ók svo hægt að hann var glápandi á umhverfið í stað þess að hugsa um aksturinn. Ég ætla ekki að dæma um skynsemina á bak við svona yf- irlýsingu, en verður ekki að gera þá kröfu til ökumanna að þeir geri sér grein fyrir því að þeir eru að aka bíl, hvort heldur þeir aka hægt eða hratt. Þetta er einmitt sá áróður sem ökuníðingar hafa stundað all- lengi og kostað hefur fjölda barna og fullorðinna lífið. Það sem fer mest í taugarnar á ökuníðingum er það að eldri borg- arar aka hægar en þeir yngri. Flest- um eldri borgurum hentar vel að aka á 70 —90 km. hraða í utanbæj- arakstri og það er ekkert í umferð- arlögum sem bannar það. Það er heldur ekkert sem bannar þeim að fara framúr sem hafa leyfi lögreglu til þess að aka hraðar en umferð- arlög heimila, þá sennilega til að tryggja góða vertíð líkkistusmiða, þeir ökumenn þurfa bara að gefa sér tíma til að komast framúr. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Akstur eldri borgara Frá Guðvarði Jónssyni: FRAMSÓKNARFLOKKURINN var lengst af liðinnar aldar höfuð- andstæðingur Sjálfstæðisflokksins. Allt er betra en íhaldið var lands- þekkt setning, sem lýsti vel afstöðu framsóknarmanna til stjórnarsam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn. Mál- efnaleg afstaða þessara flokka til hinna ýmsu þjóðmála var ólík og skýrar línur skildu þá m.a. í efna- hags- og atvinnumálum, félags- og tryggingamálum, heilbrigðismálum o.fl. Þá var Samvinnuhreyfingin stoð og stytta Framsóknarflokksins sem m.a.stóð fyrir öflugri atvinnu- uppbyggingu í sjávarútvegi, land- búnaði, verslun, fjármálareksri o.fl. Þegar SÍS fór að standa höllum fæti í samkeppni við hlutafélög og einkarekin fyrirtæki fór hinn póli- tíski og málefnalegi ágreiningur íhaldsins og framsóknarmanna minnkandi. Forustumenn þessara flokka sáu að hagsmunum flokk- anna yrði best borgið að slíðra sverðin, þeir gætu átt greiða sam- leið í ýmsum veigamestu atvinnu- greinum landsins og fjársýslustofn- unum. Óþarfi er að lýsa þeirra pólitíska tilhugalífi síðari ára, kær- leikar núverandi formanna flokk- anna þeirra Halldórs og Davíðs eru áður óþekktir í íslenskri stjórnmála- sögu. Davíð hefur í tveimur síðustu alþingiskosninum hvatt kjósendur að styðja Framsóknarflokkinn og hefur enginn af hans eigin flokks- mönnum fengið annað eins traust og lof eins og Halldór Ásgrímsson. Davíð endurtekur sífellt að milli flokkanna sé góð samvinna í öllum málaflokkum, gagnkvæmt traust og vinátta sé á stjórnarheimilinu. Við- ræður flokkanna um nýjan stjórn- arsáttmála og skiptingu ráðherra var nánast formsatriði, löngu ákveðið ef flokkarnir héldu meiri- hluta. Davíð er að takast ætlunar- verk sitt að innbyrða Framsókn- arflokkinn í heilu lagi. Gefur l7% flokki eftir forsætisráðuneytið og Halldór og þingflokkur hans kok- gleypa beituna, en virðast ekkert vita hvar þeir verða dregnir á land. Meistaralegt útspil hjá bridsspilar- anum. Hinir leikrænu pólitísku hæfileikar Davíðs þrælvirka, vel æft og þrauthugsað skipulag hans að láta Framsóknarflokkinn hægt og hljótt líða inn í sæluríki íhaldsins á komandi kjörtímabili. Stíga til hlið- ar úr sæti forsætisráðherra til að auðvelda harðsoðnum framsóknar- mönnum sameininguna. Það hlýtur að vera mörgum sanntrúuðum framsóknarmönnum nánast ofraun að horfa í sjónvarpi á hina föðurlegu umhyggju Davíðs fyrir Framsóknarflokknum. Þetta fósturhlutverk íhaldsins á viðheng- inu tryggði þeim þó áframhaldandi stjórnarsetu. Allt er betra en íhald- ið er því fyrri aldar kenning Fram- sóknarflokksins sem aldnir fram- sóknarbændur héldu í heiðri. Framsóknarflokkurinn er aðeins skuggi af sjálfum sér, kannski tíma- skekkja í íslenskum stjórnmálum. Reyndar staðfestir 11% flokksfylgi formannsins í Reykjavík norður að svo sé. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrv. deildarstj. Allt er betra en íhaldið Frá Kristjáni Péturssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.